Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 42
KÁNTRÍKÓNGURINN Hallbjörn Hjartarson er þessa dagana að leggja lokahönd á plötu sem væntanleg er í verslanir í mánuðinum. Hallbjörn sendi síðast frá sér hljóðversplötu 1997, en það var gospelplatan Kántrý 8. Nýjasta platan er nefnd eftir kettinum Búlla: „Titillagið er um kött sem ég átti og hét Búlli. Í laginu segi ég sögu hans og þótti rétt að láta plötuna heita eftir þessu lagi. Á einni plötunni sem ég lét frá mér söng ég um hundinn Húgó og það lag hefur verið mjög vinsælt, sérstaklega hjá börnum og unglingum. Þess vegna datt mér í hug að búa til lag og segja frá Búlla sem var mjög skemmtilegur og yndislegur köttur,“ sagði Hallbjörn og bætti við að vitaskuld fengi síðan mynd af Búlla ketti að prýða plötuhulstrið. Lagið um Búlla og annað lag á diskinum, „Hann afi er ekki afi minn“, samdi Hallbjörn sérstaklega með yngstu hlustendurna í huga, en annars er platan fyrir alla gerð. „Það eru 10 spánný lög á henni sem aldrei hafa heyrst áður,“ sagði Hallbjörn. Með þessari plötu segist Hallbjörn vera búinn að gefa út 113 lög. Fyrsta alvöruplata Hallbjörns kom út 1981 og því er um dágóð afköst að ræða. „Þetta er eitthvað sem ég ræð ekki við,“ segir Hallbjörn. „Þegar ég er búinn að gera textann er ég neyddur til að búa til lag. Og þegar ég er búinn að safna í sarpinn lögum og textum hef ég ekki frið í mínum beinum fyrr en ég kem þeim frá mér. Það má segja að þegar ég er búinn að eignast börnin þá verði ég að ferma þau!“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistin var stór þáttur í uppeldi Hallbjörns og faðir hans var harmónikkuleikari sem spilaði á böllum fram á morgna. Barnungur hóf Hallbjörn að spila á böllum með bræðrum sínum. „Ég horfði á bróður minn spila á gít- arinn sinn, hvernig hann tók gripin og slíkt. Svo, þegar hann fór í vinnuna á daginn, stalst ég í gítarinn hans og rifjaði upp það sem ég sá hann spila – og þannig lærði ég smám saman á gítar.“ Á heimilinu voru spilaðar plötur með Johnny Cash og seinna meir fór Hallbjörn að vinna á Keflavíkurflugvelli þar sem kántrítónlistin glumdi í útvarpinu allan daginn. Enda fór svo að Hallbjörn tók ástfóstri við kántríið og hefur síðastliðin tíu ár helgað sig kántríútvarpi sínu og býli sínu, Kántríbæ á Skagaströnd, sem fyrir löngu er orðinn landsþekktur og laðar að sér fjölda gesta ár hvert. Þess má geta að söfnunarreikningur hefur verið opn- aður til þess að útvarpsstöð Hallbjörns geti sent út á höf- uðborgarsvæðinu. Hallbjörn Hjartarson gefur út plötu í mánuðinum Óður til Búlla Morgunblaðið/Jim Smart Í Búlla-stuði: Hallbjörn Hjartarson kántrýkóngur var í miðjum upptökum þegar ljósmyndara bar að garði. 42 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 12 500 kr kl. 3.40, 5.50, 8 og 10. B.i.16 Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patrik Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 8. B.i. 16. „Hrottalegasta mynd síðari ára!“  HK DV  SV MBL Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10. B.i. 16 ára Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. Ísl. tal.Sýnd kl. 6. Einn óvæntasti spennu- tryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10. Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Félagsþjónustan í Reykjavík veitir í samvinnu við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands námsstyrki fyrir skólaárið 2003–2004. Styrkirnir eru eingöngu veittir karlmönnum sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og sem hafa lokið a.m.k. eins árs námi á háskólastigi. Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. Markmið styrkveitingarinnar er að fá fleiri karla til ráðgjafarstarfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og stuðla að jafnrétti undir formerkjum jákvæðrar mismununar, sem felur í sér að ef hallað er á annað kynið sé réttlætanlegt að grípa til tímabundinna aðgerða til að jafna kynjahlutfall í ákveðnum stéttum og atvinnugreinum. Styrkveitingin er jafnframt hluti samstarfs Félagsþjónustunnar við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands, en það samstarf felur m.a. í sér starfsþjálfun félagsráðgjafarnema, rannsóknarsamstarf og kostun tímabundinnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf. Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega umsókn þar sem eftirfarandi atriði koma fram: • Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskylduaðstæður. • Upplýsingar um starfs- og námsferil. • Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda um félagsráðgjöf og mikilvægi þess að karlmenn laðist að greininni. Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrkþegi skuldbindi sig til starfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík í a.m.k. eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsmálastjóra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík (tölvupóstfang: felags@fel.rvk.is). Sérstök úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Félagráðgjafar Háskóla Íslands, velur væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda. Félagsmálastjórinn í Reykjavík. Styrkir til háskólanáms fyrir karla MANUELA Ósk Harðardóttir tek- ur ekki þátt í keppninni um Ungfrú alheim, sem fram fer í Pan- ama í kvöld. Manuela, sem hefur dvalið í Mið-Ameríkuríkinu frá 16. maí, veiktist á fimmtudag og var lögð inn á sjúkrahús með heift- arlega bakteríusýkingu í maga eft- ir að hafa hnigið niður á sviðinu. „Hún er búin að vera heilt ár að undirbúa sig þannig að þetta er mjög sorglegur endir. Þetta leit allt mjög vel út,“ segir Elín Gests- dóttir, framkvæmdastjóri Fegurð- arsamkeppni Íslands. Elín útskýrir að forkeppnin hafi farið fram á fimmtudag og föstu- dag og dómaraviðtöl hafi verið haldin á laugardaginn. „Eftir þessa forkeppni er búið að velja efstu fimmtán stelpurnar. Það sem ger- ist í útsendingu er að þá er verið að velja topp fimm úr þessum fimmtán,“ segir hún en Manuelu var boðið að vera með í keppninni í kvöld. Elín segir að það hefði þýtt þrotlausar æfingar, sem hefði ver- ið of erfitt fyrir Manuelu þar sem hún er ekki enn orðin nógu hraust. „Það var mjög vel hugsað um hana þar, bæði af læknum, hjúkr- unarliði og forsvarsmönnum keppninnar úti,“ segir Elín en Manuela var útskrifuð af sjúkra- húsinu á sunnudag. „Hún er nátt- úrulega mjög máttfarin eftir þetta en hún er að hressast,“ bætir Elín við. Fleiri stelpur í keppninni veikt- ust en engin eins hastarlega og Manuela. „Þær veiktust fjórar til viðbótar en engin önnur var lögð inn á sjúkrahús,“ segir Elín. Manuela hefði verið fyrsti kepp- andinn í Ungfrú alheimi fyrir Ís- lands hönd í nokkurn tíma. „Þetta er dapurlegt því við erum að senda keppanda í fyrsta sinn síðan 1997. Þannig að það er kannski ennþá leiðinlegra að þetta skuli enda svona,“ segir Elín. Manuela tekur ekki þátt í fleiri keppnum sem fegurðardrotting Reykjavíkur og Íslands 2002 því nýbúið er að krýna nýja Ungfrú Ís- land. Hún hefur þó náð góðum árangri í fegurðarsamkeppnum hingað til því hún lenti í öðru sæti í keppninni Ungfrú Norðurlönd, sem fram fór í nóvember á síðasta ári. Ekki var hægt að ræða við Man- uelu í Panama og óska henni góðs bata þar sem hún er ekki búin að ná sér að fullu. Manuela nær þó að koma heim til Íslands á morgun eins og áætlað var. Manuela tekur ekki þátt í Ungfrú alheimi í Panama í kvöld Hneig niður á sviðinu Þessi mynd af Manuelu Ósk Harð- ardóttur er tekin á sviði í Panama á kynningu á keppendum, skömmu áður en hún hneig niður vegna bakteríusýkingar í maga. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.