Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 33 þar sem vitanlega er reynt að samræma þarfir og koma til móts við ólíka hagsmuni sem flestra, en jafnframt leitað leiða til að tryggja aðild þjóðarinnar að sem víðtækustu samstarfi á sviði kynningarmála og rannsókna erlendis. Eins og fram kemur í viðtali því við Halldór Guðmundsson sem vísað var til hér að ofan – en líklega hafa fáir öðlast meiri reynslu en hann á þessu sviði – verður ekki framhjá því horft að íslenskir útgefendur hafa staðið sig vel við kynningu á íslenskum bókum erlendis. Halldór segir að Edda „leggi árlega meira fé í þetta en ríkið leggur til Bókmenntakynningar- sjóðs svo menn geta séð hversu mikilvægt við álítum þetta starf.“ Jafnframt bendir hann réttilega á hversu gott það sé „fyrir íslenska höfunda að komast í útgáfu erlendis þó að ekki sé nema til að undirstrika að íslenskar bókmenntir eru eðlilegur hluti af evrópskum bókmenntum.“ En þó íslenskir bókaútgefendur hafi náð umtalsverðum árangri í markaðssetningu er- lendis, sérstaklega við kynningu á íslenskum skáldverkum, er vert að minna á að íslenskum ritlistum tilheyrir ýmislegt fleira svo sem ljóðagerð og leikritun. Þar sem ritsmíðar á þeim sviðum eru ekki eins auðveld söluvara og skáldsögur – leikrit eru t.d. sjaldnast gefin út hér á landi – er afar mikilvægt að til sé sjálf- stæður kynningaraðili sem metur verk út frá menningarlegum sjónarmiðum ekki síður en markaðslögmálum. Jónína bendir einmitt á þá ánægjulegu þróun sem orðið hefur meðal ís- lenskra leikritahöfunda; „en verk þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar, Árna Ibsen, Þorvaldar Þorsteinssonar, Hávars Sigurjónssonar og Hrafnhildar Hagalín, eru t.d. sýnd æ víðar um þessar mundir og þýdd á æ fleiri tungumál. Það er náttúrlega alveg stórkostlegt, en leik- ritahöfundar hafa ekkert forlag til að koma til móts við þá þegar þýða þarf leikrit til flutn- ings, þannig að sjóðurinn verður að taka tillit til þess í styrkveitingu, sé þess kostur.“ Hagsmunir á borð við þá sem þarna eru dregnir fram í dagsljósið hljóta að vega þungt þegar að því kemur að meta mikilvægi kynn- ingarstarfs sem unnið er af óháðum aðila enda segist Jónína, sem hefur auðvitað víðtæka reynslu á þessu sviði vegna starfa sinna sem formaður Bókmenntakynningarsjóðs, vera þeirrar skoðunar að „svona miðstöð eigi að vera algjörlega sjálfstæð og ekki í samfloti með hagsmunaaðilum“. En hún bendir jafn- fram á að nauðsynlegt sé að „sjá henni fyrir nægilegu fjármagni til að sinna því viðamikla hlutverki sem gert er ráð fyrir í reglum sjóðs- ins.“ Stefnumótun og samstarf Víst er að þýðingar- styrkir skipta miklu máli við að koma ís- lenskum bókmennt- um á framfæri erlendis – fátt jafnast á við það að íslenskar bækur séu lesnar sem víðast – en allt það starf sem unnið er á öðrum víg- stöðvum, svo sem á þingum, ráðstefnum og með rannsóknum, skiptir einnig miklu þó af- raksturinn komi ekki jafn vel í ljós nema litið sé til lengri tíma. Samstarf við aðrar þjóðir er einnig mynda smá málsvæði, getur t.d. skipt miklu á sviði kynningarmála, mikilvægt er að vekja áhuga erlendra fræðimanna og þýðenda á sérstöðu íslensks bókmenntaheims, efla þátttöku okkar sjálfra og annarra í rann- sóknum á þessu sviði og þannig mætti lengi telja. Það starf sem unnið hefur verið innan vé- banda LAF er ekki síst merkilegt vegna þeirrar áherslu sem þar er lögð á sérstöðu og samvinnu smárra málsvæða, sem mörg hver eiga við sömu vandamál að etja hvað kynning- arstarf varðar og Íslendingar. Verkefninu var hrint í framkvæmt gagngert til þess að vekja athygli á smáum og vanræktum málsvæðum og koma bókmenntum þeirra á framfæri í víð- ara samhengi, þannig að raddir fleiri þjóða eða þjóðarbrota fengju hljómgrunn þar sem eftir þeim er tekið. LAF hefur einnig beint sjónum umheimsins að þeim fjörutíu millj- ónum manna innan Evrópusambandsins sem eiga tungur að móðurmáli er af ýmsum ástæð- um eiga undir högg að sækja og búa því yfir menningararfi er iðulega stendur utan við hinn viðurkennda þjóðararf hvers lands. Bendir LAF á að sú