Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Arctica, Brúar- foss og Danica Hav koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Richmond Park kemur í dag. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Hvassaleiti 56–58 og Hæð- argarður 31. Farin verður bæjarferð 5. júní nk. Ekið verður um nýjustu hverfin. Kaffiveitingar á Korp- úlfsstöðum. Leið- sögumaður verður Tómas Einarsson. Skráning í Norðurbrún í s. 568 6960, í Furu- gerði í s. 553 6040, í Hvassaleiti í s. 535 2720 og í Hæð- argarði í s. 568 3132. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opnað kl. 9 á mánudögum og fimmtudögum og kl. 13.30 til 17 alla virka daga. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréút- skurður, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans. Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Aglow Reykjavík. Mánudaginn 2. júní verður fundur í Skip- holti 70, efri hæð. Hefst fundurinn kl. 20, með kaffiveitingum. Gestur fundarins er sr. María Ágústsdóttir. Þessi fundur verður sá síðasti fyrir sumarfrí. Allar konur velkomn- ar. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smára 1, 201 Kópavogi, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apóteki, Sogavegi 108, Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102a, Bókbæ í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Bóka- búðinni Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúð- inni Emblu, Völvufelli 21, Bókabúð Graf- arvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn, Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Bráka- braut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd., Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangur 5. Eski- fjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir, Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur, Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín, Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1. Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apó- tek, Kjarninn. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safnaðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhús- inu, á skrifstofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588 8899. Í dag er sunnudagur 1. júní, 152. dagur ársins 2003. Sjómannadag- urinn. Orð dagsins: Sérhver sem fer of langt og er ekki stöð- ugur í kenningu Krists, hefur ekki Guð. Sá sem er stöðugur í kenningunni, hann hefur bæði föðurinn og soninn. (2. Jóh. 9.-10.)     Fjölmargir halda útisvokölluðum blogg- síðum á vefnum og sum- ir ræða á þeim um stjórnmál. Matthías Ás- geirsson, forritari, fjallar um nýjan pistil Katrínar Jakobsdóttur á Múrnum, um þá ákvörð- un að hætta útgáfu Tímarits Máls og menn- ingar, TMM.     Matthías byrjar á aðvitna í pistil Katr- ínar: „En af hverju á að hætta með TMM? Jú, það skilar ekki hagnaði. Áhrif þess að hleypa kapítalismanum inn á þetta svið eru augljós. Það skiptir engu máli hversu gott blaðið hefur verið og hve mikla um- ræðu ólíkar greinar hafa vakið – en það hafa þær svo sannarlega gert. Menningarlegt og andlegt gildi blaðsins er með öðrum orðum að engu haft. Það eina sem skiptir máli er gullið í vösum eigendanna.“     Þessu svarar hannsvona: „Ef blaðið er svona gott og merkilegt, hvernig stendur þá á því að ekki fleiri hafa verið tilbúnir að greiða fyrir aðgang að efni blaðsins? Ég játa það hér og nú að ég hef flett þessu blaði ef ég hef rekist á það. Það sama gildir reyndar um Séð og heyrt.