Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 72

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseduo kemur og fer í dag. Mánafoss fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal. Eldri borgarar, Álfta- nesi. Handverkssýning verður haldin í Hauks- húsi laugardaginn 10. maí frá kl. 13–17. Sýnt verður fjölbreytt úrval handverks sem eldri borgarar á Álftanesi hafa verið að vinna í vetur s.s. útsaumur, glermálun, málverk, tréútskurður o.fl. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og opin handavinnu- stofa. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 göngu- hópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni. Opnuð sýning á mál- verkum Ólafar Guð- jónsdóttur kl. 14 í dag. Léttsveit Reykjavíkur mun heiðra Ólöfu með söng. Allir velkomnir. Brids og spilamennska fellur niður í dag. Korpúlfar, Grafarvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Graf- arvogslaug á föstudög- um kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14– 16, brids kl. 13, biljard kl. 13.30. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt föndur, frá hádegi spilasalur opinn, kór- æfing fellur niður. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári. Fundur í Bókmenntaklúbbi Gull- smára kl. 20. Frjálst efni. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 14 bingó. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í aðal- sal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 páskabingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugar- dögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Pósthús- stræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélag Grensás- sóknar verður með sína árlegu kaffisölu sunnu- daginn 11. maí kl. 15. Tekið verður á móti tertum og öðru meðlæti frá kl. 10–14 sama dag. Síðasti fundur kven- félagsins verður mánu- daginn 12. maí kl. 20. Allar konur velkomnar. Gönguklúbbur Hana- nú. Lagt af stað kl. 10 frá Gjábakka á kosn- ingadagsmorgun og kosningaskrifstofur flokkanna í miðbænum heimsóttar. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda alzheimersjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfasími 562 5715. Í dag er föstudagur 9. maí, 129. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jóh. 17, 5.)     Stefán Jón Hafstein,formaður fram- kvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar, birti yfir- lýsingu í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann er á harðahlaupum frá þeirri hugmynd sinni að réttlát- ara sé að bjóða út fisk- veiðiréttindi við Ísland á heimsvísu en að viðhalda núverandi kerfi í sjávar- útvegi. „Þetta er rangt. Þetta hef ég aldrei sagt,“ segir Stefán Jón í yfirlýs- ingunni og bætir við að hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að auðlindin hafi verið sett í einka- eign, heldur byggist nú- verandi kerfi Íslendinga á sameign þjóðarinnar.     Hinn 1. maí skrifaðiþessi sami Stefán Jón pistil á vefinn Heimur.is. Þar segir: „Þeir í Írak eru með olíufyrirtæki í ríkis- eign, andstætt fiskiskipa- flota okkar sem er í einkaeign. En það breytir engu um að The Econom- ist telur auðlindina sjálfa – olíuna – „sameign þjóð- arinnar“ alveg á sama hátt og við höfum talað um fiskinn. Og blaðið leggur til uppboð. Alveg eins og við sum höfum gert um fisk- inn við mikla andstöðu „markaðshyggjumanna“ á Íslandi. Rétt eins og The Economist vill alþjóðleg samkeppnisboð í olíu- vinnsluna í Írak teljum við mörg að efna eigi til samkeppnisboða í fisk- veiðar við Ísland. […] Í Írak var olíuvinnsla í höndum þeirra sem fengu til þess ríkisleyfi, alveg eins og fiskveiðar á Ís- landi eru í höndum þeirra sem fá ríkisleyfi.“     Stefán Jón helduráfram: „Þeir sem vilja innkalla kvóta til að bjóða upp á ný geta aflað raka hjá The Economist. Því hér heima var aðgangi að auðlindinni úthlutað á vafasömum forsendum til forréttindamanna. Fyrningarleið er því bæði eðlileg og auðskilin. Í Írak eins og á Íslandi. Svona talar nú The Economist um „sameign þjóðarinnar“ í Írak. Blaðið viðurkennir reyndar að hugmyndirn- ar verði illa séðar af „þjóðernissinnum“ í hag- speki. En blaðið varar við því að hagsmunahópar fái sérstakan aðgang að af- rakstri auðlindarinnar í Írak. Slík varnaðarorð hafa menn lengi haft uppi um sameiginlega auðlind Íslendinga. Gilda ekki sömu rök á Íslandi og Írak?