Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skriðuklausturskirkja varhelguð heilagri Maríuguðsmóður, líkama Kristsog blóði, og er það talið ánhliðstæðu hér á landi. Ástæðan er sennilega gömul helgi- sögn um að kraftaverk hafi gerst á hjallanum fyrir neðan bæinn að Skriðu. Presturinn á Valþjófsstað reið út dalinn til að þjónusta dauð- vona sóknarbarn sitt. Þegar hann ætlaði að veita hinum sjúka sakra- mentið fann hann hvorki í fórum sín- um kaleikinn né annað sem til þurfti. Því var sendur maður til að leita. Sagan segir að á þúfu fyrir neðan Skriðu hafi hann fundið kaleikinn fullan af víni og patínuna yfir honum með brauði á. Litu menn á þetta sem furðuverk guðs og byggðu þar kap- ellu með altarið þar sem þúfan var. Dýrkun Maríu meyjar á Skriðu- klaustri staðfestist ágætlega með fundi á fögru Maríulíkneski á 19. öld, nú varðveitt á Þjóðminjasafninu. Skriðuklaustur er nú þekktast fyr- ir byggingu sem Gunnar Gunnarsson skáld lét reisa þar sumarið 1939, en þar er nú rekið menningar- og fræða- setur með starfsemi allan ársins hring sem Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður stjórnar. Síðastliðið sumar og næstu fjögur sumur starfar þar einnig hópur fólks við fornleifa- uppgröft undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Blaðamaður fékk sér fyrst kaffi og með því í gömlu borðstofunni á Skriðuklaustri og fylgdist svo með Steinunni og samstarfsfólki hennar part úr degi á túninu fyrir neðan menningarsetrið. En segja má að sumarið 2002 hafi nánast einkennst af fornleifauppgröftum, og voru hóp- ar að störfum t.d. á Gásum í Eyja- firði, Hólum í Hjaltadal, Kirkjubæj- arklaustri, í Reykholti, Skálholti og á Þingvöllum. Snögg siðaskipti Nýtt rannsóknarár er nú að hefj- ast hjá fornleifafræðingum, fyrsti uppgröftur ársins hefst í Skálholti nú miðjan maí en 23. júní á Skriðu- klaustri. Mér lék forvitni á hvernig fornleifarannsókn er framkvæmd, hvaða aðferðir eru notaðar og hvern- ig svona hópur ber sig að á vettvangi. En hér var munkaklaustur af Ágúst- ínusarreglu starfrækt, en þó aðeins í um sextíu ár, því það var ekki stofnað fyrr en undir lok 15. aldar og það leið óhjákvæmilega undir lok við siða- skiptin (1493–1552). Siðaskiptin voru snögg og fremur miskunnarlaus gagnvart kaþólskum sið, og voru klaustrin bókstaflega rifin niður, byggingum þeirra breytt eða þær yf- irgefnar. „Við forkönnun sem við gerðum sumarið 2000 á Skriðuklaustri fund- ust rústir mikilla bygginga á þessu túni, sem kallað er Kirkjutún,“ segir Steinunn og er það um það bil 150 metrum neðan við bæjarstæðið á Skriðu. En Skriðuklaustur nefnist bærinn og jörðin í Fljótsdal á Austur- landi, og liggur á milli hinna fornu höfuðbóla, Valþjófsstaðar og Bessa- staða. Þau verða 10 til 12 með Steinunni í greftrinum í tvo mánuði í senn næstu árin eða frá miðjum júni fram í miðj- an ágúst, núna m.a. Rosie Fuller og Julian Jansen van Rensburg, 2. árs fornleifafræðinemar í Englandi. En þau voru ásamt tveimur öðrum á styrkjum sem Steinunn fékk frá Evr- ópusambandinu. Alþjóðlegur hópur að störfum „Það er mikið ævintýri að vinna hérna,“ segir Rosie Fuller og bætir við að Fljótsdalshérað sé áhrifaríkt svæði, en austan Lagarfljóts er t.d. stærsti skógur landsins: Hallorms- staðaskógur. Fljótsdalshérað nefnist láglendið sem nær frá Héraðsflóa í norðri og milli fjalla allt inn í Skriðdal og Fljótsdal í suðri. Það skiptist í Út- hérað utan við Egilsstaði og Upphér- að þar fyrir innan. Í þurrviðri er fólksbílafæri frá Snæfelli, hæsta fjalli landsins utan jökla eða 1.833 m yfir