Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAGGJÖLD til hjúkrunarheim- ila eru einhliða ákvörðuð af heil- brigðisráðuneytinu og er m.a. haft til hliðsjónar svo- kallað RAI-mat sem gert er á íbúum heimilanna. RAI (Resident Assess- ment Instrument) inniheldur yf- irgripsmikið gagna- safn um heilsufar og hjúkr- unarþarfir íbúa á öldrunarstofn- unum og hefur RAI verið þýtt á íslensku sem „raunverulegur að- búnaður íbúa“. Sögulegur aðdragandi RAI-matið er upprunnið í Bandaríkjunum, en þannig var að árið 1959 var það dregið fram í dagsljósið að þjónusta og aðbún- aður á öldrunarstofnunum væru bæði ófullnægjandi og ósamfelld. Árið 1970 sýndu rannsóknir þar vestra mikinn mun milli stofnana hvað varðaði að þær stæðust gæðakröfur reglugerða. Í kjölfar þessara niðurstaðna var mikið kapp lagt á umbætur í öldr- unarmálum, m.a. með því að meta getu hvers íbúa til athafna daglegs lífs (ADL) og einnig að greina van- getu og færni hvers íbúa heim- ilanna. Upp úr því var farið að meta raunverulegan aðbúnað íbúa með RAI, en það er „tæki sem veitir yfirgripsmiklar, nákvæmar og staðlaðar upplýsingar um heil- brigði og hjúkrunarþarfir íbúa“. Annað aðalmarkmiðið með þróun RAI var að auka hæfni starfs- manna til að veita íbúum öldr- unarstofnana gæðaþjónustu. RAI á Íslandi Fyrir u.þ.b. 10 árum var RAI- kerfið kynnt hér á Íslandi og var það ætlun stjórnvalda að daggjöld til hjúkrunarheimila yrðu ákvörðuð og greidd, að mestu leyti sjálf- krafa, í samræmi við RAI-matið. Hefur það nú, að nokkru leyti, orð- ið raunin, en án þess að tekið væri tillit til þeirra þátta sem lúta að því að „standast gæðakröfur reglu- gerða“ eins og krafan var í upp- runalandi RAI, Bandaríkjunum. Síðar verður komið að þessum þáttum um gæðakröfurnar. Gagnasafnið Sjálft mælitækið er kallað „Minimum Data Set – MDS“, á ís- lensku „gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþarfir íbúa á öldr- unarstofnunum“. Það tekur til um 400 atriða sem metin eru hjá hverjum einstaklingi, og þykir það lágmark til að ná heildrænni mynd af ástandi viðkomandi einstaklings. Hjúkrunarfræðingar eru ábyrgir fyrir matinu. Meðaltími við gerð hvers mats er um 1½ til 2 klst., sem þýðir samfelld mánaðarvinna eins hjúkrunarfræðings fyrir 80 manna heimili. Ekki er gerlegt hér að útskýra alla möguleika gagna- safnsins, álagsmælingar, gæðavísa og matslykla en vísað til upplýs- ingarita um matið. RAI-mælitækið og ýmsir annmarkar á því RAI-mælitækið er viðamikið og margþætt eins og þessi stutta samantekt gefur til kynna. Eins og áður sagði vantar þó inn viðamikla þætti til að raunverulegur aðbún- aður íbúa sé tryggður, og að tekið sé tillit til þeirra þátta þegar dag- gjöld eru ákvörðuð. Hér skulu nefnd nokkur atriði: Lyfjakostnaður: Hvað kostar lyfið sem viðkomandi íbúi notar? Eins og kunnugt er nota sumir lít- ið af ódýrum lyfjum meðan aðrir nota mikið af dýrum lyfjum. Kostnaður á lyfinu sjálfu frá selj- anda er orðinn það veigamikill þáttur í rekstri elliheimila að nauð- syn er á að meta hann á sama hátt og lyfjagjöfina sjálfa, þ.e. kostn- aðinn við meðhöndlun frá því að lyfið er komið í hendur hjúkr- unarfræðings og þangað til það hefur verið tekið inn. Búnaður: Hvernig er búnaði deildarinnar háttað? Eru sjúkra- rúm og annar búnaður fullnægj- andi og miðaður við nútímakröfur? Er baðaðstaða íbúanna – sem oft- ast eru aldraðir/sjúkir og hreyfi- hamlaðir – í