Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 19
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting,
skattar. Alm. verð kr. 52.450.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Síðustu sætin til Mallorca þann 9. júní í
eina eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessari feg-
urstu eyju Miðjarðarhafsins. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sæt-
in, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér
hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Síðustu 18 sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Mallorca
9. júní
frá kr. 39.963
Verð kr. 39.963
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug,
gisting, skattar. Alm. verð kr. 41.961.
Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem
upplýsingar um heilsufar, mataræði og
bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans.
Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo
vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni,
Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.
Lithimnulestur
Með David Calvillo
Ný sojamjólk
bragðast eins og shake
Frábært verð
Lið-a-mót
1.990kr
Heilsubúðin
Góð heilsa gulli betri
Tilboð vikuna 19.-24. maí
www.forval.is
Gosh kynning
IÐUFELLI
mánudaginn 19. maí
Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar - og verðið gerist ekki betra
Við eigum svipaðan bakgrunn, erum
báðir skipstjórasynir og af sjómönn-
um komnir.“
Og báðir eru menntaðir íslensku-
menn, skýtur blaðamaður inn í ...
„Já, en ég hugsa hins vegar að
bakgrunnurinn skipti meira máli.
Við tölum á þann hátt sama málið,
við vitum hvað orðin merkja þegar
við erum að tala saman. Hvað á að
gera og hvað á ekki að gera.
En svo ég svari spurningunni: Ég
hef tekið þátt í þeirri þróun og þeim
breytingum sem hafa átt sér stað í
skólanum undangengin ár og held
því áfram. Það eru spennandi tímar
fram undan – verður skólinn t.d.
þriggja ára framhaldsskóli? – en ég
held að ekki verði ákveðin kynslóða-
skil með mér og Tryggva eins og
kannski má segja að hafi orðið með
honum og Steindóri. Það verður von-
andi áframhaldandi framþróun en
ekki skörp skil eins og var í sam-
félaginu þá. Þegar Tryggvi kom var
hann einfaldlega fulltrúi þeirra sem
voru að taka við. Skólakerfið var
gengið fram ákveðinn tíma og segja
má að hann hafi tekið við sem boð-
beri nýrra tíma.“
Jón Már hefur verið aðstoðar-
skólameistari MA í sex ár. Er það
gamall draumur hans að verða skóla-
meistari? Eða kannski bara eðlileg
þróun?
„Nei, það er ekki gamall draumur.
Og ég skal heldur ekki segja hvort
það er eðlileg þróun.
Ég fór í menntaskóla á sínum tíma
en veit eiginlega ekki af hverju; ég
hafði jafn mikinn áhuga á því að fara
í Stýrimannaskólann, en hugsaði um
það þegar ég byrjaði í menntaskóla
að ég gæti farið í Stýrimannaskólann
eftir það. En svo leiddi eitt af öðru.
Þegar ég var búinn í menntaskólan-
um langaði mig að lesa íslensku.
Menn töldu það ekki praktískt nám á
neinn hátt, en ég gerði það bara af
því að ég hafði áhuga á því. Ég hafði
ekkert leitt hugann að því að verða
kennari en þegar til kom fannst mér
ótækt að fara frá Reykjavík án þess
að hafa einhver réttindi og þá var
hægast að bæta við einu ári og lesa
kennsluréttindin. Svo byrjaði ég að
kenna og fannst það bráðskemmti-
legt.“
Fór ekki vestur um haf til að læra
að verða skólameistari!
Hann fór sem sagt aldrei í Stýri-
mannaskólann en er nú samt að
verða skipstjóri!
„Já, en á öðruvísi skipi en ég hafði
hugsað mér í upphafi.
Þegar ég varð kennari fannst mér
það ofboðslega gaman og ég reyndi
að gera það eins vel og ég mögulega
gat.
