Morgunblaðið - 01.06.2003, Síða 57
-Hvernig hófst þetta ævintýri ykk-
ar?
„Jaa ... við erum bara tveir í þessu
og vorum saman í framhaldsskóla.
Simon er tveimur árum yngri en ég
og það tókst með okkur vinátta í skól-
anum. Við fórum svo að dútla saman í
hljóðveri og nú erum við komnir
hingað.“
-Vinur minn sagði mér að ég ætti
ekki að segja orðið „Streets“ í ykkar
eyru. Er þetta rétt hjá honum...
„Ja ...við höfum verið bornir saman
í blöðum. Mér er sosum alveg sama
um það.“
-En hvernig myndir þú sjálfur lýsa
tónlist Audio Bullys?
„Tjaa ... við erum bara að reyna að
gera heiðarlega danstónlist. Það er
nú það eina ... það er erfitt að reyna
að lýsa sinni eigin tónlist. Þetta er
bara tónlistin okkar.“
Eruð þið pólitískir?
„Nei. Alls ekki.“
Hvernig vinnið þið tónlistina?
„Þetta er ósköp einföld vinna,
þannig. Hún hefur a.m.k. orðið til
muna auðveldari í gegnum árin. Þetta
er meira spurning um hugmyndir í
dag. Þú getur búið til tímamótaplötur
inni í svefnherberginu þínu. Allir geta
búið til tónlist í dag – þetta er orðið
mun notendavænna í dag.“
Að ýmsu leyti jákvæð þróun. Eða
hvað?
„Já, ég meina ... í gamla daga voru
þetta svo mikil vísindi. Nú eru þetta
bara þú og kjöltutölvan þín. Og allir
hafa færi á að gera eitthvað gott úr
því.“
arnart@mbl.is
með að hjálpa okkur sjálfum og
fjölskyldum okkar til að komast
af.“
Einvalalið leikara
sem endranær
Confidence var frumsýnd í kvik-
myndahúsum í Reykjavík nú um
helgina og er þar á ferð saga um
svikahrapp sem beitir klækjum
sínum í sólbrenndri Los Angeles-
borg. Það sem fyrst vekur athygli
er það einvalalið leikara sem
Foley tekst að fá til liðs við sig,
mynd eftir mynd. Þannig skartaði
mynd hans Glengarry Glenn Ross
frá árinu 1992 öllum í senn: Jack
Lemmon, Al Pacino, Ed Harris,
Kevin Spacey, Alec Baldwin og
Jonathan Pryce. Í Confidence eru
aðalleikararnir Ed Burns og
Rachel Weisz, tiltöluleg nýstirni,
en einnig er hinn sígildi Andy
Garcia í nokkuð smáu en mikil-
vægu hlutverki og ekki hvað síst
gamli melurinn Dustin Hoffman
sem túlkar með ágætum glæpa-
stórlaxinn The King.
Ég spyr hann um þetta. „Þetta
er að hluta til vegna heppni og að
hluta til vegna þess að ég hef
áhuga á að gera myndir þar sem
hæfileikar leikaranna fá að njóta
sín. Eitt það besta sem ég sé í
kvikmyndum er nærmynd af stór-
leikara sem sýnir í einu augnabliki
tilfinningalegt og sálrænt ástand
persónunnar. Þannig getur kvik-
myndalistin, þegar vel tekst til,
gert manni kleift að sjá í gegnum
augu leikarans að sálinni. Bestu
leikararnir virðast laðast að svona
verkefnum, þar sem hæfileikar
þeirra eru nýttir til hins ýtrasta.“
Klækir á klæki ofan
Confidence er þannig mynd að
sem minnst má gefa upp um sögu-
þráðinn til að hætta ekki á að
skemma framvinduna fyrir les-
endum. Blekkingarnar ganga á
víxl og samspil sögupersónanna
við bellibrögðin er svo gott að
minnir jafnvel á fágaðar dans-
myndir Fred Astaire þar sem allir
bresta í dans og hver fyrir sig
kann sínar hreyfingar fullkomlega
og alveg óundirbúið.
„Já, ég samþykki þá samlík-
ingu,“ segir James. „Það var í
raun ætlun mín að hafa myndina
létta, hálfpartinn glettnislega og
glæsilega á vissan hátt.“ Í einu
viðtali játar James meira að segja
að hann hafi viljað skapa með
þeim Ed Burns og Rachel Weisz
svipaðan glæsibrag og milli
Montgomery Clift og Elizabeth
Taylor í myndinni A Place in the
Sun, sem er uppáhalds mynd
hans.
