Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 47 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN KARLSSON, Rauðalæk 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 20. maí kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands. Dagrún Helga Jóhannsdóttir, Unnur Vala Jónsdóttir, Jónas Skúlason, Karl Jóhann Jónsson, Rannveig Hildur Ásgeirsdóttir, Sæþór Jónsson, Íris María Jónsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Snorrabraut 56, Reykjavík. Jón Magnússon, Þuríður Gísladóttir, Rósa Magnúsdóttir, Brynjólfur Heimisson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Magnús Björn Magnússon, Svala Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Herta Magnúsdóttir, Halldór Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Ingibjörg J. Erlendsdóttir, Kristján T. Sigurðsson, Sigurður Árni Kristjánsson, Kristján Ingi Kristjánsson, Elín Svafa Bjarnadóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON MAGNÚSSON kennari, Háaleitisbraut 34, Reykjavík, andaðist föstudaginn 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. María Anna Lund, Þorbjörg R. Hákonardóttir, Bertrand Jouanne, Magnús Hákonarson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KETILBJARGAR ERLENDÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Garðhúsum í Höfnum, til heimilis á Hringbraut 112, Reykjavík. Gunnar Jens Magnússon, Þuríður Hólmgrímsdóttir, Guðný M. Gunnarsdóttir, Kristbjörg Þ. Gunnarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og langömmubarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ARNFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Efstasundi 15, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 13.30. Bjarni Kristbjörnsson, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Gísli Bjarnason, Kristbjörn Bjarnason, Steinunn Björg Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Óskar Garðar Hallgrímsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, uppeldisföður, vinar, afa, langafa og langalangafa, SVEINS GUÐNASONAR fyrrv. mjólkurbifreiðarstjóra, Selfossi, síðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Guðlaugur Þórir Sveinsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. Stúlla, börnin hans og systur við rúm hans til síðustu stundar. Elsku Stúlla mín, Obba, Maggi, Bertrand og afabörnin þrjú. Fyrir hönd móður minnar og okkar bræðr- anna í Miðtúni og fjölskyldna okkar færi ég ykkur innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Hákonar Magnússonar. Hvíli hann í Guðs friði. Níels Árni Lund. Látinn er Hákon Magnússon kennari. Hann kenndi við Réttar- holtsskóla frá 1969 til 1993 er hann lét af störfum og fór á eftirlaun eða eftir tæplega aldarfjórðungs starf. Áður hafði Hákon kennt við Mela- skóla og Miðbæjarskóla. Í Mið- bæjarskóla hóf undirritaður einmitt kennslu, sté sín fyrstu óstyrku spor í þessu vandasama starfi við hlið Há- konar og naut góðs af góðum ráðum hans og uppörvun. Hann var jafnan glaður og reifur og taugastrekktur ungkennari hafði gott af að hitta hann á kennarastofunni. Síðan skip- uðust mál svo að ég varð yfirmaður hans í Réttarholtsskóla. Hákon var alla tíð fjörlegur og glaður í fram- komu, frísklegur á velli og snar í snúningum. Hann talaði kjarnyrt mál og oft tæpitungulaust. Frískleg- ar og óvæntar athugasemdir hans komu mönnum, sem lítið þekktu hann, stundum í opna skjöldu en öll framkoma hans og framganga var þó ávalt áreitislaus og góðmannleg. Hákon var lestrarhestur og áhugasamur um bókmenntir, bæði yngri og eldri. Hann var hrifnæmur og var tamt að vitna í hendingar úr bundnu sem óbundnu máli. Aðalkennslugrein hans var danska, enda hafði hann stundað framhaldsnám við Kennaraháskól- ann í Kaupmannahöfn. Danska hefur gjarnan ekki verið vinsælasta náms- greinin í skólum landsins og líklega hefur móðurmálið verið honum hug- stæðara þótt hann af þegnskap tæki að sér dönskukennsluna. Færni hans í móðurmálskennslu kom vel í ljós síðustu kennsluár hans þegar hann tók að sér stuðningskennslu í ís- lensku. Ekki síst er mér minnisstæð frammistaða hans við að kenna tveimur rússneskum stúlkum sem komu í skólann alveg ómálga á ís- lensku. Á einum vetri lagði hann slíkan grunn hjá þeim í því erfiða tungumáli, íslensku, að önnur þeirra lauk framhaldsskóla sem dúx. Í ná- lægðinni komst persónuleg hlýja Hákonar einnig vel til skila til nem- endanna. Hákon hélt tryggð við sinn gamla vinnustað og vinnufélaga, hann leit oft inn til að spjalla eftir að hann hætti störfum og var ætíð aufúsu- gestur. