Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 53 DAGBÓK Verslun Argos (Kays), Austurhrauni Gbæ, sími 555 2866 Lokað á laugardögum í sumar. Rýmingarsala á sumarvörum Fatnaður - Gjafavara - Snyrtivörur - Fæðubótarefni - Garðvörur - Verkfæri - Skartgripir - Ljós - Golfvörur Leikföng - o.fl. Sumarnámskeið í dönsku ætlað 9 og 10 ára börnum Allar nánari upplýsingar veitir kennsluráðgjafi Norræna hússins, Kristín Jóhannesdóttir, sími 551 7030, netfang: sprog@nordice.is Markmið: Að vekja og viðhalda áhuga þátttakenda á dönsku. Þátttakendum er gefið færi á að kynnast dönsku máli með hjálp spila, leikja, tónlistar og margskonar æfinga sem þjálfa hlustun, tal og lestur. Fjöldi: Hámark 24 nemendur á námskeiði. Tími: Fyrir hádegi frá 9-12. 10.,11.,12. og 13. júní 2003. Verð: kr. 2.000 Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, Skoðið heimasíðuna www.yogastudio.is Þetta vinsæla námskeið hefst að nýju í júní en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfgripsmikið og öflugt sjálfsþekking- ar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Það hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða þeim sem vilja gera breytingar á lífsháttum sínum. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er eftirfarandi helgar: 20.–22. júní, 18.–20. júlí, 22.–24. ágúst, 19.–21. september, 10.–12. október og 7.–9. nóvember (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). ,,Ég reyni að fá nemendurna til þess að skilja hjartað í verkinu, gera sér ljóst hvað jóga er eða öllu heldur hvaða möguleika það hefur til að verða” segir Ásmundur. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Ein- hver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Ásmundur kynnir námskeiðið laugard. 14. júní kl. 18. Næsta Jóga gegn kvíða námskeið hefst 3. júní kl. 20. VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Námskeið er að hefjast í MICRO-BOND geli diploma veitt í lok náms sem gildir um allan heim. Veldu það besta! Upplýsingar í síma 564 2300 eða 892 2330 Naglatækniskólinn Áskorun hugljómunar (Enlightenment intensive) í Bláfjöllum 26.-29. júní. Magnað fyrir þá sem þrá að kynnast sannleikanum um sjálfan sig, lífið og aðra. Allt varðandi Áskorun hugljómunar má lesa á http://www.highsierra.org Leiðbeinandi: Guðfinna S. Svavarsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0037 og 869 9293. STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð hugmyndarík, ötul og áhugasöm. Þið eigið auðvelt með að afla hug- myndum ykkar fylgis en erf- iðara með að hrinda þeim í framkvæmd. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Veltu þér ekki upp úr því sem á vantar en einbeittu þér heldur að því sem þú hefur. Það má koma ýmsu til leiðar með réttu hugarfari. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki minniháttar per- sónuleg vandamál íþyngja þér. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á þannig að þú ættir að reyna að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru allskonar gylliboð í gangi. Athugðu vel þinn gang áður en þú tekur einhverju þeirra því oft leynist úlfur í sauðargæru. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst þú hafa allt þitt á hreinu. Gefðu þér því tíma til að hjálpa vini í vanda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft á öllum þínum hæfi- leikum að halda til þess að leiða viðkvæmt fjölskyldumál til lykta. Mundu að þolin- mæðin þrautir vinnur allar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er eins og aðgerðir þínar hafi öfug áhrif og það veldur þér miklu hugarangri. Taktu verklag þitt til endurskoð- unar og gerðu þær breyt- ingar sem þarf. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyfðu sköpunargáfu þinni að njóta sín jafnvel þótt ann- að verði að sitja á hakanum á meðan. Láttu hlutina þróast af sjálfu sér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allskyns hlutir eru að koma upp á yfirborðið og valda vandræðagangi í samskiptum þínum við aðra. Láttu ekki deilur fara úr böndunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er komið að því að þú uppskerir eins og þú sáðir til. Taktu því fagnandi sem já- kvætt er en reyndu líka að læra af mistökunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tilboðin berast til þín úr öll- um áttum svo þú átt í mestu vandræðum með að velja á milli þeirra. Mundu að ekki er allt gull sem glóir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd. Ef þú hefur ekki áhuga á nýjum samböndum einbeittu þér þá að ræktun þeirra sem fyrir eru. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þrátt fyrir góðan ásetning geta afskipti þín haft þver- öfug áhrif. Hugsaðu þig því vel um áður en þú lætur skoðanir þínar í ljós. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VORHVÖT - - Nú vakna þú, Ísland! við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi; byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum, en afléttu deyfðanna hjúpi og drag þér af augum hvert dapurlegt ský, sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný. Og enninu snjóvgu til ljóshæða lyft og líttu sem örninn mót sólu; sjá, heiðríkt er austrið og húmskýjum svipt, þau hurfu fyr morgunsins gjólu; hver óskar nú lengur á blindninnar bás að bolast af þrælkun frá tímanna rás? - - - Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT SUÐUR á tvo góða liti og fyrstu fyrirstöðu í öllum litum. Þegar menn fá slík- an efnivið í hendurnar er eðlilegt að setja markið hátt og stefna á slemmu. En það er sitthvað, gæfa og gjörvuleiki. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 53 ♥ D107 ♦ K86 ♣D10974 Vestur Austur ♠ G84 ♠ D92 ♥ Á9864 ♥ KG532 ♦ G9 ♦ 1052 ♣K52 ♣G6 Suður ♠ ÁK1076 ♥ -- ♦ ÁD743 ♣Á83 Spilið kom upp í fyrstu umferð Norðurlandamóts- ins og á fimm borðum opna flokksins af sex, spiluðu NS slemmu, sem alls stað- ar fór niður. Þorlákur Jónsson varð sagnhafi í sex laufum í norður og fékk út hjarta. Hann trompaði og spilaði litlu laufi frá Á8. Slemman vinnst ef vestur stingur upp kóng, en Finn- inn Kauko Koistinen lét ekki taka sig á því bragði og dúkkaði. Þorlákur reyndi þá tíuna í þeirri von að austur ætti kónginn þriðja og myndi taka slag- inn, en allt kom fyrir ekki. Einn niður. Sex tíglar er eina slemman sem fótur er fyrir og þar enduðu Svíarnir Kenneth Borin og Bengt- Erik Efraimsson í við- ureign við Færeyingana Heðin og Jóannes Mourit- sen: Vestur Norður Austur Suður Heðin EfraimssonJóannes Borin 2 hjörtu ! Pass 4 hjörtu 5 hjörtu ! Dobl 6 lauf Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Þetta eru stórkarlalegar sagnir í báða bóga. Heðin opnar á veikum tveimur með lélegan fimmlit og Borin keyrir spilið af fullu afli í slemmu með fimm hjörtum. Útspilið var hjartaás, sem Borin tromp- aði og spilaði strax litlu laufi að blindum. Heðin dúkkaði og Borin hitti á að stinga upp drottningunni. Nú stendur slemman ef sagnhafi spilar spaða þrisvar og trompar. En Borin fór að hugsa. Vestur hafði lofað sexlit í hjarta og hann virtist eiga þrjú lauf. Tígullinn verður að brotna 3-2, svo það lítur ekki út fyrir að vera rúm fyrir meira en tvo spaða á hendi vesturs. Að þessu athug- uðu spilaði Borin spaða úr blindum og djúpsvínaði tí- unni! Einn niður. Aðeins eitt NS-par hélt sig á mottunni og lét nægja að spila geim. Það voru Norðmennirnir Terje Aa og Jon Egil Furunes. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 e6 2. Rf3 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 f5 5. O-O Rf6 6. c4 Be7 7. Rc3 Re4 8. Dc2 O-O 9. Re5 d5 10. Hd1 Bf6 11. Be3 De7 12. Db3 c6 13. Hac1 Bxe5 14. dxe5 Rd7 15. cxd5 exd5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Brian Kelly (2468) hafði hvítt gegn Ronald Burnett (2442). 16. Rxd5! cxd5 17. Hc7 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dxe5 hvítur ynni manninn til baka með vöxtum eftir 17... Hab8 18. Hxb7. 18. Hxd7 Hf7 19. Hxb7! og svartur gafst upp enda fátt um varnir. BRÚÐKAUP. Agnes S. Sveinsdóttir og Ulf Gissing Møller voru gefin saman í hjónaband í Gunnarsbyn, Dalslandi í Sví- þjóð, 17. maí síðastliðinn. Vígsluna annaðist Skúli Ólafsson, prestur íslenska safnaðarins í Svíþjóð. Heimili brúðhjónanna er í Skövde. MEÐ MORGUNKAFFINU … en eitt má hann þó eiga … hann er fínn á borvélinni!   ÁRNAÐ HEILLA GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is DILBERT mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.