Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ L EIKFÉLAG Akureyrar sagði í vetur upp öllum starfsmönnum sínum og að óbreyttu stefnir í að starfsemi leikhússins leggist af í lok leikársins. Í kjölfar þess- ara tíðinda skrifuðu bæj- arstjórn Akureyrar og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra undir sam- starfssamning um byggingu menningarhúss á Akureyri fyrir 1200 milljónir króna þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu til leikstarfsemi. Ekki er ljóst hvort Leikfélagi Akureyrar er ætlað að sinna þeirri starfsemi. Reyndar er enn býsna óljóst hvernig húsið verður eða hvaða hlutverki það á að þjóna; á þessu stigi er það skilgreint sem fjöl- notahús sem er menning- arpólitískt orð yfir bygg- ingu sem á að hýsa allar listgreinar í almennum skilningi en enga eina sér- staklega. Ekki er heldur enn farið að ræða með hvaða hætti á fjár- magna starfsemi Menningarhússins enda er „málið enn á undirbúningsstigi og alls ekki tímabært að ræða rekstrarþáttinn“. Þetta er tilbúin tilvitnun og ekki höfð eftir neinum ein- um sérstaklega heldur svona öllum pólitík- usum almennt. Á mannamáli þýðir þetta að áhugi fyrir því hvers konar menningar- og/eða listastarfsemi fer fram í menningarhúsi er hverfandi; aðalatriðið er að bygging hússins er góður kostur í því pólitíska umhverfi sem nú ríkir. Rekstur menningarstofnana hefur litla sem enga pólitíska merkingu og sífellt kvabb stjórnenda slíkra húsa um meira fjár- magn til starfsemi er stjórnmálamönnum hvimleitt. Þeir sjá yfirleitt ekki pólitískan hag í því að styðja við starfsemina eftir að búið er að steypa upp veggi og refta yfir. Menningar- samfélagið Ísland þrífst á bónbjörgum í vel byggðum húsum. Eitt af því sem vefst fyrir meðaljóninumog stjórnmálamenn eru óþreytandivið að útskýra af einstakri þolinmæði er verkaskipting milli ríkis og bæja. Þar koma stjórnvöld sér saman um að veita fé til ákveð- inna framkvæmda og gerður er skýr grein- armunur á framkvæmdafé og rekstrarfé. Þannig fæðist iðulega dauft yfirlætisglott á vörum stjórnmálamannanna þegar óinnvígðir spyrja hvort ekki væri nær að setja eins og 50 milljónir af þeim 1200 sem menningarhúsi eru ætlaðar til að bjarga Leikfélagi Akureyrar frá uppgjöf; þetta er eins og spyrja hvort ekki sé hægt að setja díselolíu á bensínvél, fram- kvæmdir og rekstur eru sitt hvor vélin í mek- aník stjórnmálanna. Sumir gefast reyndar ekki upp og spyrja í framhaldinu hvort þörf sé á slíkum framkvæmdum, hvort ekki væri nær að verja peningunum til að styðja við bakið á þeirri starfsemi sem þegar er komin á lagg- irnar og berst í bökkum. Þá stækkar glottið enn frekar því framkvæmdir á borð við menn- ingarhús eru sýn til framtíðar sem pólitík- usinn er að festa í steypu, gler og járn öllum landsins börnum til eilífrar áminningar. Með- aljóninn er illa staddur þegar hann er svo fast- ur í nútíð sinni að hann sér ekki annað en fjár- vana menningar- og listastofnanir allt umhverfis og skilur ekki að peningar sem steypa á fasta til framtíðar eru alls ekki til út- láta í hverfula hít listsköpunar og menningar- starfsemi nútíðarinnar. Þá er gott að vita að um taumana halda stjórnmálamenn með ein- beitta framtíðarsýn. Það má semsagt ekki rugla saman pen-ingum því þeir eru ekki einn hluturheldur margir og þeir sem ekki