En að sama skapi hefur hann
brennandi áhuga á mannlegu eðli.
James Foley var í sálfræðinámi
þegar hann tók kúrs í kvikmynda-
gerðog varð ekki aftur snúið eftir
það.
„Það sem breytti lífi mínu lík-
lega hvað mest var þegar ég tók
námskeið í sálfræðitölfræði, þar
sem ég komst að því að fjöldi
rannsókna sýnir að sálræn hegðun
fólks í hópi sem settur er saman
af tilviljun er í raun jafn fyr-
irsjáanleg og í mörgum raunvís-
indagreinum, rétt eins og þú færð
vatn ef þú setur saman tvö vetnis-
atóm og súrefnisatóm. Ef þú skap-
ar hópi fólks vissar aðstæður
hegðar það sér á vissan hátt sem
er jafnfyrirsjáanlegur.“
Þessi áhugi James hjálpar hon-
um mikið í starfi: „Því meira sem
ég geri mér grein fyrir því að
mannskepnan er skepna, þrátt
fyrir allt, þá finnst mér ég verða
betri leikstjóri, því ég veit hvað ég
get sagt við leikarana til að draga
fram eitthvað í persónu þeirra,
hvort sem þau gera sér grein fyrir
því eða ekki“.
Upphaflega stóð til að sagan
ætti sér stað í New York-borg, en
til þess að spara kostnað vildu
framleiðendurnir láta taka mynd-
ina upp í Toronto, en James segist
hafa slæma reynslu af því og vildi
engan veginn endurtaka hana. Það
varð því úr að sögusviðið var flutt
til Los Angeles: „Persóna Dustin
Hoffman, Mr King, átti að vera
stór og þrekinn fantur sem starf-
rækti hnefaleikastöð og ógnaði
fólki með líkamlegri stærð sinni.
Ég gerði mér grein fyrir að þann-
ig fantur ætti engan veginn heima
í Los Angeles og hlutverkið ætti
því síður við Hoffman svo ég,
Dustin og handritshöfundurinn
vörðum nokkrum dögum í að end-
ursmíða þá persónu. Við unnum
hálfpartinn afturábak. Hoffman
spann á staðnum og við lékum
saman nokkur atriði úr handrit-
inu. Í raun ávísun á stórslys en út-
koman varð góð.“
Reyndar sótti Hoffman fyr-
irmyndina að persónu sinni ekki
langt: „Ég reyndi að leiða það hjá
mér við tökur, en útlit persón-
unnar; gleraugun, skeggið, stans-
laust tyggjójórtrið og iðið á hon-
um var apað eftir mér,“ segir
Foley. „Þegar við hittumst fyrst
var ég með lesgleraugun mín á
nefinu og hafði leyft skegginu að
vaxa. Ég er alltaf á iði og var sér-
staklega ólmur þennan dag, enda
lá mér mikið á að sannfæra hann
um að taka þátt í myndinni. Hann
bað mig um að lána sér gleraugun
og bað mig síðan um bolinn sem
ég var í. Ég þorði ekki annað en
að láta það eftir honum og vissi
ekki hvað hann var að fara. Síðan
fór hann að tyggja tyggjó og
spássera um skrifstofuna, stað-
næmdist við spegilinn og sagði:
„Ég er kominn með lúkkið!“
Kynferðisleg áreitni í
stað líkamlegs ofbeldis
Útkoman varð frumlegur og
óvenjulegur glæpon, sem ekki á
marga sína líka og notar kynferð-
islega áreitni frekar en vöðva til
að ógna hetjunni, Ed Burns:
„Sá hluti persónunnar varð
reyndar til við æfingar. Við vorum
að æfa þegar Dustin sagði við Ed:
„Þú ert nú soldið sætur.“ Ég hélt
þeir væru hættir að leika, en þeir
héldu uppteknum hætti: Eddi vissi
ekki hvaðan á sig stóð veðrið og
Dustin hélt áfram að daðra við
hann. Við gerðum okkur grein fyr-
ir að þetta væri eitthvað sem
sögupersónan gæti notað til kúg-
unar, þessa kynferðislegu áreitni.
Að vissu leyti er þetta nokkuð
spaugilegt, en er að sama skapi
svolítið hrollvekjandi.“
James hikar og bætir við hlæj-
andi: „Og reyndar er Ed óttalega
sætur!“
Foley vildi meðal annars ná fram samspili sem minnti á Montgomery Clift
og Elizabeth Taylor á milli Ed Burns og Rachel Weisz.
asgeiri@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 57