Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓNMENNTASKÓLIReykjavíkur fagnar hálfr-ar aldar afmæli um þessarmundir. Skólinn var stofn- aður af dr. Heinz Edelstein sellóleik- ara, en hann var einn þeirra fjöl- mörgu erlendu tónlistarmanna sem komu hingað sem flóttamenn í seinni heimsstyrjöldinni. Í upphafi var skólinn rekinn sem barnadeild innan Tónlistarskólans í Reykjavík. Starf- semin óx, aðsóknin var mikil og svo fór að þeir Páll Ísólfsson, skólastjóri Tónlistarskólans, og Heinz Edel- stein ákváðu að rétt væri að stofna sérstakan tónlistarskóla fyrir börn. Skólinn hóf formlega starfsemi haustið 1952, og fékk nafnið Barna- músíkskólinn. Þetta var alþýðlegur músíkskóli, án þess að gerðar væru sérstakar kröfur um undirbúning barnanna sem í hann komu. Frá upp- hafi var mikil áhersla lögð á hóptíma og að börn gætu spilað saman þótt þau hefðu lítinn sem engan bak- grunn eða þekkingu í tónlist. Þetta varð strax sérstaða skólans. Börnin gátu þó einnig fengið að læra á ein- föld hljóðfæri eins og blokkflautur og gígjur. Raftónlist fyrir elstu börnin Þegar skólinn flutti í nýtt húsnæði við Lindargötu árið 1977 fékk hann nýtt nafn, Tónmenntaskóli Reykja- víkur. Við flutninginn varð auðveld- ara að sinna einstaklingskennslu, og smám saman þróaðist skólinn í þá átt. Stefán Edelstein, sonur Heinz, segir að í dag sé skólinn svipaður öðrum tónlistarskólum en þó frá- brugðinn að því leyti, ásamt Tónlist- arskóla Kópavogs, að í um tvo ára- tugi hefur raftónlist verið kennd sem sérstök námsgrein fyrir elstu börnin og gott hljóðver er innan veggja skólans. Meðal kennara í hljóðverinu hafa verið þekkt tónskáld eins og Hjálmar H. Ragnarsson, Snorri Sig- fús Birgisson og Þorsteinn Hauks- son. Stefán Edelstein segir enn ofur- áherslu lagða á að allir nemendur sæki hóptíma, en það eru samþætt kennsla í tónlistarsögu, tónfræði, tónheyrn, greiningu og sköpun. Frá upphafi hefur námsefni og hlustunarefni verið samið innan skólans, það hafa kennarar gert í hópvinnu, en námsefnið er jafnframt endurskoðað með reglulegu millibili. Innan skólans hafa líka frá upphafi verið starfræktar nemendahljóm- sveitir. Þótt unnið hafi verið að því á undanförnum árum að fækka nem- endum, sem Stefán segir hafa verið nauðsynlegt vegna einsetningar grunnskólanna, eru hljómsveitir enn starfandi á vegum skólans, en í góðri samvinnu við Tónskóla Sigursveins. Skólarnir starfrækja saman blásara- sveitir yngri nemenda og eldri nem- enda og svo léttsveit. Strengjasveit- irnar eru þó starfræktar sjálfstætt í hvorum skóla fyrir sig því að nóg er af nemendum á þau hljóðfæri. Nýstárlegt tónlistaruppeldi Með stofnun Barnamúsíkskólans urðu straumhvörf í tónlistarmennt- un íslenskra barna, því þar var boðið upp á menntun samkvæmt kenning- um og aðferðum heimsþekktra er- lendra músíkuppalenda á borð við Carl Orff, Zoltan Kodály og Emile Dalcroze. Stefán segir okkur hvern- ig þessar nýju áherslur í tónlistar- uppeldi rötuðu hingað. „Þegar faðir minn, Heinz Edelstein, ákvað að reyna að stofna sjálfstæðan tónlistarskóla fyrir börn var það gert með fulltingi fræðslustjóra. Áður en af því varð leið heilt ár, sem hann nýtti til þess að ferðast til útlanda, aðallega Þýskalands og Sviss, þar sem hann kynnti sér það sem efst var á baugi þá í tónlistaruppeldis- málum barna. Sá mikli menningar- frömuður Ragnar Jónsson í Smára styrkti föður minn í heilt ár til að kynna sér þessi mál. Hann var því í námsferð og heimsótti skóla og stofnanir þar sem kennt var eftir að- ferðum Orff og Dalcroze. Hann kynnti sér líka sérstaklega söngupp- eldi barna, samsöng og kórsöng. Þetta flutti hann með sér heim og fór að vinna úr því. Þetta varð grund- völlurinn að starfsemi skólans. Þetta var eini tónlistarskólinn í Reykjavík fyrir utan Tónlistarskólann í Reykjavík sem sérhæfði sig í kennslu barna á grunnskólastigi. Þessari sérstöðu hefur skólinn hald- ið, því aðrir tónlistarskólar eru með miklu meiri aldursbreidd nemenda.“ Á fimmtíu ára afmæli skólans eru jafnframt liðin fjörutíu ár frá því að Stefán Edelstein tók við skólastjóra- starfinu. Stór hópur íslenskra tón- listarmanna fékk sína fyrstu tónlistarmenntun í Barnamúsíkskól- anum og það hlýtur að vera sérstök tilfinning fyrir skólastjórann. „Jú, það er óneitanlega gaman að fara á Sinfóníutónleika og horfa yfir sviðið. Þar er fullt af fólki sem byrj- aði sinn feril í þessum skóla. Þegar skólinn varð fertugur setti ég saman hundrað manna sinfóníuhljómsveit fyrrverandi nemenda skólans, langt kominna nemenda og kennara skól- ans. Þetta voru akkúrat hundrað manns og héldu dúndrandi tónleika í Háskólabíói undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Þor- steinn Gauti Sigurðsson lék píanó- konsert eftir Chopin og hljómsveitin lék auk þess Adagio eftir Barber og Pétur Gaut eftir Grieg. Eftir hlé vor- um við svo með bigband og hávaða- sama blásaramúsík. Svona nokkuð endurtekur maður ekki. Þegar við fögnum fimmtíu ára afmælinu nú ætlum við að fá topptónlistarfólk, sem á það eitt sameiginlegt að hafa verið í skólanum, til að halda tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi, með perlum tónbókmenntanna sem ég valdi sjálfur. Þarna verður fólk eins og Gunnar Kvaran, sem var einn fyrsti sellónemandi föður míns. Tónmennta- skóli Reykja- víkur 50 ára Morgunblaðið/Jim Smart Tónmenntaskóli Reykjavíkur fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Skólastjór- inn, Stefán Edelstein, hefur jafnframt gegnt starfi sínu í fjörutíu ár. Hann segir Bergþóru Jónsdóttur hér frá skólanum sem faðir hans stofnaði og kennslunni, nemendunum og frá þeirri góðu tilfinningu að horfa yfir sviðið á Sinfóníutónleikum og sjá gamla nemendur að störfum – sjá að fræjunum sem sáð var þegar þetta fólk var sex eða sjö ára var ekki illa varið. Stefán Edelstein skólastjóri. Dr. Heinz Edelstein stjórnar kór og hljómsveit Barnamúsíkskólans 1953. Gunnar Kvaran sellóleikari. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 0 7 Suzuki Vitara á frábæru verði Verð kr. 1.850.000 Tilboðsverð 1.650.000 kr. Ingvar Helgason notaðir bílarIngvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.