skilja það ættu að láta þá sem skilja það um að skilja það. Þetta er kjarninn í rökfestu íslenskra stjórnmálamanna þegar kemur að umræðu um menningarmál og listir og sennilega eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar stjórnmálamennirnir sem hafa þá lágkúrulegu framtíðarsýn að telja listsköpun dagsins í dag undirstöðu listsköpunar morgundagsins. Leikfélag Reykjavíkur hefur sannarlega ekki farið varhluta af framtíðarsýn stjórn- málamannanna. Í einni glæsilegustu leik- húsbyggingu Norðurlanda heldur til lítill leik- hópur sem hefur náð að gera fullkomið kraftaverk að svo hversdagslegum hlut að engum þykir lengur neitt sérstaklega til um það. Kraftaverkið er fólgið í því að leikhóp- urinn – Leikfélag Reykjavíkur – hefur rekið leikhúsið af slíkri útsjónarsemi og listrænum metnaði að leiklistin sem þar er í boði gefur engu eftir sem stundað er annars staðar. Fjár- veiting til starfseminnar er hins vegar svo naumt skömmtuð að ef allt hefði verið með felldu og listamennirnir í húsinu ekki svo upp- teknir af kraftaverkaframleiðslunni þá væru þeir löngu gengnir út og húsið stæði autt, glæsilegur minnisvarði um sterka framtíð- arsýn. Á dögunum gerðist svo hinn fáheyrði atburður að stjórn leikhússins gafst upp á að reka kraftaverkaleikhús og sagði upp drjúg- um hluta starfsmannanna (22 stöðugildi af 80) með þeim rökum að ef leikhúsið ætti að rekast miðað við fjárveitingar til þess þá væri ekki hægt að gera meira. Þessi rök virðast alltaf koma jafnflatt upp á stjórnmálamennina. Þeir hafa vissulega ákveðnar hugmyndir um hvernig starfsemi skuli reka í listastofnunum og hvert umfang hennar skuli vera. Í vissum skilningi er hægt að segja að örli á listrænni og jafnvel skapandi hugsun þegar kemur að hugmyndum þeirra um möguleika á nýtingu rekstrarfjár. Þeir ætlast til kraftaverka og þeir heimta listaverk. Þeir trúa nánast í blindni á að hægt sé að sjóða ljúffenga súpu úr einum nagla. Gleymum því ekki að rekstrarfé er af allt öðru kyni er framkvæmdafé. Fyrir framkvæmdafé er yfirleitt ekki hægt að gera það sem áætlað er og þá þarf að bæta við meira framkvæmdafé. Rekstrarfé er hins veg- ar teygjanlegra og fyrir það er endalaust hægt að skapa og reka án nokkurra viðbóta. Að biðja um meira fé til rekstrar bendir til óráðsíu og heimtufrekju stjórnenda á meðan viðbótarfé til framkvæmda stafar einfaldlega af vanáætlunum þar sem gleymdist að taka til- lit til ýmissa óvissuþátta við framkvæmdina. Þess vegna er ávallt til nægt fé í framkvæmdir sem farið hafa langt fram úr áætlun enda ekki hægt að hætta í miðju kafi bara af því að kostnaðurinn reyndist meiri en talið var í upp- hafi. Þar verður engum um kennt. Síst af öllu stjórnmálamönnunum. Viðbótarfé til rekstrar er alltaf einhverjum að kenna og síst af öllu stjórmálamönnunum. Þeir fyllast heilagri vandlætingu ef ekki tekst að halda kostnaði innan þeirra fjárhagsmarka sem sett hafa ver- ið. Ríkisendurskoðun hefur haft nóg að gera við að hvítþvo hendur stjórnmálamannanna af óráðsíu með rekstrarfé. Þar hefur ekki skort sökudólgana. ÍBorgarleikhúsinu hefur í vetur verið rek-in gríðarlega öflug starfsemi. Leiksýn-ingar á vegum Leikfélags Reykjavíkur eru í vetur tólf (tvær frá fyrra leikári) og sam- starfsverkefni við aðra leikhópa eru fimm (eitt frá fyrra ári). Húsið hefur einnig