Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 11

Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 11
að taka við skipinu, sem ég og gerði.“ Þorsteinn segir að Hólmaborgin sé mjög gott skip. Þótt skrokkurinn hafi upphaflega verið byggður í Svíþjóð árið 1978 og hann síðan fluttur til Danmerkur til innréttingar hefur skipið síðan verið lengt og end- urbyggt á alla kanta auk þess sem í það hefur verið sett ný vél og nýtt kram. Skipið kom nýtt til Íslands sem Eldborgin og var þá í eigu mætra og stórhuga manna í Hafnarfirði, en síð- an keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar það af þrotabúi árið 1988. Hólma- borgin hefur á síðari árum gengið undir nafninu „Gullborgin“ meðal gárunga á Eskifirði enda hefur skipið í gegnum tíðina dregið margan verð- mætan farminn að landi. En í sjávarútvegi getur verið skammt stórra högga á milli því áður en þessi nafngift festist við skipið vildu allir ólmir selja það í burtu. „Skipið var ómagi á fyrirtækinu, bæj- arfélaginu og bankanum og við töp- uðum miklum peningum á því að eiga þetta skip. Manna á meðal var talið að það stæði fyrirtækinu fyrir þrifum og hér gekk maður undir manns hönd til þess að telja okkur á að selja skip- ið. Það voru fyrst og fremst ég og tengdafaðir minn sem vildum fyrir alla muni ekki selja skipið enda höfð- um við geysilega trú á því, en við vor- um hins vegar bara tveir um þessa af- stöðu. Við gengum á fund bæjarráðs og báðum um að fá hjálp við að halda skipinu með því að sett yrði í það auk- ið hlutafé, en fengum þvert nei. Lykt- ir urðu þær að við þumbuðumst við og þraukuðum þorrann þar til erf- iðleikarnir voru á enda. Það hvarflar nú ekki að nokkrum manni að selja skipið.“ Samhentir og samlyndir Fimmtán menn eru í áhöfn Hólma- borgar. Þegar Þorsteinn er spurður hvaða kröfur „karlinn í brúnni“ geri til skipsfélaga sinna svarar hann því til að kröfurnar felist fyrst og fremst í því að menn leysi störf sín þokkalega af hendi og gangi vel um skipið. „Þeir sinna mjög vel hvoru tveggja enda er hópurinn bæði samhentur og sam- lyndur og þónokkrir í áhöfninni hafa tilheyrt henni allt frá því að skipið var keypt. Hásetarnir skiptast á að standa tveggja tíma vaktir með „karlinum í brúnni“ á meðan verið er að toga. Svo eru allir á dekki þegar trollið er tekið. Vélstjórarnir standa sex tíma vaktir og svo stend ég óreglulegar vaktir. Ég kem upp í brúna eftir að ég vakna á morgnana og er hérna fram að mið- nætti eða svo. Þegar stund gefst svo milli stríða er ýmist spilað, lesið eða glápt á sjón- varp. Við erum komnir með gervi- hnattadisk um borð og getum þar af leiðandi valið á milli fjölmargra stöðva. Menn eru komnir með sjón- varpstækin í klefana sína og mér sýn- ist vinsælasta sjónvarpsefnið vera íþrótta- og fótboltarásir. Það hefur vissulega orðið mikil breyting á að- búnaði sjómanna frá því sem áður var og svo má auðvitað ekki gleyma lík- amsræktaraðstöðunni, sem mikið er notuð, en þar lyfta menn lóðum, hlaupa á hlaupabrettum og hjóla á þrekhjóli svo eitthvað sé nefnt.