mikla auðlegð sem þar er að finna á sviði bókmennta bíði þess hreinlega að vera uppgötvuð. Þó íslensk tunga standi ekki höllum fæti sem þjóðartunga, er engu að síður mjög mikil- vægt að taka þátt í samstarfi af þessu tagi, og njóta þess meðbyrs sem smá málsvæði geta fengið þegar vakin er athygli á mikilvægi þeirra og sérstöðu með markvissu átaki. Hagsmunir allra listgreina Teikn eru á lofti um að áhugi á íslenskum bókmenntum í þýð- ingum hafi sjaldan verið meiri en um þessar mundir. Jónína talar um að óraunsætt sé að „gera ráð fyrir að þessi mikli áhugi á Íslandi, sem og velgengni ís- lenskra bókmennta og annarra listgreina er- lendis sé varanleg“. Hún segir því enn fremur að „mikilvægt sé að nýta það lag sem nú er fyrir íslenskar bókmenntir til að skjóta rótum í viðkomandi menningarumhverfi.“ Framtíð Bókmenntakynningarsjóðs er ekki ráðin, en ljóst er að það hlýtur að vera eitt af forgangsverkefnum íslenskra stjórnvalda á menningarsviðinu að finna því starfi sem þar hefur verið sinnt farveg til framtíðar. Þó ef- laust megi finna margar viðunandi lausnir á framkvæmd þessa verkefnis, líkt og sannast í þeim ólíku leiðum sem nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa valið, er þó ljóst að sjálf- stæði slíkrar starfsemi hlýtur að vera for- gangsatriði. Í því sambandi gildir raunar einu hvaða listgrein er verið að kynna – myndlist, bókmenntir, tónlist eða sviðslistir – mestu skiptir að missa ekki sjónar á þeirri staðreynd að „þegar hið opinbera veitir íslenskum lista- manni fjárstyrk í einhverri mynd til að kynna verk sín og sjálfan sig á erlendum vettvangi, þá er það ekki gert fyrir viðkomandi ein- stakling sem slíkan, heldur fyrir íslensku þjóðina,“ eins og Jónína orðar það. Þau sjónarmið sem fagmenn á sviði mynd- listar hafa haft uppi um markvissara kynning- arstarf á íslenskri myndlist erlendis, og fjallað var um í Reykjavíkurbréfi í byrjun febrúar á þessu ári, eiga margt sammerkt með þeim hugmyndum er hér hafa verið reifaðar. Í því Reykjavíkurbréfi var einnig vikið að því þegar menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, til- kynnti við afhendingu íslensku tónlistarverð- launanna í byrjun árs að verið væri að undir- búa tillögur um stofnun tónlistarsjóðs í ráðuneytinu sem m.a. á að sinna því nýja við- fangsefni að veita styrki til að koma íslenskri tónlist á framfæri utan landsteinanna. Víst er að íslenskir listamenn, á öllum sviðum, eiga um margt sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað kynningu á verkum þeirra erlendis við- víkur. Sú staðreynd ætti raunar að auðvelda vinnu við opinbera stefnumótun á þessu sviði, og gæti hugsanlega auðveldað framkvæmd slíks kynningarstarfs. Ekki síst ef kostir sam- nýtingar af einhverju tagi virðast það álitlegir að hægt sé að halda rekstrarkostnaði í lág- marki, þannig að þau verkefni er lúta að hverri listgrein njóti góðs af hvað fjárhagslegt svigrúm og stefnumótun varðar. Ef íslensk menning á að verða að raunhæfri útflutningsvöru, eins og reyndar er stefnt að í nýjum lögum um útflutningsaðstoð er tóku gildi í byrjun árs, er ekki seinna vænna að móta stefnu um hvernig þeim útflutningi verð- ur best háttað. Sem stendur virðist framtíð allra listgreina mjög óljós hvað þetta varðar. Á meðan svo er ástatt eru litlar líkur á því að íslenskar listir njóti sannmælis utan landstein- anna fyrir sitt framlag til menningararfleifðar heimsins, þrátt fyrir að íslenskir listamenn hafi þegar til heildarinnar er litið aldrei í sögu þjóðarinnar staðið sig betur, né verið eins vel í stakk búnir til að brjóta ný lönd með sköp- unarkrafti sínum. Morgunblaðið/Kristinn Strætisvagnabílstjórinn og stöðumælavörðurinn. Ef íslensk menning á að verða að raun- hæfri útflutnings- vöru, eins og reynd- ar er stefnt að í nýjum lögum um út- flutningsaðstoð er tóku gildi í byrjun árs, er ekki seinna vænna að móta stefnu um hvernig þeim útflutningi verður best háttað. Sem stendur virðist framtíð allra list- greina mjög óljós hvað þetta varðar. Laugardagur 17. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.