Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er fallegt í Hlíð- unum í Reykjavík, ekki síst á fögrum sumardegi þegar fuglarnir skríkja af fögnuði og angan af blómum og nýslegnu grasi leggur yfir hverf- ið. Sveitin mín, átthagarnir. Handan við sundin rís Esjan í blá- móðu, uppi í Öskjuhlíðinni skín Perlan sem allir dá en fáir vilja eiga. Hvergi í heiminum eru til ljúfari vornætur, þetta er okkar pláss. Enginn hefur enn þá verið svo ósvífinn að segja að nú séu Hlíðarnar búnar að gegna sínu sögulega hlutverki, tími sé kom- inn til að við tökum saman föggur okkar og flytj- um. Enginn segir þetta vegna þess að engin rök eru fyrir því að leggja nú nið- ur byggð í Hlíðunum. Fólk getur sótt sér vinnu þar eða í næstu hverfum og bæjum, ágætir skólar eru í hverfinu, meira að segja menntaskóli og örstutt í tvo af há- skólum landsins. Á Raufarhöfn er verið að kljást við þróun sem um allan heim ber sömu einkenni. Fólk í sveitum og strjálbýli flytur í fjölmennari byggðir og stórborgir, þar eru fjölbreytt atvinnutækifæri og þar er kostur á alls konar menntun fyrir börnin. Rótgrónir sveitamenn börðust á sínum tíma gegn ofríki bæjanna og bentu á að verið væri að leggja ágætis jarðir í eyði. Þeir voru bæði reiðir og hryggir yfir því að sjá það sem þeir þekktu og þótti vænt um, öll kennileitin í mannlíf- inu, dofna og síðan hverfa. Eftir voru aðeins minningarnar. Tryggð við átthagana er tilfinn- ing sem ekki lýtur endilega skyn- semdarrökum frekar en margt annað gott og slæmt. En hafi ver- ið erfitt fyrir marga að rífa sig upp með rótum og flytja á mölina þegar flestir landsmenn voru bláfátækir og gátu komið jarð- neskum eigum sínum fyrir í pok- aræfli er það enn torveldara núna. Nú eigum við hús. Sá sem keypti sér hús á lágu verði á Raufarhöfn í trausti þess að fiskurinn í sjón- um myndi tryggja honum atvinnu þar fær nú að vita að plássið með sínum 300 íbúum á sér ef til vill enga framtíð. Við Hlíðabúar, með allt okkar á þurru, gætum kannski sagt kuldalega að honum hefði verið nær. Gat hann ekki séð að smá- þorp af þessu tagi væru dæmd til að leggjast af? En við getum ekki verið stikkfrí og megum það ekki vegna þess að án samkenndar væri ólíft í þessu kaldranalega landi. Sam- hjálpin á sér hins vegar takmörk. Gagnkvæmur stuðningur á ekki að vera skilyrðislaus, hann á að byggjast á bæði hug og hjarta. Þegar menn fullyrða að hægt sé að nota til eilífðarnóns byggða- mynstur sem varð til á 19. og 20. öld, enda þótt atvinnuhættir séu nú gerbreyttir, getur þeim varla verið alvara. Ef við ætlum að búa við jafngóð kjör og grannþjóð- irnar þurfum við öflugra þéttbýli en dugði skútuöldinni. En hvernig eigum við að að- stoða Raufarhafnarbúa og aðra þá sem búsetubyltingin gerir nú skráveifu? Þeir sem fylgjast með vondum fréttum af staðnum eru búnir að átta sig á því að kvóta- kerfið er í sjálfu sér ekki söku- dólgurinn. Það er smæð byggð- arlagsins sem veldur því að eigendur/handhafar kvótans ákveða að láta veiða hann á skip- um utan Raufarhafnar og vinna hann annars staðar. Hér skal engu spáð um það hvort erfiðleikarnir séu þess eðlis að byggðin heyi nú sitt dauða- stríð. En Raufarhöfn er hins veg- ar gott dæmi um tugi smárra þorpa sem allir sjá að munu ekki lifa til eilífðar, ekki frekar en byggðin í Grunnavík í Jökul- fjörðum sem fór í eyði fyrir hálfri öld. Grundvöllurinn var horfinn. Sumarið 1991 var mikið rætt um efnahagserfiðleika í litlum byggðarlögum, einkum á Vest- fjörðum. Orðuð var sú hugmynd að samfélagið aðstoðaði með ein- staklingsbundnum peninga- styrkjum fólk sem vildi flytja af slíkum stöðum en gæti það ekki vegna þess að fasteignirnar