Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MARGS konar breyting-ar hafa orðið í rann-sóknum á hjartasjúk-dómum og hjartalækningum undanfarin ár. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, segir að hjartadeildin hafi á síðustu árum verið að breytast í deild hátæknirann- sókna og aðgerða. Margvíslegri tækni sem notuð er við greiningu sjúkdóma hefur fleygt fram svo og ýmsum aðgerðamöguleikum. Með betri hjartaþræðingartækni sé nú unnt að opna og víkka fleiri kransæðar en áður. Minna er því um opnar hjartaðaðgerðir en ann- ars hefði orðið. Með miklum framförum í raflíf- eðlisfræði hafi einnig tekist á síð- ustu árum að ráða fram úr ýms- um takttruflunum hjartans sem margir þjást af. Enn ein breyt- ingin í starfi hjartadeildarinnar er meiri áhersla á forvarnir, m.a. með markvissri lækkun á blóðfitu og háþrýstingi. Sautján hjartasérfræðingar Hjartadeildir spítalans við Hringbraut og í Fossvogi voru sameinaðar fyrir rúmu ári og er hin sameinaða deild á fjórðu hæð í Landspítala við Hringbraut. Deildin hefur yfir 42 sjúkrarúm- um að ráða á tveimur göngum, 14E og 14G, en tímabundið er nýrnasjúklingum einnig sinnt á deild 14G. Af þeim sökum er oft þröngt um sjúklingana og því miður komi það oft fyrir að ein- hverjir sjúklingar vistist á göng- um. Daglegu starfi deildarinnar stýra Gestur og Unnur Sigtryggs- dóttir sem er deildarstjóri hjúkr- unarstarfsins. Prófessor lækningasviði I er Harðarson og sviðsstjó mundur Þorgeirsson. Þrí starfa sem aðstoðaryfirl hjartadeildinni en Gest reyndar þann titil vera t skoðunar. Þeir eru Krist ólfsson, sem veitir hjartaþræðingarstofum o m.a. hjartaþræðingum o æðavíkkunum; Ragnar D Rúmlega árs reynsla af sameiningu Sífelld þróun í hátækniranns Margs konar tækniþróun hefur á tiltölulega stutt- um tíma leitt til framfara á sviði hjartalækninga. Kransæðar eru víkkaðar út og með raflífeðlisfræði er unnt að vinna bug á takttruflunum. Þá er æ meiri áhersla lögð á forvarnir. Jóhannes Tómasson kynnti sér starfsemi hjartadeildar Landspítalans. Nokkrir lykilstarfsmenn deildarinnar, f.v.: Kristján Eyjólfson, Gizur Gottskálksson, Gestur Þorgeirsso MEÐ hjartaþræðingu er slanga þrædd inn í æð, oftast í nára, og henni þokað inn að hjartanu. Með slíku tæki er unnt að ráðast í ótrúlegar aðgerðir í hjartaæð- unum. Slöngunni er stýrt með sér- stöku tæki og til að læknar geti séð hvernig þeir eiga að bera sig að renna þeir skuggaefni inn í æðakerfi hjartans og kemur þá fram stækkuð mynd á skjá. Hægt er að frysta myndina til að menn geti betur áttað sig á stað- háttum. Hjartað stoppar ekki við þessa truflun heldur slær ótt og títt og er þess vegna allt á iði. Reyndur hjartalæknir veit ná- kvæmlega hvað hann er að gera þótt allt sé þannig á hreyfingu. Með því að frysta myndin staldra við er unnt að met stæður og skoða æðina ná Unnt er að framkvæma aðgerðir með hjartaþræð artæki, gefa lyf, víkka út með því að fylla belg með sem rennt hefur verið inn slönguna og síðan renna s sömu leið og koma því fyr sem þrengslin voru. Þá er enn ein truflunin verður í hjarta í svonefnd leiðsluböndum en um þau boð um hjartslátt. Stundu koma fram aukaleiðnibra sem vitað er að trufla hja inn og þegar þær eru fun unnt að fara inn í hjartað