Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ STRÍÐSSÁLUMESSA Benjamins Brittens verður flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í kvöld kl. 19.30. Stjórn- andi á tónleikunum verður Vladim- ir Ashkenazy, heiðursstjórnandi hljómsveitarinnar, en auk þess syngja einsöngvararnir Marina Shaguch frá Rússlandi, Peter Auty frá Englandi og Markus Brück frá Þýskalandi, Kór íslensku óp- erunnar og Unglingakór Söngskól- ans í Reykjavík en söngstjóri þeirra er Garðar Cortes. Það var kirkjan í Coventry sem fór þess á leit við tónskáldið að það semdi verk til að minnast hörmu- legra fórna Coventrybúa í seinni heimsstyrjöldinni. Dómkirkja borgarinnar, ákaflega falleg miðaldabygging í gotneskum stíl, var meðal ótal bygginga í miðborg Coventry sem jafnaðar voru við jörðu í sprengjuárásum Þjóðverja haustið 1940. Ákveðið var að varð- veita rústir kirkjunnar en byggja nýja við hlið hennar. Stríðs- sálumessa Brittens var frumflutt við mikla vígsluhátíð nýju kirkj- unnar í maí 1962 undir stjórn Brittens sjálfs. Í verkinu notar Britten hefð- bundinn sálumessutexta, en tvinn- ar einnig inn í það níu ljóð eftir landa sinn, skáldið Wilfred Owen, sem sjálfur hvarf í átökum fyrri heimsstyrjaldarinnar aðeins nokkrum dögum áður en henni lauk, en Owen var, eins og Britten, mikill stríðsandstæðingur. Britten vildi að einsöngvararnir yrðu eins konar fulltrúar stríðandi fylkinga, að tenórinn yrði breskur, sópr- ansöngkonan rússnesk og barí- tónsöngvarinn þýskur, og þannig verður það einmitt á tónleikunum í kvöld. Einsöngvarar allra herja Vladimir Ashkenazy segir að Stríðssálumessa Brittens sé mjög áhrifamikið og mikilvægt tónverk. „Þetta er tónverk gegn öllu stríði, – sálumessa yfir stríðsátökum. Þess vegna vildi hann að einsöngv- ararnir kæmu frá andstæðum fylk- ingum stríðsins. Hann valdi rúss- nesku söngkonuna Galínu Vishnévskaju, breska tenórinn Peter Pears og þýska barí- tónsöngvarann Dietrich Fischer- Dieskau. Mér finnst verkið allt að því skelfilegt, vegna þess hve mik- ið gengur á með óbeinum tilvís- unum í sjálf átökin. Textinn er líka mjög áhrifamikill, – bæði latneski sálumessutextinn og ljóð Wilfreds Owens. Mér finnst niðurlag verks- ins alveg sérstaklega áhrifamikið, – ég held að það láti engan ósnort- inn. Sjáðu bara til dæmis þennan texta: „Ég er fjandmaður þinn, sem þú felldir. Hér er dimmt, félagi’ og vinur, en augun þekkti ég samt, er þú hvesstir í gær, þegar geir þinn nísti mig; ég brá geiri við, en hönd mín var köld og treg. Nú skulum við sofna …“ (þýð. Þorsteinn Valdimarsson) Þetta er vofa her- mannsins sem kemur og talar við vin sinn; – því þessir menn voru engir óvinir. Bretarnir, Þjóðverj- arnir og Frakkarnir töluðu hverjir við aðra milli skotgrafanna þegar færi gáfust. Það var skelfilegt að þarna voru menn að stofna til vin- áttutengsla milli þess sem þeim var fyrirskipað að drepa hver ann- an. Ljóð Owens eru bæði átak- anleg og hjartnæm, – og þetta nið- urlag: „Nú skulum við sofna …“ er ótrúlega fallegt.