Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 37
*6 svefnherbergi *3 stofur *3 salerni *vaskahús * búr *geymslur.
*Nýlegt mahogny parket á flestum gólfum, flísar á baðherbergi.
*Möguleiki á að breyta kjallara í séríbúð eða nýta í atv.rekstur.
*Húsið byggt úr bestu fáanlegri steinsteypu, allt viðhald 100%.
*Verð 36 millj.
*Gullfallegt Pallabyggt einbýli
í grónu hverfi í miðri Reykjavík.
RAUÐAGERÐI 49 OPIÐ HÚS
Halldór G. Meyer sölufulltrúi Remax
Sýnir eignina í dag á milli kl. 14-16
eða eftir pöntunum í 864-0108
Suðurlandsbraut
Hrafnhildur Bridde Lögg. fasteignasali
VESTURGATA -
TRYGGVAGATA
Opið mán.-fös. frá kl. 9-18, lau. frá kl. 11-14.
Allar eignir á netinu: www.midborg.is
Allar Naustseignirnar við Vesturgötu og Tryggvagötu, samtals
u.þ.b. 2.040 fm að stærð.
Eignirnar skiptast í:
veitingahúsið Naustið með búnaði, tvö hús við Vesturgötu og hús
við Tryggvagötu. Heildarlóðin liggur milli Vesturgötu og Tryggva-
götu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir u.þ.b. 3.000 fm byggingarrétti.
Um er að ræða eignir sem eru vel staðsettar í miðbæ Reykjavíkur
og þjóðþekktar. Nálægðin við bæði höfnina og miðbæinn, með
möguleika að byggja hvort sem er aukið rými fyrir veitingarekstur,
hótel, íbúðir eða verslanir, gerir þetta að einum besta fjárfestingar-
kostinum í dag, bæði fyrir fjárfesta og byggingaverktaka.
Eignirnar eru í góðu ástandi og í útleigu. 4036
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri. hdl., lögg. fastsali. • Karl Georg, hrl.,lögg. fastsali.
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
OPIÐ HÚS Í DAG
HELLISGATA 29 - HAFNARFIRÐI
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Erum með til sýnis í dag þetta reisulega
206 fm einbýli/tvíbýli á frábærum stað
rétt hjá Víðistaðatúninu. Um er að ræða
tvílyft hús ásamt risi og innbyggðum bíl-
skúr. Húsið skiptist þannig að á jarð-
hæð er samþykkt sér 59,5 fm íbúð
ásamt 20 fm bílskúr. Á efri hæðinni er
svo 98,5 fm íbúð ásamt 27 fm í risi.
Húsið selst í einu lagi þó að um sé að
ræða tvær samþykktar íbúðir. Allt al-
mennt ástand er gott og hefur húsið fengið gott viðhald. Á aðalhæðinni eru tvær
stofur og tvö herbergi, eldhús og bað ásamt tveimur herbergjum og baði í risinu. Út
úr stofunni er sólpallur með stiga niður í fallegan garð frá náttúrunnar hendi með fal-
legu hrauni. Jarðhæðin skiptist í hol, stofu, herbergi og eldhús, ásamt saml. þvotta-
húsi. ÁHV. 11,9 MILLJ. HÚSBRÉF. (HÆGT AÐ BÆTA HÚSBRÉFUM VIÐ) ÁSAMT
LÍFSJ. 3,8 MILLJ. VERÐ 24,9 MILLJ.
Margrét tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16.
UMHVERFISMÁLIN koma öll-
um við og það er því mikið hags-
munamál að umræða um valkosti í
umhverfismálum sé
málefnaleg, upplýst
og almenn. Það er
vandfundinn mála-
flokkur í íslenskri
stjórnsýslu sem
byggist með eins
ríkum hætti á sam-
ráði við almenning og þar sem al-
menningi gefst með eins beinum
hætti tækifæri til þess að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri áð-
ur en ákvarðanir eru teknar. Skýr-
asta dæmið um þetta eru lögin um
mat á umhverfisáhrifum sem skapa
farveg fyrir aðkomu almennings,
hagsmunaðaðila og samtaka þeirra.
