Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 15 Félagsvísindadeild Umsóknarfrestur er til 5. júní n.k. Diploma í opinberri stjórnsýslu (15e) Diploma í opinberri stjórnsýslu er hagnýt 15e þverfagleg námsleið í opinberri stjórnsýslu fyrir þá sem lokið hafa a.m.k. BA- eða BS- námi í einhverri grein. Sjá nánar heimasíðu Stofnunar í stjórnsýslufræðum og stjórnmálum: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is Dipl. Ed.-nám í uppeldis- og menntunarfræði(15e) Þrjár námsleiðir eru í boði í 15e Dipl. Ed.-framhaldsnámi í uppeldis- og menntunarfræði fyrir þá sem lokið hafa BA-, BS- eða B.Ed námi. Fræðslustarf og stjórnun (15e) Námsleið sem ætluð er fólki sem vinnur við eða hefur áhuga á að sinna fræðslustarfi og stjórnun í skólum, stofnunum eða fyrirtækjum. Fullorðinsfræðsla (15e) Námsleiðin er ætluð fólki sem vinnur við eða hefur áhuga á að sinna kennslu fullorðinna og námsefnisgerð. Mat og þróunarstarf (15e) Markmið námsleiðarinnar er að nemendur sérhæfi sig í mati og þróunarstarfi í skólum. Sérstök athygli er vakin á því að námsleiðin Mat og þróunarstarf er aðeins kennd annað hvert ár. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu deildarinnar, http://www.felags.hi.is og fást einnig á skrifstofu félagsvísindadeildar. Sími 525 4502. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Framhaldsnám í félagsvísindadeild DIPLOMANÁM FERRUCCIO de Bortoli, ritstjóri stærsta dagblaðsins á Ítalíu, Cor- riere della Sera, hefur sagt upp störfum. Látið hefur verið að því liggja að hann hafi kallað yfir sig reiði Silvios Berlusconis, forsætis- ráðherra landsins. Eigendur blaðs- ins hafa enga skýringu gefið á brotthvarfi de Bortolis. Uppsögn hans kom ekki alger- lega á óvart. Fyrir um mánuði var því spáð í fjölmiðlafagtímaritinu Prima að „eitthvað myndi gerast“ því að Berlusconi hefði „ástæðu til að vera reiður“ út í Corriere della Sera. Sagði Prima ennfremur að for- sætisráðherrann væri argur út í de Bortoli vegna þess að 1994 hefði de Bortoli skrifað forsíðufrétt um að Berlusconi hefði verið ákærður, en þá var forsætisráðherrann í forsæti G 8 fundar ríkustu þjóða heims í Napólí. Samskipti forsætisráð- herrans og blaðsins væru orðin svo stirð, að eitthvað yrði undan að láta. Berlusconi neitar að hafa beitt valdi sínu Annað tímarit hefur haldið því fram að Berlusconi hafi einnig verið reiður de Bortoli fyrir það m.a. að hafa andmælt herför Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra til Íraks, en stjórn Berlusconis var henni fylgjandi. Í kjölfar uppsagnar de Bortolis fóru blaðamenn Corriere della Sera, sem gefið er út í 715 þúsund eintökum daglega, í verkfall. Þeir sögðust með því vilja mótmæla þeim aðferðum er beitt hefði verið við að skipta um ritstjóra, en verk- fallið beindist ekki gegn arftaka de Bortolis, dálkahöfundinum Stefano Folli. Félag blaðamanna á Ítalíu hefur boðað verkfall 6. júní til stuðnings starfsmönnum blaðsins. Berlusconi neitaði því að hafa haft nokkuð með það að gera að skipt var um ritstjóra en frelsi fjölmiðla hefur verið mjög til umræðu á Ítal- íu vegna þess að Berlusconi á eina stærstu einkareknu fjölmiðlasam- steypu landsins. Ritstjóri stærsta dag- blaðs Ítalíu segir upp Sagður hafa vakið reiði Berlusconis forsætisráðherra Mílanó. AFP. Reuters Silvio Berlusconi brosir hér breitt en hann segist ekkert hafa með uppsögn ritstjórans að gera. GERHARD Schröder, kansl- ari Þýskalands, hlaut á sunnu- daginn yfirgnæfandi stuðning flokksmanna sinna við um- bótaáætlun sem miðast að því að bæta efnahagsástandið í landinu. Með samþykktinni leystist ein harkalegasta deila sem komið hefur upp í Jafn- aðarmannaflokknum síðan hann komst til valda 1998, og hafði Schröder ítrekað sagt að pólitísk framtíð sín væri í veði. Um 90% rúmlega 500 full- trúa á aukaþingi flokksins samþykktu áætlun Schröders, svonefnda „Agenda 2010“. Schröder, sem tvisvar hefur hótað að segja af sér sam- þykkti flokkurinn ekki áætlun hans, brosti breitt er niður- staðan lá fyrir. Með umbót- unum á að draga úr atvinnu- leysi í Þýskalandi, sem er um 10,7%, lækka skuldir hins op- inbera og veita efnahagslífinu hvatningu. Fær ein- dreginn stuðning Berlín. AP, AFP. Áætlun Schröders OLÍUBRÁK frá kínverska flutn- ingaskipinu Fu Shan Hai, sem sökk á Eystrasalti eftir árekstur við ann- að flutningaskip á laugardag, nálg- ast nú suðurströnd Svíþjóðar. Sex björgunarskipum frá Dan- mörku og Svíþjóð hefur þó tekist að hreinsa upp mestan hluta olíunnar sem lak úr skipinu eftir að það sökk undan strönd Borgundarhólms. 209 þúsund lítrar af díselolíu voru í skipinu en björgunarmönnum tókst að hreinsa upp rúmlega 146 þúsund lítra. 66.000 tonn af áburði sukku hins vegar með skipinu. Olíubrákin var í gær sögð um tólf kílómetra löng og þrír kílómetrar að breidd. Patrik Mathiason, tals- maður sænsku landhelgisgæslunn- ar, kvaðst vongóður um að takast myndi að hreinsa stærstan hluta ol- íunnar upp en taldi þó óhjákvæmi- legt að eitthvað bærist að strönd- inni. Olíubrák við Svíþjóð Stokkhólmi. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.