væru orðnar nær verðlausar. Rekið var upp ramakvein. Þingmenn á landsbyggðinni vildu ekki heyra minnst á slíkt „upp- gjafartal“, sumir höfðuðu til þess að útilokað væri að sætta sig við að dýr hús og mannvirki á stöð- unum yrðu yfirgefin, jafnvel þótt einhver þeirra yrðu kannski not- uð sem sumarbústaðir. Hjákát- legast af öllu var að sumir ákafir talsmenn þess að beitt yrði öllum öðrum ráðum, ekki síst opinber- um styrkjum við fyrirtækin, voru menn sem fyrir löngu voru fluttir úr sinni heimabyggð á mölina. Röskun af því tagi sem flutn- ingur úr litlum stöðum í stóra veldur er aldrei þægileg og getur valdið sárum deilum. Þess vegna er best að hún verði ekki í einu vetfangi heldur lagi samfélagið sig smám saman að umskipt- unum. Þannig höfum við, illu heilli, ekki staðið að málum. En þegar um ríka þjóð er að ræða hlýtur að vera hægt að milda um- skiptin með beinni peningahjálp við þá sem vilja fara. Einhver spyr vafalaust hvort þetta endi með því að allir búi í Hlíðunum en svo slæmt (eða gott) er það nú ekki. Flestir sem rannsakað hafa byggðaþróun hérlendis segja að allmargir, sterkir byggðakjarnar utan Reykjavíkur muni eiga sér framtíð en útilokað sé að allar byggðir geti lifað af. Sá sem fitjar aftur upp á hug- myndinni um fjárhagsaðstoð get- ur vel búist við því að vera sak- aður um skilningsleysi og hroka gagnvart landsbyggðinni. En kurteisleg þögn um það sem blas- ir við er bjarnargreiði við þá sem sitja í súpunni og öryggisleysi þeirra minnkar ekki með árunum. Þess vegna er kominn tími til að ræða nýjan, tímabundinn skatt sem yrði notaður til að aðstoða þá landa okkar sem aðstæður hafa hneppt í nýja átthagafjötra. Hjálpum fólkinu að flytja burt Ef við ætlum að búa við jafngóð kjör og grannþjóðirnar þurfum við öflugra þéttbýli en dugði skútuöldinni. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Þrúður GuðrúnÓskarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. janúar 1934. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks 17. maí síðastliðinn. Foreldrar Þrúðar voru hjónin Óskar Jónasson, f. 6. mars 1902, d. 12. október 1982, og kona hans Magnea J.Þ. Ólafs- dóttir, f. 22. júlí 1898, d. 28. maí 1988. Þrúð- ur átti fjögur systk- ini, Garðar, látinn, Egil, látinn, Geir, búsettur í Reykjavík, og Guðbjörtu, búsett í Ástralíu. Þrúður giftist 5. október 1957 eftirlifandi eiginmanni sínum Gunnlaugi Hannessyni, f. 16.6. 1928. Dóttir þeirra hjóna er Þrúð- ur Ólöf, f. 18.2. 1957, gift Óskari Smith Grímssyni, f. 30.4. 1945. Dóttir Þrúðar Ólafar er Hanna Þrúður Þórðardóttir, f. 2.6. 1980, maki Guðmundur Guðmundson, f. 21.8. 1969, sonur þeirra er Gunn- þór Tandri, f. 19.5. 2002. Börn Óskars eru: Ásdís Kr. Smith, f. 1966, maki Jón Páll Björnsson, dæt- ur þeirra eru: Klara og Hekla Kaðlín, og Bragi Smith, f. 1972, maki Hildur Jóns- dóttir, sonur þeirra er Helgi Hrannar. Þrúður ólst upp í Reykjavík og var alla tíð mjög hand- lagin kona. Hún vann lengst af störf er tengdust sauma- skap. Árið 1986 stofnaði hún Saumnálina, sem sérhannaði sig í fataviðgerðum og -breytingum. Þrúður rak Saumnálina ásamt vinkonu sinni í um níu ár og ávann sér gott orðspor á þeim vettvangi. Síðustu fimm árin barðist hún við krabbamein og andaðist að lokum á Heilbrigðisstofnun Sauðár- króks. Útför Þrúðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku „bestasta“ amma mín. Þegar maður hugsar aftur í tímann verð ég svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við höfum staðið saman gegnum súrt og sætt. Því miður voru síð- ustu árin erfið þar sem þú glímdir við erfiðan sjúkdóm sem bar að lok- um sigur úr býtum. Aldrei kvart- aðir þú