“ Nótaveiðarnar spennandi Alls konar hjátrú hefur lengi viljað loða við íslenska skipstjóra. Sumir hverjir byrja til dæmis aldrei á nýju veiðarfæri á mánudögum. Aðrir binda veiðivonir við ákveðnar sjó- peysur eða bera alltaf sama kaskeitið á skallanum. Þorsteinn hefur hingað til aldrei komist í hann krappan úti á sjó, en verið með öllu laus við áföll þrátt fyrir að láta alla hjátrú og hind- urvitni eiga sig. „Ég hef oft gert fínar vertíðar þótt ég hafi byrjað þær á mánudögum. Það er ekkert verri dagur en hver annar,“ segir Þor- steinn og bætir við að hann hafi átt því láni að fagna að hafa verið mjög heppinn í gegnum tíðina á sínum skipstjórnarferli. „Ég veit ekkert hvort ég er nokkuð aflasælli en aðrir. Það hefur bara gengið vel hjá mér um dagana og tel ég mig hafa átt farsæl- an feril frá upphafi enda hef ég haft yfir að ráða bæði góðu skipi og góðri áhöfn. Ætli það sé ekki galdurinn að baki velgengninni.“ Þegar Þorsteinn er inntur eftir því hvaða veiðiskap honum þyki skemmtilegast að stunda svarar hann því til að skemmtilegast sé að stunda allan veiðiskap þegar vel gengur. „En nótaveiðarnar finnst mér mest spennandi. Við vorum hins vegar að veiða síldina í flotvörpu og erum sömuleiðis að veiða kolmunnann í flotvörpu. Kolmunninn stendur yf- irleitt það djúpt að ekki er hægt að veiða hann í neitt nema troll.“ Enginn friður um kerfið Þorsteinn segist í fljótu bragði ekki sjá fyrir sér hvernig hægt er að breyta núverandi kvótakerfi til að koma til móts við þær gagnrýn- israddir, sem hvað æstastar eru í kvótaumræðunni. En sé mönnum einhver þægð í aukinni skattheimtu í formi veiðigjalds kæmi slíkt auðvitað til álita, þrátt fyrir að veiðigjald sú nú þegar tekið af flotanum. „Núverandi kvótakerfi er, að mínu mati, besta hugsanlega fisk- veiðistjórnunarkerfið, sem við getum búið við, en ég er jafn sannfærður um að aldrei mun ríkja friður um neitt stjórnkerfi fiskveiða hér á landi. Ég sé ekki fyrir mér hvernig pólitíkusar ætla að fara að því að taka veiðiheim- ildir, sem fyrirtækin hafa safnað að sér í gegnum árin, af útgerð- armönnum á þeim forsendum að vit- laust hafi verið gefið í upphafi. Það væri svipað og ef verslunarleyfið hefði verið hrifsað af Pálma í Hag- kaup eftir að hann var búinn að byggja upp sitt fyrirtæki úr engu nema eljusemi og dugnaði. Á þeim tíma þegar þessir tveir frumkvöðlar, Pálmi Jónsson í Hagkaup og Að- alsteinn Jónsson á Eskifirði, voru hvor á sínu sviði að byggja upp sín fyrirtæki lögðu þeir allt sitt undir. Ég efast stórlega um að þeir hafi þá reiknað með því að stjórnmálamenn kæmu síðar og segðu að það hefði bara verið óvart sem þeir hefðu feng- ið að byggja upp sín fyrirtæki. Á meðan annar lagði allt sitt undir og veðjaði á verslunarrekstur var hinn svo óheppinn að hafa veðjað á sjávar- útveginn, löngu áður en fiskurinn í sjónum var skilgreindur í lögum sem „sameign þjóðarinnar“.“ Forstjórastóllinn heillaði ekki Aðalsteinn Jónsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, var lengi vel harðákveð- inn í því að tengdasonurinn Þorsteinn Kristjánsson yrði sinn krónprins og arftaki sem forstjóri fyrirtækisins. „Það varð ekkert úr því. Mér stóð for- stjórastóllinn til boða, en því miður heillaði hann mig ekki nógu mikið. Eftir að ég ákvað að helga mig sjó- sókninni áfram var Elfar Aðal- steinsson kallaður í forstjórastólinn í ársbyrjun 2001, en Elfar ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Alla ríka og Guð- laugu konu hans, og ættleiddu þau hann í kjölfarið, en hann er sonur Bjarkar, eiginkonu Þorsteins. „Ég hafði um þetta alveg frjálst val, en ákvað eftir þónokkra umhugsun að ég kynni betur við mig sem „karlinn í brúnni“ áfram,“ segir Þorsteinn. Þegar talið berst að frítíma skip- stjórans segist Þorsteinn vera ótta- legur óreglupési í þeim efnum. „Það er engin regla á neinu hjá mér í svo- leiðis málum. Ég tek mér bara frí þegar mér dettur í hug og þá tekur stýrimaðurinn við