Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dröfn, Dettifoss, Bar- bara, Hanseduo og Frigg koma í dag. Baldvin Þorsteinsson og Freri fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Green Arctic og Stella Rigel koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leir- list og jóga, kl. 11 dans, kl. 13 vinnu- stofa og postulíns- málun, kl. 14 söng- stund. Verslunarferð á morgun 4. júní kl. 10 í Hagkaup, farið frá Grandavegi 47 og Aflagr. 40. Kaffiveit- ingar í boði Hag- kaupa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13– 16.30 opnar handa- vinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 14– 15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, tréskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bón- us, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, kl. 9–14 hárgreiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatns- leikfimi er í Graf- arvogslaug á þriðju- dögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 13 og kl. 14 golfnámskeið í Vetrarmýrinni Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13, biljard kl. 13.30. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerð, kl. 13 hand- mennt og postulíns- málning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 silkimálun, handavinnustofan op- in, kl. 14 boccia og ganga. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Gönguhrólfar fara frá Hlemmi kl. 9.45 á morgun. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13 boccia. Veitingar í Kaffi Berg. S. 575 7720. Hraunbær 105. Kl. 9 posutlínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerðir, hár- greiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Rangæingafélagið Reykjavík. Árleg gróðursetningarferð í Heiðmörk verður miðvikudaginn 4. júní, mæting í reit félags- ins Landnemaslóð kl. 20, upplýsingar í síma 847 2548. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861- 6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. FAAS, Félag að- standenda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er þriðjudagur 3. júní, 154. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bú- stað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Míka 1, 3-4.)     Margir telja að svo-kallaður sjó- mannaafsláttur, sem fel- ur í sér skattfríðindi fyrir sjómenn þá daga sem þeir sækja sjóinn, sé úrelt undanþága í skatt- kerfinu og í raun nið- urgreiðsla á launagjöld- um útgerða í landinu.     Á landsfundi Sjálfstæð-isflokksins, sem haldinn var í lok mars á þessu ári, var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Á undanförnum árum hefur ýmislegt verið gert til að lækka skatta á fyrirtæki og færa skattamál og fé- lagalöggjöf í það horf sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu. Enn eimir þó nokkuð eftir frá gamalli tíð sértækra reglna og mismununar milli atvinnugreina. Þar má taka sem dæmi sér- stök skattafríðindi eins og sjómannaafslátt og vörugjöld, t.d. í sælgæt- is- og gosdrykkjaiðnaði, svo og stimpilgjöld, sem þarf að afnema.“     Ungir sjálfstæðismennhafa lengi fjallað um þetta á sínum vettvangi og farið fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema þessi fríðindi, þó ekki endilega þannig að laun sjómanna lækki, heldur beri útgerðum að standa straum af þessum greiðslum.     Á vefnum Frelsi.isskrifar Jón Hákon Halldórsson í tilefni sjó- mannadagsins, sem hald- inn var um síðustu helgi: „Á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna kemur fram að „þeir sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipa- félagi, eiga rétt á sjó- mannaafslætti.