ákveðinni tækni og brenn Stoðnet og rafstuðtæki Morgunblað Kristján Eyjólfsson og samstarfsmenn með sjúkling í hjartaþr AFREK OG ÓLÖGLEG EFNI Þegar talað er um íþróttir komaupp í hugann hugtökin heiðar-leiki og drengskapur, en ekki andstæðurnar, svik og undirferli. En það getur verið erfitt fyrir afreksmann, sem aðeins vantar herslumuninn til að komast í fremstu röð að standast freist- ingar fólgnar í lyfjum, sem gefa fyr- irheit um aukinn mátt og kraft. Sömu freistingar virðast blasa við þeim, sem stunda almenna líkamsrækt. Samkvæmt úttekt eftir Hildi Einars- dóttur, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag, er nokkuð algengt að lyf séu notuð í tengslum við líkamsrækt hér á landi og á það við um þá, sem æfa af- reksíþróttir, en ekki síður hinn almenna borgara, sem „fegri“ líkamann sér til heilsubótar. Meðal efnanna, sem eru notuð, eru hormón á borð við testosterón og svo- kölluð forstigshormón eða fæðubótar- efni, t.d. efedrín, sem breytast í hormón eftir að í líkamann er komið. Enginn vafi leikur á því að of mikil neysla hormóna getur haft alvarlegar afleiðingar. Vefaukandi sterum fylgja aukaverkanir og eituráhrif. Meðal aukaverkana er ófrjósemi og tímabund- ið getuleysi. Þá geta sterar valdið hjart- sláttartruflunum og blóðþrýstings- hækkun og leitt til þess að hjartavöðvinn ofþykknar og dæmi eru um að geðheilsa steraneytenda hafi raskast og þunglyndi hafi fylgt neysl- unni. Þá flýtir neyslan fyrir æðakölkun og er það sennilega alvarlegasti fylgi- fiskurinn. Þessar afleiðingar steranotkunar eru ekki leyndarmál. Ekki er nokkur leið að verja notkun afreksmanna á slíkum lyfjum til að ná meiri árangri, en það er fullkomlega óskiljanlegt að almenning- ur skuli neyta slíkra lyfja til þess eins að líta betur út. Neysla stera virðist hins vegar hæg- lega geta orðið að fíkn eins og kemur fram í viðtali Hildar Einarsdóttur við mann, sem var hætt kominn vegna lyfjanotkunar, sem var komin langt út fyrir öll eðlileg mörk. Maðurinn, sem ekki vildi láta nafns getið, segist enn æfa sig sér til ánægju og heilsubótar. „Ég hef þó áttað mig á því að æfingastaðurinn minn, sem var minn neyslustaður, er eins og barinn fyrir alkóhólistann,“ segir hann og bæt- ir við að því hafi fylgt einstök tilfinning að finna vöðvana bólgna út við stera- notkunina og að sama skapi hafi fjarað undan æfingagleðinni þegar steranotk- uninni var hætt og vöðvarnir rýrnuðu aftur. Hann segir íþróttamenn, sem taki ólögleg lyf, búa við sjálfsblekkingu: „Þeir lifa í raun tvöföldu lífi og hafa tvö- falt siðgæði. Íþróttamaðurinn er sigur- vergari, hann hefur hraustlegt útlit og hefur tamið sér að öðru leyti heilbrigða lífshætti, gætir þess að neyta hollrar fæðu og að fá nógan svefn. Undirliggj- andi er svo þessi ólöglega lyfjaneysla.