Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 33 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sumar í London Vantar 20 ára barngóða „au pair“ til að gæta 1 árs gamallar stúlku í 3—6 mánuði, frá og með 30. júní. Vinsamlega hringið í Selmu í síma 848 1585. Arkitektar/ byggingafræðingar Óskum eftir að ráða arkitekta/byggingafræð- inga til starfa að krefjandi verkefnum framund- an. Við leitum að glaðlyndum, áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum. Nánari upplýsingar í s. 552 6629. Yrki Arkitektar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalskipulag Garðabæjar Verið er að vinna að endurskoðun aðalskipu- lags Garðabæjar, sem tekur m.a. til nýrra íbúðabyggða, legu stofnbrauta og útivistar- svæða. Boðað er til opins kynningarfundar um framtíð Garðabæjar og aðalskipulagið miðvikudaginn 4. júní kl. 20 í Kirkjulundi 19 (við Vífilsstaða- veg.) Eyþór R. Þórhallsson í skipulagsnefnd mun kynna þær hugmyndir sem verið er að vinna eftir ásamt bæjarfulltrúunum Einari Sveinbjörnssyni og Sigurlaugu Garðarsdóttur Viborg. Allir velkomnir! B-listi, óháðra og Framsóknarflokksins í Garðabæ. KENNSLA Menntaskólinn við Hamrahlíð Innritun fyrir haustönn 2003 verður dagana 10. og 11. júní Í MH er boðið upp á almenna menntun til stúd- entsprófs á þremur bóknámsbrautum: Mála- braut, náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut. Meðal kjörsviða er tónlistarkjörsvið í samvinnu við tónlistarskóla og listdanskjörsvið í sam- vinnu við listdansskóla. Námsskipulag er sveigjanlegt og gefur m.a. möguleika á að ljúka námi á skemmri tíma en 4 árum. Ennfremur býður skólinn, einn skóla á Íslandi, IB-námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs, sem lýkur með International Baccalaureate Diploma. IB-nám er 3 ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Nemendur, sem sækja um IB-námsbraut, eiga að panta viðtal við umsjónarmann IB-náms í vikunni 2. til 6. júní. Tekið verður á móti umsóknum frá kl. 9.00— 18:00 dagana 10. og 11. júní og verða stjórn- endur og námsráðgjafar þá til viðtals. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófs- skírteini, fylgiseðill menntamálaráðuneytis og passamynd. Almennar upplýsingar um skólann og viðmið- unarreglur vegna innritunar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans www.mh.is . Rektor. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarbraut 13, Hólmavík. Þingl. eig. Þorvaldur G. Helgason og Sigurður M. Þorvaldsson. Gerðarb.: VÍS, Íslandsbanki, Lífeyrissj. sjómanna, Lífeyrissj. Vestfirðinga, Sparisjóður Strandamanna, Íbúða- lánasjóður og Hólmavíkurhreppur, föstudaginn 6. júní kl 15:30. Hafnarbraut 20, Hólmavík. Þingl. eig. Sigurður G. Sveinsson. Gerð- arb.: Íbúðalánasjóður, Tryggingamiðstöðin, VÍS og Búvélar hf., föstu- daginn 6. júní kl. 15:00. Kollafjarðarnes, Hólmvíkurhr. Þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins. Gerð- arb.: Lánasjóður Landbúnaðarins, föstudaginn 6. júní kl. 13:00. Miðtún 1, Hólmavík, 50% eignarhluti. Þingl. eig. Jón H. Halldórsson. Gerðarb.: Lífeyrissjóður Vestfirðinga, föstudaginn 6. júní kl. 16:00. Víðidalsá, fjárhús, Hólmavíkurhr. Þingl. eig. Svavar Kári Svavarsson. Gerðarb.: Tal hf. og Íslandssími GSM ehf., föstudaginn 6. júní nk. kl. 14:00. Vonarholt, Hólmavíkurhreppi. Gerðarþ.: Sigurður G. Sveinsson. Gerðarb.: Búvélar hf., miðvikudaginn 6. júní kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 30. maí 2003. Áslaug Þórarinsdóttir. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Þórshöfn Stálþil Hafnarstjórn Þórshafnar óskar eftir tilboðum í byggingu stálþils í Þórshafnarhöfn. Helstu magntölur: Fylling í þil 17.500 m³ Rekstur stálþils 164 plötur Kantur með pollum og þybbum 209 m Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. október 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Þórshafnarhrepps og Siglingastofnunar, Vest- urvör 2, Kópavogi, frá miðvikudeginum 4. júní gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtu- daginn 26. júní 2003 kl. 11:00. Hafnarstjórn Þórshafnarhrepps. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Berjanes-Berjaneskot, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Vigfús Andrés- son, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., útibú, og sýslumaður- inn á Hvolsvelli, föstudaginn 6. júní 2003 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 2. júní 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Sveinbjarnargerði 2c, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Anný Petra Larsdóttir, gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins, Lífeyr- issjóður bænda, sýslumaðurinn á Akureyri og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 6. júní 2003 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði III, eignarhl., Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Anný Petra Larsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 6. júní 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 2. júní 2003. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA  www.nudd.is mbl.is ATVINNA ✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fædd- ist á Hellu á Árskógs- strönd í Eyjafirði 19. febrúar 1920. Hún lést í Reykjavík 26. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristján Eld- járn Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri á Hellu, og Sigur- björg Jóhannesdóttir frá Kussungsstöðum í Fjörðum. Systkini hennar voru Þuríður, Snorri, Jóhannes og Guðrún og eru Þuríður og Guðrún nú einar á lífi. Sigríður giftist Bergsteini Jóns- syni múrara og seinna deildarstjóra á rannsóknastofu Háskólans. Hann lést 1995. Dætur Sig- ríðar og Bergsteins eru tvær: Steinunn, gift Sigurði G. Tóm- assyni útvarpsmanni og eiga þau tvo syni, Berg og Stein, og Sigurbjörg Elfa, hennar maður er Hörður Þórðarson. Sigurbjörg Elfa á tvær dætur, Völu og Erlu. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Sigríður Krist- jánsdóttir, tók mér strax vel, þegar ég tók að venja komur mínar á heimili hennar eftir að ég kynntist dóttur hennar Steinunni. Hún gaf mér að borða. Góðan og hollan mat. Alla tíð síðan lét hún sér afar annt um velferð mína og minna. Það var auðvelt að fá matarást á Sigríði Kristjánsdóttur. Hún var búkona í gömlum og góðum skilningi, bakaði og eldaði og var um- hugað um að allir fengju nægan og hollan mat. Seinna, þegar Steinunn kona mín hóf veitingarekstur, bakaði hún fyrir hana og jólakakan hennar öðlaðist þá frægð sem hún átti skilið. Sigríði var afar annt um sína nánustu. Hún fagnaði því mjög þegar Bergur eldri sonur okkar fæddist og var óþreytandi að sinna honum og hygla. Okkur þótti stundum jafnvel of langt gengið. En allt var það af góðum hug. Þegar fleiri barnabörn bættust við var sama umhyggjan og áhuginn á velferð þeirra. Þegar við fórum að byggja var enginn hjálparmaður sem komst með tærnar þar sem Sigga tengdamamma mín hafði hælana. Hún lét sig ekki muna um að taka strætó upp í Breiðholt og hvort sem húsbyggjandanum líkaði betur eða verr vann hún kappsamlega að grefti, naglhreinsun eða tiltekt. Og auðvitað kom hún með kaffi og meðlæti með sér. Þessir eðlisþættir Siggu komu mér auðvitað ekkert á óvart þegar hér var komið sögu. Ég hafði nokkrum árum fyrr tekið þátt í því með tengdafor- eldrum mínum að byggja sumarbú- stað austur í Grímsnesi. Þar gekk hún að hverju verki og fann sér ævinlega gagnleg viðfangsefni. Það var eigin- lega þá sem ég sá fyrst þessa elju, dugnað og ósérhlífni sem einkenndu þessa smávöxnu konu. Hún var eig- inlega aldrei verulega heilsugóð. Fékk skarlatssótt sem barn og liða- gigt á unglingsárum og bar þess æv- inlega menjar. En þótt hún væri past- urslítil var hugurinn óbugandi og þannig var hún til æviloka. Vissulega var hún stjórnsöm en stjórnsemin er ættareinkenni kvenna af hennar ætt, sem kennd er við Kussungsstaði í Fjörðum. En stjórnseminni fylgja margir góðir eiginleikar og Sigga átti þá í ríkum mæli. Hún var yfirleitt af- skaplega skapgóð og glettin, stundum beinlínis stríðin. Hún kvartaði aldrei um eigin hagi þótt oft hafi henni verið þröngur stakkur skorinn en hafði djúpa samkennd með þeim sem minna máttu sín. Að þessu leyti deildi hún lífssýn með manni sínum, Berg- steini Jónssyni. Hún var líka samstiga honum í mörgu öðru, þótt hún gæfi honum líka ráðrúm og frelsi til þess að sinna þeim hugðarefnum sínum þar sem áhugi þeirra fór ekki saman. Þau voru afar samhent um holla og góða lífshætti, uppeldi dætra sinna og stundum unnu þau saman að verkum þar sem handlagni þeirra beggja og verkhyggni fékk notið sín. Bæði áttu þau miklu meira af þeim hæfileikum en fólki er almennt gefið. Þessa sá ljósan stað í sumarbústaðnum, sem þau byggðu sjálf og innréttuðu af smekkvísi og listfengi. Þau nutu þess bæði að ferðast um landið, bæði ein saman og með góðum ferðafélögum. Þau stunduðu líka dans meðan þau höfðu heilsu til. Sigríður naut ekki langrar formlegrar skólagöngu. En hún nýtti sér svo sannarlega það sem hún átti kost á að læra. Hún var list- feng hannyrðakona, vann um tíma á saumastofu og saumaði heima. Fram- an af saumaði hún nánast öll föt dætra sinna. Þótt hún nyti ekki mikillar formlegrar menntunar sjálf var hún áhugasöm um menntun dætra sinna og barnabarna. Hún vildi vanda mál sitt og sinnti málvöndun á sínu heimili af einurð og áhuga. Eitt af því sem henni fannst skemmtilegast að fást við í tómstundum voru krossgátur og myndagátur. Um jól og hátíðir tók hún þetta gjarnan með sér þegar hún kom til okkar og svo voru kraftar og hugmyndaflug fjölskyldunnar sam- einuð. Við eigum eftir að sakna Sigríðar Kristjánsdóttur. Hún hringir ekki lengur til þess að kanna hag okkar. En minninguna um hana tekur eng- inn frá okkur. Sigurður G. Tómasson. SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.