þegar þér leið illa og ef verkirnir voru slæmir var það það eina sem þú gafst út á þá að mjöðmin væri að hrekkja þig. Ég man svo vel eftir því þegar við sátum að einhverju braski við eldhúsborðið í Þverbrekkunni, ann- aðhvort við föndur, saumaskap eða bara að tala saman, og það varst þú sem vaktir fyrst áhuga minn á saumaskap og föndri. Eina skiptið sem ég man eftir að þú skammaðir mig var þegar ég skrifaði nafnið mitt öfugt á mynd sem ég hafði gert, ætli ég hafi ekki verið fimm ára. Það virkaði því ég skrifaði ekki nafnið mitt öfugt eftir það. Ég man líka eftir ánægjulegum stundum með ykkur afa á Miklubrautinni og þá man ég sérstaklega eftir því þegar þú varst að hlýða mér yfir prófin sem ég tók í MH og mér leið alltaf betur eftir á því þú kunnir svo vel að stappa í mig stálinu og segja mér að allt færi nú vel, sem það og iðulega gerði. Sumrin voru yndislegur tími og flestum helgum eytt í ferðalög og þegar fellihýsin komu til fjárfestuð þið afi í einu slíku og þá var nú heldur betur hægt að ferðast með stæl. Það voru ófáar Þingvallaferðir farnar. Afi fræddi mig um fjöllin meðan þú skarst þykka sneið af hangikjöti og gafst mér ofan á brauð. Þetta var ógleymanlegur tími sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn mun. Við gátum alltaf talað saman og þess á ég eftir að sakna. Eftir að ég ÞRÚÐUR GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR ✝ Gyða Þórðardótt-ir fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1910. Hún lést á Elliheimilinu Grund sunnudaginn 25. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórð- ur Geirsson, lög- regluþjónn í Reykjavík, f. 4.8. 1877, d. 22.6. 1959, og Björg Arnórsdóttir húsfreyja, f. 3.4. 1876, d. 1.2. 1953. Börn þeirra voru Geir, f. 1900, d. 1918; Guðmundur Árni, f. 1902, d. 1948; Sigurþór, f. 1904, d. 1979; Björg- vin, f. 1908, d. 1945; og Guðrún, f. 1914, d. 1997. Gyða giftist 1936 Henrik W. Ágústssyni prentsmiðjustjóra, f. 19.3. 1905, d. 1966. Foreldrar hans voru Ágúst Sigurðsson prent- smiðjustjóri og Ingileif Bartels. Börn Gyðu og Henriks eru: 1) Nanna Guðrún, f. 13.6. 1938, d. 1998, gift Gísla Svanbergssyni, þau slitu samvistum. Þeirra börn eru: a. Jóhanna, f. 1962, maki Jón- as Jónasson, f. 1959, börn Hanna Lilja, f. 1990, og Matthías, f. 1993. b. Þórður Vésteinn, f. 1964. Seinni maður Nönnu er Halldór Magnús- son, f. 1930. 2) Ragnar Jóhannes, f. 21.9. 1940, maki Jórunn Stefáns- dóttir, f. 28.6. 1948. 3) Þórður Ágúst, f. 27.6. 1942, maki Ásta Óskarsdóttir, f. 24.8. 1947, börn: a. Linda Björk, f. 1968, maki Hörður Magnússon, f. 1965, börn þeirra Óskar Magnús, f. 2000, og Ásta Hlíf, f. 2002. b. Henrik Óskar, f. 1969, maki Elín Hlíf Helgadóttir, f. 1969. 4) Fósturdóttir Guðrún Björgvins- dóttir, f. 10.9. 1931, d. 1978, maki Jó- hannes Eiríksson, f. 6.8. 1930, d. 1973. Þau slitu samvistum. Þeirra börn: a. Björg, f. 1953, maki Númi Geirmundsson, f. 1952, börn þeirra Guðrún Lilja f. 1970 maki Þór Ragnars- son, f. 1969, börn þeirra Kjartan Orri, f. 1993, og Karen Eik, f. 1996. Jóhann- es Geir, f. 1972. Barnsmóðir Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir, f. 1972. Börn þeirra: Franz Ágúst, f. 1996, og Brynjar Snær, f. 1998. Finnur Jens, f. 1973, maki Alexandra Buhl, f. 1975. Barn þeirra: Lóa Björg, f. 2002. b. Eiríkur Sturla, f. 1955, maki Rósa Lára Guðlaugs- dóttir, f. 1955, börn Linda Björk, f. 1978, barn Sumarrós, f. 1999, Gyða, f. 1983, Fanney, f. 1987. c. Snjólaug, f. 1959, maki Guðvarður Birgisson, f. 1956, þau slitu sam- vistum. Þeirra börn Bergdís Hörn, f. 1975, maki Einar Jón Erlings- son, f. 1978, barn þeirra óskírður Einarsson, f. 2003, Jóhannes