Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 11  KRISTJÁN Magnús Arason hefur varið doktorsritgerð á sviði lyfja- efnafræði (Medicinal Chemistry) við Ohio State Uni- versity í Col- umbus, Ohio í Bandaríkjunum. Nefnist dokt- orsritgerð Krist- jáns „Analogues of methyllycacon- itine (MLA) as antagonists of ni- cotinic receptors“. Ritgerðin fjallar um hönnun og efna- smíði afleiða af E-hring náttúruefn- isins metyllykakonitins. Einnig er fjallað um niðurstöður úr prófunum á hemlandi áhrifum þessara afleiða gegn nikotínviðtökum, en skyldar af- leiður hafa sýnt sterk hemlandi áhrif. Leiðbeinandi var Stephen Berg- meier, prófessor vid Ohio State Uni- versity og Ohio University. Andmæl- endur við vörn voru: Robert Brueggemeier, Dennis McKay, Pui- Kai Li og Norton Neff, allir prófess- orar vid Ohio State University. Krist- ján kynnti rannsóknir sínar með veggspjaldi á National Organic Sym- posium ráðstefnu bandaríska efna- fræðifélagsins i Bozeman, Montana í júní 2001. Kristján er fæddur 1967. Hann er stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík 1987 og lauk kandídats- prófi í lyfjafræði lyfsala frá Haskóla Íslands 1994. Foreldrar hans eru Díana Þórunn Kristjánsdóttir skrif- stofumaður og Ari Guðmundur Þórð- arson húsasmíðameistari. Eiginkona Kristjáns er Andrea Jennifer Mohr- Arason húsmóðir og eiga þau von á sínu fyrsta barni í júlí nk. Kristján starfar nú sem upplýsingagreinir hjá Chemical Abstracts Service í Col- umbus, Ohio. Doktor í lyfjaefna- fræði FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur stofnað dótturfyrirtæki í Bretlandi með nafninu Air Atlanta Europe. Fékk félagið nýverið breskt flug- rekstrarleyfi sem staðfest var í fram- haldi af flugferð félagsins með nokkra forráðamenn breskra flug- mála. Félaginu er ætlað að annast verkefni Atlanta í Bretlandi og öðr- um löndum Evrópu en markaðsstarf- ið fyrir Atlanta-samsteypuna fer áfram fram á Íslandi. Höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins eru við Gatwick-flugvöll nálægt London. Forstjórinn, Michael J. McTighe, var ráðinn í byrjun ársins og starfa með honum 26 manns, bæði Bretar og Íslendingar. Forskot á önnur flugfélög „Air Atlanta Europe er stofnað til þess að taka við verkefnum sem Atl- anta hefur sinnt hér í Bretlandi og víðar í Evrópu síðustu árin,“ segir Michael J. McTighe í samtali við Morgunblaðið. „Með því að hafa reksturinn á nafni fyrirtækis í Bret- landi verður auðveldara að fela því verkefni því þá er félagið jafnsett öðr- um fyrirtækjum sem starfa á ESB svæðinu og þarf ekki að vera sett undir kvóta eða takmarkanir sem er- lend félög þurfa að búa við. Félag með breskt flugrekstrarleyfi getur flogið milli Bretlands og landa utan ESB bæði í Evrópu og ekki síður í Bandaríkjunum sem er mikill mark- aður fyrir breska ferðaþjónustu. Með þessu teljum við okkur ná bæði meiri sveigjanleika og forskoti á önnur flugfélög sem starfa á svipaðan hátt og við, þ.e. leigja öðrum flugfélögum“ McTighe segir að umfang Atlanta í Bretlandi hafi vaxið jafnt og þétt síð- ustu 10 árin eða svo og það hafi því verið löngu tímabært að finna rekstr- inum formlegri farveg á þessu svæði. „Við gerum ráð fyrir að vera í sumar með 10 þotur í rekstri á nafni Air Atl- anta Europe. Tvær eru á breskum einkennisstöfum en hinar á íslensk- um en bresk-skráðu vélunum verður smám saman fjölgað. Þoturnar eru af gerðunum B767, 757 og 747,“ segir McTighe og útilokar ekki að fleiri þotur bætist í flotann þegar fram