verið nýtt til hins ýtrasta í útleigu við alls kyns uppákomur og má segja að leikið hafi verið á öllum fjórum sviðum hússins nær samtímis allt upp í fjögur kvöld í viku. Heildarfjöldi viðburða og sýninga í húsinu í vetur losar 500. Nú munu vera hafn- ar viðræður milli bæði stjórnenda Borgarleik- hússins og Reykjavíkurborgar um hvernig fjárveitingum til stofnunarinnar skuli háttað í framtíðinni. Einnig eru byrjaðar viðræður milli fulltrúa Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar og er auðvitað vonandi að þessum viðræðum ljúki á þann veg að leikhúsunum verði tryggt nauðsynlegt fjármagn til sóma- samlegs rekstrar. Þeir sem til þekkja hafa leyft sér að fullyrða að rekstur Borgarleikhússins undanfarin misseri hafi verið með slíkum fyrirmynd- arbrag að leikhúsið ætti hiklaust að útnefna „best rekna leikhús Evrópu“. Sannarlega hef- ur meira verið gert þar fyrir takmarkaða pen- inga en ætlast verður til af nokkurri sanngirni og er meginástæðan hollusta og fórnarlund starfsmanna hússins. Ekkert fyrirtæki – ekki einu sinni listastofnun – verður til lengdar rekið á slíku. Krafan sem gerð er til Leik- félags Reykjavíkur um eigið sjálfsaflafé er einnig fáheyrð þar sem ætlast er til að um helmingur rekstrarfjár komi af miðasölu; öll leikhús í nágrannalöndunum gera ráð fyrir að miðasala sé 10–20% af heildarrekstrarfé. Í Þjóðleikhúsinu hefur þetta hlutfall verið 25% og er þó fjárveiting til þess ríflega tvöföld mið- að við Borgarleikhúsið. Engum dettur þó í hug að krefja Þjóðleikhúsið um tvöfalda fram- leiðslu þrátt fyrir það. Hvernig má það vera að leiklist í Borgarleikhúsinu geti verið helmingi ódýrari í framleiðslu en í Þjóðleikhúsinu? Bæði eru leikhúsin í sömu borginni, keppa á sama markaði og eru iðulega nefnd sem helstu keppinautar þegar kemur að hylli áhorfenda. Úr Þjóðleikhúsinu heyrast engar kvart-anir. Þar er þó verulegur fjárhags-vandi á ferðinni og undanfarna mán- uði hefur botninn á fjárhirslu leikhússins verið skrapaður um hver mánaðamót. Vandi Þjóð- leikhússins stafar tæplega af fjárskorti heldur af kostnaðarsömum verkefnum sem ekki hafa skilað þeim peningum til baka sem reiknað var með eða á annan hátt að tekjur hafa brugðist á móti útlögðum kostnaði. Endalaust má síðan deila um hvort peningunum hefði verið betur varið í þetta verkefnið fremur en hitt og margreynt að það sem dýrast er í framleiðslu er ekki endilega merkast frá list- rænum sjónarhóli. Það er hins vegar ljóst að stjórnendur Þjóðleikhússins telja ekki ástæðu til að blása út vandann enda er í rauninni frá- leitt að hugsa sér að leikhús sem fær nær 500 milljónir í opinbera styrki og bætir síðan við það vel á annað hundrað milljónum með tekjum af miðasölu skuli vera í vandræðum. Þrátt fyrir þann reginmun sem er á aðstöðu þessara tveggja leikhúsa eru þau sífellt borin saman hvað varðar listrænan árangur. Að Borgarleikhúsið skuli hafa staðist þann sam- anburð er ekkert annað en kraftaverk en jafn- framt er fyllilega skiljanlegt að orkan fjari smám saman út og uppgjöf setjist að frammi fyrir svo óyfirstíganlegum aðstæðum. Von- andi ber Reykjavíkurborg gæfu til að rétta hlut Borgarleikhússins og leggja metnað sinn í að þar slái kröftuglega hjarta leiklistar í borginni. Hið sama á að sjálfsögðu við um Leikfélag Akureyrar. Með betlistaf í