Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAFUNDI LOKIÐ Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins leggja áherslu á að hefta verði frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna og ráða niðurlögum al- þjóðlegra hryðjuverkahópa. Þeir sendu stjórnvöldum í Norður-Kóreu og Íran viðvörun í gær vegna áætl- ana þeirra um kjarnorkuframleiðslu. Vel virtist fara á með þeim George W. Bush Bandaríkjaforseta og Jac- ques Chirac Frakklandsforseta á leiðtogafundinum. Nauðasamningar Móa Kjúklingaframleiðandinn Móar heldur áfram rekstri. Í gær voru samþykktir nauðasamningar á fundi með helstu lánardrottnum fyrirtæk- isins. Búnaðarbanki Íslands sat hjá við atkvæðagreiðsluna eftir að ljóst varð að kröfuhafar myndu sam- þykkja samningana. Verkfall í Færeyjum Verkfall sem hefur staðið í 26 vik- ur er nú farið að hafa alvarleg áhrif á efnahagslíf Færeyja. Fiskeldisfyr- irtæki tapa nú miklu fé og almenn- ingur er farinn að finna fyrir skorti á nauðsynjavörum. Eldsneytisskortur veldur því að rútuferðir og ferjusigl- ingar milli eyjanna hafa verið felldar niður. Dularfull bein Smiður sem var að rífa þakið af húsi við Vitastíg fann lærlegg, sköfl- ung og sennilega upphandleggsbein falið undir þakskeggi hússins sem var byggt árið 1920. Hjúkr- unarfræðingur skar úr um að þetta væru mannabein og hyggst lögregla aldursgreina þau með DNA- rannsókn. Jökull vildi ekki fiskinn Haraldur Sigurðsson, sem gerir út trillu á Raufarhöfn, segir að Jök- ull hafi aldrei viljað kaupa fisk af sjó- mönnum á staðnum og því hafi hann verið seldur annað. „Maður botnar ekkert í því af hverju ekki er hægt að reka fiskverkun á Raufarhöfn, þegar það virðist ganga annars stað- ar,“ segir hann. Smáþjóðaleikarnir settir Smáþjóðaleikar Evrópuríkja voru settir á Ta’Qali-þjóðarleikvanginum á Möltu í gær, þar sem Íslendingar etja kappi við íþróttamenn frá San Marínó, Lúxemborg, Kýpur, Móna- kó, Liechtenstein, Möltu og An- dorra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12/13 Minningar 28/31 Erlent 14/16 Bréf 32 Höfuðborgin 17 Dagbók 34/35 Akureyri 18/19 Kirkjustarf 35 Suðurnes 19 Íþróttir 36/39 Landið 19 Fólk 40/45 Neytendur 20 Leikhús 40 Listir 21 Bíó 42/45 Umræðan 22/23 Ljósvakar 46 Forystugrein 24 Veður 47 * * * ÞAÐ væsti vart um hana Söru innan um allar rend- urnar, þar sem hún brosti sínu blíðasta. Hún sýndi fimi sína í leiktækjunum og faldi sig fyrir leikfélögunum á leikskólanum Krógabóli á Akureyri í veðurblíðunni í gær. Þau nutu lífsins, rétt eins og aðrir landsmenn, enda veður verið með besta móti það sem af er sumri. Ljósmynd/Sigrún Sævarsdóttir Feluleikur í víðu röri EKKI er ósennilegt að neikvæð fjöl- miðlaumræða um ástandið í mið- borginni snemmsumars 2001 hafi ásamt öðru orðið til þess að fleiri Reykvíkingum þótti öryggi sínu vera ógnað í miðborginni. Þetta er meðal niðurstaðna rann- sóknar afbrotafræðinganna dr. Helga Gunnlaugssonar, prófessors við Háskóla Íslands, og Rannveigar Þórisdóttur, sérfræðings hjá ríkis- lögreglustjóra sem er birt í nýjasta Tímariti lögfræðinga. Niðurstöðurnar byggjast á tveim- ur símakönnunum IM-Gallup, ann- ars vegar í júní og júlí og hins vegar í október og nóvember 2001. Um 1.700 Reykvíkingar á aldrinum 18– 80 ára svöruðu fyrri könnuninni en um 800 þeirri seinni. Einnig var gerð lausleg úttekt á fréttum í Morgun- blaðinu af miðborginni á þessu tíma- bili en umfjöllun í blaðinu þótti end- urspegla umræðuna í samfélaginu. Fram kemur að mat á eigin öryggi í miðborg Reykjavíkur jókst mark- tækt á milli mælinga. Í júní 2001 sögðust um 32% vera mjög eða frek- ar örugg ein á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti en í októ- ber og nóvember var sambærilegt hlutfall 42%. Jafnframt sögðu 35% að ótti við afbrot hefði orðið til þess að þau hefðu ekki verið ein á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti um sumarið en 26% um haustið. Í rannsókninni voru möguleg áhrif fjölmiðlaumfjöllunar metin og skoð- aðar fyrirsagnir frétta og greina sem birtust í Morgunblaðinu á tímabilinu og fjölluðu um miðborgina. Í ljós kom að í kringum fyrri símakönn- unina voru tæplega 85% frétta og greina um miðborgina tengd nei- kvæðri umræðu er snýr að afbrotum. Umræðan beindist m.a. að þeim mikla mannfjölda sem safnast þar saman að næturlagi um helgar, afgreiðslutíma veitingastaða, til- komu nektarstaða og einstökum of- beldisverkum. Í ágúst og september var mun minna um neikvæðar fréttir eða um 10% og 28% í kringum seinni síma- könnunina. Á hinn bóginn varð ekki vart marktækra breytinga á ofbeld- ismálum hjá lögreglu á þessu tíma- bili. Helgi og Rannveig telja því að rannsóknin styðji þá kenningu að umfjöllun fjölmiðla geti haft áhrif á öryggiskennd. Áhrifin eru þó ekki