Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 20

Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 20
20 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ ÁLIÐNUM vetri 1919lagði Hallur Garibalda-son af stað í hákarlaleguásamt tveimur bræðrumsínum og fleiri karl- mönnum. Kona hans ung, Sigríður Jónsdóttir, kvaddi hann með kær- leikum, – bæði voru þau alls óvitandi um þær hörmungar sem biðu á næsta leiti. Hinn 16. apríl bárust þau tíðindi til Siglufjarðar að snjóflóð hefði tek- ið bæinn Engidal í Úlfsdölum og allt heimilisfólkið, sjö manns, hefði far- ist. Þar missti Hallur Garibaldason móður sína, tvær systur og einn bróður, sem og mág sinn og stjúp- ömmu. Einnig dó þar lítil stúlka, dóttir vinafólks foreldra Halls, henni hafði verið komið í fóstur í Engidal. Ári áður hafði Hallur misst föður sinn úr krabbameini. „Talið er að snjóflóðið hafi fallið 12. apríl. Ekki náðist í föður minn og bræður hans til að segja þeim frá hinu mannskæða slysi, þeir voru á sjónum. Móðir mín, þá um tvítugt, varð að sjá um útför tengdafólks síns úr Engidal. Sjálfsagt hefur hún feng- ið hjálp við að búa fólkið í kisturnar en eigi að síður var þetta mikið álag fyrir svo unga konu sem að auki var með fárra mánaða gamalt barn,“ seg- ir Jón Hallsson, fyrrverandi banka- stjóri Alþýðubankans, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga og löngum stjórnarmaður hjá Karlakór Reykjavíkur, svo eitthvað sé nefnt af því sem hann hefur fengist við. Jón er næstyngstur átta barna þeirra Halls og Sigríðar. Á heimili Jóns við Hlyngerði fékk ég að heyra hörmungarsöguna úr Engidal í framhaldi af fyrirspurnum um gamlar ljósmyndir á veggjum heimilisins. Fréttir af snjóflóðinu bárust þannig að menn höfðu farið sjóleiðis frá Siglufirði, en þegar þeir komu út á móts við Úlfsdali sáu þeir hvergi bæinn Engidal en sáu hins vegar að þar hafði snjóskriða fallið. Voru menn sendir í skyndi til að athuga hvernig umhorfs væri og reyndist aðkoman ömurleg. Þegar grafið var niður að baðstofunni kom í ljós að hún hafði fallið niður undan snjó- þunganum og allir heimilismenn lát- ist. Eina lifandi veran sem slapp úr snjóflóðinu var heimilishundurinn Skoppa. Fólkið kafnaði í snjónum og taldi héraðslæknirinn á Siglufirði að það hefði allt fengið skjótan dauðdaga. „Afi minn, Garibaldi Einarsson, hafði búið á þokkalegri jörð í Sléttu- hlíð en flutti út á Engidal til að vera í nágrenni við sjóinn, hann var lengi á hákarlaskipum. Ýmsar kenningar hafa komið fram um hvernig snjó- flóðið féll, jafnvel að það hafi breytt um stefnu á hólum innarlega í daln- um. Þetta gat enginn séð fyrir. Ég álít að mjög erfitt sé að koma upp snjóflóðavörnum sem útiloka mann- skaða, snjóflóð eru illa útreiknan- leg,“ segir Jón. „Náði móðir þín sér eftir þetta mikla álag?“ spyr ég hann. „Hún var að upplagi glaðlynd og komst í gegnum þetta en missti nokkru síðar fyrsta barn sitt úr barnaveiki, dreng sem Garibaldi hét. Sá missir gekk mjög nærri henni og enn rifnuðu sárin upp þegar hún missti annan dreng með sama nafni úr kíghósta nokkrum árum síðar, allt hafði þetta mikil áhrif á líf henn- ar,“ svarar Jón. Við sitjum í stofunni í húsi hans og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur, en þetta hús reisti Jón á árunum 1973 til 1975. Hann vann mikið við húsið sjálfur en helsti smiðurinn var Helgi bróðir hans. „Húsið teiknaði Helgi Hjálmars- son og lagnir í það Teiknistofan Óð- instorgi. Í steypuna voru notaðar heflaðar fjalir svo ekkert þurfti að múra og hárnákvæm þurftu mótin að vera í stöplunum þeim arna,“ seg- ir Jón og bendir mér á súlur í stofu- glugganum. „Ég gekk um með málband og mældi allt þegar búið var að slá upp mótum