Morgunblaðið - 01.06.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 01.06.2003, Síða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 35 Í AÐDRAGANDA alþingiskosn- inganna fór fram geysimikil umræða um sjávarútvegsmál og þá sér- staklega um kvóta- kerfið. Þar sem mér finnst umræð- an frekar hafa snú- ast um form en innihald langar mig til að leggja hér mitt lóð á vog- arskálarnar. Þótt ég telji mig ekki neinn kvóta- sérfræðing þá hef ég að baki 30 ára reynslu við fiskveiðar og hef mjög ákveðnar skoðanir á málinu. Ég vil þó í upphafi taka það skýrt fram að ég var fylgjandi kvótasetningunni þegar kvótinn var settur á. Ég hef samt verið á móti flestum þeim breytingum sem síðar hafa orðið og þá einkum og sér í lagi frjálsu fram- sali. Ég tel að allar breytingar sem gerðar hafa verið hafi verið knúnar fram af LÍÚ að ósk stórútgerð- armanna, þ.e. togaraeigenda. Í ljósi sögunnar er varla hægt að segja að um ofveiði hafi verið að ræða, heldur hallast ég að því að umgengni okkar um auðlindina og misvitur uppbygg- ing fiskiskipastólsins eigi stæstan þátt í því hvernig komið er. Það má líkja þessu við stríð. Okkur tókst með útfærslu landhelginnar, fyrst í 12 mílur, síðan 50 og síðast í 200 mílur, að hrekja óvin- inn á flótta og öðlast full yfirráð yfir auðlindinni. Þegar það hafði tekist gengum við berserksgang og keyptum öfluga togara í nánast hvert sjávarþorp á landinu til að geta ausið látlaust úr auðlindinni án nokkurrar fyr- irhyggju. Það kunna einhverjum að þykja þetta stór orð og ég ætla að reyna að útskýra fyrir lesendum mína sýn og nokkrar staðreyndir um veiðar á Íslandsmiðum og fara aftur til ársins 1958. Veiðarnar og skipastóllinn Á árunum 1958 til 1971 veiddu Ís- lendingar að meðaltali 378 þús. tonn af þorski. Á sama tíma veiddu út- lensk skip að meðaltali 355 þús. tonn eða samtals 734 þús. tonn. Mestur var aflinn 1970 eða 819 þús. tonn, þar af veiddum við 471 þús. tonn af þorski. Nú halda sumir að ég sé farinn að bulla, þessar tölur fáist ekki staðist, – reyndar hef ég heyrt það áður og kippi mér ekkert upp við það. Þessar tölur eru frá Fiskifélagi Íslands. Ætla mætti að eftir útfærslu landhelginnar í 50 míl- ur 1972 og í 200 mílur 1975 og að hafa hrakið erlend fiskiskip af mið- unum væri okkur óhætt að auka sókn í auðlindina en tilgangurinn var fyrst og fremst að vernda fiskimiðin fyrir sívaxandi ágangi erlendra ríkja í okkar dýrmætustu auðlind. Árið 1965 voru skráð fiskiskip á Íslandi 39 togarar, 165 fiskiskip yfir 100 rúml. og 648 fiskiskip m/þilfari undir 100 rúml. Þrjátíu og þremur árum síðar eða árið 1998 voru skráðir 103 togarar, þar af 49 frystitogarar, 714 önnur fiskiskip, allt frá stæstu loðnuskipum niður í smábáta, auk þess voru 116 skip með veiðileyfi en engar aflaheimildir. Árið 1965 var samanlögð rúmlestatala allra skip- anna 78.259 rúml. Sambærilegar töl- ur hef ég ekki fyrir árið 1998 en ætla má að ef bara er tekin rúmlestatala allra þeirra 103 togara sem á skrá voru hafi það ekki verið undir 70.000 rúml. eða nánast jafnmikið og alls flotans árið 1965. Til að reyna að átta sig á hvað hefur misfarist í okk- ar fiskveiðistjórnun sýnist mér það augljóst að alltof stór hluti flotans er togarar og verndun veiðisvæða fyrir þeim engin. Hér á eftir ætla ég að gefa lesendum tækifæri á að velta því fyrir sér hvort ég hafi ekki eitt- hvað til míns máls. Botnvarpa Með skuttogarabyltingunni má segja að andskotinn hafi orðið laus, enginn var maður með mönnum nema geta átt skuttogara, helst fleiri en einn. Alvarlegast er