Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 10
F JÖLMENNI var á útifundinum á Ingólfstorgi 1. maí eftir kröfu- gönguna á baráttudegi verka- fólks og vakti athygli margra að Gunnar Páll Pálsson, sem tók við sem formaður VR í fyrra, velti því upp hvort taka ætti upp svip- að kerfi veikindaréttar hér á landi og tíðkaðist á Norðurlöndunum. „Við erum alltaf að bera okkur saman við út- lönd og þá kemur í ljós að ýmislegt er frá- brugðið,“ segir hann. „Hugmyndin að þessu kviknaði þegar við veltum því fyrir okkur hvað gerðist tækjum við upp dönsku kjarasamn- ingana hér á landi, hvaða áhrif það hefði og hversu mikið launin myndu hækka. Ég met það svo að það gæti haft í för með sér umtals- verðar launahækkanir.“ Veikindaréttur utan fyrirtækja Gunnar Páll segir fleiri tryggingaþætti í launum hér á landi og að við séum betur tryggð í skammtíma- en langtímaveikindum. „Í Danmörku eiga menn veikindarétt í tvær vikur hjá vinnuveitanda, en fara síðan yfir í al- mannatryggingakerfið. Ef til vill treystum við okkur ekki til að stíga svo stórt skref. Við er- um almennt með lengri veikindarétt hér á landi, en þó byggist hann smám saman upp. Hængur málsins er sá að fólk er sífellt að skipta um vinnu og nýtt fólk er að koma inn á vinnumarkaðinn. Við það fellur veikindarétt- urinn niður.“ Hugmyndin sem Gunnar Páll veltir upp er sú að byggja upp veikindaréttinn utan fyr- irtækjanna. „Það gildir einnig um veikindi barna. Er ekki eðlilegra að sú réttindasöfnun eigi sér stað utan fyrirtækjanna heldur en að fyrirtækin amist við því að ráða foreldra ungra barna í vinnu, af því þeir verði frá vegna veik- inda barnanna.“ Það sem er óvenjulegt hér á landi eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna. „Ég tel að við eigum að nýta það kerfi og efla það enn frekar. Það þýðir fækkun sjóða og stækkun á þeim, ásamt því að taka upp meiri samvinnu milli sjúkrasjóða, þannig að réttindi verði millifæranleg, eins og í lífeyrissjóðakerfinu í dag.“ Fyrr inn með sjúkradagpeninga Það er ekki flókin framkvæmd að veikinda- rétturinn verði óbundinn fyrirtækjum, að sögn Gunnars Páls. „Við myndum ræða það í kjara- samningum að taka aftan af veikindaréttinum gegn kauphækkun. Þá kæmum við fyrr inn með sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóðnum og lengdum styrktímann. Það er ákvörðun, sem við getum tekið innandyra hjá stéttarfélög- unum. En hugsanlega skapar það vanda hjá minni sjúkrasjóðum og stéttarfélögum, af því þeir þurfa þá að taka upp samvinnu sín á milli til að skapa hagkvæmni stærðarinnar og tryggja sig fyrir áföllum, t.d. stórum veikinda- hrinum í sínu héraði.“ Hann segist vilja að verkalýðshreyfingin leysi hnútinn sjálf án þátttöku Trygginga- stofnunar, eins og gert hafi verið við breyt- ingar á lífeyrissjóðakerfinu. „Jafnframt gæt- um við tekið að okkur þann hluta sem Tryggingastofnun greiðir í sjúkradagpeninga, sem eru um 25 þúsund á mánuði. Sú útfærsla gæti verið liður í stærri breytingum, t.d. að sjúkrasjóðsiðgjaldið hækkaði og trygginga- gjaldið lækkaði.“ En eiga þessar tillögur eftir að fá hljóm- grunn innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ekki er ég sannfærður um það,“ svarar hann. „En mér finnst rétt að taka þessa umræðu upp. Stefán Ólafsson prófessor hélt athyglisvert er- indi um veikindi og almannatryggingar á dög- unum og þó ég sé ekki sammála öllu sem hann sagði, þá tek ég undir að við búum við 19. aldar kerfi hér á landi.