“     Aftur vitnar Matthíasbeint í pistilinn: „Einhvern veginn fóru gömlu forlögin að því að halda sér á floti en reka samt metnaðarfulla út- gáfu. Kannski var minna lagt í húsbúnað og flottheit. Önnur há- leitari markmið réðu ferðinni.“ Styrkir frá Ráðstjórnarríkjunum? Styrkir frá BNA. Getur verið að þessi háleitari markmið hafi verið póli- tísk að einhverju leyti? Af hverju eiga þeir sem er nokkuð sama um menningu að bera kostnaðinn við útgáfu TMM?“ spyr Matthías.     Hann spyr einnighvort þeir sem hafi svona mikinn áhuga á menningu geti ekki ein- faldlega gerst áskrif- endur að tímaritinu.     Er virkilega til of mik-ils mælst? Nei, væl- um frekar út í vondu kapítalistana sem gáfu blaðið út fyrir eigið fé og töpuðu á því. Skömmum þá fyrir að vera ekki tilbúnir til að tapa meira fé.     Er þetta ekki kjöriðtækifæri fyrir fram- taksama múrverja að hella sér út í útgáfu? Geta þeir ekki farið út í að sannfæra menning- arvitana um að það væri við hæfi að greiða eitt- hvað örlítið fyrir að- gang að þessu efni?“ spyr Matthías Ásgeirs- son forritari að lokum. STAKSTEINAR Er menningin afskipt á frjálsum markaði? Víkverji skrifar... EFTIR alþingiskosningarnar 10.maí mátti heyra á mörgum að þeir væru sigurvegarar kosning- anna þó svo að þeir hefðu ekki náð takmarki sínu. Já, ef menn fagna ekki sigri – fagna þeir varnarsigri. Víkverji er afar ánægður með þetta munstur. Ef farið er eftir því standa yfirleitt allir uppi sem sigurveg- arar, fáir hafa þurft að játa sig sigraða. Allir eru ánægðir og sátt- ir við sitt. x x x VÍKVERJI telur þó að einn hafikomið, séð og sigrað, þó að hann vilji ekki gera lítið úr öðrum sigurvegurum. Að mati Víkverja er það Dagný Jónsdóttir, formað- ur Félags ungra framsókn- armanna og nýr þingmaður úr Norðausturkjördæmi. Hún sá sér þann leik á borði við þingsetningu Alþingis að mæta klædd fögrum upphlut, sem upphaflega var í eigu langömmu hennar og nöfnu, Dag- nýjar Einarsdóttur (1901–1968). x x x ÞAÐ var ekki í fyrsta skipti semVíkverji varð heillaður af framkomu Dagnýjar Jónsdóttur. Hún kom fram í Kastljósi í janúar sl., þar sem hún skákaði kunnum skemmtikröftum eins og Ómari Ragnarssyni og Arnari Jónssyni, leikaranum góðkunna, sem sátu við hlið hennar. Dagný upplýsti í þættinum að hún væri félagi í drykkjumanna- félagi í heimabyggð sinni og það þótt hún bragði ekki áfengi – og hefði aldrei gert. Hún gegnir afar þýðingarmiklu starfi í félaginu sem birgðavörður og sagði að hún réði ferðinni – sæi um kostinn og kæmi honum út þegar við ætti, en lokaði birgðageymslu þegar full- langt væri gengið. Víkverji skrifaði þá: Víkverji er þeirrar skoðunar að Dagný eigi bjarta framtíð fyrir sér og ef Framsóknarflokkurinn verð- ur áfram í ríkisstjórn, eigi Dagný að vera birgðavörður í hinum ýmsu málaflokkum. Ekki veitir af. x x x DAGNÝ er komin á þing – ogþar sem Framsóknarflokk- urinn er áfram í ríkisstjórn, er tækifærið komið, að stofna nýtt embætti – starf birgðavarðar. Morgunblaðið/Sverrir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands heilsar Dagnýju við setningu Alþingis. Fásinna FORSETAEMBÆTTIÐ er þarflaust með öllu. Þykir mér það hin mesta fásinna að skattpeningum borgar- anna sé varið í ferðalög for- setans og föruneytis hans til fjarlægra landa. Á með- an sveltur lýðurinn. Það er engin þörf á því að