Svo bað Tryggvi mig um að taka
að mér áfangastjórastarf. Ég var þá
að velta fyrir mér að lesa svolítið
meira af íslensku, að fikra mig yfir í
það að lesa jafnvel til cand. mag.-
prófs en var tvístígandi; ákvað svo að
slá til en það var aldrei í framtíð-
ardraumum mínum að verða áfanga-
stjóri. Þegar Tryggvi óskaði svo eftir
því að ég tæki að mér stöðu aðstoð-
arskólameistara hugsaði ég mér það
bara mjög tímabundið. Í fyrra fór ég
svo til Ameríku, til Chicago, í MBA-
nám í rekstri og stjórnun og menn
halda sumir að ég hafi gert það til að
læra að verða skólameistari. Auðvit-
að vissi ég það að Tryggvi ætlaði að
hætta en ég var alls ekki viss á því
hvort ég ætti að sækja um starfið.
Ég naut þess hins vegar að vera í
skóla í fyrra og náði að klára námið á
12 mánuðum með mjög mikilli vinnu
og naut þess alveg í botn að verða
nemandi aftur. Ég var reyndar mjög
tvístígandi yfir því hvort ég ætti að
halda áfram; það togaðist á í mér
hvort ég ætti að sækja um skóla-
meistarastöðuna eða hvort ég ætti að
halda áfram í námi. Ég gerði mér
reyndar grein fyrir því að námið sem
ég hafði lokið kom inn á margt í
rekstri og stjórnun fyrirtækis og
margt hentaði mjög vel við stjórnun
skóla.“
Hann sótti því um og fékk, en
ítrekar: „Ég hef ekki gengið með
skólameistarann lengi í maganum;
ég hef rækt stöðu aðstoðarskóla-
meistara eins vel og ég mögulega get
og hef alltaf talið að menn ættu að
vanda sig við það starf sem þeir eru
að glíma við. Ég reyni að vinna mitt
starf eins vel og ég mögulega get –
sem aðstoðarmaður. Öðruvísi er ekki
hægt að gefa sig af einhug í starf að-
stoðarmanns. Mér finnst það skipta
miklu máli, hvar sem maður er
staddur.“
Þegar breytt er til hefur viðkom-
andi á einhverju að standa hafi hann
ræktað fyrra starf af alúð og einhug
og ekki mótað sig í spor annars, seg-
ir hann. „Undirmaður á ekki að móta
sig í spor þess sem er yfirmaður.
Varðandi okkur Tryggva höfum við
getað talað hispurslaust saman; ég
segi honum hvaðeina sem mér finnst
– sem undirmaður. Hann ætlast til
þess af mér sem undirmanni sínum
að ég segi honum það sem mér finnst
af einurð og það geri ég. En það geri
ég bara við hann; ég geri það ekki
opinberlega.“
Að vinna — og tapa
Svo gripið sé til íþróttamáls þá er
Tryggvi þjálfarinn og hann ræður.
Jón þekkir þessa samlíkingu því
hann var lengi keppnismaður í
körfubolta.
„Já, en hann vill vita hvað leik-
mönnunum finnst. Og ef maður ætl-
ar að hugsa sér þetta sem besta liðið
þá verður maður að spila sína stöðu
eins vel og mögulegt er.“
Jón segist vanur því að allir í liðinu
þurfi að rækja sína stöðu eins vel og
kostur er. „Því aðeins getur maður
hjálpað öðrum; sá sem er að spila
með þér getur lent í vanda með sinn
mann og þú getur ekki hjálpað hon-
um nema reyna að spila þína stöðu
eins vel og þú getur og hafir fullt
vald á henni. Vissulega hefur það
hjálpað mér að ég hef verið í íþrótt-
um í mörg ár; ég hef bæði unnið og
tapað og ég hef þroskast á því. Eitt
af því sem maður þarf líka að takast
á við er að liðið getur tapað þótt mað-
ur hafi kannski átt toppleik. Það er
þroskandi að takast á við það.“
17. júní eða ekki 17. júní
Ekki er hægt að kveðja verðandi
skólameistara öðruvísi en spyrja
hann að því hvort hann vilji halda
áfram að brautskrá stúdenta 17. júní
eða breyta skólaárinu. Vill hann
halda í hefðina eða breyta til?
