Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GOÐASALIR - EINSTÖK EIGN Stórglæsilegt og einstaklega vel staðsett parhús á 2 hæðum á besta stað í Salahverfinu. Húsið er staðsett innst í botnlanga og nýtur óhefts útsýnis til vesturs yfir Garðabæinn og út á haf. Staðsetning í næsta nágrenni við nýjan skóla, nýtt íþróttahús, leikskóla og sundlaug. Húsið er einstaklega vandað að allri gerð. Að utan er það hvarsað og allur frágangur mjög vand- aður. Að innan er húsið einstaklega glæsilega hannað og innréttað eftir teikningum Rutar Káradóttur. Allt tréverk í húsinu er sérsmíðað og í stíl. Öll gólfefni er af vöduðustu gerð, massivt parket og vandaðar flísar. Mikið lofthæð og halogenlýsing. Brynjar Harðarson sýnir húsið, GSM 840-4040 STÝRIMANNASTÍGUR EINBÝLI - TVÍBÝLI Einstaklega vel staðsett u.þ.b. 300 fm húseign, sem skiptist í tvær 100 fm hæðir ásamt 100 fm kjallara. Í húsinu er 2 sjálfstæðar íbúðir og síð- an óskiptur kjallari. Sérinngangur í báðar eignir og einnig innangegnt. Íbúðirnar geta selst saman eða sér. Verð á neðri hæð 15,5 millj. og efri hæð 17,9 millj. Eign sem býður upp á fjölbreytta möguleika. Ath.: Hægt að fá kr. 16 millj. í húsbréfum. OPIÐ HÚS - Skógarlundur 3 Garðabæ Heimilisfang: Skógarlundur 3 Stærð eignar: 151 fm Stærð bílskúrs: 36 fm Brunabótamat: .23 millj Byggingarár: 1973 Áhvílandi: 14 millj Verð: 25 millj. Flísalögð forstofa með rúmgóðum skápum. Stofa með stórum gluggum og viðarrimlagluggatjöldum, borðstofa (hátt til lofts) með innbyggðri hill- usamsæðu með halogen lýsingu. Rúmgott og opið eldhús með ljósri eldhúsinnréttingu. Stórglæsilegur garður, heitur pottur og stuðlabergs skúlptur. Tekið á móti gestum milli kl. 15 - 17 Guðrún Antonsdóttir GSM 867-3629 gudrun@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali ARNARFELL - MOSFELLSBÆ Virðulegt 292 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr á sérlega fallegum stað við Reykjalund í Mosfellsbæ. Húsið er á 0,75 ha eignarlóð sem stendur hátt með gríðarmiklu útsýni yfir Mosfellsbæinn. Í húsinu eru m.a. 6 svefnherbergi, stór og falleg stofa og 55 fm bílskúr. Þetta er einstök staðsetning með mikla möguleika. Þverholti 2 • 270 Mosfellsbæ • Sími 586 8080 • Fax 586 8081• www.fastmos.is Einar Páll Kjærnested, í síma 899 5159, sýnir húsið í dag á milli kl. 13-15. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkasölu stór glæsi- legt parhús á einni hæð með innb. bílskúr samtals 172 fm. Húsið skiptist í forstofu, sjónv.- skála, 3 svefnherb. glæsil. eldhús og baðherb. ofl. Sérsmíðaðar inn- réttingar, parket, verönd, pallur. Fullbúin eign í sérflokki. Áhv. byggingasj. Verð 23,5 millj. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Lyngberg 55 - Hf - parhús Opið hús í dag kl. 14 - 17 IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Hall- grímskirkju nýlega. Í yfirlitsræðu skólameistara, Baldurs Gísla- sonar, kom fram að á vorönn hefði heildarfjöldi nemenda við skólann farið yfir 2000; 1.615 stunduðu nám í dagskóla, á ein- hverju þeirra sjö námssviða sem starfi skólans er skipt upp í, 350 í kvöldskóla og 100 í fjarnámi. Af þessum nemendum útskrifuðust nú 220 af sex sviðum og voru þeim afhentar einkunnir sínar við athöfnina. Fimmtán útskriftarnemendur fengu verðlaun fyrir náms- árangur. Hlaðnastur verðlaunum var Hlynur Tryggvason á upplýs- inga- og tölvusviði, en hann hlaut fern verðlaun; fyrir góðan náms- árangur, góðan árangur í ís- lensku, tölvufræðum og fyrir besta heildarárangur. Við athöfnina voru sérstaklega hylltir tveir gamlir nemendur skólans, þeir Snorri Jónsson járn- smiður og Sigurður Kristjánsson tæknifræðingur. Þeir útskrifuðust úr Iðnskólanum í Reykjavík fyrir heilum 70 árum. Snorri varð síðar einn helsti forystumaður í kjara- baráttu málmiðnaðarmanna á landinu og var um nokkurt skeið forseti Alþýðusambands Íslands. Sigurður kenndi lengi við Iðnskól- ann og var um árabil yfirkennari hans. Hluti hópsins sem útskrifaðist í vor frá Iðnskólanum í Reykjavík. 70 ára útskrift: Frá vinstri Snorri Jónsson járnsmiður, Baldur Gíslason skólameistari og Sigurður Kristjánsson tæknifræðingur. 220 útskrifaðir frá Iðnskólanum í Reykjavík Kristín Bjarnadóttir múrsmiður lauk námi í Meistaraskólanum og varð fyrst kvenna til að verða múrsmíðameistari. MENNTASKÓLINN í Kópavogi út- skrifaði 219 nemendur föstudaginn 23. maí sl. við athöfn í Digranes- kirkju. Brautskráðir voru 93 stúd- entar, 35 iðnnemar, 1 matartæknir, 27 nemendur af skrifstofubraut og 7 af heimilisbraut. Þá brautskráð- ust 5 nemar úr meistaraskóla mat- vælagreina. Einnig útskrifuðust frá skólanum á þessu vori 10 ferða- fræðinemar, 26 leiðsögumenn, 12 matsveinar og fyrstu 3 nemarnir úr sérdeild fyrir einhverfa nem- endur. Nemendur sem hlutu viðurkenn- ingu að þessu sinni eru: Stúdent- arnir Gréta Björg Jakobsdóttir og Óskar Þórarinn Hrafnsson og iðn- neminn Þóra Berglind Magnús- dóttir. Sparisjóður Kópavogs veitti Söru Bjargardóttur styrk fyrir góðan námsárangur í viðskipta- greinum á stúdentsprófi. Rótarý- klúbbur Kópavogs veitti Helgu Dýrfinnu Magnúsdóttur styrk fyrir góðan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópa- vogi veitti Þóru Berglindi Magnús- dóttur bakaranema styrk fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara kom m.a. fram að Menntaskólinn í Kópavogi býður jöfnum höndum upp á hefðbundið bóknám og verknám á sviði hótel- og matvælagreina auk náms í ferðagreinum. 219 nemar útskrifast frá MK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.