“ Þessi skattaafsláttur nemur um 728 krónum á dag nú í ár, en hann getur mest orðið jafnhár reiknuðum tekjuskatti af launum fyrir sjómanns- störf.“     Jón Hákon telur þaðekki vekja undrun að reglum um sjómanna- afslátt skuli gerð svo ít- arleg skil á vefsíðu LÍÚ. „Sjómannaafsláttur virk- ar í raun sem nið- urgreiðsla hins opinbera á launum sjómanna. Út- vegsmenn hafa að sjálf- sögðu greinilegan hag af slíkri óbeinni þátt- töku ríkisvaldsins í launagreiðslum til sjó- manna.     Nú þegar landsfundurSjálfstæðisflokksins hefur áréttað mikilvægi þess að einfalda skatt- kerfið og draga úr und- anþágum til þess að breikka skattstofninn og lækka skatthlutföll, er tímabært að spyrja enn og aftur hvort ekki sé kominn tími til að af- nema sjómannaafslátt- inn,“ segir í pistli Jóns. STAKSTEINAR Úreltur sjómanna- afsláttur Víkverji skrifar... ÞRÁTT fyrir að umræður umleiðir til lausnar á vanda mið- borgarinnar hafi staðið svo árum skiptir virðist lítið miða í átt til lausnar. Víkverji er mikill vinur miðborgarinnar en það verður að viðurkennast að hann sér æ sjaldn- ar ástæðu til að halda þangað í verslunarleiðangra. Á dögunum var þó ákveðið í sunnudagsbíltúr að taka einn „rúnt“ niður Laugaveginn. Það fyrsta sem við blasti þegar þangað var beygt inn var veggjakrot á húsum. Og svona hélt þetta áfram, veggjakrot virtist skreyta annað hvert hús. Sóðaskapur af þessu tagi dregur úr aðdráttarafli miðbæjarins. x x x VÍKVERJI skoðaði verk fransksljósmyndara sem nú eru til sýn- is á Austurvelli og var mjög hrifinn af mörgum myndunum sem slíkum. En textinn sem fylgdi var ekki jafn merkilegur og stundum beinlínis lit- aður af ofstæki. Það er góðra gjalda vert að vilja vernda náttúruna en einsýni og hatur á öllu sem menn gera er ógeðfellt. Annað vakti at- hygli Víkverja. Ein myndin var af flóttamannabúðum fyrir Kosovo- Albana sem reistar höfðu verið eftir að einræðisstjórn Milosevic hrakti þá úr Kosovo-héraði árið 1999. Með hverri mynd er texti á frönsku, ensku og íslensku. Í enska text- anum er sagt skilmerkilega frá því að Serbar hafi kúgað Kosovo- Albana, beitt svonefndri „þjóðern- ishreinsun“ og eftir að NATO hóf loftárásirnar hafi mörg hundruð þúsund manns verið rekin úr landi, „forced into exile“. Allt er þetta satt og rétt. Í franska textanum er minna gert af því að útskýra aðdragand- ann, að vísu sagt að stefna Serba gagnvart Albönunum hafi verið „discriminitoire“ það er að þeir hafi verið beittir mismunun sem er býsna væg lýsing á kúguninni. Síð- an er sagt að Nato hafi beitt hörð- um loftárásum, í kjölfarið (en entra- inant) hafi fylgt útlegð Kosovo-Albananna. x x x Í ÍSLENSKA textanum segir aðSerbar hafi fylgt „aðgreining- arstefnu“, hvað sem það nú er, gagnvart Albönum. En þar er at- burðarásinni lýst svo.: „Í lok mars 1999 fóru vesturveldin í herferð gegn Serbíu með miklum sprengju- árásum sem leiddi til útlegðar hundruð þúsunda Kosovobúa.“ Sem leiddi til!! Bíðum við, áttu Serbar aðeins einn kost, var það rökrétt svar af þeirra hálfu við loftárásum að reka mörg hundruð þúsund óbreyttra borgara úr landi? Hvers konar þvættingur er þetta eig- inlega? spyr Víkverji og er ekki sáttur við að þýðandi skuli afbaka erlendan texta með þessum hætti. Morgunblaðið/Kristinn Matur, drykkur og sundhettur VEIT einhver hvort og hvar hægt er að kaupa bókina Mat og drykk eftir Helgu Sigurðardóttur? Hún kom fyrst út árið 1947 og síðast árið 1966 að ég held. Þessi mat- reiðslubók