endilega langvinn og ekki er útilokað að fleiri þættir hafi áhrif. Jafnmörg ofbeldismál en öryggiskenndin minni Helgi Gunnlaugsson. Rannveig Þórisdóttir. EINS undarlegt og það kann að hljóma getur verið að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi orðið til þess að auka ör- yggiskennd Reykvíkinga. Samkvæmt niðurstöðum við- horfskönnunar jókst öryggiskennd Reykvíkinga í miðborginni milli kannana sem annars vegar voru gerðar um sumarið og hins vegar síðla hausts 2001. Á sama tímabili dró úr áhyggjum Kaupmannahafn- arbúa af afbrotum í miðborginni. Helgi segir að eftir hryðjuverkin hafi fjölmiðlar verið uppfullir af fréttum um hættu á hryðjuverkum og óróa í heimsmálum. „Miðborgin okkar verður þá sakleysilegri og fólk hugsar kannski sem svo: Mið- bærinn okkar getur nú ekki verið mjög hættulegur miðað við þetta.“ Engin hryðjuverk í miðborginni ÞRÍR sakborningar af fjórum í fjár- svikamáli innan Landssímans losn- uðu úr gæsluvarðhaldi í gær. Gæslu- varðhald fyrrum aðalgjaldkera Landssímans rennur út 6. júní. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, sem fer með rannsókn máls- ins, taldi ekki þörf á lengra gæslu- varðhaldi vegna aðildar mannanna þriggja og var því ekki gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Tveir mannanna voru handteknir 23. maí en sá þriðji 27. maí. Þrír lausir úr gæslu- varðhaldi ORKUVEITA Reykjavíkur vinnur að skipulagningu og samþættingu heimtauga í nýbyggingar á höfuð- borgarsvæðinu. Það felur í sér að gert er ráð fyrir helstu heimtaugum í upp- hafi byggingar húss svo ekki þurfi að grafa aftur þegar nýjar bætast við. Indriði Indriðason, bygginga- tæknifræðingur hjá Orkuveitunni, segir þetta verkefni hafa verið í þróun í eitt og hálft ár. „Við erum búin að kynna þetta fyrir sveitarfélögum og byggingaraðilum á hverjum stað.“ Byggingaraðilar og hönnuðir húsa undirbúa móttöku þessara lagna í húsin sjálf. Orkuveitan hannar búnað sem fer úr götu, um lóð og inn í húsin í samvinnu við byggingaraðila. Þriðji þátturinn er að upplýsa þá sem tengja húsin hvernig þetta virkar. Búið er að kynna skipulagið fyrir byggingafulltrúum sveitarfélaga, hönnuðum íbúðahverfa, bygginga- og tæknifræðingum og arkitektum húsa. Staðlaður frágangur Landssíminn mun áfram sjá um að tengja símalínur og sérfræðingar tengja straum við húsin. Þeir strengir munu þó vera í þessum ídráttarrörum svo hvert fyrirtæki þurfi ekki að grafa upp í hvert sinn þegar nýjum lögnum er komið fyrir. Að auki eru rör sem hægt er að draga í seinna t.d. fyrir snjóbræðslukerfi, lóðalýsingu eða fjarskiptaþráð OR án þess að grafa upp lóðina. „Helstu kostirnir eru hversu staðl- að þetta verður. Þá eru öll inntök á einum stað og framkvæmdaraðilar ekki að þvælast fyrir hver öðrum. Einn aðili getur unnið þetta og því ekki fjöldi vinnuflokka að koma með stuttu millibili. Það er mikill kostur.“ Óþarft verð- ur að grafa margsinnis UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir athugun Ríkisendurskoð- unar á bókhaldi Umsýslustofnunar varnarmála, áður Sölunefndar varn- arliðseigna, í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli á hendur fyrrum starfsmanni Um- sýslustofnunar vegna gruns um mis- ferli með verðmæti úr eigu Varnar- liðsins. Rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá í nóvember. Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli, komu fram ákveðnar ábendingar undir rannsókninni sem honum þótti rétt að yrðu kannaðar nánar og var þeim vísað til utanrík- isráðuneytisins. Tjáir hann sig ekki frekar um málið. Ráðuneytið stað- festir að málinu hafi verið vísað til Ríkisendurskoðunar á föstudag og er niðurstöðu athugunarinnar nú beðið. Ekki er um að ræða athugun á ákveðnu bókhaldstímabili, en Sig- urður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að skoðað verði bókhald Um- sýslustofnunar og hvernig verklagi, skráningu og slíku sé háttað við upp- boð á notuðum bifreiðum og fleiri munum. Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Um- sýslustofnunar, óskaði upphaflega eftir umræddri lögreglurannsókn. Hann segir ekkert sérstakt athuga- vert við bókhald stofnunarinnar en búið sé að endurskoða það fyrir síð- asta ár. Segir bílakaup eðlileg Segir hann vangaveltur hafa kom- ið fram í fjölmiðlum um bifreiðakaup sín hjá Umsýslustofnun, en við þau sé hins vegar ekkert að athuga. „Bif- reiðakaup mín voru mjög eðlileg og hafa tíðkast með þessum hætti allan þann tíma sem Sala varnarliðseigna hefur starfað, í 50 ár, sem byggist á því að forstjóri hefur engin sérrétt- indi umfram aðra landsmenn við bif- reiðakaup hjá nefndinni,“ segir hann. Óskað eftir athugun á Umsýslustofnun varnarmála Bókhald og verklag tekið til skoðunar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.