“     Þurfa menn lengur aðvelkjast í vafa um hvað Stefán Jón vill? Hann telur að auðlindinni hafi verið úthlutað með vafasömum hætti til for- réttindamanna. Í staðinn vill hann samkeppnisút- boð á veiðiheimildum, sem verður illa séð af þjóðernissinnum í hags- peki - þ.e. alþjóðlegt út- boð. Af hverju varð manninum svona illa við að sagt værifrá hans eigin hugmyndum í fjölmiðl- um? STAKSTEINAR Alþjóðlegt samkeppnis- útboð á kvóta Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ákaflegaánægður með buddubúð- irnar, eins og hann vill kalla þær, en sumir kalla þær lág- vöruverðsverzlanir. Þar hefur til þessa verið hægt að fá mat- vöru á lágu verði og að undan- förnu hefur Europris auglýst verkfæri á verði, sem er miklu lægra en Víkverji sér í venju- legum byggingavöruverzlun- um. Þessar auglýsingar hafa vakið áhuga Víkverja, því að hann er stundum sjálfur að dútla í viðhaldi á húsinu sínu og hef- ur reynt að sanka að sér nauðsynleg- ustu verkfærum. Í auglýsingu frá Europris í Morg- unblaðinu í gær voru auglýst nokkur rafmagnsverkfæri á hlægilegu verði, til dæmis borvél á 2.590 krónur, fræsari á 4.995 krónur, rafmagns- hefill á 2.990 krónur, slípirokkur á 1.490 krónur og höggborvél á 2.990 krónur. Víkverja vantar einmitt slípirokk og hann vantar líka hjól- sög, þannig að hann var ánægður að sjá að Europris auglýsti hjólsög á 4.250 krónur. En Víkverja rak í rogastanz þegar hann sá að undir myndinni af hjólsöginni stóð „vönd- uð“. Hvað er þá slípirokkurinn, sem Víkverja langar í? Óvandað drasl? x x x KANNSKI borgar sig að hlaupaekki á eftir allra ódýrustu til- boðunum. Kannski fer það líka eftir því hvað maður vill að hluturinn end- ist lengi – í eina slípun eða svo lengi að hann verði erfðagripur. Víkverji þekkir fólk, sem kaupir helzt aldrei nema dýrustu og vönduðustu heim- ilistækin, með þeim árangri að þau endast von úr viti. Ameríski ísskáp- urinn hefur enzt hátt í 40 ár, þýzka þvottavélin gaf sig ekki fyrr en eftir 34. Á sama tíma væru sumir áreiðan- lega búnir að endurnýja ódýr- ari tæki tvisvar eða þrisvar. Helzti ókosturinn við að eiga svona vönduð og endingargóð tæki er að útlitið á þeim getur dottið úr tízku. Þá er skásta vonin að það komi aftur í tízku, eins og t.d. gerðist með amer- ísku ísskápana. x x x SVO er sú hætta fyrir hendiað maður verði bara hreint út sagt hallærislegur með gam- alt, endingargott tæki. Þannig á Vík- verji gamla, alhandvirka myndavél af vönduðustu gerð, sem hann held- ur mjög upp á. Um daginn var hann að taka myndir af fimm ára dóttur sinni, sem sat fyrir af innlifun og brosti út að eyrum, kom svo val- hoppandi til pabba síns og sagði: „Lof mér að sjá myndina.“ Víkverji reyndi að útskýra að þetta væri ekki svona stafræn myndavél eins og afi hennar ætti, heldur hefðbundin myndavél með filmu, sem þyrfti að fara í framköllun. „Kemur myndin þá aldrei út?“ spurði sú stutta með skeifu. Henni þykir ekki mikið til ljósmyndagræja föður síns koma. Morgunblaðið/Þorkell Ódýr borvél og dýr borvél. Hver segir satt? Í kosningaumræðum und- anfarnar vikur hefur mikið verið rætt um málefni aldr- aðra, kvótakerfið, skatta- mál o.fl. Frambjóðandi A stað- hæfir í fjölmiðlum að sinn flokkur sé með bestu og réttlátustu lausnina í skattamálum fyrir lág- launafólk. Síðan kemur frambjóðandi B og fullyrðir með miklum áhersluþunga að útreikningur A sé rang- ur og muni einmitt skerða hag láglaunfólks, en bæta hag hálaunafólks. Hvað er rétt? Frambjóðandi D fullyrð- ir að fiskkvótinn, sameign þjóðarinnar, hafi verið af- hentur fáeinum einstak- lingum ókeypis og þeir hafi í leyfisleysi selt hann öðr- um með hagnaði. Sameign þjóðarinnar sé því komin í eign