Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 12
REUTERS George Bush Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við sterkan dal, en vill ekki inngrip á gjaldeyrismarkaði. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir G8-fund iðnríkjanna að hann styddi enn sterkt gengi Banda- ríkjadals. Gjaldeyrismál voru meðal umræðuefna á fundi gærdagsins, en dalurinn hefur veikst mjög gagnvart evru á síðustu mánuðum og náði í síðustu viku lægsta gildi sínu gagn- vart evrunni, 1,1925, frá því hún var skráð árið 1999. Styrkur evrunnar hefur valdið út- flytjendum á evrusvæðinu áhyggj- um, en á sama tíma hefur veiking dalsins hjálpað útflytjendum í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórn- völd hafa stutt sterkt gengi dalsins frá miðjum síðasta áratug, en eftir ummæli fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, John Snow, frá því fyrir um hálfum mánuði hefur nokkur óvissa verið uppi um afstöðu stjórn- valda til gengis dalsins. Snow sagði stjórnvöld enn styðja stefnuna um sterkan dal, en að stefnan væri ekki lengur skilgreind þannig að átt væri við gengi hans á markaði. Reuters-fréttastofan segir að aldrei hafi verið gefið upp hvað ná- kvæmlega felist í stuðningi Banda- ríkjastjórnar við sterkan dal en þeir sem stunda gjaldeyrisviðskipti lesi engu síður í hvert orð sem stjórnvöld láta falla um gengi dalsins til þess að meta hvort þeir eigi að kaupa eða selja dali. George Bush hefur ekki verið hlynntur því að stjórnvöld í Bandaríkjunum grípi inn í gjaldeyr- isviðskipti til að hafa áhrif á gengi dalsins. G8-ríkin ræða gjaldeyrismál Bush lýsir yfir stuðningi við hátt gengi dalsins VIÐSKIPTI 12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                            !"         #$%&'$$$      (    )   *  +     )      , %!$$$       ( +      - . /   -     -  *      -       *     , %!$$$        0)*      -   -   *  )-  -)*  , 12$$$  "    )            3 " 45  *     '$$2      '$/ '$$!6)  +                        ! " # 7  (/8"    9   :#4$%';%   *:#4$%'$$  < BAKKAVÖR Group hf. hefur selt mark- aðsskuldabréf að fjár- hæð fimm milljarðar króna en fyrirtækið hyggst nota féð til frekari uppbyggingar á kjarnamörkuðum þess, Bretlandi og meginlandi Evrópu, og styðja þannig við arðbæran vöxt félags- ins, að því er segir í fréttatilkynningu frá Bakkavör. Bakkavör hefur þá stefnu að vaxa um 20–30% á ári. Spurður um hvort félagið ætli sér að nota féð til að kaupa ný fyr- irtæki inn í samstæðuna segir Lýð- ur Guðmundsson, forstjóri félags- ins, í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi lýst því yfir að það hyggist vaxa hér eftir sem hingað til með blöndu af innri vexti og ytri, þ.e. kaupum á góðum arðbær- um fyrirtækjum. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði og hófst sala þeirra hinn 30. maí síðastliðinn. Kaupendur voru inn- lendir fjárfestar. Sótt verður um skráningu skuldabréf- anna í Kauphöll Ís- lands en skuldabréfa- flokkurinn verður að sögn Lýðs einn sá stærsti sem þar verður á skrá. Um er að ræða svo- kölluð kúlubréf, verð- tryggð eingreiðslu- skuldabréf með gjalddaga 15. maí 2009 og bera þau 6,7% vexti. Kaupþing Búnaðarbanki hf. var umsjónaraðili skuldabréfaútboðsins og tryggði sölu skuldabréfanna. Áætlað markaðsverðmæti Bakkavarar er 19,5 milljarðar króna og er fyrirtækið Bakkabræð- ur stærsti hluthafinn með 29% hlutafjár. Bakkavör selur skuldabréf fyrir fimm milljarða Lýður Guðmundsson Afkoma BFG batnaði á seinni helmingi síðasta reikningsárs HAGNAÐUR The Big Food Gro- up, breska matvörufyrirtækisins sem Baugur Group á 23% hlutafjár í, nam 11,7 milljónum punda eftir skatta á reikningsárinu sem endaði 28. mars sl. Árið áður nam hagn- aðurinn 9,3 milljónum punda. Þessi afkoma var nokkru betri en búist hafði verið við, en rekstur samstæðunnar batnaði töluvert