„Ég veit þú vilt að ég svari ann-
aðhvort já eða nei, en ... Við erum
komin í mikið samstarf við Verk-
menntaskólann og það er að aukast,
við erum í samlagi með nemenda-
garðana. Verkmenntaskólinn byrjar
á öðrum tíma en við og það er líka
orðin háværari ósk af hálfu kennara;
án þess að það hafi farið í atkvæða-
greiðslu hygg ég að það sé orðinn
meirihluti kennara fyrir því að skól-
anum verði breytt upp á samstarf við
aðra kennara, þátttöku í námskeið-
um og öðru þvíumlíku.“
Hann segir einnig að í greinargerð
nemendafélagsins frá því í fyrra þar
sem fjallað var um styrkleika og
veikleika skólans hafi m.a. komið
fram sú skoðun að breyta þyrfti
skólaárinu vegna þess að samstarf
nemenda á milli skóla væri óhægt
þar sem allir skólar væru búnir að
starfa í nokkurn tíma þegar skóla-
árið hæfist hjá MA.
Eitt atriði sem Jón Már nefnir,
vegna þess að það kemur mikið inn á
hans borð, er að margir afreksmenn
í íþróttum stunda nám við MA og
keppnisferðir eru tíðar í janúar, ein-
mitt þegar próf standa yfir í skól-
anum.
„Þetta er enginn vendipunktur en
það er margt, bæði smátt og stórt,
sem hnígur að því að óskað verði eft-
ir því að skólaárinu verði breytt.“
Hann segir hugsanlegt að hægt
verði að skólahátíðin, brautskrán-
ingin, geti verið 17. júní „en ef það
gengur ekki þá veit ég það að eldri
nemendur kæmu við brautskráningu
ef hún væri fyrstu helgi í júní eða
eitthvað þvíumlíkt, ekki síður en
hina. Steindór útskrifaði t.d. ekki
alltaf 17. júní.
Ég geri mér hins vegar alveg
grein fyrir því að ræktarsemi við
eldri nemendur skiptir skólann of-
boðslega miklu máli og líka hvað
þeim þykir vænt um skólann; hvað
eldri nemendur bera hag hans fyrir
brjósti. Ég finn það til dæmis á því
að þegar ég var ráðinn skólameistari
fékk ég tölvuskeyti frá löngu förnum
nemendum, sumum við störf úti um
allan heim, sem vildu segja skoðun
sína á því að ég hafi verið ráðinn.
Fólki finnst skólinn því skipta það
máli.
Ég finn það líka í sambandi við
gengi skólans í Gettu betur; eldri
nemendur hafa samband, eru ekki
ánægðir með gengi síns skóla í þætt-
inum og vilja að eitthvað sé gert í því
máli, af því að þeim finnst það ekki
sæmandi að skólinn standi sig ekki
betur.“
Jón Már segist þess sem sagt full-
viss að skólaárinu verði breytt. „En
ég held að í raun verði það ekki
ákvörðun skólameistara heldur svari
hann kalli þess sem er að gerast í
kringum hann.“
Jón Már segir mikilvægt að sá ár-
gangur 25 ára stúdenta sem kemur
til með að halda Skólahátíðina þegar
fyrirkomulaginu verður breytt – „ég
segi þegar, vegna þess að ég held að
það verði“ – fái fullan stuðning skól-
ans og leggi mikla alúð við það að ná
til eldri nemenda. „Margir segja að
það séu bara formlegheit að útskrifa
17. júní, en ég held að skólinn verði
að axla ákveðna ábyrgð á því þegar
skólaárinu verður breytt og hjálpa
til við það að þessi þráður trosni
ekki.“
nns
skapti@mbl.is’ Það eru margargamlar hefðir en hér
er líka hugsað um að
taka upp nýjar hefðir
og breyta til; fólk hér
er nýjungagjarnt,
ekkert síður en
íhaldssamt á það
sem vel hefur tekist
til með. ‘
gerðist kennari
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Nýjar vörur
Hallveigarstíg 1
588 4848
alltaf á föstudögum