fárra einstaklinga. Frambjóðandi E bendir á að D hafi með sínum eigin dugnaði og útsjónarsemi eflt sitt útgerðarfyrirtæki og aukið verðmæti kvótans. (Hvað græddi ég á því?) Frambjóðandi F segist vilja að kvótinn verði smám saman færður frá stóru fyr- irtækjunum yfir til eigenda smábáta sem ekki eyðileggi fiskbotninn með stórvirk- um veiðarfærum. Fram- bjóðandi G segir að þar með sé verið að rústa stór- fyrirtækjunum sem einmitt hafi skilað hagnaði. (Ekki til mín!) Frambjóðandi H segir að stóreigandinn hafi aukið verðgildi fiskimiðanna með eigin útsjónarsemi, en með tillögu G sé ætlunin að búa í staðinn til annan séreigna- hóp. (Hvað með mig?) Ég hef aldrei átt bát eða eigið fyrirtæki. Ég er bara hinn almenni borgari þessa lands sem fæ ekki enda til að ná saman. Samt er mér sagt að fiskurinn í sjónum sé sameign landsmanna. (Hver segir satt?) Hvað á ég að kjósa? Á ég virkilega fiskinn í sjónum, en fæ ekki af honum arð? Ráðvilltur kjósandi. Far vel frans ÉG fer oft á Grandann og þá kem ég oft við í Nóatúni og þar hitti ég stundum gamla Vesturbæinga og við tölum þá saman. En núna er ekki hægt að tala við þá því þeir eru svo æstir út af Ellert. Að gamall KR íhalds- maður skuli vera á lista hjá hentikrötum er meira en hægt er að hugsa sér að gæti skeð. Gamla KR íhaldið þekkir bara einn staf og það er D, sem er fallegasti stafurinn í stafrófinu, enda er það staf- ur flokksins og líka for- mannsins. Gamla vesturbæjaríhald- ið mun því ekki leggja hon- um og krötum lið og ekki bætir úr skák að þar er Sól- rún sem svindlaði sér inn í Reykjavík á síðasta ári sem borgarstjóri og sveikst undan merkjum eftir nokkra mánuði. Nei, vesturbæjaríhaldið mun nú sem fyrr halda sig við D-ið nú eins og alltaf því D-ið er eini rétti stafurinn í þessum kosningum. Því segja þeir bara við Ellert, far vel frans. Sels- móri má vera í ykkar liði. Þannig var það. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. Tapað/fundið Bíllyklar týndust BÍLLYKLAR týndust fyr- ir utan Ölduslóð 28–30 eða 32. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 0608. Mjótt armband týndist MJÓTT gullarmband týnd- ist nýlega. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 1313. Barnaúlpa týndist BRÚN barnaúlpa týndist í mars/apríl annaðhvort í Mosfellsbæ eða í Reykja- vík. Skilvís finnandi hafi samband í síma 847 4685. Dýrahald Kettlingur fæst gefins 8 VIKNA svartur kettling- ur fæst gefins. Einstaklega blíður og fallegur. Mamm- an er blandaður skógar- köttur. Upplýsingar í síma 860 1626. Hamstrar óskast ÓSKA eftir að fá gefins hamstra eða dverg- hamstra. Upplýsingar í síma 867 0797. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is HVERS vegna heitir hún það? Jú, hún stjórnast af auglýsingum og sápu í sjónvarpi, sískiptandi um stöðvar, skiptir um bíl, hús, húsgögn og það sorg- lega maka, börn og nú ríkisstjórn. Skipta, bara til að skipta. Ég bið og vona að svo verði ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa staðið sig vel og eiga þakkir skilið. Alltaf má gera betur. Sjálfstæð- isflokknum treysti ég best. Maðurinn er auðurinn. Börnin og barnabörnin framtíðin. Við erum ekki lengur meðal skuldugustu þjóða heims. Þeir stóðu sig vel. Horfum fram á veginn. Áfram Ísland. S.G. Skiptimarkaðskynslóðin LÁRÉTT 1 vaðfugl, 8 ungir hestar, 9 ræfla, 10 ýlfur, 11 hafa fyrir sið, 13 ávinningur, 15 kátur, 18 dreng, 21 skynsemi, 22 byggja, 23 verur, 24 liggur á melt- unni. LÓÐRÉTT 2 ávöxturinn, 3 rudda, 4 stallur, 5 jakaburður, 6 styrkt, 7 brumhnappur, 12 hrúga, 14 legil, 15 ástand, 16 gestagangur, 17 dökkt, 18 vísa, 19 dóna, 20 bæla sig. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hnika, 4 fussa, 7 rorra, 8 mágum, 9 rúm, 11 anna, 13 garð, 14 pilla, 15 hopa, 17 traf, 20 stó, 22 gjóta, 23 mætur, 24 skaft, 25 ránið. Lóðrétt: 1 herða, 2 iðrun, 3 afar, 4 fimm, 5 sigla, 6 af- máð, 10 útlit, 12 apa, 13 gat, 15 hagls, 16 prófa, 18 rætin, 19 fárið, 20 satt, 21 ómur. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.