og fékk í framhaldi af því við- urnefnið Jón millimeter, en frændi minn á Akureyri hafði gengið undir því nafni á sínum tíma,“ segir hann og hlær. Hús Jóns og Kristínar er enn í flokki framúrstefnulegra húsa svo ekki var að kynja þótt margir kæmu að skoða það þegar það var nýbyggt. Jón Hallsson fæddist 29. septem- ber 1932 á Siglufirði og ólst þar upp. Sem lítinn dreng langaði hann að sögn mest til þess að verða fiðluleik- ari. „Ég var alltaf að þykjast strjúka fiðluboganum fram og aftur þegar ég heyrði fiðlutónlist í útvarpinu,“ segir Jón. Þegar hann stálpaðist vildi hann hins vegar helst verða sjó- maður – var oft á skaki á trillum að veiða fisk í soðið og seldi sumt. En hlutskipti hans varð þetta hvorugt – þótt tónlist hafi raunar verið drjúgur þáttur í lífi hans. Ólst upp við heimilisgleði Mikið mæddi sem fyrr greindi á móður Jóns frá ungum aldri, – auk þess sem fyrr er frá sagt missti hún föður sinn á æskuskeiði og tvær systur, en hún var eigi að síður jafn- lynd kona og ól börn sín upp við heimilisgleði og óttaðist ekki meira um þau en eðlilegt mátti teljast. Heimilisfaðirinn var löngum á sjón- um, oft á hákarlaskipum eða á ver- tíðum í Vestmannaeyjum og Njarð- víkum, en börnin léku sér upp um hlíðarnar fyrir ofan kaupstaðinn. „Við höfum verið afskaplega sam- rýnd systkinin og mikill kærleikur á milli okkar. Slíkt skiptir miklu máli í lífinu,“ segir Jón. Þótt börnin sem upp komust væru sex var samt pláss fyrir fleira fólk á heimilinu. „Hálfblindur maður frá Máná, þar sem Guðný móðuramma mín hafði búið á fjórðaparti jarðarinnar og alið upp tvær dætur sínar, kom til okkar og bað mömmu um gistingu fáeinar nætur þar til hann fengi fylgd yfir fjallið heim til sín. Hann hafði verið að leita sér lækninga á Akureyri vegna blindunnar. En af þeirri ferð varð ekkert. Hann ílentist á heimili foreldra minna og dó hjá þeim í hárri elli. Ég man eftir honum blindum og rúmliggjandi. Son þessa manns tóku foreldrar mínir líka að sér og ólu hann upp frá níu ára aldri til fullorðinsára. Á sama tíma kom bróðir pabba einnig á heimilið, níu ára, hann sótti þá skóla á Siglufirði. Sonardóttir hins blinda manns ólst einnig upp hjá foreldrum mínum frá sjö ára aldri. Ég segi stundum að þar sem hjartarúm er, þar sé nóg húspláss. Þannig var viðhorfið á æskuheimili mínu.“ Draumurinn sem gekk eftir Jón og Kristín hafa líka löngum rekið stórt heimili. Þau eiga fimm dætur og Bergþóra Jónsdóttir, tengdamóðir Jóns, var á heimilinu þegar húsið við Hlyngerði var byggt. Hún var hannyrðakona mikil sem sjá má á fallegum eldhúsgardínum heimilisins. „Kristín kona mín er líka hann- yrðamanneskja, hún heklaði m.a. gardínur fyrir stofugluggana,“ segir Jón, nokkuð hreykinn. Dætur þeirra hjóna hafa allar lagt fyrir sig störf sem tengjast tónlist og búa þar að líkindum að „föðurarf- inum“ og raunar „móðurarfinum“ líka, því Kristín, kona Jóns, er píanó- kennari. En Jón Hallsson er „ekki við eina fjölina felldur“, þótt hann sé þekktur fyrir starf sitt með Karla- kór Reykjavíkur varð hans aðalstarf öllu veraldlegra. „Mig dreymdi draum þegar ég var 14 ára sem draumspakur frændi minn réð svo rétt að undrum sætir,“ segir Jón. „Mig dreymdi að ég og skóla- systkini mín í 1. bekk gagnfræða- skólans værum uppi á kirkjulofti þar sem kennt var þá. Svo kviknaði í kirkjunni og ekki var annað til ráða en fara út um glugga á þakinu. Ég hjálpaði í draumnum skólasystkin- um mínum út um gluggann og var síðastur út. Þegar ég var kominn út á þakið gekk ég eftir mæninum. Norðan við kirkjuna var tún og hús sem í bjuggu þau Guðrún Björns- dóttir frá Kornsá, þekkt kvenrétt- indakona, sem gift var Þormóði Eyj- ólfssyni, umboðsmanni m.a. Skipa- útgerðar