Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Höfði ehf. þvottahús Símar 462 2580 og 898 0450 Til sölu gufuketill Rafmagnshitaður, tegund Collins Walker Es 40, árgerð 1998, mjög lítið notaður. Gufuframleiðsla við 380 volt er 540 kg/tímann. Hægt er að breyta í 640 volt, þá er framleiðslan 900 kg/tímann. Einnig eru til sölu 2 stórar loftpressur 500-600 l og 2 vindur 15 kg. HELGIN var róleg hjá lögregl- unni á Akureyri og fátt bar til tíðinda. Næturlífið var afslapp- að og í góðu jafnvægi og þurfti lögreglan lítið að skipta sér af því. Um helgina voru ellefu teknir fyrir of hraðan akstur, einn fyrir ölvun við akstur og þrjú minniháttar umferðar- óhöpp urðu. Laust eftir mið- nætti aðfaranótt sunnudags var maður á gangi í Hafnarstræti ásamt nokkrum kunningjum sínum. Bar þá til að á vegi hans varð bifreið sem lagt var við götuna. Í stað þess að leggja lykkju á leið sína fram hjá bif- reiðinni eins og gangandi veg- farendum ber að gera hélt mað- urinn striki sínu og gekk yfir bifreiðina. Dældaðist þak henn- ar undan þunga mannsins og kom þá í ljós að valt er á toppn- um og missti maðurinn fótanna, féll og lenti við það á annarri bifreið og dældaði afturbretti hennar. Sannaðist nú hið forn- kveðna að betri er krókur en kelda og situr maðurinn nú uppi með tjónið á bifreiðunum sem hann verður að bæta, segir í dagbók lögreglu. Síðar um nóttina var tilkynnt að búið væri að sprengja póstkassa við verslunarmiðstöðina í Sunnu- hlíð. Heyrði tilkynnandi hvell en varð ekki var við mannaferð- ir. Þarna hafði verið sett lítil sprengja í póstkassann og skemmdist hann nokkuð. Á sunnudagskvöldið var til- kynnt um pilta sem væru að gera það að leik sínum að eyði- leggja sláttuvél á svæðinu sunnan við Norðurmjólk. Þeg- ar lögreglan kom á staðinn var þar sláttuvél í henglum en ger- endur farnir. Eru upplýsingar um skemmdarvargana vel þegnar. Maður skemmdi tvo bíla PÁLL Steingrímsson formaður Sjó- mannadagsráðs Akureyrar gerði notkun björgunarþyrlu Landhelgis- gæslunnar að umtalsefni í ávarpi sínu við setningu fjölskylduhátíðar ráðsins. „Þó margt gott hafi áunnist í slysavarnamálum, samanber Slysavarnarskólann og kaup á öfl- ugri björgunarþyrlu, er það samt napurleg staðreynd að við sjómenn skulum upplifa það og heyra að það séu fyrirmæli til Landhelgisgæsl- unnar að venja ekki skipstjóra og útgerðarmenn á að geta kallað á þyrluna ef slys ber að höndum úti á sjó. Með öðrum orðum njótum við sjó- menn ekki vafans eins og fólk í landi, ef slys ber að höndum.“ Páll sagði þetta að sínu mati til háborinnar skammar fyrir þá sem stæðu að slíkum ákvörðunum. „Við skulum ekki gleyma því að því mið- ur hafa sjómenn örkumlast við störf sín úti á sjó eða slasast það mikið að þeir geta ekki lengur haft sjó- mennsku að lifibrauði. Það er óá- sættanlegt að menn sem lenda í þessari stöðu þurfi að velkjast í vafa um það alla ævi hvort útkall þyrl- unnar hefði skipt sköpum fyrir heilsufar þeirra og hugsanlega var- anlegt örkuml. Það er því miður áleitin spurning hvort við skipstjórnarmenn þurfum ef til vill að taka upp þann sið að til- kynna um slasaðan ferðamann og þá helst erlendan ef slys ber að hönd- um um borð, ef við eigum að hafa þann möguleika á að fá alla þá að- stoð sem sjálfsögð þykir í dag.“ Páll sagði að slysa- og trygginga- mál sjómanna væru sér alltaf efst í huga á þessum degi og hann minnt- ist þeirra félaga sinna sem hefðu látist eða væru örkumla eftir slys úti á sjó. „Því miður hafa útgerðarmenn og sjómenn ekki komið sér saman um kaup og kjör á undanförnum áratugum án afskipta stjórnvalda og ætla ég ekki að kenna forsvars- mönnum útgerðarmanna eingöngu um þau mál. En það er ljóst að þessi pattstaða í kjaramálum hefur orðið til þess að í tryggingamálum standa sjómenn flestum öðrum starfsstétt- um langt að baki. Sjómenn og út- gerðarmenn verða að snúa bökum saman og hætta að klóra augun hvor úr öðrum,“ sagði Páll ennfremur. Eigum enn margt ógert til að tryggja öryggi sjómanna Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra flutti hátíðarræðu dagsins og hann sagði að eitt af því sem markaði Íslandi sérstöðu meðal þjóða heimsins, væri að helga sér- stakan dag sjómönnum. Mennta- málaráðherra sagði örlög íslensku þjóðarinnar og íslenskra sjómanna nátengd. „Hvergi annars staðar í álfunni er hagur almennings og af- koma eins háð því hvernig til tekst við að nýta auðlindir hafsins.