líða stundir. Það ráðist þó af verkefna- stöðunni hverju sinni. Þekkt fyrir sveigjanleika Air Atlanta Europe annast í sumar einkum verkefni fyrir tvö flugfélög, Excel Aviation og Virgin Atlantic og segir forstjórinn forráðamenn Virgin Atlantic hafa sagt að þotur frá Atl- anta verði ekki síst notaðar á næst- unni til að mæta auknum umsvifum fyrirtækisins í Evrópu. Þá segir hann alltaf talsvert um styttri verkefni fyr- ir ýmsa aðila og nefnir að síðustu mánuði hafi verið nokkuð um flutn- inga á breskum hermönnum milli Bretlands og Kanada vegna æfinga. „Ferðir milli Bretlands og fjarlægra staða eru vaxandi markaður og við getum mjög vél þjónað félögum á þeim markaði. Atlanta er þekkt fyrir sveigjanleika sinn og aðlögun að breytilegum verkefnum með stuttum fyrirvara og það hafa viðskiptavinir okkar kunnað að meta enda félagið verið í rekstri frá árinu 1986.“ Eins og fyrr segir verða markaðs- mál móðurfélags Atlanta áfram rekin frá Íslandi. McTighe segir að komi upp óskir um verkefni hjá t.d. bresk- um ferðaheildsölum eða flugfélögum muni hann kynna sér málið og að ákvarðanir verði síðan teknar í sam- ráði við markaðsdeildina á Íslandi. Hjá móðurfélaginu verður einnig áfram séð um verkefni Atlanta í öðr- um heimshlutum á sviði farþega- og fraktflugs. „Ræturnar eru á Íslandi og við erum stolt af því að vera hluti af móðurfélagi Atlanta og þeim anda sem eigendurnir, Arngrímur og Þóra hafa haldið uppi frá byrjun. Við ætl- um hér að halda áfram á sömu braut, framleiða góða vöru og þjónustu og skapa eigendum arð. Við einbeitum okkur að umsjón og framkvæmd þeirra samninga og verkefna sem afl- að hefur verið og vonum að það leiði til sífellt lengri samninga.“ Yfirbygging í lágmarki Á aðalskrifstofunni við Gatwick fer fram öll hefðbundin starfsemi sem tengist flugrekstrinum, þ.e. ein deild sér um þjálfun áhafna og skipulag á vinnu þeirra, önnur sér um viðhalds- mál, sú þriðja um flugáætlanir og flugleiðsögu og fjórða deildin um fjár- mál. Rekstrinum tengist einnig ann- að dótturfyrirtæki Atlanta í Bret- landi, Aviaservices, sem sér um viðhald á ýmsum búnaði í þotum Atl- anta samsteypunnar. Michael J. McTighe telur einnig að með þessu fyrirkomulagi sé unnt að halda kostn- aði við yfirbyggingu í lágmarki og sé það meðal þess sem geri félagið mjög samkeppnisfært. Dótturfyrirtæki Atlanta, Air Atlanta Europe, með breskt flugrekstrarleyfi Gefur meiri möguleika á verkefnum í Evrópu Morgunblaðið/jt Forstjóri Air Atlanta Europe, Michael J. McTighe , á skrifstofunni í Gatwick. ARI Teitsson, formaður Bændasam- takanna, segir að verði farið að til- lögum nefndar landbúnaðarráðherra um stefnumótun í sláturiðnaði, en þær ganga m.a. út á að fækka sauð- fjársláturhúsum úr sautján í sex, muni það styrkja sauðfjárræktina til lengri tíma. Ari tekur því undir til- lögur nefndarinnar. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri og sveitarstjórnarmaður í Búðardal, segir hins vegar að heimamenn myndu eiga erfitt með að sætta sig við lokun sláturhússins í Búðardal. „Það er mikið byggðamál að halda húsinu gangandi,“ segir hann. Sig- urður skýrir frá því að sláturhúsið hafi ekki leyfi til útflutnings á mark- aði í Evrópusambandinu en stefnt sé að því að koma því í „útflutnings- hæft“ ástand næsta haust. Þær að- gerðir muni kosta innan við 30 millj- ónir kr. Nefnd landbúnaðarráðherra legg- ur það m.a. til í skýslu sinni, sem kynnt var fyrir skömmu, að greiddar verði 220 milljónir kr. í úreldingar- styrki á þessu