Birg- ir, f. 1977, maki Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, f. 1978, börn þeirra Kristófer Breki, f. 1998, stjúpdóttir Jóhannesar er Alex- andra Dröfn Veigarsdóttir, f. 1995. Seinni maki Snjólaugar Hall- dór Kjartansson, f. 1967, barn þeirra Eiríkur Búi, f. 1995. Útför Gyðu verður gerð frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Stuttu eftir að ég kynntist Þórði manninum mínum, varð Gyða ekkja. Það er gaman að hafa kynnst konu eins og tengdamóður minni. Hún var léttlynd en stolt og alltaf tilbúin að standa í sjálfboðaliðsvinnu hjá öllum þeim félögum sem hún var í en þau voru ekki fá. Gyða var skáti af lífi og sál, stóð fleiri ár í basarvinnu fyrir skátana og bakaði tonn af kökum og prjónaði sokka í bunkum. Hún var afbragðskokkur og lagði mikið upp úr því að leggja fallega á borð. Allir fengu servéttuhringi og tauservéttur en þetta var mjög danskt heimili. Það var setið lengi við borðhaldið og heimsmálin rædd fram og til baka. Jólaboðin voru stórkostleg sem eng- inn vildi missa af. Gyða var kvenna- skólagengin, talaði reiprennandi þrjú tungumál og var vel að sér í öllu og þá sérstaklega í landafræði. Hún hafði unun af að ferðast bæði heima og erlendis. Heimsótti hún Guðrúnu dóttur sína til Englands og talaði oft um þá ferð eins og ferðir hennar til Ísrael og Kanada og fleiri landa. Gyða og Henrik fóru á Laugarvatn á hverju sumri og var það þeirra sælu- reitur í gegnum tíðina. Börn hænd- ust að henni enda var mikið til af leikföngum og barnabókum á heim- ilinu sem krakkar gátu gleymt sér við í leik. Gyða var síðustu tíu árin á Grund og viljum við þakka frábæra umönnun. Ásta Óskarsdóttir. Nú þegar amma hefur kvatt þenn- an heim kemur upp í hugann flóð minninga og allar mjög ánægjulegar enda var amma jákvæð, lífsglöð og sérlega hláturmild. Þegar ég var 19 ára varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá ömmu um tíma og kynntist henni enn betur. Hún kenndi mér mikið án þess að vera með einhvern yfirlestur eða prédik- anir. Það slettist aldrei upp á sam- komulagið, hún skammaði mig reyndar einu sinni en það var verð- skuldað. Margt sem ég lærði hjá henni nýtist mér enn í dag. Eitt af því sem einkenndi ömmu var iðjusemi, hún var alltaf að vinna. Og yfirleitt í sjálfboðavinnu. Það var Slysavarnafélagið, kvenfélagið, Hjálpræðisherinn, skátarnir og eitt- hvað fleira. Það voru ekki fáar lykkj- urnar sem hún prjónaði eða rúllu- terturnar sem voru rúllaðar upp á Hringbrautinni. Afraksturinn fór svo á einhvern basarinn eða fundinn. Amma hugsaði vel um sína og varði þá eins og ungamamma. Og fylgdist með að allir kæmust á legg. Það fór enginn svangur frá ömmu. Það var henni mikið kappsmál að all- ir fengju nægju sína. Mér er minn- isstæð krukkan á hillunni sem geymdi döðlur. Eða þá norski geit- arosturinn sem virtist alltaf vera til í ísskápnum. Amma var mjög félagslynd og hafði yndi af því að vera innan um fólk. Hún gat talað hátt og mikið, en það var allt í lagi því að þetta var amma. Undir það síðasta var minnið farið að stríða henni en hún tapaði ekki góða skapinu og húmornum. Ég kveð ömmu með söknuði en veit að það verður tekið vel á móti henni. Þín dótturdóttir Jóhanna. GYÐA ÞÓRÐARDÓTTIR Nú, þegar komið er að kveðju- stund, langar mig til að lýsa kæru þakklæti í garð Gyðu Þórðardótt- ur, frænku minnar. Ég átti skjól hjá þeim Henrik á Hringbrautinni á æskuárum og vísa gistingu í ótal ferðum milli lands og Eyja. Hún reyndist mér og börnum mínum ákaflega vel og var okkur sannur vinur. Guð blessi minningu þessarar mætu konu. Ólafía Ásmundsdóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.