sjávarmáli. Rosie segir að hópurinn vinni í greftrinum frá átta á morgnana til fimm á daginn, og hún noti því tím- ann um helgar til að ferðast um svæð- ið og fara í göngutúra á kvöldin. Hún hafi reyndar einnig farið til Akureyr- ar og á Kirkjubæjarklaustur fyrir ut- an Egilsstaði. „Við borðum hér á Skriðuklaustri, en fiskur og lamba- kjöt er vinsælt í hópnum,“ segir hún og að þau búi í vegavinnuskúrum í grenndinni. Steinunn valdi, eftir áðurnefnda forkönnun sumarið 2000 og rann- sóknir, afmarkað svæði á Kirkju- túninu, en svæði sunnan við Gunn- arshús hafi einnig komið til greina. Könnunarskurðir voru gerðir og svæðin sem komu til greina mæld með jarðsjá. Hefðbundið evrópskt klaustur? Forvitni einkennir hópinn sem er að störfum, en forkönnunin hafði leitt í ljós leifar bygginga frá tímum klausturhalds á Skriðu. Greina mátti í þykkum og voldugum torfhleðslum m.a. gjósku úr gosi í Veiðivötnum 1477. Einnig er ljóst að rústir Skriðu- klausturs eru umfangsmiklar, og mun taka mörg ár að vinna úr efninu: Grafa á sumrin og nota vetur til for- vörslu gripa og úrvinnslu gagna frá uppgreftrinum. Þótt margt hafi verið ritað og rætt um uppbyggingu og gerð klaustra á Íslandi, á eftir að glíma við margar rannsóknarspurningar. Ein helsta og mikilvægasta rannsóknarspurningin sem Steinunn fæst við á Skriðu- klaustri er hvort Íslendingar hafi byggt klaustrin sín að eigin fyrir- mynd, eða samkvæmt ströngustu reglum um helgihald í evrópskum klaustrum. Ef hið síðara reynist til- fellið getur hópurinn búist við að finna auk klausturkirkju nokkrar litl- ar vistarverur klausturbúanna; svefnskála (dormitorium), málstofu (parlatorium), borðsal (refectorium), salerni (lavatorium) og lestrar- og samverustofu (capitolium). Og til við- bótar þessu ábótahús, eldhús og vín- kjallara. „Þessar byggingar voru byggðar í ferhyrning utan um svokallaðan klausturgarð,“ segir Steinunn og að klausturkirkjan loki síðan iðulega garðinum. Kirkjan stóð venjulega sunnan eða norðan við klausturhúsin, og var oft brunnur hafður í miðjum garðinum. Heimildir um byggingar íslenskra klaustra eru flestallar skráðar eftir að klausturhaldi lýkur, t.d. er elsta ritaða heimildin um Skriðuklaustur frá 1598, og þar stendur að klaust- urhúsin séu fallin og ekki ljóst hvort um þau sé fjallað nánar. Mjög fróð- legt verður því að fylgjast með vinnu hópsins næstu sumur og þokast nær spurningunum sem brenna á þeim eða: „Hvernig var byggingarlag klaustursins og hver var starfsem- in?“ Afmarkaðar vistarverur birtast Það eru í raun tvö meginatriði sem þurfa að koma í ljós í þessari rann- sókn. Ástæðan er sú að hér á landi hefur löngum verið talið að klaust- urhald hafi farið fram samhliða bú- rekstri, jafnvel í bæjarhúsunum sjálfum. Tilgáta Steinunnar er hins- vegar á skjön við þetta eða að Skriðu- klaustur hafi eins og önnur evrópsk klaustur verið rekið í sérstakri bygg- ingu aðskilinni frá veraldlegum um- svifum. Meginatriðin tvö varða því staðsetningu og byggingarlag. Uppgraftarsvæði ársins 2002 er 140 fermetrar en á þessu fimm ára tímabili sem unnið verður á Kirkju- túninu verður 800 fermetra svæði opnað. Byrjað var á því að taka torf ofan af áætluðu rannsóknarsvæði með gröfu, svo var mælt út fyrir hnitakerfi og það sett upp. Fastur hæðarpunktur var einnig ákvarðað- ur. Að loknum mælingum var hreins- að ofan af svæðinu með skóflum og skipt niður í fjögur jafnstór vinnu- svæði. Síðan hófst hópurinn handa, oft á hnjánum með hentug verkfæri eins og múrskeið. Steinunn segir að fljótlega hafi veggir komið í ljós úr torfi og grjóti á öllum vinnusvæðunum fjórum. „Út- línur þeirra skýrðust betur og betur eftir því sem neðar dró,“ segir hún, „og smám saman mynduðu veggirnir litlar afmarkaðar vistarverur sem til- heyra allar einni og sömu bygging- unni.