þó að allir stjórnmálamenn tóku þátt í þeim darraðardansi, sama hvar í flokki þeir voru eða eru nú, og að- stoðuðu útgerðarmenn með fyr- irgreiðslu til kaupanna og hrósuðu sér fyrir. Botnvarpa er gífurlega öfl- ugt veiðarfæri sem engu hlífir, hvorki fiski né botni. Með tilkomu skuttogaranna með margfalt öflugri vélar en áður þekktist hafa þeir náð að skrapa upp botninn. Þar sem áð- ur var ekki hægt að toga vegna þess hvað botninn var ósléttur og fisk- urinn leitaði sér skjóls fyrir ágang- inum er nú búið að mylja niður allt grjót og botninn nánast sléttur sem malbik. Þegar ég hef reynt að útskýra fyr- ir fólki sem ekki gerir sér grein fyrir því hvað botnvarpan gerir sjáv- arbotninum hef ég beðið það að ímynda sér hvernig Grindavík- urhraunið liti út ef svo sem 50 stórar jarðýtur væru á ferðinni um hraunið allan sólarhringinn, 365 daga á ári, ár eftir ár. Ætli nokkur maður vildi leita sér skjóls í hrauninu? Það sama er með fiskinn, hann hefur í engan griðastað að leita vegna áníðslu botnvörpunnar. Hvar hafa þeir verið allir sjálfskipuðu „náttúruvernd- arsinnarnir“, er sjávarbotninn ekki hluti af náttúruauðlindinni? Togararnir og flotvarpan Þegar mönnum varð ljóst að það væri hugsanlega hægt að moka að- eins hraðar upp úr sjónum með flot- vörpunni en botnvörpunni, sér- staklega þegar þorskurinn gekk á miðin í stórum torfum, þurftu allir togarar að fá flotvörpu. Þeir sem ekki höfðu vélarafl til að ráða við vörpuna fengu sér einfaldlega öfl- ugri vélar eða bara stærra skip svo þeir gætu tekið þátt í veislunni. Fólk sem fylgdist með fréttum þegar mokið á þorskinum var sem mest kannast eflaust við hin stóru lýsing- arorð fréttamannanna: „Kom í land eftir 12 tíma með 50 tonn“ eða „fylltu togarann á tveimur sólarhringum“. Veiðar á þorski í flotvörpu ætti um- svifalaust að banna. Frystitogarar Hver kannast ekki við hástemmd- ar fréttir af frystitogurum sem eru nánast í fréttum blaða og ljós- vakamiðla í hverri einustu viku allan ársins hring, nýtt aflamet slegið eða getið um verðmæti aflans? Stundum er minnst á hlut sjómannsins og hafa þeir ábyggilega fengið að vinna fyrir þeim krónum. Það er annað sem gerist um borð í frystiskipunum sem vert er að skoða. Hvað verður um 60% aflans? Hver kannast ekki við fyrirsagn- irnar: „Eru á leið í land með 400 tonn af frystum þorskflökum, áætlað er að aflinn upp úr sjó sé 1.000 tonn.“ Hvað varð um 600 tonnin? Það þarf varla að velta þeirri spurningu lengi fyrir sér, – að sjálf- sögðu öllu hent í sjóinn. Fyrst þegar farið var að gefa þessu gaum var sett reglugerð um að allan afla skyldi koma með að landi, hausa, úrskurð og slóg. Reglugerð þessi átti fáa líf- daga, þó nógu marga til þess að eitt skip var byggt með fullkominni fiski- mjölsverksmiðju, önnur ætluðu að láta sér nægja að láta úrganginn í tanka og láta maurasýru í og átti síð- an að dæla afurðinni í land og flytja út. Allt var þetta ógerlegt að mati útgerðarmanna og svo fór að lokum að þeim var aftur frjálst að henda 60% af fiskinum í sjóinn aftur. Hugs- ið ykkur allt það gífurlega magn af verðmætum sem hent er í sjóinn. Svo er dæmi um að bátasjómaður var dæmdur sem ótíndur glæpamað- ur fyrir að henda 37 fiskum í sjóinn! Það er hálfundarlegt að á sama tíma og fiskverkandi á Suðurnesjum kaupir fraktskip til flutninga á þorskhausum frá Færeyjum til Ís- lands til verkunar skuli svona nokk- uð leyfast. Í mínum huga eru þær út- gerðir sem ganga svona um auðlindina umhverfissóðar! Að vísu er þetta leyfilegt en verður að breyta. Er ég las Morgunblaðið 26. apríl