“ Fyrsti veikindadagur launalaus? Sú grundvallarbreyting sem Gunnar Páll telur tímabæra er að kerfið veiti þeim meiri stuðning sem lendi í lengri veikindum eða verði fyrir alvarlegum áföllum, en minni áhersla sé lögð á skammtímaveikindi. „Til dæmis mætti skoða það að fyrsti dagurinn í veikindum yrði launalaus, eins og tíðkast sum- staðar í Skandinavíu,“ segir hann. „Það er dýrasti veikindadagurinn út frá sjónarhóli vinnuveitandans. Við erum með lé- legar tryggingar fyrir þá sem eru með lang- veik börn eða eiga við alvarlegan sjúkdóm að stríða, jafnvel árum saman. Þá er fólki hent út úr kerfinu. Ég held það væri sniðugra að snúa þessu við og menn hefðu sjálfsáhættu í minni veikindum gegn því að fá betri tryggingar í lengri og alvarlegri tilvikum.“ Hann segir vel þess virði að skoða þessar hugmyndir. „Ef við tökum upp sambærilega samninga og í Danmörku og fengjum sam- bærilegt tryggingakerfi hvað varðar veikindi og vinnu, þá sýnist mér að það sé jafnvel líka borð fyrir báru að hækka launin og jafnvel væri hægt að nota það til að hækka lægstu launin sérstaklega.“ Lægstu launin óviðunandi Það leiðir umræðuna að lægstu laununum. Eru lægstu taxtarnir viðunandi fyrir fé- lagsmenn VR? „Nei, það er ekki hægt að segja það,“ svarar Gunnar Páll. „En ég held við verðum að horfast í augu við reynsluna frá verðbólguárunum. Þá var meg- inmarkmiðið að hækka lægstu launin og fyrir vikið hækkuðu taxtar af greiddu kaupi veru- lega. Við settum áreiðanlega heimsmet í því. En við breytum ekki forsendum vinnumark- aðarins. Það þarf að vera verðmætasköpun á bakvið þau kjör sem við semjum um. Það var ekki fyrr en í þjóðarsáttarsamning- unum að við fórum að tryggja stöðugleikann og semja innan þeirra marka sem efnahags- lífið þoldi. Þá náðum við meiri árangri í að hækka kaupmátt lægstu launa en áður þegar við lögðum allan þungann á að ná sem mestri krónutöluhækkun. Á síðustu átta árum höfum við náð næstum tvöföldum þeim árangri sem við náðum næstu 30 ár þar á undan. Ég myndi vilja hugsa mig vel um áður en við köstum þeirri aðferð fyrir róða og tökum aftur upp gömlu aðferðina. Þó svo hún hafi skilað okkur fleiri krónum, þá hækkaði verðlagið um leið aftur.“ Launatöflur halda ekki Að mati Gunnars Páls þarf að taka ákveðin skref í hækkun lægstu launa, en tryggja að stöðugleikinn varðveitist. „Þannig þokum við kaupmættinum smám saman upp á við. En við skulum líka átta okkur á því að lægstu laun eru alltaf lægstu laun; það er það lægsta sem borg- að er og það mun væntanlega alltaf verða of lágt, sama hvernig kaupin gerast. Enda eru flestir þeirra sem eru á lægstum launum innan okkar raða á aldrinum 18 til 20 ára og eiga eft- ir að ávinna sér frekari starfsframa á vinnu- markaðnum. Meginþorri okkar félagsmanna er langt yfir lágmarkslaunum.