Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 33

Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 33 staðlar og auðskiljanlegar reglur sem skilgreina hvernig kerfið eigi að starfa. Ef markaðir eiga að geta starfað verða að vera til staðar leiðtogar er skilja mikilvægi heiðarleika og byggja upp traust í garð starfsmanna sinna, stofnana sinna og þess samfélags og þjóðfélags í heild sem þeir eru hluti af.“ Clark segir að uppsveiflan í lok tíunda ára- tugarins og byrjun ársins 2000 hafi ýtt undir svik og pretti og gefið skemmdu eplunum byr undir báða vængi. Það verði að finna þau og grípa til viðeigandi aðgerða. Rætur vandans séu hins vegar djúpstæðari. Mikið af góðu fólki hafi staðið frammi fyrir hættulegum freistingum. Sem betur fer hafi ekki allir fallið fyrir þeim. Það sé greinilega mikið af heilbrigðum eplum í kass- anum en hins vegar jafnframt ljóst að allt of margir hafi farið yfir of margar markalínur. „Eftir því sem heimurinn verður flóknari og gráu svæðin fyrirferðarmeiri verður að styrkja heiðarleika einstaklingsins. Við höfum þörf fyrir leiðtoga sem eru reiðubúnir að standa á grund- vallaratriðum með ákveðnar reglur að leiðarljósi þrátt fyrir að til staðar sé ríkur peningalegur hvati til að gera það ekki. Við þurfum mikið af slíku fólki í kerfinu. Það felst kannski ákveðin þversögn í því að til að markaðskerfi geti starfað á skilvirkan hátt er þörf á fjölmörgum einstak- lingum sem láta markaðinn ekki stjórna hegðun sinni og gjörðum heldur treysta á þær grund- vallarreglur sem tryggja starfsemi markaðar- ins.“ Lausnina telur Clark felast annars vegar í því að reyna að draga úr hagsmunaárekstrum í kerf- inu og hins vegar að styrkja grundvallarreglur og eftirlitsstofnanir. Þegar upp er staðið verði vandinn ekki leystur á þinginu eða í eftirlits- stofnunum. Slíkar stofnanir séu mikilvægar en þær leysi ekki vandann. Lausnin verði ekki síst að koma frá stjórnarherbergjum, forstjóraskrif- stofum og fundarherbergjum um landið allt. Hana sé einnig að finna í kennslustofum við- skiptaháskóla. Það sé mikilvægt að leggja aukna áherslu á heiðarleika þeirra er gegna forystu- hlutverki í viðskiptalífinu. Samviska kapítalismans Á árlegum fundi World Economic Forum í Davos voru þessi mál einnig eitt af aðalumræðuefnunum. Í tímariti WEF, Global Agenda, rituðu nokkrir áhrifamenn í efnahagslífi heimsins greinar þar sem þeir veltu fyrir sér hvernig hægt væri að byggja upp traust á við- skipta- og fjármálalífinu á nýjan leik. Í grein sem Donald Evans, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, ritar í Global Agenda vitnar hann í orð George W. Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar hneykslismálanna: „Til lengri tíma litið verður ekki til kapítalismi án samvisku og eng- inn auður án atgervis.“ Evans segir þetta liggja í augum uppi. Fjár- festar muni ekki treysta fjármálamörkuðum fyr- ir fjármagni sínu ef þeir telja að fyrirtækin séu að reyna að blekkja þá. Hann segir að stjórn- endur fyrirtækja beri ríka ábyrgð. „Forstjórar eru ekki einungis ráðsmenn einstakra fyrir- tækja. Þeir eru ráðsmenn sjálfs kapítalismans. Sem ráðsmönnum ber þeim ekki einungis að vernda frelsi og sýn kapítalismans á líðandi stundu, þeim ber einnig að vernda framtíðar- frelsi komandi kynslóða athafnamanna, fjárfesta og samfélagsins sjálfs.“ Evans segir að framtíð frjálsra markaða sé í höndum þeirra sem sem ráði nú för í kerfinu og annaðhvort beiti eða misbeiti því frelsi sem þeir hafa. Fleiri sem rita í tímaritið leggja einnig ríka áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar er fara með forystu í viðskiptalífinu sýni gott fordæmi og séu leiðarljós annarra í siðferðilegum efnum. Fleiri atriði eru þó nefnd til úrbóta. Þannig telur Jeffrey Garten, rektor viðskiptaháskóla Yale, að nauðsynlegt sé að draga úr þeim þrýstingi sem er á fyrirtæki að skila jákvæðri afkomu á hverj- um ársfjórðungi. Hverfa verði frá slíkum skammtímasjónarmiðum og móta þess í stað stefnu til lengri tíma. Varpar hann fram þeirri hugmynd að skattleggja skammtímahagnað í auknum mæli en draga verulega úr eða afnema skattlagningu á hlutabréfum sem fjárfestar eiga í langan tíma. Þá telur hann brýnt að endur- skoða launakerfi forstjóra og þá ekki síst kaup- réttarsamninga á hlutabréfum. Ekkert sé at- hugavert við að umbuna farsælum stjórnendum en stundum virðist sem umbunin sé í engu sam- ræmi við afkomu fyrirtækjanna. Evrópa er ekki ónæm Umræður sem þessar hafa að miklu leyti verið bundnar við Bandaríkin. Þær eiga engu að síður ríkt erindi til Evrópu. Að undan- förnu hefur hvert málið á fætur öðru komið upp í Evrópu þar sem stjórnendur hafa sofnað á verð- inum eða beinlínis blekkt fjárfesta. Má nefna dæmi á borð við Vivendi, Elan Corporation, Deutsche Telekom og Royah Ahold. Í nýlegu hefti tímaritsins Business Week segir að breytt eignarhald valdi því að fyrirtæki séu undir vaxandi þrýstingi um að bæta ráð sitt. Meðal annars séu bandarískir lífeyrissjóðir farn- ir að taka höndum saman við evrópska sjóði til að krefjast úrbóta. Það má búast við því að á næstu árum verði umræður um viðskipti og siðferði í viðskiptum fyrirferðarmiklar. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ungur og að mörgu leyti óþroskaður. Hann lýtur hins veg- ar sömu lögmálum og markaðir almennt og til lengri tíma litið mun hann ekki vaxa og dafna án þess að fjárfestar, stórir sem smáir, hafi trú á honum og treysti þeim upplýsingum sem fyrir- tæki á markaði veita. Viðskiptalífið á ekki að forðast slíkar umræður heldur fagna þeim og eiga frumkvæði að því að þær fari fram. Morgunblaðið/Kristinn Veiðimenn í vitanum við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. „Íslenski hlutabréfa- markaðurinn er ungur og að mörgu leyti óþroskaður. Hann lýtur hins veg- ar sömu lögmálum og markaðir al- mennt og til lengri tíma litið mun hann ekki vaxa og dafna án þess að fjár- festar, stórir sem smáir, hafi trú á honum og treysti þeim upplýsingum sem fyrirtæki á markaði veita. Við- skiptalífið á ekki að forðast slíkar um- ræður heldur fagna þeim og eiga frum- kvæði að því að þær fari fram.“ Laugardagur 31. maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.