Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í HITA kosningabaráttunnar gerist margt ógeðfellt. Margt er farið að minna á gamla kommaáróðurinn um fáa útvalda í karlalegri ráðstjórn sem hafi vit og for- ræði yfir einföldum landslýð. Ígrunduð skynsemi víkur fyrir örvæntingu og hræðsluáróðri einhverrra sem telja sig um margt betri en aðra. Það vekur vissulega athygli að fulltrúar eins stjórnmálaafls þvert um landið skuli ganga það langt vikum saman að kalla stærstan hluta landsmanna nánast fífl sem ekkert hafi með það að gera að ráða eigin gjörðum, hvað þá að hafa þá skynsemi til að bera að geta komið að landstjórninni án þess að allt fari fjandans til. Það hlýtur að vekja marga til um- hugsunar að formaður og fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins með stuðning rúmlega eins þriðja Íslendinga á bak við sig telji sig eina vitræna aflið í landinu og beri að hafa forsjá þorra landsmanna í hendi sér, annars springi fjöregg þjóðarinnar og afkoman bresti. Skildi þetta vera satt? Er virkilega svo komið með söguþjóð- inni, þeirri sem á að vera svo kostulega vel menntuð, að hún kunni ekki lengur skil á því hvað fólkinu sjálfu er fyrir bestu? Þurfum við forræðishyggju sem velur okkur frjálshyggju í gær, ríkiseinokun flokksins í dag og einkaeinokun á lífsbjörginni á morgun? Eru mál- efnalegar skoðanir sem hafa fylgi allt að 80% þjóð- arinnar um einstök mál eins og fiskveiðar, menntun, velferðarkerfi og jafnrétti véfréttir og ómark af því að formaður Sjálfstæðisflokksins veit betur? Forspár um að allt fari um koll í okkar litla samfélagi, Íslandi, ef aðrir en sjálfstæðismenn fara með forræði yfir okk- ur hinum er lítilsvirðing við lýðræði og skoðanir, eða hvað finnst þér? Er þetta ekki bara ráðstjórn í anda gamla tímans? Jú, ekki ber á öðru en vel smurt for- sjárhyggjuleikrit sé komið á kosningafjalirnar. Nú er búið að dubba gömlu kommagrýluna upp í nýtt dress og sú afdankaða látin stíga yfir mjóu línuna sem skil- ur að forsjárhyggju til vinstri og hægri. Grýlan sú arna er nú látin boða hræðsluáróður til að dramb- samur forsætisráðherra haldi völdum hvað sem það kostar. Okkur er boðinn aukakvóti upp á tugþúsundir tonna sem örfáir fá reyndar að veiða, okkur er boðið í skattaparadís þar sem forsætisráðherrann fengi lík- lega 100 þúsund sjálfur í forgjöf þegar lágaðallinn fær 10 þúsund, því allt er svo jafnt með prósentureglunni. En prósentur eru ekki með í leiknum þegar bent er á skuldasöfnun í ríkiskassanum, hvað þá að 10% á meðal okkar séu á geðhrifalyfjum til að komast af í sælu- ríkinu, né að önnur 10% séu undir fátæktarmörkum og staðið sé í biðröðum eftir aðstoð. Enda gerist það alltaf þar sem eitthvað er frítt segir Davíð ráðstjórn- andi á milli þess sem hann sækir karlafundina á drossíunni til að skýra út fyrir öðrum hve mikil hætta sé því samfara ef ríkisforsjár hans fái ekki notið í heil 16 ár! Ég hlýt að vera fífl eins og flestir aðrir landsmenn þegar ég sé ekki að nokkrir góðir dagar með Davíð séu lausnin til að gera gott Ísland enn betra! Hætta skal leik þá hæst hann stendur. Ég tek undir með stór- söngvaranum sem var að koma í heimsókn frá Ítalíu. Hann sagði aðspurður í sjónvarpi að hann teldi þetta bara vera komið gott hjá Sjálfstæðisflokki við stjórn- völinn, þjóðin hefði gott af breytingum! Ég