“ Sú þróun, að ekki sé greitt eftir taxta, á sér einnig stað í nágrannalöndunum, að sögn Gunnars Páls. Í Danmörku eru lágmarks- launasamningar sem byggjast á tveim tölum, fyrir faglærða og ófaglærða. „Þar er litið svo á að lágmarkið sé það sem menn fá greitt fyrir að mæta til vinnu á morgnana. Ef þeir geri eitthvað yfir daginn, þá eigi þeir að fá greitt meira. Við erum ennþá með kauptaxtakjarasamn- inga, þar sem launþegar eru einsleitir hópar og fáir eða einn vinnuveitandi, t.d. hjá ríkinu. Þar ná menn að hafa launatöflur. En hjá okkur í VR eru 20 þúsund félagsmenn sem vinna hjá rúmlega 2 þúsund vinnuveitendum. Þar er því launakerfið dreifstýrt hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og launatöflur halda ekki.“ Töluverð launaumræða hefur verið í sam- félaginu, m.a. í tengslum við laun forstjóra stórfyrirtækja. Því hefur verið haldið fram að munurinn á launum forstjóra í Evrópu og Bandaríkjunum felist m.a. í meiri áhrifum verkalýðsfélaga á stjórn fyrirtækja. Verka- lýðshreyfingin bremsi gjarnan af launahækk- anir forstjóra. Á sama tíma hefur verið um það rætt hér á landi hvort lífeyrissjóðir eigi að hafa stjórnarmenn í þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fjárfest í. Hafa lífeyrissjóðirnir skyldum að gegna í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir hafa fjárfest í? Hluthafi er ekki hlutlaus „Það hefur verið meira um það í Evrópu að starfsmenn eða stéttarfélög eigi fulltrúa í stjórn,“ svarar Gunnar Páll. „Í Þýskalandi hef- ur verið umræða um launþegalýðræði. Það má segja að það sé rökrétt þróun út frá kenn- ingum Karl Marx. Það gengur út á að launþeg- ar eigi rétt á sanngjarnari skiptingu á af- rakstri atvinnulífsins, að ekki sé bruðlað með fjármuni og launabili haldið í lágmarki. Það hefur verið viðkvæðið í verkalýðshreyfingunni að vilja hafa eitthvað um skiptinguna að segja og beina henni í manneskjulegri farveg. Hér á landi höfum við jafnvel enn sterkari stöðu vegna þess að við komum beint að stjórnun lífeyrissjóðanna, sem eiga um 13% af hlutafé sem skráð er í Kauphöll Íslands. Ég tel að við eigum að axla hluthafaskyldur okkar. Það felst í orðinu hluthafi að vera ekki hlut- laus. Við höfum lítið gert af þessu hingað til og erum að feta okkur áfram. Og þá koma upp ýmis siðfræðileg álitamál. Eiga fulltrúar laun- þega að skipta sér af öllum málum? Eiga þeir t.d. að fjalla um laun forstjóra eða eiga aðeins fulltrúar vinnuveitenda eða aðrir í stjórn að fjalla um þau. Við eigum eftir að þróa okkar af- stöðu til þess á næstu árum, en ég held við eig- um að koma þarna inn og tryggja betra sið- gæði og meiri fagmennsku í stjórnun á fyrirtækjum.“ Há laun hjá Kaupþingi Í vetur sem leið kviknaði umræða um laun forstjóra Kaupþings, sem fékk 70 milljónir fyr- ir árið 2002. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stór hluthafi í Kaupþingi og Gunnar Páll stjórnarmaður. Er ekki erfitt að horfa upp á svona háar launagreiðslur á sama tíma og VR berst um brotabrot af þessari upphæð í taxta- hækkun fyrir sína félagsmenn? „Þetta eru mjög há laun og úr takti við það sem við höfum áður séð hér á landi,“ svarar Gunnar Páll. „Þó hefur eitthvað borið á þessu hjá ein- staka fyrirtæki eða gegnum duldar greiðslur, t.d. hjá kaupfélögunum, þar sem forstjórar héldu eftirmannslaunum og fengu því mjög stóra starfslokasamninga. Við sjáum víðar dæmi um ríflega starfslokasamninga, t.d. er Valur Valsson að hætta sextugur hjá Íslands- banka. Raunar er sagt að það hafi ekki verið starfslokasamningur heldur ráðningarsamn- ingur um eftirlaunakjör. Kannski