síðastliðinn var þar fyrirsögn: „Með 750 tonn af karfa eftir 14 daga“. Í greininni kom fram að afl- inn upp úr sjó hefði verið 750 tonn en afurðir 410 tonn, samkvæmt því hafa 340 tonn farið í sjóinn aftur. Sóðaskapur! Hvað haldið þið að gert yrði við fiskverkanda í landi sem verkaði 750 tonn af karfa á sama hátt og frystitogarinn, mokaði síðan öllum úrgangi á bíl, æki niður á bryggju og sturtaði öllu í sjóinn? Hann fengi sennilega að dúsa í stein- inum eða á geðdeild í nokkur ár. Þessu verður að breyta! Til sam- anburðar má benda á að flest er- lendu veiðiskipin sem veiða úthafs- karfa eru með mjöl- og lýsisvinnslu um borð. Síldveiðar í flotvörpu Íslenskir útgerðarmenn og skip- stjórar voru í farabroddi í veiðum á síld í nót. Fyrstir að tileinka sér notkun asdics við veiðar á síld og fyrstir til að taka nótablökkina í notkun. Það voru líka íslenskir skip- stjórar sem fóru fram á það að Suð- urlandssíldin skyldi friðuð í nokkur ár þar sem sýnilegt var að stofninn var ofveiddur. Þótt ég hafi viljandi ekki nefnt einstök skip eða menn í þessari grein verð ég að geta þess að frumkvöðull að þessu var Þorsteinn Gíslason, sá ágæti maður. Sú friðun tókst ágætlega og upp úr því var fyrsta kvótaúthlutunin sett á síldina. Það mun hafa verið ár- ið 1976 og voru menn frekar sáttir við þá úthlutun. Þá voru allar út- gerðir skikkaðar til að ísa síldina um borð til að hámarka gæðin. Síðan hefur margt breyst og það á verri veg. Tilraunaveiðar á síld í flotvörpu voru leyfðar fyrir nokkrum árum til þess eins að koma til móts við þá stórútgerðarmenn sem höfðu verið að kaupa upp útgerðir til að auka sinn eigin kvóta á þorski og í sumum tilfellum fylgdi síldarkvóti með í kaupunum. Ekki hef ég séð nið- urstöður af þessum veiðum eða neitt í þá áttina. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvílík gjör- eyðing það er á síldarstofninum að leyfa slíkt veiðarfæri. Það er marg- sannað, þegar togað er í gegnum síldartorfu, að stærstur hluti þeirrar síldar sem lendir fyrir trollinu en sleppur við það út um möskva skaddast til ólífis vegna hreist- urmissis. Síldin á það sameiginlegt með laxinum að vera með hreistur og er mjög viðkvæm fyrir öllu hnjaski sem veldur hreisturmissi. Hver man ekki eftir fréttum frá í vetur þar sem sagt var frá miklum laxadauða hjá bændum í Mjóafirði. Orsökin, hver skyldi hún hafa verið? Jú, það gerði mikið hvassviðri og netið í kvínni hafði þrengt svo að lax- inum að hann missti mikið hreistur þannig að stærstur hluti af honum drapst. Nákvæmlega það sama ger- ist þegar togað er í gegnum síld- artorfur. Ennfremur eyðileggja tog- skipin alla möguleika nótaveiðiskipa til veiða á síld sökum þess hvað síld- in verður stygg, torfurnar splundr- ast og færa sig á meira og meira dýpi til að forðast trollið og á end- anum verður búið að ganga svo nærri stofninum að síldin hættir að veiðast. Þessar veiðar verður að stöðva tafarlaust! Einungis á að leyfa veiðar á síld í nót því nótin er vistvænt veiðarfæri. Loðnan og flotvarpan Sama er að segja um veiðar á loðnu í flotvörpu, þar er sama eyði- leggingin í uppsiglingu. Loðnan er mjög viðkvæmur fiskur. Alveg frá því að fyrsta loðnan finnst og veiðin byrjar er nú hin síðustu ár farið að hamast á henni með flotvörpu allan sólarhringinn, skipstjórar nóta- veiðiskipanna eru aðeins áhorfendur að þessum ósköpum. Ekki ætla ég að sleppa þeim ósköpum sem drepið er af þorski við veiðarnar á loðnunni í trollið, ég sé fyrir mér hálfa áhöfnina standa við skiljuna og hamast við að henda öllum þorskinum