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd gamalla samstarfsmanna og nem- enda í Réttarholtsskóla þakka Há- koni fyrir samstarfið og minnisstæða samveru. Maríönnu konu hans og fjölskyldu sendi ég innilegustu sam- úðarkveðjur. Haraldur Finnsson skólastjóri. Nú þegar Hákon Magnússon er allur og ég lít aftur til vináttubanda sem teygjast yfir rúma hálfa öld verða mér ríkastir í minni þeir tímar þegar við vorum yngstir, frá því inn- an við tvítugt og upp fyrir þrítugt. Sú vinátta varð mér ákaflega mikilvæg fyrir margra hluta sakir en mest þó sjálfrar sín vegna, því að þegar hugs- að er um lífshlaup Hákonar kemur fyrst upp í hugann vinfesta hans og trygglyndi og máttu þau skapgerðareinkenni verða mörgum öðrum leiðarljós. Hann var sprottinn upp af stórri ætt búhölda og sjósókn- ara og þótt kennsla yrði hans lífs- starf var hann líklega alla ævi með annan fótinn í flæðarmálinu og svo sem forsjálla manna er siður var honum ætíð metnaðarmál að sjá búi sínu borgið. Ýmsir sem lítt voru kunnugir Hákoni kunna að halda að forsjálni hafi ekki verið einn af hans sterku eðlisþáttum, en þar fara þeir villir vegar. Hann gat hins vegar ver- ið ólíkindatól og notað kímnigáfu sína og afbragðsgreind til þess að draga upp sjálfsmynd gerólíka þeirri persónu sem var hans innri maður. Þeim sem fer ungur að heiman og þarf að standa á eigin fótum er mik- ilvægast af öllu að stæla dómgreind sína til þess að finna fótum sínum forráð. Til þeirrar stælingar eru holl- vinir mikilvægir og slíkur hollvinur reyndist mér Hákon Magnússon. Saman lögðum við fyrir okkur eitt og annað, bæði í atvinnuskyni og til dægrastyttingar, en í þeirri upprifj- un verða síldar- og útgerðarsumur okkar eftirminnilegust: Reykjavík – Patreksfjörður – Tálknafjörður – Siglufjörður – Raufarhöfn. Erfiðið og dirfskan leiddu að vísu aldrei til þeirrar veraldlegu umbunar sem hafði verið talin líkleg í upphafi, en hin stóra inneign sem safnaðist var óviðjafnanleg reynsla af náinni vin- áttu, mannfólki, stöðum og merki- legum atvikum. Á slíkri inneign byggir maður að verulegu leyti af- stöðu sína til lífsins og tilverunnar og útgerðarsumrin undir skipstjórn Hákonar hafa sýnt sig að vera ótrú- lega stórt og ábatasamt innlegg. Hákon Magnússon var gæfumað- ur í störfum sínum og einkalífi. Hann átti fulla starfsævi sem framúrskar- andi kennari barna og þó einkum unglinga, og eiginkona og fjölskylda var honum þýðingarmeira en nokk- uð annað. Sterkar tilfinningar hans og rík ábyrgðartilfinning fundu sér og ríkastan stað í því tvennu, fjöl- skyldu og starfi. Það er dapurlegt að vera víðs fjarri við útför þessa góða vinar, en við Kolfinna sendum Maríu Önnu, börnum, barnabörnum og öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Hinrik Bjarnason. Hákon Magnússon er fallinn frá. Með trega og þakklæti í hjarta kveð ég nú elskulegan móðurbróður minn. Orðin virðast þó svo fá og innantóm þegar slíks valmennis er minnst. Hákon var elstur sjö systkina en móðir mín var sú yngsta. Mikils kær- leika hefur ætíð gætt meðal þeirra allra og bar Hákon hlutverk sitt einkar vel sem stóri bróðir. Engu að síður leit hann aldrei stórt á sig, hvorki í systkinahópi sínum né ann- ars staðar í lífinu. Hann starfaði framan af sem kennari og undi starfi sínu vel, enda hafði hann afskaplega ljúfa nærveru. Þetta skynjuðu nem- endur hans, sem hann bar svo mikla umhyggju fyrir. Af eigin reynslu þekki ég hversu vönduð vinnubrögð hans voru, þá sérstaklega í einka- kennslunni sem hann sinnti í seinni tíð. Allt mátti vera rétt og hverjum varð að sinna persónulega og af alúð – ekkert annað dugði. Er ég minnist Hákonar birtist mynd af afskaplega vönduðum manni. Hann var kurteis og kunni sig vel, enda reyndur maður og van- ur. Eflaust vita ekki allir hversu mik- ill heimsmaður bjó í honum en hann ferðaðist mikið á sínum yngri árum. Vissulega er þetta fyrir mína tíð en mér þykir sagan hálfsögð ef ekki er minnst á hinn veigamikla útlanda- þátt í ævi Hákonar. Á sínum yngri árum fór Hákon utan og nam m.a. við háskólann í Kaupmannahöfn. Einnig bjó hann í tíma um Noregi. Þykir mér það lýsandi hversu mikill hugsuður og stórhugi hann móður- bróðir minn var, sér í lagi ef haft er í huga hvernig tímarnir voru þá. Hákon var elskaður og vakað var yfir velferð hans. Hann giftist mann- kostamanneskjunni Maríu Önnu Lund og eignuðust þau saman tvö börn; Þorbjörgu Rannveigu og Magnús. Fjölskyldan stóð sem klett- ur við hlið hans er hann lá á sjúkra- húsinu. Lengi var tvísýnt um líf hans en aðdáunarvert er hversu mikinn styrk María Anna sýndi og finnst mér það táknrænt fyrir samband þeirra hjóna. Hvort sem um var að ræða kennsluaðferðir eða rithátt minning- argreina hafði Hákon sitt á hreinu. Hann var mjög formfastur með vissa hluti, enda skiptir höfuðmáli að bera virðingu fyrir öðru fólki, þá sér í lagi þeim látnu. Ég varð þess heiðurs að- njótandi að vinna að stöku verkefni með Hákoni. Ýmislegt í fari hans tel ég öðrum til eftirbreytni og þakka ég fyrir að hafa getað kynnst þessum merkilega persónuleika sem sannar- lega skar sig úr fjöldanum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur, Maríu Önnu, Magn- úsi, Þorbjörgu og fjölskyldu, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hákonar frænda. Gunnar Thorarensen. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.