ári og því næsta í því skyni að fækka sauðfjársláturhúsum. Telur nefndin skynsamlegt að fækka þeim úr sautján í sex, eins og áður sagði, þannig að þau ellefu sem ekki hafa leyfi til útflutnings á markað í ESB verði lögð niður. Skynsamlegar tillögur „Mér finnst tillögurnar skynsam- legar,“ segir Ari. Í þeim sé m.a. tekið tillit til ýmissa atriða t.d. þeirra að sláturtíðin sé að lengjast, sem þýði m.a. að hægt sé að nýta sláturhúsin betur. Þá sé tekið tillit til þess að auð- veldara sé að verða að flytja sláturfé milli staða, m.a. vegna betri vega og stærri vagna sem flytja féð. „Það er m.ö.o. minna mál, varðandi tíma og kostnað, að flytja fé um lengri veg,“ útskýrir hann. „Ennfremur erum við að horfa til nýrrar tækni við vinnslu,“ bætir hann við og vísar m.a. í svo- nefndar vinnslulínur, en þar er kjötið skorið niður, vigtað og pakkað. Ari segir að stækkun og sérhæfing eininganna muni því styrkja stöðu, lækka kostnað og auka samkeppnis- hæfni. „Það er því margt jákvætt við tillögurnar.“ Ari segir þó að á þeim séu einnig vankantar, t.d. sé með þeim dregið úr nálægð bóndans við slátrunina. Það verði t.d. lengra að flytja féð og því erfiðara að fylgjast með mati á því og fleiru. Einnig bend- ir hann á að þetta muni hafa áhrif á atvinnuástandið á þeim stöðum sem missa sláturhúsin. Ari tekur þó fram að tillögurnar „hangi saman“ við hertar kröfur um búnað í sláturhúsum. Með tillögunum um úreldingu sé því verið að auðvelda þeim, sem ekki hafa bolmagn til að bæta húsin í samræmi við hertar kröfur, að komast „frá þessu“. Mikið byggðamál Sigurður Rúnar segist ekki geta annað en tekið undir áhyggjur þeirra sem telja að nefnd landbúnaðarráð- herra gangi fulllangt í tillögum sínum um að loka sauðfjársláturhúsum. „Það er mjög róttækt að ætla að fækka húsunum svona snöggt,“ segir hann. „Það er víst að við munum eiga erfitt með að sætta okkur við að okk- ar húsi verði lokað.“ Hann segir að sláturhúsið hafi ekki útflutningsleyfi til ESB, eins og áður sagði, en unnið sé að því að uppfylla þau skilyrði sem þarf til þess. „Við erum í landbún- aðarhéraði og okkar aðalatvinnu- grein hefur verið landbúnaður og úr- vinnsla,“ segir hann. „Við ætlum okkur að koma sláturhúsinu í útflutn- ingshæft ástand og reka það áfram. Það er mikið byggðamál að halda húsinu gangandi.“ Ari Teitsson um tillögur nefndar um sauðfjárslátrun Styrkir sauðfjár- rækt til lengri tíma FUNDUR með dr. Christoph Jes- sen, aðalsamningamanni Þýska- lands í nýafstöðnum samningum um stækkun Evrópusambandsins (ESB), fer fram í dag klukkan 8.15–10 á Grand Hóteli Reykjavík. Á fundinum verður meðal annars fjallað um hvers vegna hin nýju verðandi aðildarríki voru svona áköf í að komast inn í ESB, hverju stækkunin muni breyta fyrir fram- tíð Evrópu, hvaða breytingar hugs- anleg fyrirhuguð stjórnarskrá sam- bandsins gæti haft, og fleira. Að lokinni framsögu dr. Jessens munu hefja umræður um efnið Ólafur Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, Birgir Tjörvi Pétursson, lög- fræðingur og framkvæmdastjóri Heimssýnar, og Þórunn Svein- bjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi í utanríkismálanefnd Al- þingis. Þátttökugjald er 1.500 kr. og er morgunverður innifalinn. Fundur- inn mun fara fram á ensku. Klukkan 15 í dag verður svo fundur á vegum utanríkisráðuneyt- isins og Þýsk-íslenska með dr. Jes- sen um nýtt hlutverk Þýskalands í stækkuðu ESB. Morgunverðarfund- ur um stækkun ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.