Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BRÉFRITARI var að lesa Morgun- blað seinustu daga þar sem okkur landsmönnum var sagt frá uppsögn- um og væntan- legu atvinnuleysi á Raufarhöfn. Framtíð staðarins er í hættu. Svo segja sveitar- stjórnarmenn þarna og fleiri. Það kemur fyrst í hugann að á Raufarhöfn hef- ur ekki verið þessi stöðugleiki sem ýmsir stjórnmála- menn létu kjósa sig út á aftur í rík- isstjórn. Eini sjáanlegi stöðugleikinn hér á landi í augum bréfritara er þrá- seta langþreyttra stjórnmálamanna í sömu ráðherrastólunum og þeir voru í áður. Kunnur rithöfundur kallaði svona hugarfar slímsetu. Þá halda menn fast í stóla sem öllum nema þeim sjálfum er ljóst að þeir ættu að standa upp úr. Yngri menn með nýj- ar lausnir ættu að taka við. Það kem- ur í hug bréfritara við þetta að stund- um er auglýst lím „sem límir allt“ eins og segir í auglýsingunni. Menn virðast hafa fest sig við ráðherrastól- ana með einhverri slíkri límblöndu sem veldur áframhaldandi slímsetu þótt ráðleysið sé algjört t.d. á Rauf- arhöfn. Þar er ekki stöðugleiki hjá venjulegu fólki heldur hrun og von- leysi sbr. fréttir Morgunblaðsins. Stöðugleiki ráðherrastólanna kemur á undan öllu öðru, líka á undan Rauf- arhöfn. Að þessu máli á Raufarhöfn kemur líka aðalskipafélag landsins. Það er hluti vandans. Það er skoðun bréfrit- ara að opinberir aðilar en ekki þetta stórskipafélag eigi að hafa örlög Raufarhafnar í hendi sér og tryggja þar stöðugleika áfram. Upp í huga bréfritara kemur ógreidd siðferðisskuld sem stór- skipafélagið skuldar enn í dag öllum almenningi í landinu en hefur ekki staðið skil á. Þar er átt við kaup inn- herja í þessu sama stórskipafélagi á nánast öllum fölum hlutabréfum þeg- ar enn var hægt að fá þau fyrir nán- ast ekki neitt. Þessir innherjar og kaupendur vissu þá vel, t.d. vegna nýrra laga um hlutafélög, að bráðlega myndu þessi bréf hækka og verða seld á frjálsum hlutabréfamarkaði á margföldu verði. Slíkur markaður var þá ræddur í þröngum hópi. Þetta vissu seljendur bréfanna ekki enda margir gamalt fólk og dánarbú. Inn- herjarnir voru klárir á þessu öllu og „plötuðu sveitamanninn“ eins og sagt er. Lengi hefur vantað hlutlausa og opinbera skýrslu um þessi miklu kaup innherjanna á hlutabréfum í stórskipafélaginu fyrir „slikk“. Það er vonlaust verk í huga bréfrit- ara að ætlast til þess að þessi nauð- synlega skýrsla um slæmt nýtt hug- arfar og slæmt nýtt siðferði í innherjaviðskiptum, sem þarna kom vel fram, sjái dagsins ljós. Hún kem- ur ekki. Samt er hún nauðsynleg og gæti komið fram t.d. vegna þeirrar lögreglurannsóknar sem nú í dag fer fram vegna nýlegra kaupa nokkurra Íslendinga á hlutum í sænskum banka. Eru sakaðir um það sama og ráðamenn stórskipafélagsins gerðu. En nóg um það í bili. Til að skýra betur málið þá er rétt að benda á að þetta sama stórskipa- félag á ekkert eðlilegt erindi í kvóta- kaup og útgerð. Hefur í dag einokun á nánast öllum flutningum til lands- ins og græðir vel síðan Hafskip hf. fékk snöggan og óútskýrðan dauð- daga sem samkeppnisaðili. Tapaði áður. Einokun á öllum vöruflutning- um til landsins er meira en nóg. Svo vantar enn skýrsluna um innherja- viðskiptin. Kemur hún? Bréfritari fer nú að stytta meira mál sitt. Samt vill hann koma þeirri skoðun sinni á framfæri að rétt sé að ríkissjóður stofni kvótasjóð sem hér er kallaður Auðlindasjóður. Rétt hefði verið af slíkum sjóði að bjóða betur og borga hærra verð á frjálsum markaði þegar stórskipafélagið byrj- aði að kaupa útgerðir og kvóta í skjóli einokunar og gróða af flutningum til landsins. Ef það hefði verið gert ætti Auð- lindasjóðurinn í dag einhverjar út- gerðir og kvóta en líklega síður ein- okunaraðilinn í flutningum sem kallar þessa nýju kvótaeinokun sína Brim. Þá gæti Auðlindasjóðurinn sem útgerðar- og kvótaeigandi tryggt sjávarplássum líkt og Raufar- höfn þann stöðugleika sem venjulegt fólk á þessum stöðum á fullan rétt á. Að lokum bendir bréfritari á að hægt er að reka Auðlindasjóðinn með hagnaði og gróða sem ræða má bet- ur. Skapa samt um leið fólkinu í sjáv- arþorpunum nauðsynlegan stöðug- leika í lífu sínu og atvinnu. Fólkið við sjóinn um land allt má ekki gleymast þegar menn hafa límt sjálfa sig fasta við ráðherrastólana með lími „sem límir allt“. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður Reykjavík. Raufarhöfn og nýr kvótasjóður Frá Lúðvík Gizurarsyni hæstaréttarlögmanni: Lúðvík Gizurarson Steypusögun Vegg- og gólfsögun Múrbrot Vikursögun Malbiksögun Kjarnaborun Loftræsti- og lagnagöt Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-SÖGUN Sími 567 7544 • Gsm 892 7544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.