Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDASAMTÖKIN hafa gert könnun á hitastigi kjötvöru í kæli í nokkrum verslunum og segja „ástand ekki gott“. Fram kemur á heimasíðu samtakanna (ns.is) að samkvæmt nýjum vinnureglum Umhverfisstofnunar myndu athuga- semdir gerðar við hitastig í 67% verslana. Einnig segir að verslanir myndu fá athugasemdir í eftirlits- skýrslu í 53% tilvika, miðað við nið- urstöður könnunarinnar. Samtökin mældu hitastig kjöt- vöru í nokkrum verslunum með leyfi verslunarstjóra og var ætlunin að kanna hvort viðkvæm fersk kjöt- vara væri við rétt kælistig. Notaður var staðlaður hitamælir sem stung- ið var í kjarna kjötsins. Lægsta hitastig sem mældist í hverju sýni var skráð. Fram kemur í könnun Neytenda- samtakanna að fimm af fimmtán mælingum hafi sýnt niðurstöður á bilinu 0–5°C. Ströngustu kröfur reglugerðar eru 0–4°C og segir að aðeins einn hamborgari í Nóatúni og sýni af kjötfarsi í 10–11 hafi staðist þær kröfur. Hitastig í átta sýnum mældist 5– 7,4°C og í tveimur sýnum 7,5–10°C. Í síðara tilvikinu myndu umræddar verslanir fá áminningu, segja Neyt- endasamtökin. Samkvæmt nýjum vinnureglum Umhverfisstofnunar á hitastig kæli- vöru að vera 0–4°C. Mælist hitastig vöru 0–4,9°C telst „í lagi“, 5–7,4°C er skráð í eftirlits- skýrslu, 7,5–10°C leiðir til áminn- ingar og mælist hitastig hærra en 10°C er það skráð í eftirlitsskýrslu og vöru síðan hent. Neytendasamtökin segja að tvær verslanir hafi fengið áminningu þessu samkvæmt. Mældist hitastig hamborgara í Hagkaupum 7,5°C og hamborgara í Melabúðinni 8,1°C. Neytendasamtökin segja að ekki þurfi að fjölyrða um þessa niður- stöðu. „Við vonum að betri nið- urstaða fáist í stóru könnuninni í sumar og bendum á að þótt úrtak sé takmarkað séu niðurstöðurnar vísbending um að sumar verslanir geti gert betur.“ Einnig er neytendum bent á að fara vel með kælivöru í ferðalögum sumarsins og við grillið; nota kæli- box eða klakapoka, ekki geyma matvæli lengi í bílnum, kanna lykt áður en eldað er og gegnsteikja kjöt. Athugasemdir gerðar við hitastig kjötvöru Neytendasam- tökin gera skyndikönnun í verslunum Morgunblaðið/Kristinn Kælivörur eru afar viðkvæmar fyr- ir hitabreytingum og er mat á geymsluþoli miðað við 0-4 gráður. HRAÐBÚÐ Esso í Reykholti, Veg- bitinn, býður vegfarendum nú átta tegundir af nýbökuðu brauði og sætmeti, svo sem smáflatbökum, kleinuhringjum, vínarbrauðum og Berlínarbollum í sumar. Verslunin er opin frá tíu til 22 og er bakað eftir hendinni, þrisvar til fjórum sinnum yfir daginn þegar mest lætur. Kristinn Hannesson er lærður bakari og rekur Bitann, eins og hann er kallaður. Segir hann að sú tilhögun að baka brauð beint úr frysti hafi verið að ryðja sér til rúms í Evrópu undanfarin fimm ár. Hann sé, sem fagmaður, ánægður með gæði brauðanna. Segja má að hraðbúð Esso í Reykholti sé eins konar stórmark- aður. Þar er gerlegt að fá allar helstu nauðsynjavörur. Fólk er oft undrandi á því hversu vöruúrvalið er mikið og er Bitinn í leiðinni þegar farið er fram í Húsafell og á Langjökul. Þar sem veturinn var eins og milt haust hafa ferðamenn verið færri og því minna verið farið á jökulinn. Hins vegar eru forrétt- indi að fá að vera í sveitinni, fjarri borgarskarkalanum og fólk í Borgarfirðinum er skemmtilegt. Þess vegna eru hjónin Kristinn Hannesson og Ingunn Sveins- dóttir ekki á því að hætta á næst- unni. Nýbakað brauðmeti í Bitanum Morgunblaðið/pþ Kristinn Hannesson og Ingunn Sveinsdóttir við nýbakað brauðið í Bitanum í Reykholti. UMHVERFISSTOFNUN og Heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga hefur gert áætlun um matvælaeftirlit á landsvísu þar sem hitastig og upp- röðun vöru í kælum smásölufyr- irtækja verður kannað. Könnunin verður gerð í sumar og til loka