samræmi við heil- brigðiskröfur? Þetta þarf að meta til að komast að raunverulegum aðbúnaði hinna öldruðu. Þvottahús: Er þvottahús á heim- ilinu sem sér um að þvo fatnað íbúa, í samræmi við lögin um mál- efni aldraðra (3. mgr. 1. gr. reglu- gerð nr. 47/1990 um stofnanaþjón- ustu fyrir aldraða)? Starfsmannahald: Er starfs- mannahaldið í samræmi við kröfur landlæknis og ráðuneytis þar um, t.d. fjöldi (stöðugildi) hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfara? Mikil þörf er á að þessar kröfur eða viðmið ráðu- neytis séu uppi á borðinu, því launakostnaður heilbrigðisstofnana er hvorki meira né minna en rúm- lega 70% af öllum rekstrarkostn- aði. Heimilin verða einnig að geta stutt sig við einhver norm í þess- um efnum því öryggiskröfur eru settar á heimilin og stjórnendur þeirra! Stoðdeildir: Er fullnægjandi að- staða til félagsstarfs, starfsþjálf- unar, sjúkraþjálfunar, leikfimi, úti- vistar o.s.frv. eins og segir í 14. gr. laganna? Stærðir vistrýma: Eru stærðir vistrýma (norm) í samræmi við kröfur ráðuneytis þar um? Er hér um að ræða einbýli (einkarými), tvíbýli eða margbýli (14. gr. lag- anna kveður á um að „sem flestir vistmenn hafi eigið herbergi“)? Eldhús: Er viðunandi eldhús og matsalur á heimilinu sjálfu? Eld- hús þar sem aðstæður eru til að útbúa sérhæfðan mat eftir þörfum hvers og eins (sífellt stærri hluti íbúa fær sérhæfðan mat, og eru orsakir af mörgum toga). Öryggismál: Eru öryggismál, þar með taldar brunavarnir, full- nægjandi að því er varðar bruna- málalög? Er öryggiskerfi í hverri íbúð eins og segir í 14. gr. laganna og svo mætti lengi telja. RAI-matið er vissulega spor í rétta átt, en eftir að greiðslur dag- gjalda urðu tengdar matinu ber yf- irvöldum skylda til að endurbæta mælitækið eftir nútímakröfum og bæta við matið ofangreindum þátt- um sem tengjast raunverulegum aðbúnaði íbúa að ógleymdum lög- unum um málefni aldraðra, sem samþykkt hafa verið af Alþingi Ís- lendinga. Ef hins vegar ekki er talin þörf á endurskoðun mælitækisins þá þurfa heimilin að vita hvort þau fá hluta lyfjakostnaðar endur- Daggjöld til öldrunarheimila – endurskoð- unar er þörf Eftir Ásmund Ólafsson BÆJARTÚN 3 - TVÆR ÍBÚÐIR Vorum að fá í einkasölu glæsilegt einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Kópavogi. Í húsinu eru tvær sam- þykktar íbúðir. Á efri hæð er 133 fm 6 herb. íbúð auk 32 fm bílskúrs. Á neðri hæð er 77 fm 2ja herb. íbúð. Nýl. fallegar innr. Fallegur suður- garður. Áhv. 7 millj. byggsj. Verð 27,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00–16.00. FROSTAFOLD 58 - EFRI HÆÐ Vorum að fá í sölu 113 fm 5 herb. efri hæð í fjórbýli með sérinngangi. Fjögur rúmgóð svefnherb. Rúmgóð stofa með sólskála og útg. á suð- vestursvalir með glæsilegu útsýni. Risloft yfir allri íbúðinni. Eignin býð- ur upp á mikla möguleika. Barn- vænt hverfi. EIGNIN GÆTI LOSNAÐ FLJÓTLEGA. Verð 14,1 millj. Edda sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14.00–16.00. LAUFÁS 5 - GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu fallega og mikið endurnýjað 5 herb. íbúð á góðum stað í Garðabæ. Fallegar innréttingar. Parket og flísar á gólf- um. Þrjú rúmgóð herb. og tvær stofur. Búið er að klæða húsið að hluta, endurnýja rafmagn skipta um ofna og ofnakrana, gler nýl. að hluta og margt fl. Eignin getur verið laus fljótlega. Stutt í skóla og þjónustu. Áhv. 2,7 millj. byggsj. og 5,1 