Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG ÁTTI þess kost að heimsækja
Klakksvík í Færeyjum fyrir
skömmu. Þangað hafði ég komið
fyrir 12 árum og fannst þá mikið til
um hve þessir tveir staðir, Ísa-
fjörður og Klakksvík, væru ná-
skildir og hve ótúlega margt þeir
ættu sameiginlegt í mannlífi og at-
vinnulífi.
Staðirnir voru með álíka marga
íbúa og undirstaða beggja sú sama,
veiðar og vinnsla á fiski. Land-
fræðilega eru báðir staðirnir álíka
afskekktir í samgöngum við um-
heiminum, með byggðirnar hang-
andi utaní fjallshlíðum í ögur-
skornu landi með takmarkað
láglendi, en ótakmarkaða náttúru-
fegurð og mannlíf í takt við það. Á
báða staðina skyggðu líka stærri
og öflugri byggðir, Reykjavík á
Ísafjörð og Þórshöfn á Klakksvík.
Á báðum stöðum var auðvelt að
heyra að tónninn í fólki í garð
visku yfirvaldsins og löggjafans í
höfuðstaðnum var álíka hvass og
skarpur. Rætur beggja staða og
næring var sú sama, sjórinn og
fiskimiðin, og mannlífið mótaðist af
því.
Þegar siglt er inn í Klakks-
víkurhöfn blasir við sjónum það
sama og á Ísafirði, stór og vegleg
höfn með fjölmörg fiskvinnslufyr-
irtæki af margvíslegum toga í
skammri fjarlægð frá bakkanum,
íbúabyggð og þjónustumannvirki
samfélagsins umlykja hafnirnar og
draga til sín næringu atvinnulífs-
ins.
Hvernig á ég að lýsa áfallinu
sem ég varð fyrir þegar siglt var
inn til Klakksvíkur á því herrans
ári 2003?
Ég á engin orð til að lýsa því
sem fyrir augu bar, en ég skal þó
reyna. Það fyrsta sem stakk í stúf
var allur þessi haugur af bátum og
skipum af öllum stærðum og gerð-
um, smákoppar, skektur, togarar,
litlir línubátar, stórir línubátar –
öll flóran í útgerð. Það næsta sem
gerði mig forviða var að margir
þeirra voru hreint ekki bundir fast-
ir, heldur voru ýmist að koma eða
fara, ýmist að landa eða leggja í
hann og höfnin bókstaflega iðaði af
lífi. Mér brá líka ískyggilega þegar
ég var að virða fyrir mér vinnslu-
húsin, því alls staðar var verið að
vinna fisk, ef ekki þorsk, þá lax og
búið var að byggja nokkur ný
vinnsluhús og endurbyggja önnur.
Engin tóm fiskvinnsluhús sem
bannað er með lögum að vinna fisk
í eins og á Ísafirði.
Það ferlegasta var þó hljómurinn
eða hljóðið sem staðurinn gaf frá
sér. Stöðugur dynur af vélum og
bátum og athafnalífi sem iðar og
hamast. Það sem sló mig alveg út
af laginu var hljóðið í fuglinum,
hann var að éta í hópum, eltandi
trillurnar uppí landsteina að snapa
æti og framleiddi í sífellu þessi ein-
stöku hljóð sem aðeins mávar og
önnur kvikindi geta gefið frá sér
þegar þeir komast í ærlegt æti.
Þetta hafði ég ekki heyrt svo lengi
að ég var búinn að gleyma þessari
miklu hljómkviðu og hvernig hún
verkar á sálina.
Hvað kom fyrir Ísafjörð?
Það leið rúmur áratugur á milli
heimsóknanna, breytingarnar urðu
smátt og smátt, en svo skall þetta
framan í mig í einni stórri gusu í
stuttri heimsókn til Klakksvíkur.
Í hugann runnu upp myndir af
tómri höfn, örfáum kyrrstæðum
skipum, Norðurtanganum, Íshús-
félaginu, rækjuverksmiðjunum, og
Guggunni sem fór og kom aftur
sem trilla. Og þögnin, maður.
Engin læti á höfninni, bara stund-
um og þá bara eitt og eitt skip eða
í mesta lagi tvö. Og enginn fugl að
þvælast um í ætisleit, því það er
lítið æti að hafa og engin mat-
arhljóð úr mávi lengur, bara í
minningunni. Þetta hefur mest
bitnað á fuglinum. Það er sennilega
langverst. Skyldi Greenpeace vita
hvernig farið hefur verið með sak-
lausan fuglinn?
Munurinn á stöðunum í dag?
Bara eitt stykki fiskveiðistjórnun-
arkerfi sem skilaði auknum afla á
öðrum staðnum en ördeyðu á hin-
um og grjótharður pólitískur ásetn-
ingur og vilji á öðrum staðnum um
að gefa ekki einn millimeter eftir í
baráttunni fyrir byggðunum. Á
hinum staðnum…tja, efnahagur
Ísafjarðar hefur rýrnað um 40%.
Heitir það kannski hagdauði? Eða
gleymdist að smíða orð yfir þetta
fyrirbrigði, andstæðunni við hag-
vöxtinn sem ríkt hefur á Íslandi
„að meðaltali“ í þessi ár.
Ég er alls ekki búinn að ná mér
eftir þetta áfall og ég vil sterklega
vara alla Vestfirðinga og annað
strandbyggðafólk við því að ferðast
til Færeyja. Ef þeir þó slysast til
að fara með hinni nýju og glæsi-
legu Nörröna (sem Færeyingar
eiga og reka af miklum dug og
þori), þá er um að gera að halda
sig um borð í skipinu á meðan
stoppað er. Umfram allt, ekki fara
í land og skoða hvernig ástandið
er.
HÖRÐUR INGÓLFSSON,
Ránargötu 46,
101 Reykjavík.
Ísafjörður og
Klakksvík
Frá Herði Ingólfssyni
4 stk. í pakka verð kr. 2.300.
Kanna í stíl kr. 2.995.
5 mismunandi gerðir.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
DARTINGTON GLÖS
1.995.
4