vel byggðum húsum AF LISTUM eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Í EINNI glæsilegustu leikhúsbyggingu Norðurlanda heldur til lítill leikhópur – Leikfélag Reykjavíkur – sem hefur náð að gera fullkomið kraftaverk að svo hversdagslegum hlut að enginn tekur eftir því. VORIÐ 1551 riðu þrjátíu menn að norðan að til þess að sækja lík Jóns Arasonar og sona hans, sem höfðu verið hálshöggnir við Skálholt 7. nóvember 1550. Þeir þvoðu og bjuggu um líkin á Laugarvatni og héldu síðan aftur í þeirri til- komumestu líkfylgd sem sést hefur á Íslandi. Kirkjuklukkum var hringt sem dómsdagur væri í nánd í öllum kirkjum þegar fylgdin fór hjá og hvarvetna hópaðist fólk að sem vildi snerta kisturnar. Og sagt er að nokkrir blindir hafi fengið sýn við slíka snertingu. Þegar komið var í augsýn Hóla hóf ein klukkan á staðnum, Líkaböng, að hringja af sjálfsdáðum og hringdi þar til fylgdin nam staðar á Hólum að hún sprakk. Á Hólum voru allir prestar fyrir norðan komnir til þess að jarð- syngja þá feðga með hinni mestu viðhöfn. Þetta voru fjörbrot hins kaþólska siðar á Íslandi, því aðeins nokkrum vikum seinna tóku tvö dönsk herskip land við Akureyri og Hólastaður var hernumin. Norð- lendingar sóru konungi hollustueið og tóku upp lúterska trú. Til að minnast þessara atburða verður efnt til minningardagskrár í fjórum kirkjum sem marka leið lík- fylgdarinnar norður í land. Jón Arason var ekki aðeins trúar- leiðtogi heldur einnig eitt fremsta skáld sinnar tíðar. Í dagskránni verður lesið úr kveðskap Jóns, and- legum og trúarlegum, og sungin lög við kvæði hans og annarra frá kaþólskum tíma. Hér blandast sam- an gaman og alvara, kerskni og til- beiðsla, trú og stjórnmál í upplestri og söng. Tvö ný tónverk við ljóð Jóns Arasonar eftir Örlyg Bene- diktsson tónskáld verða frumflutt. Flytjendur eru Gerður Bolladóttir söngkona, Kári Þormar organisti og Hjörtur Pálsson sem les úr verk- um Jóns og úr ýmsum samtíma- heimildum. Ásgeir Jónsson er höf- undur dagskrárinnar. „Jón Arason var með betri skáld- um á sinni tíð, og þegar kvæði hans eru lesin í dag þá sér maður vel hve mikið skáld hann var og auðskilinn. Þótt Jón hafi verið biskup var hann líka snillingur í veraldlegum skáld- skap, og kaldhæðinni ádeilu. Hann notaði kveðskapinn sem pólitískt tæki, orti vísur sem urðu fleygar, fólk söng og jafnvel dansaði við þær og bar þær áfram mann af manni. Það hefur þó minna varðveist af veraldlegum skáldskap hans en helgikvæðum.“ Auk laga Örlygs verða sungin fleiri lög við ljóð Jóns, bæði þjóðlög og lög sem síðari tíma tónskáld hafa samið. „Dauði Jóns Arasonar markar mikil tímamót í sögu okkar. Við vorum ekki bara að taka upp nýjan sið; við ýttum um leið frá okkur menningarhefð, og markmið okkar er að endurvekja hluta hennar með þessum hætti. Kvæði Jóns hafa einnig elst mjög vel og eiga fullt erindi til nútíma- fólks, segir Ásgeir Jónsson. Dagskráin um Jón Arason verður flutt í Skálholtskirkju í dag kl. 17.00, í Reykholtskirkju, þriðjudag- inn 20. maí klukkan 20.30, Blöndu- óskirkju, laugardaginn 24. maí klukkan 17.00, og loks í Hóladóm- kirkju, sunnudaginn 25. maí klukk- an 20.30. Í spor líkfylgdar Jóns Arasonar Morgunblaðið/Jim Smart Kári Þormar, Gerður Bolladóttir, Hjörtur Pálsson og Ásgeir Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.