Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 49 ÓVENJULEGA fréttmátti sjá í dag-blöðum og ljós-vakamiðlum í nýlið-inni viku. Í netútgáfu Morgunblaðsins var hún á þessa leið: Nú þurfa menn ekki lengur að fara til kirkju til að gifta sig eða skíra heldur má fá kirkjuna til sín. Smíðuð hefur verið uppblásanleg kirkja sem sýnd var í Eng- landi í dag en hún mun gegna hlutverki við útbreiðslu orðsins. Í kirkjunni, sem er uppblásin, er að finna bæði orgel og altari. Hún er 15 metra há og 8 metra breið. Hún er senn á leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Maðurinn á bakvið kirkjusmíðina, Mich- ael Gill, segir aðila í 23 löndum hafa sýnt áhuga fyrir kirkjum af þessu tagi. Segir hann að hún geti orðið vinsæl til óvenju- legra hjónavígslna. Hægt er að taka hana á leigu og er gjaldið 3.000 dollarar á dag, en hægt er að kaupa hana með öllu fyrir um 30.000 dollara. Prestur úr ensku biskupakirkjunni, Mick Elfred, blessaði kirkjuna í dag og sagðist við það tækifæri vona að kirkja af þessu tagi yrði til að auka áhuga fólks á trúarlegum efnum. Því er ekki að neita, að hug- myndin er snjöll. En ekki er víst að hún passi alls staðar, enda þörfin misjöfn frá einu landi til annars. Og einhvern veginn grunar mig, að hér myndi slík plastkirkja ekki falla í góðan jarðveg. Á hinn bóg- inn gæti hún nýst vel, þar sem kristni er í minnihluta og kannski vart sýnileg. Hin ágæta frétt varð til þess, að ég fór að rifja upp grein sem ég vann að árið 2001 fyrir Brúðkaups- blað Morgunblaðsins. Þar kom hinn íslenski veruleiki ágætlega í ljós. Þar kom fram, að á síðari ár- um hefðu giftingar utan sjálfra kirkjuhúsanna færst í vöxt, bæði hér á landi sem erlendis, og eflaust væru þeir teljandi á fingrum ann- arrar handar íslensku prestarnir, sem ekki hefðu fengið beiðni um eitthvað slíkt. Og staðirnir eru margvíslegir. Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogskirkju, kvaðst t.a.m. dálítið hafa verið beð- inn um að gifta fólk úti undir ber- um himni, og eftirminnilegasta giftingin hefði verið þegar hann gaf saman Wilmu Young frá Hjalt- landseyjum og Hafstein Trausta- son uppi á Snæfellsjökli, föstudag- inn 13. maí árið 1994, klukkan eitt um nótt, í blíðskaparveðri, undir rauðglóandi himni. „Við fórum á vélsleða upp á efsta punkt og kerti voru sett inn í jökulhól á bak við okkur, svo að hann varð eins og fal- legasta altaristafla. Ég gleymi þessu aldrei. Þetta er sennilegasta ein merkilegasta kirkja sem ég hef gift í fram að þessu,“ sagði Vigfús Þór. Í umræddri grein var Karl Sig- urbjörnsson biskup inntur álits á þessu máli, hjónavígslum utan kirkjuhússins. Hann svaraði því til, að kirkjan ætti að varðveita það rými og andrúmsloft sem væri annars konar – þ.e.a.s. hið heilaga, og vera samfundur við Guð. En það væri hins vegar ákveðin til- hneiging í samfélaginu til að yf- irbjóða í sniðugheitum. Orðrétt sagði hann: Ég veit ekki hvers vegna það er, ef til vill sýndarþörf og löngun til að komast á síð- ur glanstímaritanna. Kirkjulegri athöfn er ætlað að leiða okkur fram fyrir hinn heilaga, hið heilaga orð, hina heilögu ná- vist. Og kirkjuhúsið er fyrst og fremst sá staður sem markar það. En hinu er ekki að neita, að til eru óteljandi yndislegir staðir sem veita fagra umgjörð utan um stórar stundir. Ég hef ekkert við það að athuga, að brúðkaup fari fram undir berum himni á fögrum degi. En stundum virðist bara allt annað vaka fyrir fólki, eins og t.d. þegar verið er að síga niður eftir skýjakljúf eða láta gefa sig saman í fallhlíf eða norpandi úti í sundlaug, eins og maður hefur séð dæmi um. En það er samt annað sem mér finnst meira mál en þetta, og það er þessi til- hneiging til að gera athöfnina að sirkus. Að allt eigi að vera svo fyndið og skemmtilegt og poppað. En þá verður því miður oft að heilagleikanum er út- hýst, orðið og atburðurinn og umhverfið sem átti að leiða mann fram fyrir hið heilaga og háa, einstæða og alvarlega, missir marks. Þetta finnst mér allt ann- að og alvarlegra mál. Þar bera prestar mikla ábyrgð og þurfa að gæta sín. Sjálfur hef ég, ritari þessa pist- ils, gefið saman brúðhjón á Þeista- reykjum í Suður-Þingeyjarsýslu, og eins í nyrsta skógi á Íslandi, yst á Tröllaskaga, á Siglufirði. Hvort tveggja var ógleymanlegt og minnti alla viðstadda á, að Guð er sannarlega alls staðar. En varnaðarorðum biskups skulum við aldrei gleyma, enda mjög svo auðvelt að ganga of langt í þessu og skjóta hátt yfir markið. Kirkjan til fólksins Sumt fólk vill hvergi annars staðar giftast en í kirkjunni sinni, en aðrir líta gjarnan út fyrir veggi musteranna. Sigurður Ægisson rifjar í dag upp blaðagrein, sem fjallar um þá hluti. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fullbúið skrifstofuhúsnæði óskast á leigu fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 13327 Ríkiskaup óskar eftir að taka á leigu vandað u.þ.b. 2000 fm² húsnæði miðsvæðis í Reykjavík fyrir ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Miðað er við að húsnæðið sé tekið á leigu fullbúið til notkunar sem skrifstofuhúsnæði án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu, gott aðgengi og næg bílastæði. Leigutilboðum, þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, merkt: leiguhúsnæði 13327, eigi síðar en mánudaginn 2. júní 2003. Frekari upplýsingar liggja frammi á skrifstofum Ríkiskaupa frá og með nk. miðvikudegi 21. maí. ÚRSLITAKEPPNI 25. Landsmóts í skólaskák í Vestmannaeyjum lýkur í dag. Það er Skákskóli Íslands í samvinnu við Skákfélag Vest- mannaeyja sem sér um mótið. Landsmótið fer fram í Ásgarði en þar hefur áður verið haldið Íslands- mót í landsliðsflokki árið 1994 og þá var keppt lengsta keppnisskák á Íslandsmóti er Jón Garðar Viðars- son og Jóhann Hjartarson léku hátt í 200 leiki. Landsmótin í skólaskák hófust árið 1978 og hafa í gegnum tíðina sterkustu skákmenn þjóðarinnar sigrað á þessum mótum. Má þar nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefáns- son og Helga Ás Grétarsson. Mótin fara þannig fram að fyrst fara fram skákmót í skólum lands- ins. Þeim er skipt í tvo flokka, yngri flokk sem nemendur 1.–7. bekkjar skipa og eldri flokk skipaðan nem- endum 8.–10. bekkjar. Tveir efstu í hvorum flokki taka síðan þátt í sýslumóti og síðan taka við lands- hlutamót. Meistari hvers landshluta fær þátttökurétt í úrslitakeppninni, en að auki gefa þrjú efstu sæti hvors flokks rétt til þátttöku árið eftir. Landsmót eru fjölmennustu skákmót hvers árs og mikil barátta um efstu sæti. Að þessu sinni taka 24 skákmenn af öllu landinu þátt í úrslitakeppninni. Arnar Sigurmundsson, fv. skák- meistari Vestmannaeyja, setti mót- ið. Hann sagði keppendum frá ýms- um skákmótum sem haldin hafa verið í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina, Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskólans, stórmeistari og þekktasti skákmeistari Vestmanna- eyja, kom þar oft við sögu enda Vestmanneyingum og öllum skák- unnendum að góðu kunnur sem frá- bær skák- og keppnismaður. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Landsmót í skólaskák Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Fyrirlestur í Líffræðistofnun HÍ. Í boði Umhverfisstofnunar HÍ og Líf- fræðistofnunar heldur Marc D. Abrams, prófessor við Pennsylvania State University, fyrirlestur sem fer fram á ensku á morgun í stofu G-6 á Grensásvegi 12, kl. 12. Nefnist hann „The historical development of for- ests in the eastern US – the red maple paradox.“. Á MORGUN „ÞETTA var mjög vel heppnað og skemmtilegt í alla staði,“ sagði Ás- dís Jónsdóttir en um 150 sóttu lista- konuna heim þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í félagsheimilinu Sævangi hinn 16. apríl. Þéttskipuð dagskrá af fjölbreyttu efni var til skemmtunar. Auk bústarfa í Steina- dal hefur hún tekið mikinn þátt í listalífi í sýslunni og starfað með leikfélaginu á Hólmavík. Þá hefur hún tekið ljósmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar og gert mikið af því að mála myndir auk þess að gera skreytingar á hús. Sjálf spilaði afmælisbarnið á harmoniku í veisl- unni en hún var aðeins 15 ára þegar hún byrjaði að spila á sveitaböllum og gerir enn í dag. „Ég spila svona fyrir gamla fólkið.“ Flest sjö barna Ásdísar og Jóns Gústa Jónssonar og barnabarna þeirra fóru með leikþætti og sungu fyrir gesti. Morgunblaðið/Arnheiður Ásdís Jónsdóttir og sonarsonur hennar, Jón Gústi Jónsson, spiluðu fyrir gesti, en Jón Gústi byrjaði að læra á harmoniku í febrúar. Málar og spilar í frístundum Ströndum. Morgunblaðið. HUGVEKJA Útskrifuð úr leiklistardeild LÍ Í Morgunblaðinu í gær var sagt að Ilmur Stefánsdóttir hefði útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands. Leiklist- arskólinn var lagður niður árið 2000 og útskrifaðist Ilmur því úr leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið a.d. ársins kl. 8–24. S. 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.