ágúst, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Þar segir að sambærileg könn- un hafi verið gerð 1997 og 1999. Kæling er einn mikilvægasti ör- yggisþátturinn í sambandi við framleiðslu og dreifingu á mat- vælum og er ætlunin að kanna hvort ákvæðum matvæla- reglugerðar um kælihitastig sé framfylgt. Kælivörur eru mjög viðkvæm matvæli, segir Umhverfisstofnun ennfremur, og því skiptir máli að þær séu geymdar í vönduðum kælibúnaði við 0-4 gráður. Geymsluþol matvæla er miðað við fyrrgreint hitastig og segir Umhverfisstofnun jafnframt að uppröðun í kæli skipti máli. Tryggja verði öryggi matvæla og haga uppröðun þannig að hrávara og tilbúin matvæli séu aðskilin. Einnig sé mikilvægt að virða hleðslumörk kæla til þess að full- nýta kæligetu og viðhalda kæl- ingu. Niðurstöður verkefnisins munu verða birtar í september. Eftirlit með kælingu matvöru í sumar NETVERSLUNINNI hagkaup.is var lokað nú um mánaðamótin og segir Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, ástæðuna þá að hún hafi ekki skilað hagnaði. Póstverslun Hagkaupa verður hins vegar opin áfram. Símanúmerið er að finna á hagkaup.is. Finnur segir ástæðu þess að net- verslunin borgaði sig ekki líklega þá, að aðgengi að verslunum sé almennt gott hér á landi. „Möguleikar í netverslun með sér- vöru, svo sem bækur og geisladiska eru hins vegar enn fyrir hendi, enda hefur hún gengið vel. Netverslun með matvöru borgar sig hins vegar ekki,“ segir hann. Segir Finnur aðspurður hvort Hagkaupsverslun með bækur og geisladiska komi til greina á Netinu að netverslun fyrirtækisins sé „í endurskoðun“. Fjórir starfsmenn höfðu atvinnu af netverslun Hagkaupa og segir Finnur að tveir þeirra muni sinna öðrum verkefnum hjá fyrirtækinu. Netverslun Hagkaupa lokað Vefsíðan hagkaup.is sem nú er búið að loka. Póstverslunin verður opin. TUTTUGU og níu leikskólabörn reyndust í bráðri lífshættu þar sem þau sátu í framsæti bíla með öryggispúða fyrir framan sætið, segir í frétt frá Árvekni, Umferð- arstofu og Landsbjörgu um nýja könnun á notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum. „Íslendingar ætla seint að læra að börn eigi rétt á því að vera vel varin í bíl,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Kannaður var búnaður hjá 1.995 börnum við 83 leikskóla í 39 sveitarfélögum og voru 117 barna laus í bílnum í ár, eða 6%. Er það besti árangur sem mælst hefur frá því byrjað var á þessum könn- unum árið 1996, en þá voru 288 börn laus af 1.028, eða 28%. „Að 177 laus börn í bíl skuli vera besti árangurinn segir sína sögu. Lög um sérstakan örygg- isbúnað fyrir börn í bíl eru frá 1990 og eru nokkur ár frá því að lögreglu var gert að sekta öku- menn um 10.000 krónur væru börn ekki í slíkum búnaði í bíl. Lög um skyldunotkun bílbelta hafa verið í gildi í áratugi og því kemur á óvart að 316 foreldrar hafi verið án öryggisbeltis þegar könnunin var gerð,“ segir enn- fremur. Foreldrar í belti, börnin laus Fram kemur að 243 börn 1–6 ára hafi einungis verið með bíl- belti en þau eru einungis hönnuð fyrir einstaklinga sem eru 140 sentímetrar á hæð og 35–40 kíló. Einnig segir að talsvert hafi verið um að börn sætu laus við hliðina á góðum öryggisbúnaði en foreldrar sjálfir spenntir. 31 for- eldri reyndist í belti með laus börn í aftursæti. Í nokkrum tilvikum reyndist búnaður lélegur og ekki uppfylla lágmarkskröfur um gæði. Sjá niðurstöður á arvekni.is. 29 börn í framsæti við öryggispúða Morgunblaðið/Þorkell Börnum ber að vera í réttum öryggisbúnaði í bílnum, lögum samkvæmt. lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer fimm 2003 innlit • garðhúsgögn • pylsur og hamborgarar • sumarborðið • hönnun • sætmeti á sumri • blóm í garðinn Fylgir Morgunblaðinu á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.