Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 21 SÍÐASTLIÐIÐ sumar ein- kenndist m.a. af því að óvenju- mikið var um fornleifaupp- gröft á landinu. Meginástæðan var úthlutun úr Kristnihátíð- arsjóði, en hann var stofnaður af Alþingi til að minnast þess að 1.000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Við fyrstu úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði var 96 milljónum úthlutað til ýmissa verkefna, þar af 48 milljónum til fornleifarannsókna víðs vegar um landið. Sjóðurinn út- hlutaði svo aftur 1. desember sl. 94 m. kr. til 55 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og forn- leifarannsóknum. Fleiri veittu verkefnum á sviði fornleifafræði tilstyrk á liðnu ári, s.s. sveitarfélög, byggðasöfn og Rannís. Á ráð- stefnu í janúar fluttu eft- irtaldir erindi og sýnir það gróskuna: Skálholt – Gavin Lucas Skriðuklaustur – Steinunn Kristjánsdóttir Gásir – Howell Roberts Hofstaðir og Sveigakot – Orri Vésteinsson, Gavin Lucas Kirkjubæjarklaustur – Kristján Mímisson Þingvellir – Adolf Friðriksson Uppmæling rústa – Garðar Guðmundsson Hólar í Hjaltadal – Ragn- heiður Traustadóttir Fornleifagrunnur Evrópu – Oscar Aldred Reykholtskirkja – Orri Vésteinsson Skálavík – Ragnar Edvardsson Baffins Island – Guðmundur Ólafsson Kristni- hátíðarsjóður eftir,“ segir hún, „um leið staðsetjum við allt og tökum sýni; efnagreinum jurtaleifar, matarleifar og skordýr svo eitthvað sé nefnt.“ Aðferðin leiðir líka til þess að þrívíddarmynd fæst jafnóðum af öllu svæðinu þegar allar teikningarnar eru lagðar saman. Læra að lesa landið Í hópnum í sumar voru tveir forn- leifafræðingar; Steinunn og Daniel Lindblad, þrír sagnfræðingar; Jón Ingi, Helene Martin og Sófus Jó- hannsson, tveir fornvistfræðingar; Stefano Paci (sérfræðingur í viðar- greiningu) og Jonathan Moller (sér- fræðingur í greiningu dýrabeina), og svo Bára Sigurjónsdóttir tónlistar- kennaranemi og Christina Bastiani leiðsögumaður sem var sjálfboðaliði. Rosie og Julian eru fornleifafræði- nemar eins og áður sagði. Julian er fæddur í Suður-Afríku en stundar nám í Southamton í Eng- landi, er á öðru ári. „Ég hef einnig unnið svona störf í Þýskalandi og í Englandi,“ segir hann, „Aðstæður eru mjög góðar hér, því jörðin er mjúk.“ Hann segir þetta vera dýr- mæta reynslu fyrir sig því í raun sé hann að læra að lesa landið, t.d. gjóskulögin sem segi til um aldurinn. „Þetta er fallegt svæði, þótt það geti stundum verið kalt. Það er líka mjög gaman að ferðast hérna um, ganga á fjöll og jökla eða taka sundsprett undir Hengifossi.“ Steinunn segir að Magnús Sigur- geirsson hafi svo verið fenginn til að greina gjóskulög á uppgraftarstaðn- um og að Halldóra Ásgeirsdóttir, for- vörður á Þjóðminjasafni Íslands, vinni einnig með þeim. „Það er nauð- synlegt að hafa forvörð m.a. til að gæta þess að gripir skemmist ekki, næsta sumar verðum við með forvörð í sjálfum uppgreftinum.