hefur alltaf verið til á mínu heimili og nú þegar ég er sjálf flutt að heiman langar mig til þess að eiga hana. Mamma og pabbi vilja ekki sleppa af henni hend- inni þar sem þetta er ein af örfáum matreiðslubók- um þar sem ekki ekki er nauðsynlegt að fara í fjór- ar mismunandi verslanir til þess að fá hráefnið. Einnig þætti mér gam- an að vita hvort og hvar hægt er að kaupa gam- aldags sundhettur með rifflum og blómum. Maður lítur út eins og geimvera með þessar þunnu sport- hettur. Ef einhver hefur þessar upplýsingar undir höndum getur hann sent póst á póstfangið bernes- @simnet.is Berglind Björk Halldórsdóttir. Er Sana Sol ófáanlegt? GETUR einhver sagt mér hvar er hægt að kaupa appelsínuþykknið Sana Sol? Það fékkst fyrir nokkrum árum síðan en ég hef ekki séð það í neinni búð. Ef einhver getur sagt mér þetta má hann senda e-mail á ber- tat@ismennt.is Kvörtun til Blóma- borgar í Hveragerði ÞEGAR ég og tvær vin- konur mínar komum inn í Blómaborg í Hveragerði spurði afgreiðslukonan okkur hvort hún gæti að- stoðað. Við sögðum svo ekki vera, við værum ein- ungis að skoða. Þá varð afgreiðslukonunni þetta að orði: „fyrst þið ætlið ekki að versla þá skulið þið bara fara út, það er svo gott veður úti.“ Okkur var sem sagt vísað út. Gengur þetta yfirleitt? Hefði þetta verið sagt við fullorðið fólk? Herdís A. Magnúsdóttir, 12 ára. Tilboð á hverjum degi ÉG VIL þakka forsvars- mönnum Pizza 67 í Aust- urveri fyrir frábær tilboð sem eru á hverjum degi. Tilboðin eru þau sömu og eru boðin sem sérstök til- boð á öðrum pizzastöðum „1000 krónu tilboð bara þessa viku.“ Þessi 1000 kr tilboð eru alla daga á Pizza 67 í Austurveri og það fylgir 9" hvítlauks- brauð frítt með. Ánægður viðskiptavinur. Þakkir ÉG VIL koma á framfæri þökkum til starfsfólks tískuverslunarinnar MAMBO fyrir frábæra aðstoð. Ég var að velja föt fyrir veislu og starfsfólkið var mjög hjálplegt. Ein ánægð. Tapað/fundið Glötuð hlustunarpípa LAUST eftir kl. sex föstu- daginn 30. maí sl. missti ég úr vasa mínum, fyrir utan apótekið í Austur- veri, hlustunarpípu (stet- hoscope). Á leið inn í apó- tekið heyrði ég eitthvert hljóð, en áttaði mig ekki fyrr en ég hugðist grípa til stethoscopsins tæpum hálftíma síðar, að þarna hafði það hratað úr vasa mínum í götuna. Mjög al- úðleg stúlka í apótekinu brást vel við beiðni minni og leitaði um allt planið, en fann ekkert. Nú vil ég biðja þann, sem hefur fundið gripinn, að hafa samband við mig í síma 553 4354 eða 893 4354. Scopið er svo sem ekki merkilegt, en þægilegt fyrir aldinn lækni að grípa til, þegar vinir leita að- stoðar, og því bagalegt að tapa því. Einnig hefur það dálítið tilfinngagildi eftir langa samveru. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Krakkar úr Snælandsskóla busla í Sundlaug Kópa- vogs í góða veðrinu. LÁRÉTT 1 lúsablesar, 8 vitur, 9 skriftamál, 10 greinir, 11 mólendið, 13 ávöxtur, 15 ís, 18 fiskar, 21 starfs- grein, 22 erfið viðskiptis, 23 áræðin, 24 píanó. LÓÐRÉTT 2 strýta, 3 nytjalöndin, 4 uppnám, 5 hinar, 6 mynn- um, 7 elska, 12 stórfljót, 14 varg, 15 sæti, 16 vind- hani, 17 fim, 18 furða, 19 hvöss, 20 hali. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hraka, 4 vagga, 7 afnám, 8 leiði, 9 tía, 11 korg, 13 kann, 14 ámóta, 15 fant, 17 röng, 20 ofn, 22 lifur, 23 eflir, 24 teigs, 25 augað. Lóðrétt: 1 hnakk, 2 arnar, 3 aumt, 4 vala, 5 geisa, 6 ar- inn, 10 Ísólf, 12 gát, 13 kar, 15 fálát, 16 nefni, 18 öflug, 19 gerið, 20 orms, 21 nema. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.