Það er því forsenda fyrir farsælli
þróun í umhverfismálum að al-
menningur sé virkur í umræðunni
og að starfandi séu öflug lýðræð-
isleg félagasamtök sem láta um-
hverfismál til sín taka.
Málflutningur Steingríms J.
á villigötum
Umhverfisráðuneytið hefur lagt
áherslu á það að efla starf samtaka
á umhverfissviði og gerði fyrir
rúmum tveimur árum samstarfs-
saming við ellefu félög og tvö hafa
bæst við síðan. Markmið þessa
samstarfs er að efla almenna um-
ræðu um umhverfisvernd og að
auka þátttöku í henni. Haldnir eru
reglulegir samráðsfundir með fé-
lögunum. Á sama tíma hefur ráðu-
neytið fjórfaldað árlegan fjárhags-
stuðning sinn við félagasamtök á
umhverfissviði. Það fjármagn renn-
ur til almenns rekstrar og tiltek-
inna verkefna. Á þessu ári og því
síðasta hefur ráðuneytið haft 8
milljónir króna til ráðstöfunar á ári
til þess að styrkja verkefni og
rekstur frjálsra umhverfissamtaka.
Þannig hafa t.d. heildarframlög
ráðuneytisins til Landverndar átt-
faldast frá árinu 2001 og nema nú
tæplega 4 millj. kr. Framlög til
Náttúruverndarsamtaka Íslands
hafa nærri fjórfaldast á sama tíma
og nema þau í ár 1,8 millj. kr.
Bæði styrkir til rekstrar sem og til
verkefna umhverfissamtaka hafa
því stórhækkað. Það er því alrangt
að umhverfissamtök hafi ekki feng-
ið aukið fé til rekstrar eins og
Steingrímur J. Sigfússon heldur
fram í grein í Morgunblaðinu 26.
maí sl.
Það er mér nokkurt áhyggjuefni
að stærstu umhverfissamtökin eigi
í rekstrarerfiðleikum. Hið opinbera
mun halda áfram að styðja við
starfsemi þessara samtaka en slík-
ur stuðningur getur ekki komið í
stað almennrar þátttöku.
Árósasamningurinn
kallar á lagabreytingar
Fyrir tveimur árum var lögð fyr-
ir Alþingi tillaga til þingsályktunar
um fullgildingu Árósasamningsins
um aðgang að upplýsingum, þátt-
töku almennings í ákvarðanatöku
og aðgang að réttlátri málsmeðferð
í umhverfismálum. Það var mat
umhverfisráðuneytisins að fullgild-
ing samningsins kallaði ekki á
lagabreytingar hér á landi. Við
nánari skoðun kom hins vegar hið
gagnstæða í ljós og þingsályktun-
artillagan náði því ekki fram að
ganga. Óformlegur starfshópur
þriggja ráðuneyta hefur verið að
skoða stöðu Árósasamningsins
gagnvart íslenskum lögum til að
greina til hvaða sértæku lagasetn-
ingar kunni að koma til að leysa
málið.
Sú fullyrðing Steingríms J. í
fyrrnefndri grein að íslensk stjórn-
völd hafi brugðist í þessum efnum
er því mjög langsótt.
Þátttaka almennings
er mikilvæg
Eðlilega verða stjórnvöld stund-
um fyrir gagnrýni bæði af hálfu
frjálsra félagasamtaka og ein-
staklinga í samfélaginu. Sú gagn-
rýni sem fram hefur komið hjá
Steingrími J. Sigfússyni alþing-
smanni um að umhverfisráðuneytið
hafi ekki aukið rekstrarstyrki til
frjálsra félagasamtaka er ómál-
efnaleg og óréttmæt.
Lýðræðisleg umræða um um-
hverfismál og náttúruvernd er for-
senda árangurs í umhverfismálum.
Í því sambandi er hlutverk fé-
lagasamtaka afar mikilvægt sem
og samstarf þeirra við umhverfis-
ráðuneytið. Í sameiningu getum við
stuðlað að málefnalegri og upp-
lýstri umræðu um umhverfismál og
náð árangri.
Stuðningur við
félagasamtök
hefur aukist
Eftir Siv Friðleifsdóttur
Höfundur er umhverfisráðherra.
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r
www.casa.is alltaf á föstudögum