skipinu. Ég reyni alltaf að taka mér gott frí á sumrin og er þá mest fyrir það að verja tím- anum með fjölskyldunni og hestunum mínum. Við sækjum ekki mikið til út- landa, en keyptum okkur fellihýsi fyr- ir um tveimur árum sem okkur finnst skemmtilegt að ferðast með um land- ið,“ segir Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborginni, þegar við kveðjumst. Þorsteinn Kristjánsson um borð í Hólmaborginni. join@mbl.is Morgunblaðið/RAX ’ Ég sé ekki fyrirmér hvernig pólitík- usar ætla að fara að því að taka veiði- heimildir, sem fyr- irtækin hafa safnað að sér í gegnum árin, af útgerðarmönnum á þeim forsendum að vitlaust hafi verið gefið í upphafi. Það væri svipað og ef verslunarleyfið hefði verið hrifsað af Pálma í Hagkaup eft- ir að hann var búinn að byggja upp sitt fyrirtæki úr engu nema eljusemi og dugnaði. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 11 FARIÐ var á grálúðu. Fyrst var togað á svæði rúmar 100 sjómílur vestsuð-vestur af Snæfellsnesi og síðan dregið norður djúpkantinn á Hamp-iðjutorgið svokallaða 80–100 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Afli var frekar tregur hjá þeim ellefu skipum sem voru að veiðum, eins og hefur reyndar verið á grálúðunni undanfarið, þó að tímabilið apríl, maí ætti að vera besti tíminn til grálúðuveiða. Vinnan um borð er fremur einhæf. Togað er í nokkra klukkutíma eftir því hvað veiðist, en veiðin er sniðin að afkastagetunni um borð svo alltaf sé verið að vinna ferskan og góðan fisk. Nokkra menn þarf til að taka trollið, losa úr pokanum niður í móttöku og láta það fara aftur. Þá þarf oftast eitthvað að lagfæra og eru menn handfljótir að því, því ekkert kemur í trollið uppi á dekki. Grálúðan er hausuð og slógdregin um borð, sporðskorin og heilfryst. Hausarnir eru svo hirtir líka en fyrir þá fæst gott verð. Áhöfnin gengur vaktir, sex tíma í senn og síðan sex tíma hvíld. Því er unnið um 12 tíma á sólarhring alla veiðiferð- ina. Vaktaskipti eru á hádegi, klukkan sex að kvöldi, á miðnætti og sex að morgni. Áhöfnin borðar á frívaktinni og svo er lítið að gera annað en að skella sér í koju, þó einnig sé ýmis afþreying um borð eins og myndbönd, bækur og fleira. Það er því lítið annað en að vinna, sofa og borða og fríið að loknum túr því kærkomið. Flestir haga málum þannig að þeir fara í tvo túra í beit og taka þann þriðja í frí. Hjörtur Gíslason, einn stjórnenda Ögurvíkur, segir að mjög vel gangi að selja grálúðu um þessar mundir. „Það virðist alla vanta lúðu núna enda eru aflabrögðin treg. Stærri lúðan fer til Taívan og smærri lúðan til Japans og við höfum ekki fundið fyrir neinni sölutregðu sem rekja megi til bráðalungnabólgunnar á Taívan. Þetta gengur einfaldlega mjög vel og verðið fyrir lúðuna er gott,“ segir Hjörtur Gíslason. Morgunblaðið/Árni Hallgríms Hnýtt fyrir pokann. Hinrik Halldórsson, sem hefur verið til sjós í þrjátíu ár, skiptir um byrði á flot- trollspoka. Þótt verið sé á grálúðuveiðum er tíminn nýttur til undirbúnings fyrir aðrar veiðar. Úthafskarfann veiða þeir á Reykjaneshryggnum. Tregt á Hampiðjutorginu Grálúðan er fryst fyrir Taívan og Japan. Segja má að sjómanna- dagurinn sé eini dagur ársins sem sjómenn geti verið vissir um að vera í landi. Fyrir vikið verður túrinn fyrir sjómannadag stundum styttri en aðrir túrar og nýtti Árni Hall- grímsson sér það og fór í sex sólarhringa túr með frystitogaranum Frera í eigu Ögurvíkur hf. vikuna fyrir sjómannadag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.