er það sami hluturinn, þó framsetningin sé önnur. Í op- inbera geiranum hefur verið greint frá því að eftirlaun forsetans og ráðherra séu um og yfir 100% af launum. En forstjóralaunin hjá Kaupþingi voru þó, að ég held, Íslandsmet. Ég er ekki sáttur við að standa frammi fyrir þessu, en þau byggðu á eldri samningi og voru árangurstengd. Fyrir- tækið hefur verið að vaxa gríðarlega á undan- förnum árum og það veldur því að upphæðin er svona há. Við erum að ræða það hjá VR hvort við eigum að setja reglur, sem fylgt yrði í fyrirtækjum sem við eigum í. Þar á meðal ræðum við hvaða afstöðu eigi að taka til launa forstjóra fyrirtækja.“ Allir hafa það betra Gunnar Páll spáir því að meira verði um launagreiðslur af þessu tagi á næstu árum. „Við erum að fara inn í alþjóðlegt umhverfi og þar er munur milli hæstu og lægstu launa meiri. Við munum sjá meira af því að greitt verði fyrir árangur en ekki viðveru samkvæmt klukku. Hagnaður íslenskra fyrirtækja er líka meiri en áður. Það jafnvægi sem náðst hefur á vinnumarkaðnum, ásamt EES-samningnum og auknu frelsi á fjármagnsmarkaði hefur skapað skilyrði fyrir þennan hagnað og bætt lífskjör almennings. Framleiðni fjármagns hefur verið jákvætt á síðustu árum, samkvæmt rannsókn sem Hagfræðistofnun vann fyrir okkur, sem gefur svigrúm fyrir meiri kaup- máttaraukningu hjá launþegum. Danska leiðin gæti skilað töluverðri launahækkun Til eru menn sem vinna að því allt árið um kring að bæta lífs- kjör okkar hinna. Pétur Blöndal talaði við Gunnar Pál Pálsson, formann VR, sem hefur nýstárlegar hugmyndir um sjúkrasjóði, orlofsdaga og aðkomu stéttarfélaga að stjórnum fyrirtækja. 10 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSMÖNNUM hefur fjölgað í VR upp í 20 þúsund, en á sama tíma er minna um að þeir sæki fundi sem boðað er til. Til að bregðast við því hefur VR annars vegar farið þá leið að auglýsa og þannig fært fundina heim í stofu félagsmanna. En Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, hefur einnig efnt til morgunverðarfunda til að efla tengslin við félagsmenn. „Við höfum sett okkur það markmið að klára 100 fundi fyrir áramót, sem yrði þá með 10% félagsmanna, og erum búnir með 68 fundi síðan í haust,“ segir hann. „Síðan er hug- myndin að þetta verði fastur liður í okkar starfsemi, þó ekki alveg jafn viðamikið og upp á síðkastið.“ Enda voru fundirnir fimm í viku fyrstu sex vikurnar í haust, en þá var Gunnar Páll nýtekinn við formennsku í félaginu. Á hvern morgunverðarfund eru boðaðir um 20 félagsmenn, sem gefst færi á að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum, auk þess sem stefna og áherslur VR eru kynntar fyrir þeim. Á meðal þess sem félagsmenn skeggræða á fundinum er lítil stéttarvitund ungs fólks, vanvirðing vinnumiðlana gagnvart fólki yfir fertugu sem ætlar út á vinnumarkaðinn, að það þurfi snilling til að reikna út hvernig lifa eigi á atvinnuleysisbótum og að tvennt sé víst í þessu lífi, dauðinn og skatturinn. Þegar Gunnar Páll spyr hvort ljósmyndari Morg- unblaðsins megi taka mynd, þá svarar einn: „Jú, jú, hann má alveg taka mynd, en bara ekki með hljóði.“ Morgunblaðið/Arnaldur Félagsmenn blaða í bæklingi VR á morgunverðarfundinum. Dauðinn og skatturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.