Morgunblaðið - 03.06.2003, Page 31

Morgunblaðið - 03.06.2003, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 31 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, lést mánudaginn 26. maí. Útförin verður í Fossvogskapellu í dag, þriðju- daginn 3. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á Landspítala Landakoti. Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigurður G. Tómasson, S. Elfa Bergsteinsdóttir, Hörður Þórðarson, Bergur Eldjárn Sigurðarson, Steinn Eldjárn Sigurðarson, Vala Steinsen, Erla Harðardóttir. Þökkum auðsýndan samhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR INGVARSDÓTTUR, sem andaðist 16. maí síðastliðinn. Öllu starfsfólki Landspítalans, einkum krabba- meinsdeildinni og eftirlitslækni hennar þar, He- imahlynningu Krabbameinsfélagsins og líknar- deild Landspítala Landakoti eru færðar sérsta- kar þakkir fyrir einstaka og góða umönnun. Jón P. Ragnarsson, Gísli Björgvinsson, Erna Martinsdóttir, Jón Pétur Gíslason, Ólöf Erna Gísladóttir. Ástkær fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÚLÍUS EIÐSSON, áður til heimilis á Laugavegi 159a, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 4. júní kl. 13.30. Lóa Edda Eggertsdóttir, Ólafur Ottó Erlendsson, Emilý Kalla Kvaran, Grímur Fannar Eiríksson, Viktoría Jónasdóttir, Ágústa Jónasdóttir, Karl Arnar Ólafsson, Amalía Arna, Telma Karen, óskírð Grímsdóttir og Theodór Fannar. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, KRISTJÁN G. KRISTJÁNSSON fyrrv. hafnarvörður, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 31. maí. Kristján Birgir Kristjánsson, Anna Snæbjörnsdóttir, Guðmunda Auður Kristjánsdóttir, Vilhelm Ingólfsson, Ása María Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, dóttur, systur, mágkonu og vinar, GUÐRÚNAR HELGU ARNARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki 11E Landspítala Hringbraut og Sigurði Björnssyni, lækni, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Einnig viljum við þakka sérstaklega þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið við skipulagningu og framkvæmd erfisdrykkjunnar í Borgarleikhúsinu. Geir Sveinsson, Arnar Sveinn Geirsson, Ragnheiður Katrín Rós Geirsdóttir, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Jósef Halldórsson, Þorleifur Örn Arnarsson, Meri Louekari, Oddný Arnarsdóttir, Jón Magnús Arnarsson, vinir og vandamenn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, NJARÐAR H. SNÆHÓLM fyrrverandi yfirlögregluþjóns hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, Mánabraut 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Harald Snæhólm, Þórunn Hafstein, Vera Snæhólm, Elías R. Gissurarson, Jón Kristinn Snæhólm, Oddný Halldórsdóttir, Njörður Ingi Snæhólm, Íris Mjöll Gylfadóttir, Magnhild Gylfadóttir, Brent Dunnett, Vera Ósk Gylfadóttir, Paul Evans. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR INGIMUNDARSON, Bæjarholti 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtu- daginn 5. júní kl. 13.30. Hanna Friðjónsdóttir, Hulda Scoles, Dave Scoles, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Adolf Ö. Kristjánsson, Friðjón Ólafsson, Erna Herbertsdóttir, Gunnar Ólafsson, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ARNFRÍÐAR GÍSLADÓTTUR, Efstasundi 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landa- kotsspítala deild L4 fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Bjarni Kristbjörnsson, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Gísli Bjarnason, Kristbjörn Bjarnason, Steinunn Björg Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Óskar Garðar Hallgrímsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR BJÖRGVINSSON, Langanesvegi 23, Þórshöfn, sem lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi föstudaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði laugardaginn 7. júní kl. 14.00 Rósa Lilja Jóhannesdóttir, Reynir Þórisson, Gréta Guðmundsdóttir, Björn Þórisson, Guðmundur Gestur Þórisson, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, HÖLLU SIGTRYGGSDÓTTUR, Skúlabraut 6, Blönduósi, fer fram frá Fossvogskirkju, Reykjavík, fimmtu- daginn 5. júní kl. 13.30. Baldur G. Bjarnasen, Þórdís Baldursdóttir, Gísli Guðmundsson, Óskar Baldursson, Sigrún Birgisdóttir, Sigtryggur Baldursson, Sigrún Hrafnsdóttir, Guðjón Þór Baldursson og barnabörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur inu þínu þegar þú sást hann koma á móti þér „uppistandandi og lifandi eftirmyndin hans pabba síns“. Þarna áttum við yndislega viku saman. Gátum talað, hlegið og grátið, við höfum alltaf átt svolítið gott með það við öxl hvor annarar, þú og ég. Þegar þú varst að tala við ljósið hans „afa“ við eldhúsborðið okkar eða þegar við fórum að finna þér buxur og ég mátti ekki hjálpa þér úr skónum, því þú áttir að geta hjálpað þér sjálf. Þú sem alltaf varst tilbúin að hjálpa öðrum, en lést svo undan, þegar ég spurði hvort þú vildir nú ekki láta það eftir mér að dekra aðeins við þig, bara þessa einu viku. Við vissum jú ekki hvenær við gætum endurtekið þetta. Við vorum ákveðin í að þegar ég kæmi í heimsókn í byrjun júní, þá kæmir þú með mér heim aftur og yrð- ir hjá okkur í smá tíma, en þú sagðir eins og svo oft áður „ef Guð lofar“. Síðasta sinn sem ég talaði við þig baðstu mig enn og aftur að passa vel uppá „hjartað þitt“ og það held ég áfram að reyna Stína mín, því á með- an „hjartað þitt“ slær, þá slær mitt líka, það skilur enginn betur en þú. Síðustu vikurnar hefur hjartað oft tekið kipp þegar síminn hringdi og við átt von á að nú væri komið að því, en við vorum svo lánsöm að ná að koma og vera með þér síðasta kvöldið þitt, þó ekki gætum við neitt fyrir þig gert annað en að halda í hendina þína og segja þér hversu mikið okkur þykir vænt um þig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá og með þér þessi tuttugu og sjö ár. Þakklát fyrir að vera tekin sem eitt af börnunum þín- um og fyrir allt sem þú hefur kennt mér og markað hefur líf mitt, ekki minnst fyrir að fá að eiga og passa „hjartað þitt“. Þakklát fyrir að kynn- ast öðlingum eins og ykkur hjónum og síðast en ekki síst: að fá að vera vinur ykkar. En mikið verður tómt hér eftir að geta ekki rifjað upp – spjallað – hlegið og grátið með þér. En það er þó huggun harmi gegn að geta horft á börnin mín og séð í þeim öllum hluta af ykkur báðum. Ég bið algóðan Guð að fylgja þér og við vitum að nú færðu aftur að vera við hliðina á „þínum“ og taka með honum nokkur dansspor. Hjá okkur verður eftir yndisleg minning og ljósið þitt verður við hlið- ina á „afa“ á eldhúsborðinu. Elsku Stína mín hjartans þakkir fyrir allt og allt. Elsku Gullý mín, Konni, Smári minn og Haukur ég bið Guð að bera ykkur á örmum sér og marka spor ykkar í sandinn. Þið megið vera svo stolt af að eiga þvílíka móður. Sigurlaug Maren Óladóttir. Danmörku.  Fleiri minningargreinar um Kristínu Benediktsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.