“ Menntamálaráðherra sagði einnig að þær aðstæður sem sjómenn lifa og starfa við hafi tekið miklum breytingum til hins betra. „Með nýj- um skipum og endurbættum hefur aðbúnaður stórbatnað og öryggi aukist, ekki síst vegna starfa Slysa- varnaskóla sjómana, sem hefur lyft grettistaki í fræðslu um öryggismál- þeirra. Það er gleðilegt að á und- anförnum árum hefur tilkynntum slysum á sjómönnum til Trygginga- stofnunar ríkisins fækkað verulega og dauðaslysum á sjó hefur fækkað jafnt og þétt síðasta áratuginn. Engu að síður eru sjóslys við Ís- land alltof tíð, enda um háskalegt hafsvæði að ræða. Við eigum því enn margt ógert til að tryggja ör- yggi sjómanna,“ sagði Tómas Ingi Olrich. Formaður sjómannadagsráðs Akureyrar gagnrýndi notkun björgunarþyrlu Sjómenn njóta ekki vafans ef slys ber að höndum Tangótónleikar verða haldnir í sam- komuhúsinu Sæborg í Hrísey í kvöld kl. 20.30, en þar verða flutt verk eftir argentínska tónskáldið Astor Piazz- olla. Hljóðfæraleikarar verða Vigdís Klara Aradóttir, sópransaxófónn, Guido Baeumer, altsaxafónn, Pawel Panasiuk, selló, Agnieszka Panasiuk, píanó og Krzysztof Olczak, harm- ónikka. Almennt miðaverð er 1.200 kr. en 800 fyrir nema og eldri borgara og ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Þessa dagana stendur yfir sýning á olíumálverkum Stefáns Rafns Vil- hjálmssonar í Blómaskálanum Vín í Eyjafirði. Sýningin er opin á af- greiðslutíma blómaskálans og stend- ur til og með 12. júní. Í DAG FJÖLDI fólks tók þátt í hátíð- arhöldum í tilefni sjómannadagsins á Akureyri. Fjölskylduhátíð var haldin á uppfyllingunni á horni Strandgötu og Glerárgötu, þar sem fluttar voru ræður, gamlir sjómenn heiðraðir og boðið upp á skemmti- dagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Áhafnir skipa og landkrabbar reyndu með sér í kappróðri en á sunnudagskvöld var haldinn stór- dansleikur í Íþróttahöllinni. Sjómannadagsráð heiðraði tvær hetjur hafsins að þessu sinni; þá Kristján Hannesson trillukarl og Gunnar Brynjar Jóhannesson skip- stjóra. Þá var Ingi Björn Alberts- son fyrrverandi alþingismaður heiðraður fyrir margra ára bar- áttu hans á Alþingi fyrir kaupum á björgunarþyrlu fyrir Landhelg- isgæsluna. Kristján Hannesson hefur verið tengdur sjómennsku alla tíð en á síðustu árum hefur hann róið hluta úr ári á trillunni sinni, Sveini EA. Kristján fór ungur til sjós, á Kald- bak EA, en einnig réri hann á bát- um fyrir sunnan. Hann var um tíma á Snæfelli EA og Björgúlfi EA en hin síðari ár hefur Kristján ein- beitt sér að trilluútgerðinni. Gunnar B. Jóhannesson fór einn- ig ungur til sjós og hefur í gegnum tíðina verið á fjölmörgum bátum og skipum. Síðast var hann skip- stjóri til margra ára á Sléttbaki EA, frystitogara ÚA, sem Samherji gerir nú út undir nafninu Akureyr- in EA. Fjölmargir Akureyringar fylgdust með hátíðardagskránni á sjómannadaginn Morgunblaðið/Kristján Gunnar B. Jóhannsson t.v. og Kristján Hannesson voru heiðraðir á sjó- mannadaginn og einnig Ingi Björn Albertsson fyrrverandi alþingismaður. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í hátíðahöldum á sjómannadaginn. Sumir af yngri kynslóðinni nutu þessa að eiga hrausta foreldra! Tveir gamlir sjómenn og fyrrverandi alþingismaður voru heiðraðir NOKKUÐ tíð sjúkraflug hafa verið á vegum Slökkviliðs Akureyrar og Flugfélags Íslands það sem af er ári. Fyrir helgina var farið í eitthundr- aðasta sjúkraflugið frá Akureyri frá áramótum, er fárveik kona var sótt til Grænlands. Farið var á Metró flugvél FÍ til Kulusuk, þaðan með þyrlu til Ammassalik og konan sótt á sjúkra- húsið þar og flogið með hana til Kulu- suk og svo áfram með Metro til Reykjavíkur, þar sem konan var lögð inn á Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Sigurður L. Sigurðsson slökkviliðs- og neyðarflutningamaður sagði að ferðin hefði gengið vel en það tekur rúma tvo tíma að fljúga frá Ak- ureyri til Kulusuk og um 10–15 mín- útur með þyrlu yfir til Ammassalik. Slökkviliðið tekur við beiðnum um sjúkraflug og kallar þá til neyðar- flutningamenn og/eða lækna þegar þörf er á. Tveir læknar frá FSA fóru í flugið til Grænlands fyrir helgina, auk Sigurðar. Á síðasta ári urðu sjúkra- flugin frá Akureyri 186. Sjúkraflutn- ingamaður var ætíð með í för og læknir frá FSA í 89 skipti. Samstarf Slökkviliðs Akureyrar og Flugfélags Íslands Morgunblaðið/Sigurður L. Sjúklingurinn kominn um borð í þyrluna í Ammassalik en á myndinni eru Daði Þór Vilhjálmsson læknir og Helga Magnúsdóttir svæfingalæknir. Hundrað sjúkraflug frá áramótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.