mikið þurfi að bera á svo fá- mennri þjóð sem við Ís- lendingar erum. Öðrum þjóðum þykir við eflaust vera að setja upp skrípa- leik. Kona. Þakkir fyrir veitta aðstoð 91 ÁRS gömul þýsk kona vildi koma á framfæri þökkum fyrir veitta hjálp hinn 27. maí sl. Þá féll hún við á Laugaveginum og fjórar ókunnugar mann- eskjur komu henni til hjálp- ar, færðu hana til sætis og kölluðu til lögreglu. Lög- reglan keyrði hana heim. Konan var mjög snortin og hrærð yfir þeirri miklu hjálp sem hún fékk frá ókunnu fólki og lögregl- unni. Kann hún þeim bestu þakkir fyrir. Erika Guðjónsson. Efamol, góð hjálp við ofvirkni FYRIR liðlega tveimur ár- um greindist dóttir mín, þá 6 ára gömul, með ofvirkni og athyglisbrest. Skömmu eftir greininguna las ég að bætiefnið efamol væri ráð- lagt við þessu. Ég ákvað að prufa þetta frekar en gefa henni ritalin og reyndist það mjög vel, hún hefur verið laus við erfið einkenni þessa sjúkdóms. Ég hef í seinni tíð reyndar líka gefið henni B-súper og omega-3. Svo gerist það í upphafi þessa árs að efamol er ófá- anlegt og fæ ég þær skýr- ingar hjá Heilsuhúsinu, sem selur efnið, að af- greiðslur erlendis frá hafi tafist. Telpunni, sem nú er orðin 8 ára, fór fljótlega að hraka og endaði með því að ég varð að gefa henni rital- in. Það hafði hins vegar þær aukaverkanir að hún varð lystarlaus og svaf illa. Núna er efamol komið aft- ur og vil ég biðja innflytj- endur að láta það ekki vanta. Ég veit að fjöldi barna glímir við þennan sjúkdóm og því vildi ég láta vita af þessum góða árangri með bætiefni sem er án aukaverkana. Móðir. Dýrahald Systa leitar að heimili SYSTA er lítil og bröndótt læða í leit að góðu heimili. Hún er 13 vikna gömul, mjög falleg og skapmikil. Systa kýs að vera innan um eldra fólk en gæti þó hæg- lega vanist börnum með tímanum. Hún er ekki áfjáð í að flytja frá móður sinni og mun ekki gera það nema gott heimili standi henni til boða. Áhugasamir geta hringt í síma 699 7055. Donna er týnd DONNA er persknesk læða, hvítsilfurgrá að lit. Hún slapp frá heimili sínu, Álftahólum 6 í Efra-Breið- holti, hinn 26. maí sl. Donna er inniköttur og af þeim sökum ekki mikið fyrir úti- veru. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsam- lega beðnir um að hringja í síma 561 3560. Flaug á brott BLÁR og gulur páfagauk- ur flaug frá Mosarima 14 29. maí sl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 567 5680. Páfagaukur strauk að heiman AFSKAPLEGA gæfur páfagaukur strauk af heim- ili sínu í Suðurhólum 6 sl. föstudag. Þetta er lítill gári blár að lit með smá gult á höfðinu. Þeir sem hafa orð- ið hans varir eru beðnir um að hringja í síma 861 4595 eða 861 0366. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 flá, 8 tuskan, 9 lærir, 10 greinir, 11 lofar, 13 ójafnan, 15 biskupsstaf, 18 mjólkurvara, 21 bál, 22 eyja, 23 blunda, 24 eðli. LÓÐRÉTT 2 ofsögur, 3 korn, 4 deila, 5 lærdómurinn, 6 beltum, 7 hugboð, 12 svelgur, 14 á húsi, 15 smábrellur, 16 fisks, 17 launung, 18 broddur, 19 skjálfa, 20 kyrrir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 troða, 4 refur, 7 bólið, 8 gæfum, 9 sæg, 11 álfa, 13 unna, 14 látin, 15 gull, 17 græt, 20 örg, 22 göfug, 23 lofar, 24 tíðni, 25 parta. Lóðrétt: 1 tíbrá, 2 oflof, 3 arðs, 4 rögg, 5 fífan, 6 rimma, 10 æmtir, 12 all, 13 ung, 15 gegnt, 16 lífið, 18 rífur, 19 terta, 20 ögri, 21 glep. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.