treysti því að ný gildi og áherslur taki völdin þegar margreyndur stjórnandi, sem jafnaðarmaðurinn Ingibjörg Sólrún er, fær tækifæri með stuðningi okkar allra á landsvísu til að láta hressilega til sín taka og að nýir vendir sópi best, líka í stjórnarráðinu. Flest eigum við systkin, börn, og mörg barnabörn. Með stuðningi okkar við forystu Össurar, Jóhönnu og Ingibjargar Sólrúnar getum við verið viss um að þau horfa til framtíðar jafnaðar og jafnréttis. Þannig verð- ur gott Ísland enn betra, ég er viss, hvað með þig? Erum við fífl að vilja ekki nokkra góða daga með Davíð? Eftir Pálma Pálmason Höfundur er markaðsstjóri. ÞAÐ er engin tilviljun að það voru einmitt Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur sem sátu við stjórnvöl- inn í lok síðustu aldar og leiddu þjóðina inn í hina nýja öld. Þetta eru einmitt þeir stjórnmálaflokkar sem lifðu af öldina, án þess að breyta um nöfn eða kennitölur, eða hreinlega að geispa golunni. Þetta eru þeir flokkar sem íslensk þjóð hefur ávallt getað treyst til að fara með sín mál gegnum áratugina eftir að Ísland varð fullvalda og sjálf- stætt ríki. Enda stóðu þessir tveir flokkar fremstir í lýðveldistökunni 1944 og voru í forystu fyrir útfærslu landhelginnar í 200 mílur á sínum tíma, einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Viðurkenning á góðu stjórnarfari Það er því heldur engin tilviljun að á sl. átta árum þessara flokka í rík- isstjórn hefur ríkt eitt mesta hag- vaxtarskeið í sögu þjóðarinnar. Þjóð- in hefur búið við efnahagslegan og pólitískan stöðugleika, nokkuð sem er óskastaða hjá sérhverri þjóð, en alls ekki sjálfgefið. Og það sem meira er. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú í lok kjörtímabils með markvissum að- gerðum í atvinnuuppbyggingu tryggt áframhaldandi hagvöxt nánast út þennan áratug. Slíkt er nánast eins- dæmi. Enda lofar stjórnarandstaðan gulli og grænum skógum um land allt komist hún til valda. Engin rík- isstjórn getur hlotið meiri viðurkenn- ingu á sínu stjórnarfari en einmitt slílk gylliboð stjórnarandstöðunnar. Það er því alls engin tilviljun hve al- gjör málefnafátækt stjórnarandstæð- inga er nú í aðdraganda kosninga. Aumlegast er þó að horfa upp á for- sætisráðherraefni Samfylkingarinnar fara með órökstuddar dylgjur og ósannindi um menn og málefni. Jafn- vel er lagst svo lágt að draga í efa trú- verðugleika löggæslunnar í landinu. Grafa þannig markvisst undan sjálfu innra öryggi ríkisins. Táknrænt fyrir stjórnmálamann er hyggst bæta enn um betur og berjast fyrir inngöngu Íslands í væntanlegt Sambandsríki Evrópu. Flýtja út til Brussel allan þann sjálfsákvörðunarrétt þjóð- arinnar sem mestu máli skiptir fyrir fullvalda þjóð og yfirráð yfir hennar helstu auðlindum. Slíkum stjórnmála- manni og óþjóðlegum viðhorfum ber íslenskri þjóð alfarið að hafna. Það gera líka íslenskir kjósendur 10. maí nk. Öxlum ábyrgð Í ríkisstjórnarsamstarfi er traust og trúnaður lykilatriði. Það hefur ein- kennt núverandi ríkisstjórnarsam- starf, enda hefur það verið afar far- sælt. Til að tryggja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, og þar með efnahagslegan og pólitískan stöð- ugleika, verðum við kjósendur að axla fulla pólitíska ábyrgð í komandi al- þingiskosningum, og tryggja báðum ríkisstjórnarflokkunum góð kosn- ingaúrslit. Að