“ Sala á þessum efnum er ólögleg, en það virðist ekki koma í veg fyrir að þau flæði inn í landið. Til að sporna við þess- ari neyslu þarf að efla fræðslu um hætt- una, sem henni fylgir, og herða aðgerðir til að uppræta hana í afreksíþróttum. Glæsileiki fenginn með neyslu bráð- hættulegra lyfja er of dýru verði keypt- ur og met sett í krafti þeirra eru ekki pappírsins virði, sem þau eru skráð á. TVÍSKIPTUR VINNUMARKAÐUR Runólfur Ágústsson, rektor Við-skiptaháskólans á Bifröst, setti í útskriftarræðu sinni um síðustu helgi fram þá hugmynd, að ríkisreknum há- skólum yrði breytt í sjálfseignarstofn- anir. Ein röksemd Runólfs fyrir þeirri breytingu er að þannig væru ríkishá- skólarnir losaðir úr viðjum löggjafar um sérstök réttindi opinberra starfsmanna, en í krefjandi samkeppnisumhverfi þyrftu þeir að geta brugðizt skjótt við. „Þarna standa ríkisháskólarnir höll- um fæti. Stjórnkerfi þeirra og laga- rammi er ósveigjanlegur og illa til þess fallinn að þjóna markmiðum þekkingar- samfélagsins,“ sagði Runólfur. „Lög um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna eru þar til að mynda nær ókleif hindrun og í því ljósi, burtséð frá mál- efnum háskóla, má spyrja hvaða rök séu fyrir því að önnur lög gildi um réttar- samband launamanns og atvinnurek- anda eftir því hvort atvinnurekandinn er hið opinbera eður ei. Þau rök kann sá sem hér stendur ekki og telja má að slík tvískipting á vinnumarkaði sé þvert á móti skaðleg.“ Æ fleiri spyrja hvað réttlæti þá tví- skiptingu vinnumarkaðarins, sem Run- ólfur nefnir. Atvinnurekendur á hinum almenna vinnumarkaði kvarta undan því að á undanförnum árum hafi þeir ekki getað haldið í við launahækkanir opinberra starfsmanna, sem í sumum tilfellum séu fjármagnaðar með halla- rekstri á ríkisstofnunum. Atvinnurek- endur hafa jafnframt bent á að auk þess að geta boðið sömu eða jafnvel betri laun en tíðkast á almenna markaðnum bjóði hið opinbera betri lífeyris- og or- lofsrétt og harla góða vernd fyrir því að vera sagt upp starfi. Þetta þykir at- vinnurekendum skiljanlega skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Frá bæjardyrum stjórnenda í opin- bera kerfinu séð hefur tvískiptingin líka stóra galla, sem Runólfur Ágústsson nefnir. Það er mjög erfitt að hagræða í rekstri opinberra stofnana af því að það er nánast ómögulegt að segja starfs- mönnum þeirra upp vinnunni. Rekstur þeirra verður ósveigjanlegri sem því nemur, þær verða undir í samkeppni við einkageirann þar sem það á við og eiga á hættu í einhverjum tilvikum að laða að sér starfsfólk, sem einblínir fremur á starfsöryggið en þá umbun, sem veitt er fyrir góða frammistöðu. Sveigjanleiki á vinnumarkaði er ein forsenda samkeppnishæfni atvinnulífs einstakra ríkja. Íslenzkur vinnumark- aður er til dæmis miklu samkeppnishæf- ari og hefur meiri aðlögunarhæfileika en sá þýzki, enda er atvinnuleysi hér miklu minna en í Þýzkalandi. Ef í raun eru tveir vinnumarkaðir í einu landi, þar sem annar er sveigjanlegur en hinn ósveigjanlegur, er líka augljóst hvor hefur betur í samkeppninni til lengri tíma litið. Núverandi ástand hvetur til hlutafélagavæðingar ríkisfyrirtækja, útboða og einkavæðingar. Langflest störf, sem unnin eru hjá hinu opinbera, eru lítt frábrugðin störfum í einkageir- anum og forsendurnar fyrir tvískipting- unni eru löngu brostnar, m.a. vegna þess að laun í opinbera geiranum eru nú orðin sambærileg við laun á almennum vinnumarkaði. Ef forsvarsmönnum samtaka opinberra starfsmanna er al- vara með að vilja tryggja framtíð starfa þeirra ættu þeir að berjast fyrir því að tvískiptingin á vinnumarkaði verði af- numin og réttindi launafólks samræmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.