“ Veggirnir eru allir frá sama tíma, byggðir beint ofan á gjósku sem fallið hefur á svæðið við gos í Veiðivötnum árið 1477. Það gefur til kynna að byggingin hafi verið reist skömmu eftir að gjóska þessi féll. Þess má einnig geta að í könnunarskurðinum kom í ljós bæjarstæði undir klaustr- inu sem var farið í eyði áður en gos varð í Heklu árið 1158, svo líklega er þarna óþekkt býli frá landnámsöld. Augljóst er einnig að þetta er mjög vel varðveitt svæði. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós að byggingar klaust- ursins hafa ekki verið skemmdar eft- ir að það lagðist af og margt getur hafa verið skilið eftir í byggingum þess þegar það var yfirgefið. Rústirnar fjarlægðar Þegar ég heimsótti hópinn voru nánast allir á hnjánum, tveir og tveir saman, nema Jón Ingi Sigur- björnsson, kennari við Mennta- skólann á Egilsstöðum, sem var að teikna upp ákveðinn hluta og stað- setja gripi sem finnast, en þetta er allt mjög vel skráð. Hvert lag er teiknað á millimetrapappír og ljós- myndir eru teknar. „Við gröfum 5 sentimetra í einu, og er hvert lag skannað inn í tölvu eftir teikningun- um,“ segir Steinunn, „þar eru lögin lögð saman og fáum við heillega mynd af þeim í þrívídd.“ Fornleifafræðingar nota nokkrar aðferðir við gröftinn. Oft er einungis grafið innan úr rústunum en aðferðin sem Steinunn notar felst í því að fjar- lægja þær smám saman; lag fyrir lag, en myndin birtist í raun í tölvunni. „Við byrjum á því að búa til hefð- bundið hnitakerfi, með x- og y-ásum, en það er látið afmarka allt það svæði sem grafa á upp. Svo gröfum við eitt lag í einu alltaf í sömu hæð, óháð því hvað þar kemur fram, en fylgjumst með hæðinni úr einföldum hæðakíki. Það má því segja að við sneiðum allt rústasvæðið niður eins og þegar ost- ur er skorinn með ostaskera. Áður en hvert lag er fjarlægt er allt það sem fram kemur í því teiknað mjög ná- kvæmlega, ljósmyndað og mælt, auk þess sem gripir og sýni úr því eru skráð samkvæmt staðsetningu innan hnitakerfisins. Þetta er oft gert með tæki sem kallast alstöð. Ef við höld- um okkur við ostinn sem líkt er við rannsóknarsvæði, þá er hægt að fylgjast með því hvernig hver hola í ostinum birtist og hverfur með hverri sneið sem skorin er burtu með osta- skeranum. Hópurinn býr m.ö.o. ekki til rústir bygginga heldur rífum við þær niður ef svo má segja þangað til ekkert er Á Skriðuklaustri bjuggu og störfuðu munkar af Ágústínusarreglu í sextíu ár. Snögg siðaskiptin bundu enda á bænir þeirra. Rústir híbýla þeirra eru þó vel varðveittar, og geyma sterkar vísbendingar um bókagerð. Gunnar Hersveinn fylgdist með hópi sem rýndi í minjar munkanna: „Hvernig er fornleifarannsókn framkvæmd, hvaða aðferðir eru notaðar og hvernig ber hópurinn sig að?“ Híbýli helgra manna Morgunblaðið/Sverrir Vetrarvinnan. „Íslenska sumarið þarf að nýta vel í fornleifauppgreftri. Veturinn nýtist svo til rannsókna, skýrslugerða og undirbúnings fyrir komandi sumar,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir. Störfum hlaðinn. Myndin sýnir tvo seyða sem fundust og talið er að notaðir hafi verið til að að búa til blek. Merki um bókagerð: Brennisteinn, litunarsteinn, hnífar og stimpillakk. „Það má því segja að við sneiðum allt rústasvæðið niður eins og þegar ostur er skorinn með ostaskera.“ Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.