öðrum kosti blasir við pólitísk upplausn og efnahags- öngþveiti. – Svo einfalt er það nú. Ríkisstjórnina áfram Eftir Guðmund Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari. ÉG er einn þeirra kjósenda sem fæddust ekki með ævilangt flokks- skírteini hjá einum stjórnmálaflokki heldur hef ég reynt að nota atkvæðið mitt til að styrkja þau stjórnmálaöfl sem ég tel að standi sig vel á hverjum tíma. Nú er það svo að mjög er misjafnt hvernig við leggj- um mælistiku á þau verk sem unnin eru á hverjum tíma og hvernig for- gangsröð við viljum hafa á hlut- unum. Þegar ég hef reynt að meta verk og áherslur stjórnmálamanna og hvernig þau muni hafa áhrif á eft- irfarandi þætti er það gert í þessari röð; 1. þjóðfélagið, 2. fjölskylduna, 3. atvinnuna. Ég hef verið hlynntur núverandi stjórnarsamstarfi og kaus Sjálfstæð- isflokkinn í síðustu kosningum. Ég er ánægður með flest þau verk sem unnin hafa verið á tímabilinu en því er ekki að leyna að þau verk sem ég er ekki ánægður með hafa komið í hlut Sjálfstæðisflokksins. Ég er frekar hlyntur því að núver- andi stjórnarsamstarf haldi áfram, en þó með þeim fyrirvara að vægi Framsóknarflokksins í samstarfinu aukist verulega. Ég tel að Framsóknarflokknum sé best treystandi nú til að viðhalda þeim stöðugleika sem nú er að mínu mati í þjóðfélaginu, jafnframt því að minnka þann mismun sem ríkir í samfélaginu og bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á málaflokk sem ég þekki vel en það eru málefni Landhelgisgæsl- unnar. Þar tel ég Sjálfstæðisflokk- inn hafa brugðist illa. Vandi Land- helgisgæslunnar hefur verið dómsmálaráðuneytinu ljós um langt skeið en það ekki haft vilja eða þrek til að taka á honum. Að lokum vona ég að allir sem eiga þess kost nýti atkvæðisrétt sinn nk. laugardag. Hvers vegna kýs ég X-B núna? Eftir Benóný Ásgrímsson Höfundur er flugrekstrarstjóri og yf- irflugstjóri Landhelgisgæslunnar. INGIBJÖRG Sólrún hefur lof- ast til að stýra forsætisráðuneyti nái hún og áhöfn hennar góðri lendingu í kosning- unum. Kosn- ingaróður Sólrúnar minnir á Þuríði, formann á Stokks- eyri. Þúsundir kvenna eru reynd- ar sestar undir ár- ar, með Sólrúnu í stafni, til að kvenfrelsi skjóti loks varanlegum rótum í hinu forna karlanausti, Alþingi. Þar nötra menn af ugg og bræði. Höfum því varann á, illa getur brimað við landtöku. Ingibjörg Sólrún hefur lengi staðið í stafni líkt og Þuríður for- maður gerði (1777–1863). Þuríður hóf sjóróðra ellefu ára, hlaut full- an hásetahlut sautján ára og var formaður á opnum róðrarbáti í hálfa öld. Einstakt, enda for- mennska utan ramma kvenna. Að konur færu í föt karla var ekki til siðs þá fremur en nú. Sýslumað- ur varð að veita Þuríði und- anþágu til að klæðast fötum við hæfi sjómennsku! Enn er hér ekkert kvenkyns heiti til um „ráðherra“. Þuríður formaður braust út úr ramma hins viðtekna í krafti kvenfrelsis líkt og Ingibjörg Sól- rún gerði sem borgarstýra og mun gera sem fyrsta konan í for- sæti ríkisstjórnar hér á landi. Sólrún stýrði borgarfleyinu far- sællega í tæpan áratug. Með hana í stafni og aðra vaska kven- skörunga undir helstu árum vænkaðist hagur kvenna og barna í Reykjavík svo um mun- aði. Launamunur minnkaði og kvenskörungar réðust í æðstu valdastöður. Enn stendur Ingibjörg Sólrún í stafni, nú til að breyta áherslum á Alþingi. Verum með í að skrifa nýja sögu. Leggjumst öll á árar til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu og áhöfn hennar til áhrifa! Kvenskörungur stendur í stafni og stýrir för Eftir Elínu G. Ólafsdóttur Höfundur er fyrrv. borgarfulltrúi Kvennalistans og í 19. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. ÞAÐ er með ólíkindum að horfa frá hliðarlínunni á kosningabaráttuna, baráttu þar sem vissir flokkar leggja mikið undir og allt með þeim for- merkjum að það sé í þágu lands og þjóðar. Samfylkingarsinnar fara þar offari með sólstafi foringjans, Ingibjargar og „skuggahersins“, þar sem leiðarljósið og aðalrétturinn eru í formi siðlausra auglýsinga og sagna af landi. Alið er á hatri í garð sjávarútvegsins og fyr- irtækjanna er draga björg í bú með neikvæðri umfjöllun og oft á tíðum óvönduðum málflutningi stjórnmála- manna og vitringa sem enga þekkingu eða reynslu hafa af málefnum grein- arinnar. Málflutningnum og sölu- mennskunni er ætlað að telja mönnum trú um að hægt sé að tryggja betri að- gang að auðlindum Íslands, og jafn- framt er látið að því liggja að þjóðin sé betur sett með óvissa fyrningarleið í sjávarútvegi. Það er flestum sem til þekkja ljóst að sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum róttækar breytingar og endurskipulagningu eftir áralangt tímabil stöðnunar og taprekstrar, þar sem of margir voru um hituna. Hver man ekki þá tíð er óhagkvæmur rekst- ur var aðalatriðið í sjávarútvegnum og forkólfar útgerðarinnar á stöðugum bitlingafundum með stjórn- málamönnum samtímans? Útgerðin fólst oft á tíðum í óskilgreindum hug- myndum og árangurinn af þeirri að- ferðafræði þekkja flestir. Stór gjald- þrot riðu yfir, bæjarfélög og fyrirtæki sendu síðan reikninginn á skattborg- arana sem innleystu vandamálin á landsvísu. Svo var byrjað á nýjan leik. Slíkt fyrirkomulag kallar á sóun og slíkan hrunadans vilja landsmenn ekki lengur. Skýrar leikreglur í sjávar- útvegi hafa einmitt leitt til þess að stöðugleiki ríkir, þar sem langtíma- hagsmunir eru lykilatriðin í núverandi rekstri. Þó er ljóst að málefni sjáv- arútvegsins þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og það hefur núverandi ríkisstjórn staðfest með málflutningi sínum. Það þarf ekki að koma á óvart að nokkur fyrirtæki hafa dafnað vel í skjóli kvótakerfisins, þau verið áræðin og þeim hefur verið vel stjórnað enda gífurleg þekking og fjárfesting til staðar. Krafa þjóðfélagsins til þessara fyrirtækja er að sjálfsögðu að þau haldi úti háu atvinnustigi og þau komi jafnframt að frekari uppbyggingu at- vinnulífs þegar það á við. Mörg dæmi eru um slíkt á landsbyggðinni þótt umræða stjórnmálamanna end- urspegli það ekki núna enda hentar það ekki öllum. Stjórnmálaflokkur sem gengur í gegnum endurnýjun, að eigin sögn, en teflir fram sömu gömlu tuggunni þar sem þjóðin er annaðhvort að drepast úr fátækt eða ríkidæmi kvótakónga á ekki á vísan að róa í komandi kosn- ingum. Kannski sést það best á því að Samfylkingin hefur glímt við mál- efnafátækt þar sem pólitíkin hefur gengið út á að persónugera stjórn- málin og spila út sögnum sem stand- ast ekki þegar grannt er skoðað. Festa og framfarir hafa verið meg- ineinkenni stjórnarfarsins síðustu ár- in, undir forystu núverandi rík- isstjórnar með Davíð Oddsson í forsæti. Kjósendur hljóta að tryggja