Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HVÍTU storkarnir í Neuruppin, um 80 kílómetra norð- an við Berlín í Þýskalandi, virðast harðánægðir með hreiðurstæðið, gamlan Trabant. Hann hvílir á öflugum stálstólpa og undirstaðan ætti því að þola ástarleikina. Reuters Trabantinn er traustur STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í dag og hyggst leggja fram tillögu um að refsiað- gerðum gegn Írak verði aflétt og að áætlun samtakanna um mat fyrir olíu verði lögð niður smám saman á næstu fjórum mánuð- um. Ígor Ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði eftir við- ræður við sendimann Banda- ríkjastjórnar í Moskvu í gær að Rússar myndu ekki styðja tillögu Bandaríkjastjórnar. Hann árétt- aði þá afstöðu rússnesku stjórnarinn- ar að ekki væri hægt að aflétta refsi- aðgerðunum nema vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna lýstu því fyrst yfir að engin ger- eyðingarvopn væru í Írak. Samkvæmt tillögu Bandaríkja- stjórnar á einnig að skipa ráðgjafar- nefnd sem á að hafa eftirlit með því hvernig olíutekjum Íraks verði ráð- stafað og tryggja að féð verði notað í þágu írösku þjóðarinnar, að sögn bandarískra embættismanna. Meðal annars er gert ráð fyrir því að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og fulltrúar Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fái sæti í nefndinni. Annan verður einnig beðinn um að skipa sér- stakan embættismann sem á að starfa í Bagdad og hafa yfirumsjón með hjálparstarfi Sameinuðu þjóð- anna og þátttöku þeirra í endur- reisn Íraks og myndun lýðræðis- legrar ríkisstjórnar. Deilt um olíutekjurnar Rússar og Frakkar eru andvíg- ir tillögu Bandaríkjastjórnar. Júrí Fedotov, aðstoðarutanríkisráð- herra Rússlands, sagði að rúss- neska stjórnin vildi að viðskipta- banninu yrði aðeins aflétt að hluta til að tryggja að Írakar gætu keypt matvæli og lyf. Rússar hafa þegar lagt fram drög að ályktun þar sem gert er ráð fyrir því að Kofi Annan hafi yfirumsjón með allri áætluninni um mat fyrir olíu, m.a. með olíusölu Íraka og framtíð- arnýtingu olíulinda, þangað til írösk ríkisstjórn tekur við völdunum. Verði áætlunin um mat fyrir olíu lögð niður á næstu fjórum mánuðum, eins og Bandaríkjamenn vilja, verða olíutekjur Íraka ekki lengur undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Banda- ríkjastjórn vill nota olíutekjurnar til að fjármagna endurreisn Íraks. Stjórn Bush óskar eftir fundi í öryggisráði SÞ Leggur til að viðskipta- banni á Írak verði aflétt Reuters Götusali í Bagdad með geisladisk sem ber tit- ilinn Líf og glæpir Saddams Husseins. Washington, Moskvu. AP, AFP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær einróma inngöngu sjö Austur-Evrópuríkja í Atlantshafsbandalagið, NATO. Öldungadeildin samþykkti með 96 atkvæðum gegn engu að Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía fengju aðild að NATO. Utanríkisráðherrar landanna voru viðstaddir atkvæðagreiðsl- una og fóru síðan á fund Georges W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Með inngöngu ríkjanna sjö fjölgar aðildarríkj- um bandalagsins í 26. Þingmenn lögðu áherslu á mikilvægi þess að stækka Atl- antshafsbandalagið til að efla það í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi í heiminum. Nokkrir þeirra bentu á að öll Austur- Evrópulöndin sjö nema Slóvenía styddu hernaðinn í Írak. „Þessi lönd hafa þegar lagt mikið af mörkum til að efla tengslin yfir Atlantshafið,“ sagði George Voinovich, öldungadeild- arþingmaður frá Ohio. „Reyndar voru þau betri bandamenn en nokkur þeirra ríkja sem eru nú í NATO.