“ Ashkenazy segir verkið flutt reglulega víða um lönd, enda séu ærnar ástæður til að boðskapur þess hljómi. Einsöngvarana þekkir hann alla og hefur unnið með þeim áður og segir þá frábæra. Britten gerði ráð fyrir drengjakór í verk- inu, en hér verður það Unglinga- kór Söngskólans sem syngur, ásamt Óperukórnum. Hljóðritað fyrir Japani En hvernig hafa æfingar geng- ið? „Ljómandi vel. Hljómsveitin er svo góð núna, að hún getur leikið hvað sem er. Svo er svo gaman að vinna með þeim, því þau eru alltaf svo vel undirbúin og fylgjast ná- kvæmlega með öllu á æfingum; – frábært fólk.“ Eins og fram kom í blaðinu á þriðjudag talaði Ashkenazy á fundi hljóðfæraleikara deginum áður um málefni Tónlistarhússins. Það er ljóst að málið er honum hugleikið og spjall okkar nú ratar auðveld- lega í þann farveg aftur. Ashke- nazy hefur verið að hljóðrita með hljómsveitinni fyrir japanska út- gáfufyrirtækið Oct- avia. Honum þykir það merkilegt að hljómsveitin skuli hafa fengið þann samning vegna þess hve plötuútgáfa hefur dregist saman í heim- inum síðustu ár. „Þetta hefur gengið mjög vel og Jap- anirnir eru mjög hrifnir af hljómsveit- inni. Það verður þó að segjast eins og er, að mesti vandinn felst í hljómburðinum í Há- skólabíói. Tónmeistari þeirra segir að hér sé ekki hægt að hljóðrita hvað sem er, og að þótt þeir vilji mjög gjarnan halda áfram að hljóðrita leik hljómsveitarinnar verði erfitt að finna verk sem hægt er að hljóðrita í þessum vonda hljómburði. Þeim datt helst í hug Vorblótið eftir Stravinskíj, – sem er kröftugt og gróft og reynir ekki eins á fínlegu blæbrigðin. Við von- um auðvitað að hljómsveitin missi ekki af svona tækifærum vegna skorts á viðunandi tónlistarhúsi. Það verður öllum að vera ljóst að tónlistarhús verður ekki byggt hér án stuðnings opinberra aðila. Bæði fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi hafa unnið að þessu máli, en ég er hræddur um að vægi menntamálaráðherra í stórri rík- isstjórn sé ekki alltaf nógu mikið. Það verður að sannfæra rík- isstjórnina um að þetta sé á henn- ar ábyrgð. Ég vildi gjarnan sjá að sett yrðu lög um þessa fram- kvæmd, sem kvæðu á um að til þess yrðu lagðir nægir fjármunir með raunsæju tilliti til ófyrirséðra þátta svosem verðbólgu, og að verkinu yrði lokið á ákveðnum tíma.“ Draumar Ashkenazys einskorð- ast ekki við byggingu hússins ein- göngu, því hann segist segist hlakka mikið til að fá að stjórna þar. „Ég er nú samt orðinn 65 ára gamall, og þeir verða að fara að hafa hraðan á ef það á að takast. En það væri ótrúlega gaman ef hægt yrði að bjóða hingað ein- hverjum af bestu hljómsveitum heims til að spila þegar húsið verð- ur vígt. Ég er að tala um hljóm- sveitir á borð við Berlínarfílharm- óníuna, Lundúnafílharmóníuna eða einhverja af bestu hljómsveitunum í Ameríku, og þá með sínum föstu stjórnendum. Það yrði auðvitað mjög dýrt, en ég er viss um að það yrði ekki svo erfitt að fá einkafjár- magn í svoleiðis verkefni.“ Morgunblaðið/Sverrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, einsöngvarar og kórar ásamt stjórnandanum Vladimir Ashkenazy. Vladimir Ashkenazy stjórnar Stríðssálumessu Brittens á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Verk sem lætur engan ósnortinn begga@mbl.is Vladimir Ashkenazy Benjamin Britten ELÍSA Vilbergsdóttir er ung söng- kona sem nemur söng í Lübeck í Þýskalandi. Hún er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Um þess- ar mundir er hún heima í leyfi og sagði fréttarit- ara aðeins af högum sínum. Hún lauk 8. stigi í söng í