Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. HRINGMYRKVI á sólu sýndi sig best á Norður- landi og á Vestfjörðum. Hundruð manna sáu myrkvann en aðrir urðu fyrir vonbrigðum. Á nokkur hundruð metra belti við bæinn Hraun á norðanverðum Skaga rofaði til á hár- réttu augnabliki. „Í einu vetfangi var hið gráa gluggatjald skýjanna dregið frá og engu var lík- ara en glóandi, glansfægður giftingarhringur svifi um himinhvolfið,“ segir í frásögn blaða- manns Morgunblaðsins. Bestu aðstæður til að fylgjast með myrkv- anum hefðu verið á Norðausturlandi þar sem fjöll skyggja ekki á sjóndeildarhringinn en þess í stað byrgðu skýjabólstrar sýn. Í Ólafsfjarðar- múla, í Arnarnesi í Skutulsfirði og á Mánár- bakka í S-Þingeyjarsýslu sá vel á annað þúsund manns myrkvann og á Dranganesi sást hring- myrkvinn vel úr efstu húsum. Morgunblaðið/RAX Hringmyrkvinn birtist fólki á norðanverðum Skaga greinilega á himni laust eftir klukkan fjögur í fyrrinótt svo það setti hljótt stutta stund. Mikill fjöldi sá tunglið myrkva sólu Morgunblaðið/Svavar Berg Magnússon Um þúsund manns komu sér fyrir í Ólafsfjarðarmúla og sáu myrkvann í gegnum skýjahuluna.  Sem glóandi/4 FÆÐUBÓTAREFNI sem eru ólög- leg hér á landi virðast vera í tölu- verðri notkun, þá einkum efedrín og forstighormón, að sögn Péturs Magnússonar, lyfjafræðings og for- manns lyfjaeftirlitsnefndar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Talið er að það séu ekki aðeins íþrótta- menn sem neyta þessara efna heldur sé stærsti hópurinn hinn almenni borgari sem vill „fegra“ líkama sinn. Neysla vefaukandi stera er einnig talin vera nokkur hér á landi. Við- mælandi sem stundar eina af krafta- greinunum, en vill ekki láta nafns síns getið, lýsir notkun sinni á vef- aukandi sterum og öðrum efnum sem enduðu með aðkenningu fyrir hjarta. Hann segir menn ekki vilja við- urkenna alvarlegar aukaverkanir lyfjanna. „Flestir sem æfðu með mér sögðust ekki finna fyrir neinum aukaverkunum. Ég held að margir hafi ekki verið að segja satt – svo voru þeir bara allt í einu dánir.“ Pétur Magnússon tekur fram að það sem geri íþróttafólki og öðrum erfitt fyrir að greina á milli fæðubót- arefna og lyfja sé mismunandi skil- greiningar á þessum hugtökum milli landa. „Íslenskir ferðamenn geta keypt lyf eða fæðubótarefni án lyf- seðils til dæmis í Bandaríkjunum, sem þeir geta tekið heim til Íslands, þar sem viðkomandi efni eða lyf eru lyfseðilsskyld. Vegna neyslu þessara efna hafa nokkrir íþróttamenn fallið á lyfjaprófum erlendis, en segjast ekki hafa vitað hvað hafi verið í þess- um efnum.“ Þeir sem þekkja til segja að það sé nokkuð algengt að sömu aðilar selji fíkniefni og vefaukandi stera. Pétur Magnússon segir áhuga- og aðgerð- arleysi yfirvalda hér á landi í þessum málaflokki áhyggjuefni, en nánast ekkert hafi verið aðhafst af hálfu hins opinbera til að sporna við neyslu ólöglegra lyfja og fæðubótarefna. Neysla ólöglegra fæðu- bótarefna áhyggjuefni  Forboðin efni/B1 BRESKU leikararnir Gary Lewis og Martin Compston hafa tekið að sér aðalhlutverkin í kvikmyndinni Nice- land, sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir eftir handriti Huldars Breiðfjörð fyrir Zik Zak-kvikmynd- ir. Lewis hefur leikið á fjórða tug kvikmyndahlutverka á ferli sínum en náði heimsfrægð árið 2000 sem faðir titilpersónunnar í smellinum Billy Elliot. Þá lék hann eitt af helstu hlut- verkunum í Gangs Of New York eftir Martin Scorsese. Compston er aðeins 19 ára en sló í gegn í fyrsta og eina kvikmyndahlut- verki sínu til þessa, Sweet Sixteen (2002) eftir Ken Loach, sem hann hreppti fjölda verðlauna fyrir, m.a. skosku BAFTA-verðlaunin. Að sögn Skúla Fr. Malquists hjá Zik Zak hefjast tökur á Niceland seinni hluta næsta mánaðar og fara fram á Íslandi, í Þýskalandi og jafn- vel víðar. Breskar stjörnur leika í Niceland  Í leit að tilgangi/B12 BENT Bjarnason, útibússtjóri í Sparisjóði vélstjóra, lenti illa í því á dögunum þegar kjöltu- rakki hljóp í veg fyrir hest hans er hann reið í gegnum hesta- hverfið Heimsenda á Vatns- enda. Hesturinn fældist og Bent flaug af baki og slasaðist talsvert. „Ég vil nú koma þessu á framfæri svo fólk átti sig á því hvað það er hættulegt að hafa lausa hunda þarna, auk þess sem það er bannað,“ segir Bent. Hann segist hafa riðið þess- um hesti í nokkur ár og aldrei lent í neinum vandræðum með hann. „Hann fældist hins vegar svona rosalega að hann þeytti mér af baki. Ég slasaðist mikið. Olnboginn fór úr lið og beinin stóðu út,“ bætir hann við, en Bent er með spelkur og í gifsi og verður frá vinnu í nokkrar vikur. Hann ítrekar að hann vilji koma þessu á framfæri svo fólk átti sig á þessu. Hann segir að það sé alltof mikið um það að hundar gangi lausir í hesta- hverfum, þrátt fyrir að bannið sé margítrekað í fréttabréfum hestamannafélaga. Hætta af lausum hundum Bent Bjarnason slasaðist illa er hann datt af hestbaki. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.