“ Stækkun NATO einróma staðfest Washington. AFP. Öldungadeild Bandaríkjaþings ATAL Bihari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, sagði í gær að Ind- verjar hefðu ákveðið að hafna boði Pakistans um gagnkvæma kjarn- orkuafvopnun. Vajpayee sagði að eina kjarnorku- skotmark Pakistana væri Indland en Indverjar þyrftu að verja sig gagn- vart fleiri ríkjum en Pakistan. „Við tökum ekki boði Pakistans ... þar sem kjarnorkuvopnaáætlun Pakist- ans beinist gegn Indlandi. En við höfum áhyggjur af fleiri ríkjum,“ sagði forsætisráðherrann. Þá ítrekaði hann að yfirlýst stefna Indlands væri sú, að verða ekki fyrri til kjarnorkuárásar en slíkt gilti ekki um stefnu Pakistana. Talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisins sagði á mánudag að Pakistan myndi losa sig við kjarnorkuvopn sín gerðu Indverjar slíkt hið sama. Hafna boði Pakistana Nýju Delhí. AFP. UM þrjár vikur eru þar til skilafrestur í Nýsköpun 2003, samkeppni um við- skiptaáætlanir og hug- myndalýsingar, rennur út. Eins og síðast þegar þessi keppni var haldin taka Ís- lendingar nú þátt í sérstakri Evrópukeppni þar sem keppt er í fjórum flokkum. Að sögn Ágústar Pétursson- ar, verkefnisstjóra Nýsköpunar 2003, er ætlunin að Íslendingar keppi aftur í öllum flokkum Evrópu- keppninnar. „Miðað við fjölda skráninga í sam- keppninni hljótum við að geta sent fjóra sigurstranglega fulltrúa Ís- lands til Brussel,“ segir Ágúst. „Í síðustu keppni náðum við ágætum árangri þar sem t.d. fyrirtækið Fjöl- blendir var nálægt því að hreppa fyrsta sætið í sínum flokki. Evrópu- keppnin hefur verið í sífelldri þróun og má gera ráð fyrir harðri sam- keppni.“ Ágúst bendir á að í fyrsta skipti séu nú veitt peningaverðlaun til sig- urvegara í evrópsku hugmyndasam- keppninni. Hann segir að keppt sé í fjórum flokkum sem eru Hvatning, Sproti, Frum- kvöðlar (e. Start up) og Vöxtur. Í flokknum Sprota fái sigurvegarinn 15 þús- und evrur, jafnvirði liðlega 1,2 milljóna króna, en í ný- sköpunarflokkum séu verð- launin 35 þúsund evrur, eða tæpar þrjár milljónir króna. Fyrir utan möguleika á peninga- verðlaunum munu fulltrúar Íslands taka þátt í því sem kallað er á ensku „Clever networking,“ eða sam- skiptanet, en þar er meiningin að menn hittist og ræði sín á milli um hugmyndir sínar og fyrirætlanir. Segir Ágúst að í þessum þætti geti orðið til verðmæt viðskiptasambönd. Hann bendir á mikilvægi þess að fulltrúar Íslands fái tækifæri í Brussel til að kynna hugmyndir sín- ar fyrir mögulegum fjárfestum og samstarfsaðilum sem annars hefði orðið erfitt að ná sambandi við. „Það eitt að komast til Brussel er því áhugavert, burtséð frá því hvort okkur tekst að krækja í verðlauna- sæti eður ei,“ segir Ágúst. Þrjár vikur til stefnu í Nýsköpun 2003 Ágúst Pétursson GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans jókst um 2,6 milljarða króna milli mánaða og nam 38,5 milljörðum króna í lok apríl (jafnvirði 513 millj- óna Bandaríkjadala á gengi í mán- aðarlok). Í tilkynningu frá Seðlaa- bankanum kemur fram að erlend skammtímalán bankans hækkuðu í mánuðinum um 900 milljónir króna og námu þau 11,1 milljarði króna í lok apríl. Seðlabankinn keypti gjald- eyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 2,1 milljarð króna, og er það er í samræmi við áætlun hans um að- gerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Frá því að Seðlabankinn til- kynnti um regluleg kaup á gjaldeyri í ágúst sl. hefur bankinn keypt gjald- eyri á markaði fyrir tæpa 17 millj- arða króna. Gengi íslensku krónunnar styrkt- ist í apríl um 0,5%. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,8 milljörðum króna í apríllok miðað við markaðsverð. Þar af námu markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs 1,2 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofn- anir lækkuðu um 2,9 milljarða króna í apríl og námu 71 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir breyttust óverulega og námu 8,4 milljörðum króna í mán- aðarlok. Nettókröfur bankans á rík- issjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 800 milljónir króna í apríl og námu nettóinnstæður ríkissjóðs 25,9 millj- örðum króna í lok mánaðarins. Í morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að Greining Ís- landsbanka telji líklegt að Seðla- bankinn muni kaupa og styrkja gjaldeyrisforðann nú í maí og að til- kynnt verði um það samhliða útgáfu ársfjórðungsrits Seðlabankans 16. maí. Ekki sé ólíklegt að bankinn muni kaupa 10-15 milljarða til við- bótar við þá 20 milljarða sem til- kynningin kvað á um í ágúst. „Að mati Greiningar mun tilkynning bankans um frekari kaup ekki hafa áhrif á gengi krónunnar svo neinu nemur og þau litlu áhrif sem kunnu að verða munu eflaust einungis vara skamman tíma,“ að því er segir í morgunkorni Íslandsbanka. Gjaldeyrisforðinn eykst um 2,6 milljarða ● BRESK samkeppnisyfirvöld hafa látið í ljós áhyggjur sínar af baráttu keppinauta Safeway um yfirrráð yfir stórmarkaðskeðjunni og eru að kanna hvort eitthvert þeirra tilboða sem hafa borist í keðjuna geti alið af sér mjög markaðsráðandi aðila á markaðinum og skaðað þannig hags- muni neytenda og birgja. Fjórar stórmarkaðskeðjur á mat- vörumarkaði í Bretlandi, og þar af leiðandi keppinautar Safeway, hafa gert tilboð í Safeway-keðjuna. Það eru Sainsburýs, sem er önnur stærsta matvörukeðjan í Bretlandi, ASDA, sem er í eigu hinnar bandarísku Wal Mart stórmarkaðskeðju, Tesco og WM Morrison, sem er fimmta stærsta keðjan í Bretlandi. Óttast er að ef eitthvert þessara fyrirtækja kaupi Safeway muni það leiða til óeðlilega markaðsráðandi stöðu á markaði, hvort sem er í ein- staka bæjum og borgum eða á lands- vísu. Samkeppnisráðið breska hefur lýst eftir skriflegu áliti áhugasamra á málinu en niðurstöðu ráðsins er að vænta um miðjan ágúst. Stríðið um Safeway, sem rekur 479 stórmarkaði í Bretlandi, hófst í janúar sl. þegar WM Morrison bauð 2,9 millj- arða punda í keðjuna og Sainsbury’s fylgdi í kjölfarið með ríflega 3 milljarða punda tilboð. Þá bættist ASDA í slag- inn og Tesco auk þess sem gert er ráð fyrir að tilboð berist frá Philip Green, eiganda Arcadia. Óttast að sala á Safe- way til keppinauta skaði samkeppni ● SAMKAUP hf. högnuðust um 239 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 146 milljónir á árinu 2001. Rekstrartekjur voru 8.579 milljónir króna, en rekstr- argjöld án afskrifta 8.138 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 441 milljón, en 361 milljón árið áður. Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, segist vera ágætlega ánægður með upp- gjörið. „Þetta er afrakstur hagræð- ingar og lagfæringa síðustu tveggja ára,“ segir hann. Arðsemi eigin fjár 29,6% Hagnaður fyrir skatta nam 291 milljón króna, samanborið við 178 milljónir árið 2001. Eignir 31. des- ember 2002 voru 2.193 milljónir króna. Skuldir voru 1.177 milljónir, en eigið fé 1.016 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall um síðustu áramót var 46%, borið saman við 38,5% ári áður. Veltufjárhlutfall hækkaði milli ára, úr 1,18 í 1,28. Arðsemi eigin fjár á árinu 2002 nam 29,6%, en 22,6% árið 2001. Samkaup hagnast um 239 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.