Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 45 ÁRLEG kvikmyndaverðlaunahátíð bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar MTV var haldin í Los Angeles á sunnudag. Hátíðin er um margt óvenjuleg og ýmsir verðlaunaflokkar sjást ekki á öðrum verðlaunahátíðum sem tengjast kvik- myndaiðnaðinum. Verðlaunahafarnir þurfa raunar ekki heldur að vera raunverulegir. Þannig fékk jedinn Jóda verðlaun fyrir besta bardagaatriðið í Árás klónanna, og tölvu- skrímslið Gollrir og leikararnir Elijah Wood og Sean Astin voru valdir besta kvikmyndateymið fyrir myndina Tveggja turna tal. Jóda kom fram á risastórum sjónvarps- skermi og þakkaði heiðurinn með sínu sér- kennilega orðfæri. „Hmm.. Þakklátur er ég fyrir að þessi verðlaun að fá. Að vinna, bjóst ég ekki við. Lofaði sjálfum mér að gráta myndi ég ekki,“ sagði hann. Hann þakkaði síðan George Lucas, leikstjóra Stjörnustríðsmyndanna, Chewbacca, skrímslinu Greedo og leikurunum Vin Diesel og Steve Guttenberg. Leikarinn Andy Serkis, sem talaði fyrir Gollri og lék hreyfingar hans, tók við verð- laununum og þakkaði kvikmyndagerðarfólk- inu og brellumeisturunum fyrir að vekja þetta skrímsli til lífsins. Skyndilega skreið Gollrir fram á sviðið og hrifsaði verðlaunin af Serkis. „Þú ert lygari og þjófur,“ hvæsti hann. „Ég á þau.“ Hann hélt síðan tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann skammaði kvikmyndagerð- armenn, leikara, MTV og áhorfendur en Serk- is stóð hjá og virtist skammast sín. Rapparinn Eminem fékk verðlaun, bæði sem besti karlleikarinn og sem besti byrjand- inn í karlhlutverki fyrir myndina 8 Mile. Kirst- en Dunst var valin besta leikkonan fyrir Köngulóarmanninn og Tveggja turna tal var valin besta kvikmyndin. Tobey Maguire og Kirsten Dunst fengu verðlaun fyrir besta kvikmyndakossinn í Köngulóarmanninum. Þá fékk Daveigh Chase, sem er 12 ára, verðlaun sem besti skúrkurinn fyrir myndina Hringinn en þar leikur hún stúlku sem drepur fólk gegnum sjónvarp. Söngvarinn Justin Timberlake og leikarinn Sean William Scott voru kynnar á hátíðinni. Kvikmyndaverðlaun MTV Jóda og Gollrir sigruðu Gollrir ætlaði sko ekki að láta skapara sinn stela frá sér MTV verðlaununum. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05, 10.10 og 11.15. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40 og 10. B.i.12. Allt sem hann þurfti að vita um lífið lærði hún í fangelsi! Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! „Einn mesti grínsmellur ársins!“  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.