millj. í húsbréf afb. pr. mán. 40 þús. Verð 16,5 millj. Hreiðar og Þórunn sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14.00–16.00. VÍKURÁS 6 - MEÐ BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu fallega 56 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt 22 fm stæði í bílgeymslu. Góðar innr. rúmgóð stofa með útg. á suð- ursvalir með fallegu útsýni. Góð fullbúin sameign. Stutt í skóla og þjónustu. Áhv. 3,5 millj. í byggsj., húsbréf og lífsj. grb. á mán. 27 þús. Verð 8,9 millj. Magnea sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14.00–16.00. VEGGHAMRAR 28 - SÉRINNGANGUR Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herb. 97 fm endaíbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýli. Tvö stór herb. stór og björt stofa með sólskála. Góðar innréttingar. T.f þvottavél og þurr- kar á baði. Parket,flísar og dúkar á gólfum. Góð sameign. Ekkert áhv. Verð 12,3 millj. Guðmundur og Svanhildur sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14.00–16.00. TJARNARGATA - V/RÁÐHÚSIÐ Nýtt á skrá fallegar, bjartar og mjög vel skipulagðar 95 fm 4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæð í fjórbýli. 3 rúmgóð svefnherbergi með fata- skápum, hvít/beiki innréttingar í eldhúsi, baðherbergi flísalagt með baðkari. Verð 15,7 millj. Áhvílandi húsbréf 8,0 millj. + 2 millj. frá NB greiðslub. á mán. 59.300 kr. AT- HUGIÐ LAUSAR STRAX. Eignirnar verða til sýnis í dag, sunnudag, frá 14.00–16.00. FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 GIMLI I LIG Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur OPIN HÚS – OPIN HÚS Eyjabakki 9, íb. 0101 OPIÐ HÚS Í DAG Falleg 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í góðu ástandi. Nýleg gólf- efni og innréttingar. Þvottahús inn af eldhúsi, suðursvalir, stór sameiginlegur garður með leik- tækjum, rólegt og barnvænt hverfi. Harpa Barkardóttir tekur á móti gestum frá kl. 14-16. V. 11,8 m. Áhv. 7 m. nybyggingar.is valholl.is Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. AFLAGRANDI 40 - ELDRI BORGARAR Í dag milli kl. 13:00 og 15:00 er til sýnis mjög falleg 2ja-3ja herbergja 70 fm endaíbúð á 3ju hæð ásamt stæði í bílageymslu í þessu eftir- sótta lyftuhúsi, sem er sérhannað fyrir eldri borgara. Á jarðhæð er þjónustumiðstöð Reykjvíkur. Íbúðin er sem ný, nýmáluð og laus nú þeg- ar. Verð 13,9 millj. Upplýsingar gef- ur Jón Pétur í síma 699 7774. Selbraut - einstök staðsetning Höfum í einkasölu 159 fm einbýlishús á einni hæð 57 fm bílskúrs. Undir húsinu er einnig geymslu- og lagnakjallari. Húsið er staðsett á 934 fm sjávarlóð á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsið skiptist m.a. í skála, stofu og borðstofu auk fimm herbergja. Fallegur arinn í stofu. Einstök staðsetn- ing. Kyrrð og frábært útsýni. 3189 Magnea Sverrisdóttir, fasteignasali, veitir upplýsingar um húsið í síma 861 8511. Til sölu er jörðin Steðji í Borgarfirði. Til sölu er jörðin Steðji í Borgarfjarðarsveit. Jörðin er á fögrum útsýnisstað í Borgarfirði og í góðu vegarsambandi. Land- stærð er um 350 hektarar, skemmtilegt og fjölbreytilegt land til skógræktar og útiveru, allt afgirt. Flugvöllur er í landi jarð- arinnar. Laxveiðihlunnindi í Flókadalsá. Hitaveita. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is Nánari upplýsingar gefur Jón Hólm Stefánsson í síma 896 4761.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.