ríkisins og Eimskips á Siglufirði og stjórnanda Karlakórs- ins Vísis. Guðrún og mamma voru vinkonur og hún var skólanefndar- formaður í skólanum – þetta var „fínt fólk“ á Siglufirði þá. Þar sem ég stend uppi á mæninum á kirkjunni koma þau hjón gangandi yfir túnið, hann leggur hattinn sinn á jörðina en hún slæðuna sína yfir og segja mér svo að stökkva niður á þetta, sem ég gerði, og svo endaði draum- urinn. Gunnlaugur Jónsson, forvitri með meiru og frændi minn, réð drauminn þannig: „Þú átt eftir að halda áfram að læra og ferð um tíma í nám sem snýr að því að líkna fólki, – en um- sýsla með peninga á eigi að síður eft- ir að verða þitt aðalstarf.“ Ég gerði ekki mikið með þennan draum en örlögin höguðu því svo að ég fór í Menntaskólann á Akureyri. Það var raunar mest fyrir atbeina Guðrúnar Björnsdóttur frá Kornsá. Hún vildi koma frænda sínum á skólann og hvatti mig til að fara með honum, það væri laust pláss. Nið- urstaðan varð sú að ég fór til náms í MA en frændi Guðrúnar hætti við á síðustu stundu. Gekk í Karlakór Reykjavíkur 1954 Eftir að ég lauk stúdentsprófi réð ég mig á síldarbát og var á síld nokk- ur sumur við misjafnan ágóða. Móðir mín var aldrei hrifin af þeirri hug- mynd að ég færi á sjóinn. Ég innritaði mig í læknanám við Háskóla Íslands þegar ég kom suður til Reykjavíkur. Þá voru kennd hin hefðbundnu fög og þetta höfðaði helst til mín þótt oft væri haft á orði meðan ég var í MA að ég yrði prest- ur. Mest átti ég það álit því að þakka að ég var skírður eftir Jóni Hallssyni prófasti. Ég hafði enga „intressu“ á því að verða prestur þótt ég á hinn bóginn hefði sungið í kirkjukór frá barnsaldri á Siglufirði. – Í MA höfð- um við fengið ritgerðarefnið „Í kirkju“. Gísla mínum Jónssyni, þeim ágæta íslenskukennara, fannst rit- gerðin mín alltof löng og margmál, það gerði út um málið. Ég hætti í læknisfræðinni af því að ég sá það fyrir að ég hefði ekki næga peninga til að stunda nám í sex til sjö ár. Ég var að vísu ekki kvænt- ur er þetta var, en kominn með kær- ustu, Kristínu, dóttur Ólafs Guð- mundssonar, spunameistara hjá Framtíðinni. Ég kynntist konunni minni í Karlakór Reykjavíkur, þótt undarlegt megi virðast. Þannig var að hún spilaði undir á æfingum á pí- anó og við fengum oft far í sama bílnum á æfingar. Svo bauð ég henni á árshátíð á Gamla Garði, þar sem ég steikti laufabrauð ofan í veislu- gesti, – þar með var teningunum kastað. Ég hafði stofnað tvo kóra í Menntaskólanum á Akureyri, annar þeirra var karlakór, Björgvin Guð- mundsson tónskáld stjórnaði okkur. Söngur okkar var tekinn upp á vax- plötu. Þegar ég kom suður byrjaði ég að syngja í stúdentakórnum hjá Carl Billich, en haustið 1954 hitti ég kunningja minn, Halldór Sigurgeirs- son, sem hvatti mig til að ganga í Karlakór Reykjavíkur. Ég var próf- aður og tekinn inn með það sama. Daginn eftir hitti ég mág Halldórs, Ragnar Björnsson orgelleikara, sem ég hafði kynnst vel á Siglufirði þegar Ég hef fengið hvíld í söngnum „Þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm,“ segir Jón Hallsson m.a. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur og vísar þar í viðhorf sem ríktu á hans æskuheimili á Siglufirði, – heimilið sætti um tíma þungum áföllum. Jón Hallsson hefur haft peningaumsýslu að ævistarfi en jafnframt verið ötull liðsmaður Karlakórs Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Torfason Jón Hallsson segir sönginn hafa gegnt stóru hlutverki í lífi sínu. Dætur Jóns Hallssonar og Kristínar Ólafsdóttur. F.v. Bergþóra, Sigríður og Ólöf. Sitjandi: Þórhildur Halla og Íma Þöll. Foreldrar Jóns, þau Sigríður Jónsdóttir og Hallur Garibaldason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.