Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 49
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 49
ÁRIÐ 1982 var upp-stigningardagur út-nefndur kirkjudaguraldraðra hér á landi.Síðan þá hefur eldri
borgurum og fjölskyldum þeirra
árlega verið boðið sérstaklega til
guðsþjónustu í kirkjum landsins
þann dag. Er það vel, enda hef-
ur sá aldurshópur jafnan verið
einn tryggasti þegn og vinur ís-
lenskrar kristni. Annar hópur,
eða öllu frekar starfsstétt, er
þarna líka í allra fremstu röð.
Íslensku sjómennirnir.
Allt frá landnámstíð hefur
vogskorin og á köflum hrikaleg
strandlengja þessa eylands verið
byggð, og kynslóðirnar háð bar-
áttu sína við náttúruöflin, ein-
angrun og oft á tíðum miskunn-
arlausa veðurhörku. Að búa við
ysta haf, á mörkum þess sem
byggilegt getur talist, hefur í
gegnum tíðina krafist mikilla
fórna.
Þau eru líka mörg heimilin,
sem frá öndverðu og allt til okk-
ar daga, hafa misst ástvini sína í
veðragný norðursins, og litið til
himins í angist og spurt um til-
gang þeirrar sorgar, er á þurfti
að dynja. Þar hefur ekki verið
neinn munur á 10. öld og þeim
sem á eftir komu. Á 20. öld einni
hurfu t.d. 3600 íslenskir sjó-
menn í hafið. Þjóðin hefur
sumsé, ef litið er til höfðatölu,
misst fleiri í djúp sjávarins, en
herveldin miklu í fyrri og seinni
heimsstyrjöld á síðustu öld. En
baráttan við náttúruöflin og
harðneskju lífsins efldi mann-
kosti, þolgæði, kjark og dugnað
Íslendinga – með hjálp trú-
arinnar á almættið, sem breiddi
líkn og frið og birtu yfir hverja
raun. Þannig hélst byggðin í
gegnum aldirnar. Og þess vegna
erum við hér enn, í miðju Norð-
ur-Atlantshafi.
Öldruðum landsmönnum for-
tíðar og nútímans og sjómönn-
um í gegnum aldirnar eigum við
mikið að þakka. Og rétt er og
þarft og skylt – að ég tali nú
ekki um á opinberum dögum
þeirra – að minna á arfinn, sem
þessir einstaklingar hafa skilað
þjóðarbúinu á langri ævi, en er
þó víða lítils eða einskis metinn.
Dagsverk þessa fólks er horn-
steinninn, sem nútíma-
samfélagið byggir á. Að neita að
horfast í augu við þá staðreynd,
að tregast við að þakka, er óaf-
sakanlegt með öllu, æpandi og
meiðandi svívirða. Aldraðir íbú-
ar þessa lands eiga ekki að vera
í hlutverki olnbogabarna þjóð-
arinnar; við eigum að líta til
þeirra með aðdáun, og búa þeim
áhyggjulaust ævikvöld. Og eins
hefði átt að vera með íslensku
sjómannastéttina. En nú er hún
dáin að mestu eða við það að
hverfa, eins og bæjarfélögin sem
fóstruðu hana. Og allt er það til
komið vegna flausturslegra
ákvarðana og vinnubragða mis-
viturra ráðamanna á æðstu stöð-
um þjóðfélags okkar.
Sjómannadagurinn var fyrst
haldinn í Reykjavík og Ísafirði
6. júní 1938 og breiddist út um
allt land á fáum árum. Talið er
að um 2000 sjómenn hafi tekið
þátt í skrúðgöngu í Reykjavík
árið 1938. Í ár verða engin há-
tíðahöld þar vestra. Á Siglufirði
er þetta ekkert í líkingu við það
sem áður var. Og hvað skyldu
menn gera á Raufarhöfn í dag?
Þetta er sorglegt.
En eitt er þó víst, að aldraðir,
hvar sem þeir hafa verið í stétt
eða eru, og hetjurnar okkar, ís-
lensku sjómennirnir, mega kinn-
roðalaust ganga um hnarreistir
og stoltir; þeir hafa sannarlega
til þess unnið. Hitt er ekki þeim
að kenna.
Ég ætla að ljúka þessu á orð-
um Sigurbjörns Þorkelssonar,
rituðum í Morgunblaðið í fyrra,
á Degi aldraðra, og beini þeim
til áðurnefndra hópa, á einu og
sama fleyinu, lífsskútunni, með
góðri kveðju.
Þú sem kominn ert á efri ár og berð
reynslu ævinnar á bakinu. Láttu engan
líta smáum augum á elli þína. Þú sem einn
býrð að þinni reynslu. Þú sem einn getur
miðlað henni til komandi kynslóða. Þú
hefur svo óendanlega mikið að gefa, segja
frá og miðla. Þú einn kannt svo margar
sögur af liðnum atburðum. Þú einn hefur
það sjónarhorn á atburði liðins tíma sem
enginn annar kann að hafa eða hefur upp-
lifað á sama hátt og þú. Þú sem einn getur
á þinn sérstaka hátt miðlað af reynslu
þinni, sagt þínar sérstöku sögur, sýnt
þína mikilvægu umhyggju, kærleika og
ást. Allt á þinn einstaka hátt… Það kemur
enginn í þinn stað. Hinir yngri þurfa á þér
að halda. Lát engan, aldrei nokkurn tíma,
líta smáum augum á elli þína, ævi og
reynslu. Því þú ert sérstakur… Hefur svo
miklu að miðla og mikið að gefa. Þú ert
ekki úreltur og láttu ekki telja þér trú um
að svo sé.