“ En á for- vörsluverkstæði eru gripir hreinsaðir og greindir. Gripirnir minna á klaustur „Við röntgenmyndatökur á gripum getur margt komið í ljós,“ segir hún en samtals voru skráðir 243 gripir í sumar, mest dýrabein. Meðal þeirra gripa sem fundust voru skæri, tveir brennisteinsmolar, nokkrir stimpil- lakksmolar, litunarsteinn, innflutt keramik, þrír litlir hnífar, tvö brýni, sylgja, tvö brot af steindu gleri og heimasmíðaðar hóffjarðir. „Við rönt- genmyndatöku uppgötvuðust skær- in, en við höfðum áður talið að þau væru hnífsblað,“ segir hún. Einn gripinn taldi hún fyrst geta verið ritstíl eða griffill sem gat gefið til kynna kennsluhald eða handrita- gerð á staðnum. En eftir myndatöku er líklegra að hér sé um eitthvert brot af skreytingu úr járni að ræða. Ekki er hægt að skera endanlega úr um þennan grip fyrr en eftir fulla hreinsun með sandblæstri. Almennt má þó segja að gripir þeir sem þegar hafa fundist við uppgröft- inn á Skriðuklaustri líkjast mjög þeim gripum sem grafnir voru upp á sínum tíma úr rústum Viðeyjar- klausturs, en Steinunn var verkstjóri fornleifarannsóknanna í Viðey frá vori 1994 til hausts 1995. „Ýmis merki eru um skriftir,“ segir hún, „til dæmis fundum við litunarstein, brennistein og stimpillakk, en það má túlka sem vísbendingu um að klaustrið hafi staðið hér á Klaustur- túninu.“ Vistarvera bókagerðar Tveir seyðar fundust sem Stein- unn telur að hafi verið notaðir til að búa til blek. Blek þurfti langa suðu til að verða gott. Erlendis var blek gert m.a. úr brennisteini og berki en elstu heimildir um blekgerð hérlendis (frá 17. öld) herma að blekið hafi verið gert úr sortulyngi og víðileggjum. Þessi efni voru seydd í járnpottum en sagt er að þegar blekið hélst í dropa á nögl manns var það tilbúið til notk- unar. Brennisteinsmolar fundust einnig eins og í klausturrústunum í Viðey og mikið magn af þeim fannst í fyrrasumar við uppgröftinn á Gásum. Seyðar voru vissulega einnig not- aðir til suðu á mat, en það sem styrkir túlkun Steinunnar um að þessir hafi verið notaðir til suðu á bleki er að í sömu vistarveru fannst litunar- steinnin, stimpillakkið og brenni- steinninn, sem var nauðsynlegur við blekgerð, auk þriggja hnífa sem ekki eru matarhnífar. Klaustrið á Kirkjutúninu Rannsókn Steinunnar hefur styrkt tilgátuna um staðsetningu klausturs- ins verulega, eða að það hafi staðið á Kirkjutúni um 150 metra neðan við gamla bæjarstæðið á Skriðu, og verið gert af nokkrum litlum samföstum vistarverum, kirkju og klausturgarði. „Enn hafa engin afgerandi ummerki veraldlegs amsturs komið í ljós á rannsóknarsvæðinu,“ segir hún, „hin veraldlega hlið þess hefur því líklega farið fram í bæjarhúsum er þá stóðu á bæjarstæði Skriðubæjarins.“ Byggingarlag klausturhúsanna er helsta rannsóknarspurningin sem Steinunn fæst við, og fyrirkomulag helgihalds í þeim. Byggingalagið er enn óljóst og fæst ekki skýrt fyrr en svæðið verður stækkað á næstu sumrum. Þess skal hinsvegar getið að rústir klausturkirkjunnar eru augljósar í túninu og um þær er eng- inn vafi. Ein kenningin var að göng hefðu legið úr bænum fyrir ofan og í kirkjuna, en þá er gert ráð fyrir að hinir helgu menn hafi búið á bænum. Það verður að teljast ólíklegt því klettabelti er á milli þessara bygg- inga. Líf reglubræðra Fornleifauppgröfturinn sem nú er stundaður á Skriðuklaustri er í raun einu „samtímaheimildirnar“ um líf munkanna á þessum stað, því engar ritaðar heimildir lýsa því. Gildið felst einnig í því að bera niðurstöðurnar saman við aðrar rústir eins og Við- eyjarklausturs, og við rannsóknir á rituðum heimildum sem skráðar voru á þriðja áratug 16. aldar um Munka- þverárklaustur. Þær benda til þess að klausturhúsin þar hafi verið byggð samkvæmt alþjóðlegum grunni en með innlendum útfærslum, eins og tilgáta Steinunnar