Reykjavík fyrir þremur árum og hefur dvalið síðan í Lübeck í Þýskalandi og stundað nám við tónlistarhá- skólann þar og lýkur næsta vor diplómsprófi. Elísa stundar fullt nám í klassískum söng og er mjög ánægð með ár- angur sinn. Síðasta vet- ur kom hún fram á ýms- um tónleikum í Þýskalandi með náminu bæði á ljóðatónleikum og galatónleik- um. Um áramótin fékk hún tækifæri að syngja um borð í stærsta skemmtiferðaskipi Þýskalands M.S. Deutschland sem sigldi meðfram vesturstönd Afríku frá Senegal til Suður-Afríku. Þar skemmti hún með söng ásamt söngprófessorum sínum og þremur öðrum nemum þeirra. Var það mjög skemmtileg ferð og góð reynsla. Í sumar hefur hún verið að syngja á skipum sama fyrirtækis. Fyrri í sumar sigldi hún um Dóná á m.s. Mozart og skemmti gestum. Þá var hún beðin að fara aðra ferð með m.s. Deutschland, en þá í aðra átt. Ferðinni var heitið norður á bóginn, m.a. til Íslands. Um borð var hún með tvenna tónleika þar sem hún kynnti ís- lenska tónlist og svo tók hún þátt í galasýning- um þar sem hún söng íslenskar dægurflugur. M.s. Deutschland hafði viðkomu á Akureyri, Ísafirði og Reykjavík. Þar fór hún í land og hélt heim í Stykkishólm. Elísa er ekki viss hvað tekur við að námi loknu í Lübeck í vor. Ýmsir möguleikar eru í boði. Hún hefur áhuga á að læra meira í söng í einka- tímum og eins að fara til Bandaríkj- anna og kynnast öðrum straumum og stefnum í sönglist. Gengur vel í söng- námi í Lübeck Stykkishólmur Elísa Vilbergsdóttir NÚ á síðustu 3 til 4 árum hefur orðið fækkun á veiddum mink í Mývatns- sveit og dölum Þingeyjarsýslu. Þessi þróun sýnist hafa byrjað fyrir alda- mót og er enn í átt til fækkunar. Aðalveiðimenn á þessum svæðum eru þeir Ingi Þór Yngvason á Skútu- stöðum og Vilhjálmur Jónasson á Sílalæk. Þeir hafa báðir stundað minkaveiðar í áratugi, veitt þúsundir dýra og aflað sér mikillar reynslu. Þeir telja að samræmi sé milli stærð- ar minkastofnsins hér og minni veiði. Þannig má segja að þeir hafi náð að hamla viðgangi stofnsins. Ekki er þess þó að vænta að þeim takist að uppræta hann, því alltaf eru einhver hlaupadýr að koma inn á svæðið, sem er þeim matarkista. Þeir segjast hafa mikinn stuðning af nýjum og betri gerðum af veiðibog- um sem komnir eru á markað. Á sama tíma hefur ref farið mjög fjölgandi í Þingeyjarsýslu og gerir skolli sig nú heimakominn og lætur sjá sig ófeiminn á alfaraleiðum. Þetta er mönnum áhyggjuefni, því þó refurinn hafi ekki sömu drápsfýsn og minkur þá þarf hann mikinn mat sem hann sækir hér einkum með fuglaveiði. Fækkar merði, fjölgar skolla Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH Ingi Þór Yngvason á Skútustöðum og Finnbogi Stefánsson á Geira- stöðum hafa glímt við mink lengi. FRIÐBJÖRN Óskar, Auður Ösp, Linda Björk og Elmar Bragi nem- endur við Tónlistarskóla Seyðis- fjarðar héldu tónleika í Seyðisfjarð- arkirkju 9. apríl sl. til styrktar ferðasjóði 9. bekkjar Seyðisfjarðar- skóla. Á tónleikunum var flutt tón- list úr ýmsum áttum og stóðu krakkarnir sig vel en þau Linda, Elmar og Friðbjörn leika á píanó og Auður á þverflautu. Kennarar þeirra í Tónlistarskólanum eru Maria Gaskell og Einar Bragi, segir í fréttatilkynningu. Héldu tónleika í Seyðisfjarðarkirkju Seyðisfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.