í hafið aftur, að ekki sé talað um öll hrognkelsa- seiðin sem fara beint með loðnunni í gúanó. Upphaf kvótans Það hefur verið rifist um kvótann alveg frá fyrsta degi er hann var settur á. Í byrjun töldu menn að þau ár sem notuð voru til viðmiðunar við úthlutunina væru ekki réttlát, fara hefði átt lengra aftur í tímann, sumir sammála aðrir ekki. Langflestir voru þó sammála um að eitthvað þyrfti að gera og kvótinn varð sú niðurstaða sem varð ofan á. Þáver- andi sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, tók þá við þessu erfiða ráðuneyti, ráðuneyti sem enginn vildi taka að sér vegna hins alvar- lega ástands sem var á þorskstofn- inum að mati fiskifræðinga og staða sjávarútvegsfyrirtækja var á von- arvöl og þá sérstaklega togara sem hafði fjölgað úr hófi fram. Að mínu mati var hugmyndin sem kvótakerf- ið byggðist á góð en þær breytingar sem hafa verið gerðar á því hafa gjörsamlega eyðilagt það. Má þar m.a. nefna þrýsting frá LÍÚ um alls konar breytingar á kerfinu, skip- stjórakvótann margfræga, framsalið sem knúið var fram af peningastofn- unum og afnám línutvöföldunar svo eitthvað sé nefnt. Vissulega hefur þetta kerfi farið illa með mörg sjáv- arþorp kringum landið. Hverjum er það að kenna; fiskifræðingum, ráð- herranum sem tók þeirra rökum um slæmt ástand fiskistofnanna eða get- ur kannski verið að það sé þeim að kenna sem seldu frá sér kvótann? Það skyldi þó aldrei vera? Í dag sýn- ist mér þeir gera það best sem héldu útgerð sinni ótrauðir áfram, selja allan sinn fisk á háu verði gegnum fiskmarkaði eða verka sjálfir. Hvernig skal breyta? Ekki hugnast mér sú aðferð að fara fyrningarleiðina, sem virðist vera tískuorð allra stjórnarandstæð- inga í dag. Ég tel að með fyrning- arleiðinni takist að murka lífið úr smærri útgerðum hægt og bítandi og færa stærri útgerðum á silfurfati. Hvers vegna? Jú þær eru þær einu sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að leigja til sín kvóta ef sú yrði nið- urstaðan. Fyrsta skrefið er að friða fiskimiðin fyrir togurum, banna veiðar skipa með botnvörpu sem eru með vélar stærri en 900 hö. innan 50 sjómílna. Banna veiðar á síld, loðnu og þorski í flotvörpu, hvort sem er hér við land eða á úthafinu. Veiðar á kolmunna verði undir ströngu eft- irliti með tilliti til meðafla. Fystitog- arar komi með allan afla að landi. Kvótaúthlutun verði árlega 200.000 tonn. Úthlutun umfram það skiptist 30/70% þ.e. 30% til togara, 70% til strandveiðiflotans, óframseljanlegur kvóti sem gengur til baka hvert ár. Ég læt nú lokið þessari grein minni. Niðurstaða mín er sú að það sé mjög margt hægt að gera til að auka viðgang fiskistofna við Íslands- strendur. En eins og komið hefur fram í máli mínu snýr það fyrst og fremst að umgengni okkar við veið- arnar. Kvótakerfið Eftir Þorstein Árnason Höfundur er fv. skipstjóri. Vantar herslumuninn? nb.is býður veðlán til allt að 25 ára með 6,50 –9,35% vöxtum. Hámarksveðhlutfall hefur verið hækkað í 75% af markaðsverði eigna sem er talsvert hærra en býðst víðast annars staðar. Lánin eru háð lánshæfismati nb.is. Eingöngu er hægt að veðsetja eigin eignir. • Kauptu eldhúsinnréttingu • Kláraðu bílskúrinn • Gerðu allt þetta og meira til... • Leggðu lokahönd á íbúðina • Greiddu upp óhagstæð skammtímalán • Komdu garðinum í stand • Endurskipuleggðu fjármálin A B X / S ÍA 9 0 2 1 2 3 2 Spurðu fasteignasalann, kynntu þér málið á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 Allt a∂ Banki með betri vexti 75%ve∂hlutfall!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.