um klaustrin á Skriðu gerir einnig ráð fyrir. Ég drakk að lokum kaffi með hópnum í vinnuskúr á svæðinu og heilsaði svo aftur upp á Skúla Björn, forstöðumann Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, sem sagði mér sög- una um kraftaverkið að Skriðu um prestinn sem týndi kaleiknum sem fannst á þúfunni góðu sem nefnd var í upphafi. Skömmu síðar hafi svo verið stofnað klaustur að Skriðu. Enn er heldur fátt vitað um líf reglubræðr- anna, en fornleifauppgröfturinn ætti á næstu árum að geta varpað góðu ljósi á það. Heimildir Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Steinunn Kristjánsdóttir. 2002. Glettingur – tímarit um austfirsk málefni. Klaustrið á Skriðu. Forkönnun 2000. Skriðuklaustur. Framvinduskýrsla 2002. Klausturlíf og trúariðkun að Skriðu í Fljóts- dal. Skúli Björn Gunnarsson. 2001. Fyrir- lestur. Minjar og saga á Skriðuklaustri. 2000. Helgi Hallgrímsson tók saman. www.skriduklaustur.is Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn „Það er mikið ævintýri að vinna hérna,“ segir Rosie Fuller en hún (t.v.) og Julian Jansen van Rensburg eru fornleifa- fræðinemar á öðru ári sem fengu Evrópusambandsstyrk til að vinna við uppgröftinn á Skriðuklaustri. Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Sumarvinnan. „Næstu sumur verðum við hér að störfum tvo mánuði í senn,“ segir Steinunn, en bakvið hana eru að störfum á Kirkjutúninu: Rosie næst, svo Jonathan dýrabeinasérfræðingur, Sófus og Helene. Allir á hnjánum. Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Jón Ingi framhaldsskólakennari teiknar, tekur myndur og grefur. 1. Fyrsta tilgáta að þetta sé ritstíll. 2. Röntgenmyndin staðfestir tilgát- una um að þetta séu skæri. 1. Tilgáta að þetta séu skæri. 2. Röntgenmyndin staðfestir ekki til- gátuna um að þetta sé ritstíll. guhe@mbl.is SKRIÐU í Fljótsdal er ekki getið í fornritum, og raunar fer engum sögum af staðnum fyrr en klaustur var stofnað þar laust fyrir aldamótin 1500. Hér á landi störfuðu tvær klausturreglur í kaþólskum tíma; Benediktsregla og Ágúst- ínusarregla. Skriðuklaustur er fornt höfðingjasetur í Norður- Múlasýslu. Það er næsti bær við kirkjustaðinn Valþjófsstað. Áður var kirkja á Skriðu, en svo hét bærinn uns þar var stofnað klaustur árið 1494 og tilheyrði það Ágústínusarregl- unni. Stjórnandinn var ekki ábóti heldur var hann kallaður príor. Fyrsti príor á Skriðu var Narfi Jónson. Lífið á Skriðu- klaustri hefur sennilega verið tvískipt. Annars vegar voru munkarnir með trúariðkun sína og hins vegar ráku þeir barnaskóla. Sjö munkar dvöldu í einu í klaustrinu. Klaustur lagðist þar af í kjöl- far siðaskipta, en það átti mikl- ar eignir sem runnu til Dana- konungs og urðu að sérstöku léni. Ríkismenn og sýslumenn sátu því löngum á Skriðu- klaustri. Kirkja var aflögð þar seint á 18. öld. Gunnar Gunnarsson rithöf- undur reisti hús það er stendur á Skriðuklaustri og hýsir nú safn og íbúð sem rithöfundar og fræðimenn geta fengið af- not af. Þýski arkitektinn Fritz Höger, vinur Gunnars, teiknaði húsið, og kostaði það á sínum tíma á við 10 einbýlishús í Reykjavík. Heimsókn á Skriðu- klaustur er vinsæl meðal ferða- manna, sem skoða safnið og fá sér hressingu í veitingastofu safnsins, og fylgjast með forn- leifauppgreftrinum á Kirkju- túninu. Saga og menning á Skriðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.