á seinni helmingi ársins. Hagnaður fyrir afskriftir á viðskiptavild, óreglulega liði og skatta nam 42,9 milljónum punda, samanborið við 37,1 milljón punda á fyrra ári. Þar af voru 26,2 milljónir punda á seinni helmingi ársins, en 16,7 á þeim fyrri. Velta dróst saman um 100 millj- ónir punda milli ára og nam 5,1 milljarði punda á reikningsárinu. HLUTABRÉF í þýska sportvöru- framleiðandanum Puma féllu um 10% innan dags í gær þegar stærsti hluthafi félagsins, bandaríska fjöl- miðlafyrirtækið Monarchy Ent- erprises, seldi hlut sinn. Monarchy Enterprices átti 40% í Puma og að sögn Financial Times kom salan á óvart, en Monarchy Enterprices mun áfram eiga samvinnu við Puma, samkvæmt upplýsingum frá Puma. Monarchy Enterprices er einnig þekkt undir nafninu New Regency og hefur framleitt vinsælar bíó- myndir á borð við Pretty Woman og L.A. Confidential. Financial Times segir að samvinnan við Monarchy Enterprices hafi átt stærstan þátt í að bæta stöðu Puma. Áður en fyr- irtækið hafi byrjað að fjárfesta í Puma upp úr miðjum síðasta ára- tug hafi vörur Puma ekki þótt spennandi og fyrirtækið hafi verið rekið með tapi. Síðan hafi Puma verið ört vaxandi fyrirtæki sem hafi skilað góðum hagnaði. Reuters Tennisstjarnan Serena Williams klæðist íþróttafatnaði Puma. Kvikmynda- framleiðandi selur 40% í Puma Ahold birtir endurskoð- aðar tölur HOLLENSKA stórfyrirtækið Ahold hefur birt lánardrottnum sín- um endurskoðaðan ársreikning mat- vörukeðjunnar og dótturfélagsins Albert Heijn fyrir árið 2002. Þar með hefur félagið uppfyllt eitt af þeim skilyrðum sem því voru sett til að geta fengið sambankalán að and- virði 2,65 milljarða evra, um 225 milljarða króna, sem vilyrði fékkst fyrir í febrúar síðastliðnum þegar fyrst komst upp um bókhaldsóreiðu hjá samstæðunni. Hlutabréf samstæðunnar hækk- uðu í kauphöllinni í Amsterdam þeg- ar tilkynnt var um að Ahold hefði uppfyllt þetta fyrsta skilyrði. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í hlutabréfum að þetta sé mikilvægt skref fyrir fyrirtækið og léttir fyrir markaðinn. Frekari skilyrði fyrir láninu eru þau að Ahold þarf að birta endur- skoðaða reikninga fyrir bandaríska dótturfélagið Stop & Shop fyrir 30. júní nk. Þá þarf endurskoðað sam- stæðuuppgjör að liggja á borðum bankanna fimm sem veita lánið eigi síðar en 15. ágúst. Með því að upp- fylla fyrsta skilyrðið um birtingu reiknings Albert Heijn keðjunnar tryggði Ahold 915 milljón dollara, eða 67 milljarða króna, lánafyrir- greiðslu frá bönkunum. Af fimm bönkum sem hafa veitt Ahold vilyrði fyrir frekara láni eru þrír hollenskir; ABN Amro, ING og Rabobank. Auk þeirra taka banda- rísku fjármálarisarnir J.P. Morgan og Goldman Sachs þátt. Skuldir Ahold nema yfir 12 millj- örðum evra eða jafnvirði ríflega 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé líftæknisjóðsins MP BIO lækkar um 71,5 milljónir TAP til lækkunar á eigin fé líf- tæknisjóðsins MP BIO hf. á fyrsta ársfjórðungi nam 71,5 milljónum króna, samanborið við 128,9 millj- óna tap á sama tímabili í fyrra. Inn- leyst tap tímabilsins var 29,5 millj- ónir króna en þegar tekið er tillit til óinnleysts gengistaps upp á 42 milljónir er heildartap tímabilsins eins og áður sagði 71,5 milljónir króna. Tap á hverja krónu hlutafjár var 0,36 krónur. Eigið fé MP BIO nam 423 millj- ónum króna í lok mars sl. En var um áramót 494,5 milljónir króna. Tap af sölu hlutabréfa var 31 milljón en gengishagnaður var 8,6 milljónir króna. Annar rekstrar- kostnaður nam 4,8 milljónum króna. Eignir félagsins námu í lok mars 574 milljónum króna og skuldir 179 milljónum króna. Skuldir og eigið fé námu því 602 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri var 2,9 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið var í lok mars 70,2%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.