slíku stjórnarfari brautargengi með því að beita fyrningarleiðinni í kjör- klefanum eigi síðar en á laugardaginn og setja X við D. Létta leiðin ljúfa … Eftir Guðmund Helga Þorsteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri. JÓN Kristjánsson fiskifræðingur mótmælir í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 1. maí skrifum mínum um mikilvægi þess að byggja fisk- veiðistjórnun á sem mestri þekkingu og mikilvægi starfsemi Hafrannsóknastofn- unarinnar í því sam- bandi. Vegna orða Jóns í greininni vil ég geta þess að ég tel Jón alls ekki vera í hópi tóm- stunda-fiskifræðinga og það orð nota ég ekki til niðrunar. Mér er vel kunn- ugt um að Jón er menntaður fiski- fræðingur og hefur lengi unnið á því fræðasviði. Ég tel mikilvægt að áhugasamir um fræðigreinina komi sínum skoðunum á framfæri hvort sem þeir hafa tekið próf í fræðunum eða ekki og ég vil að kenningar sem settar eru fram um fiskifræði séu skoðaðar af gaumgæfni af sérfræð- ingum. Það hefur enda verið gert, eins og rakið hefur verið m.a. í Morg- unblaðinu. Hins vegar gerist það æ ofan í æ að sérfræðingar eru úthróp- aðir séu þeir ekki sammála kenn- ingasmiðum jafnvel þótt beitt sé rök- um. Jón gerir sig sekan um úthrópanir af þessu tagi í svargrein sinni. Hann fullyrðir þar að þeir sem ekki eru sammála sérfræðingum Haf- rannsóknastofnunarinnar fái ekki að komast að og að þeirra skoðunum sé einfaldlega ýtt út af borðinu. Það er eftirtektarvert að hann nefnir fyr- irspurnaþing sem sjávarútvegs- ráðherra stóð að í tvö skipti því til sönnunar. Ég sat þessi þing og get með öðrum sem þar sátu fullyrt að þar var m.a. tekist á um kenningar Jóns um að öfugt samband væri á milli stærðar hrygningarstofns og ný- liðunar; m.ö.o. að því færri fiskar sem hrygna því fleiri fiskar bætast við fiskistofninn. Þessa kenningu studdi Jón með talnakúnstum sem fáum þótti sannfærandi og sá dr. Þorkell Helgason ástæðu til að undirstrika fá- ránleika aðferðarinnar með dæmi sem allir skildu. Á þessu sama þingi var fjallað um niðurstöður Guðrúnar Marteinsdóttur sem nánast tóku af allan vafa um aukin líkindi þess að stór hrygningarstofn gefi af sér góða nýliðun – sem flestum finnst raunar liggja í augum uppi. Það vakti athygli fleiri en mín að þrátt fyrir þessa hrak- legu útreið Jóns – sem m.a. má marka af þeirri fyrirsögn sem Morgunblaðið notaði á frásögnina af þinginu um að tími grisjunarkenninga væri liðinn – stóð Jón einni eða tveimur vikum síð- ar upp á fundi á Ísafirði og flutti ræð- una frá fyrirspurnaþinginu óbreytta rétt eins og engin rök hefðu borist gegn kenningum hans. Þetta hlýtur að kallast að núllstilla umræðuna og á þann hátt er ekki hægt að koma henni neitt áfram. Jón segir mér að styðja Frjáls- lynda flokkinn og kynna mér kenn- ingar hans um fiskveiðistjórnun á net- inu. Ég get alveg játað á mig þá sök að hafa ekki kynnt mér stefnu Frjálslynda flokksins um fisk- veiðistjórnun og ég ætla ekki að taka afstöðu gegn þeim flokki né með. Hins vegar get ég ekki leynt því að mér fannst málflutningur varafor- manns flokksins í Silfri Egils fyrir nokkru benda til þess að sitt hvað sé enn lítt eða ekki hugsað í þeim kafla flokksstefnunnar sem fjallar um fisk- veiðistjórnun. Núllstilling umræðunnar Eftir Pétur Bjarnason Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.