Veröldin væri ekki söm ef þú hefðir ekki
verið. Hún væri svo miklu fátækari án
þinnar dýrmætu og einstæðu reynslu, án
þinna upplifana, sem þú þarft að miðla
hinum ungu. Þú sem hefur unnið og strit-
að í áratugi. Þú sem hefur byggt upp
þetta þjóðfélag og greitt þína skatta og
skyldur. Þú sem hefur byggt upp hverfin í
borginni, alið upp börnin og líklega gætt
barnabarna og jafnvel barnabarnabarna.
Hvar væri þjóðfélag okkar hefði þinna
dýrmætu krafta og þjónustu ekki notið
við? Miðlaðu komandi kynslóðum af
reynslu þinni. Segðu sögurnar þínar og
kenndu bænirnar sem þér voru kenndar á
þínum ungu dögum og hafa fylgt þér.
Lát engan líta smáum augum á elli þína.
Líttu upp, vertu hughraustur og glaður.
Þú ert skapaður og elskaður af Guði og
þín bíða laun. Líf um eilífð vegna Jesú,
sem sætt hefur heiminn við Guð og frels-
að þig frá synd og dauða. Leyfðu honum
að leiða þig inn til lífsins eilífa sem hann
hefur fyrirbúið þér vegna fórnar sinnar,
fyrir þig af elsku til þín. Hann tekur á
móti þér. Þú getur treyst honum. Þú get-
ur öruggur hvílt í hans blessaða náð-
arfaðmi. Vegna hans átt þú lífið fram-
undan. Lífið eilífa…
Dagsverkið
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Uppstigningardagur og
sjómannadagurinn eru
óvenjunálægt hvor öðrum
í ár, og það er reyndar
dálítið táknrænt.
Sigurður Ægisson lítur í
dag til hinna öldruðu,
sem fimmtudagurinn 29.
maí var tileinkaður, og á
hina deyjandi sjómanna-
stétt okkar.
FRÉTTIR
Í ÁRSSKÝRSLU mannréttindasam-
takanna Amnesty International sem
birt var á dögunum segir að „stríðið
gegn hryðjuverkum“ hafi ekki aukið
öryggi fólks í heiminum, heldur að-
eins aukið á ótta þess.
„Það er verið að brjóta á mannrétt-
indum fólks í nafni öryggis sem er svo
ekki alveg á hreinu hver eru. Þetta
kemur vegna hryðjuverkaárásanna
og lagabreytinganna í kjölfar þeirra,“
segir Huld Magnúsdóttir formaður
Íslandsdeildar samtakanna. „Laga-
rammarnir eru víkkaðir út til verndar
fólki eða löndum en í leiðinni er verið
að ganga á rétt þess. Það sem við á Ís-
landi getum gert eins og allar deildir í
heiminum er að hvetja fólk til að
skrifa bréf út af einstaka málum. Það
er grundvöllur starfs okkar – að vekja
athygli á einstaklingunum,“ segir
Huld.
Í skýrslunni má finna upplýsingar
um mannréttindabrot sem framin
hafa verið í 151 landi. Ísland, Noregur
og Færeyjar eru ekki í skýrslunni en
þar er minnst á Svíþjóð, Danmörk og
Finnland vegna mannréttindabrota
sem framin hafa verið þar. „Miðað við
það sem við höfum séð annars staðar
og miðað við það að Ísland hefur aldr-
ei farið í þessa skýrslu þá held ég að
við getum vel við unað hvað varðar
mannréttindi hér á landi,“ segir Huld.
Í sumar kemur út handbók sem
heitir Fyrstu skrefin og vonast sam-
tökin til að hún verði notuð í mann-
réttindakennslu í skólum.
Áhrif á alþjóðasamtök
Í skýrslunni er greint frá aðgerð-
um samtakanna til að hafa áhrif á
ákvarðanir alþjóðasamtaka eins og
t.d. Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt
skýrslunni er helsta vandamálið sem
Amnesty International stendur
frammi fyrir um þessar mundir að
vekja athygli á „leyndum“ átaka-
svæðum og vernda réttindi
„gleymdra fórnarlamba“. Segir í
skýrslunni að „hin gleymdu átök“ falli
í skuggann af stríðinu í Írak. Í slíkum
átökum hafi stór skörð verið höggvin í
raðir íbúa og mannréttindi þeirra á
stöðum eins og Fílabeinsströndinni,
Kólumbíu, Búrúndí, Tétsníu og Nep-
al.
Segir í skýrslunni að fjöldi fólks í
Afganistan búi við mikið óöryggi sök-
um stjórnleysis og vanhæfs lögreglu-
og réttarkerfis. Óttast samtökin að
ástandið í Írak verði svipað innan
fárra mánaða.
Þrátt fyrir að skýrslan sýni hvernig
yfirvöld hafa brugðist skyldum sínum
í mörgum tilvikum er einnig að finna í
henni vísbendingar um framfarir í
mannréttindamálum og að starf sam-
takanna árið 2002 hafi skilað marg-
víslegum árangri. Amnesty Inter-
national hafi fregnir af fjölmörgum
samviskuföngum sem leystir voru úr
haldi, dauðadómum sem var aflétt og
úrbótum í málum margra annarra
þolenda mannréttindabrota.
Ársskýrsla Amnesty International
Mannréttindabrotum í
þágu öryggis hefur fjölgað