Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.06.2003, Qupperneq 37
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 37 FÓLK  ALLAN Borgvardt, Daninn knái í liði FH-inga, fékk gula spjaldið í leiknum við Fylki í fyrrakvöld en ekki Sverrir Garðarsson. Egill Már Markússon sýndi Sverri spjaldið fyrir að slá knöttinn með hendi en Allan viðurkenndi við Egil að hafa slegið boltann með hend- inni og því var gula spjaldið skráð á hann.  NORSKA knattspyrnusamband- ið hefur stytt leikbann Gylfa Ein- arssonar leikmanns Lilleström um einn leik en Gylfi var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir óprúðmannlega framkomu gagnvart norska kvendómaranum Bente Skovgang í leik með varaliði Lilleström. Gylfi getur því tekið þátt í næsta leik Lilleström sem er á móti Viking þann 15. júní.  CHRISTIAN Högni Jacobsen, einn fimm leikmanna frá erlendum félögum í landsliði Færeyja sem mætir Íslandi á Laugardalsvellin- um á laugardaginn, er kominn á heimaslóðir. Jacobsen leikur með Vejle í dönsku 1. deildinni en hefur fengið fá tækifæri þar að undan- förnu og hefur nú verið leigður til NSÍ frá Runavík  JACOBSEN lét strax til sín taka því hann spilaði sinn fyrsta leik með NSÍ á sunnudag. Þar skoraði hann eitt mark og lagði upp annað í sigri á VB, 4:0.  LEIK Fram og KA í úrvalsdeild karla í knattspyrnu sem fram átti að fara 10. júní hefur verið frestað fram á kvöld á þjóðhátíðardegin- um, 17. júní. Ástæðan er sú að Andri Fannar Ottósson, leikmaður Fram, var valinn í 21-árs landsliðið sem mætir Litháen 10. júní.  EYJÓLFUR Héðinsson, 18 ára miðjumaður úr Fylki, lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Ár- bæjarliðið vann FH, 3:0. Eyjólfur kom til liðs við Fylki frá ÍR í vetur.  HRAFNKELL Kristjánsson, miðjumaður úr FH, er genginn til liðs við efsta lið 2. deildar, Völsung frá Húsavík. Hrafnkell, sem tók fram skóna á ný í vetur eftir nokk- urt hlé, hefur ekki fengið tækifæri með FH-ingum í vor.  ÁSLAUG Ákadóttir, sem á sín- um tíma skoraði grimmt fyrir Skagakonur í efstu deild, gerði þrennu um helgina þegar utan- deildalið ÍA skellti úrvalsdeildarliði Þróttar/Hauka, 4:3, í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. ÍA tefldi fram 2. flokki sínum, auk þess sem þær Áslaug, Ingibjörg Ólafsdóttir og Magnea Guðlaugsdóttir, fyrrum burðarásar í Skagaliðinu, léku með.  ALLS eru 586 leikmenn með lausa samning við ensk félög um þessar mundir og fæstir þeirra geta vænst þess að samningarnir verði endurnýjaðir. Meðal þeirra eru Alen Boksic, Keith Gillespie og Fabrizio Ravanelli. GUÐJÓN Skúlason verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuknattleik kvenna og tekur hann við liðinu af Önnu Maríu Sveinsdóttur. Guðjón hefur ákveðið að binda enda á glæsilegan feril sinn sem leikmaður Keflavíkurliðsins en þessi sigursæli leikmaður hefur leik- ið yfir 700 leiki fyrir Keflavík og skorað yfir 11 þúsund stig í þeim, sem hvort tveggja er met hjá félag- inu. Guðjón hefur sex sinnum hamp- að Íslandsmeistaratitli með Keflavík og fjórum bikarmeistaratitlum. Þetta verður frumraun Guðjóns sem þjálfara í meistaraflokki en hann hefur komið að þjálfun yngri flokka. Guðjón þjálfar Kefla- víkurkonur GÍGJA Guðbrandsdóttir var fána- beri þegar íslenski hópurinn gekk inná Ta’Qali þjóðarleikvanginn á Möltu í gær á opnunarhátíð tíundu Smjáþjóðaleika Evrópuríkja. Gígja keppir sjálf í júdó en á eftir henni gekk um 180 manna hópur kepp- enda, fararstjóra og aðstoð- armanna frá Íslandi – fjölmennasti hópur sem Íslendingar hafa sent á slíka leika. Íslenski hópurinn gekk einn hring á vellinum en hélt síðan í áhorfendastúkur vallarins og fylgd- ist með dagskránni þaðan. Sund- mennirnir tóku ekki þátt í inngöng- unni, þar sem ákveðið að þeir myndi hvílast fyrir sundkeppnina, sem hefst snemma í dag. Að venju var mikið um að vera á opnunarhátíðinni sem stóð yfir í um þrjár og hálfa klukkustund. Jaggue Rogge, forseti Alþjóðaólymp- íusambandsins, IOC, og Eddie Fe- nech Adami, forseti Möltu, settu leikana með formlegum hætti. Íbúar Möltu létu sig ekki vanta á opnunarhátíðina og voru um 12.000 áhorfendur mættir á Ta’Qali- leikvöllinn. Skemmtiatriði heima- manna voru með ýmsum hætti þar sem boðið var m.a. upp á ræðuhöld, söng, dans og síðast en ekki síst glæsilega flugeldasýningu sem stóð yfir í um tíu mínútur samfleytt. Um 20 stiga hiti var í Valetta í gær- kvöld og var hafgolan nokkuð sterk að þessu sinni en blíðskaparveður hefur verið á Möltu undanfarna daga. Keppni hófst í gær með und- anrásum í veggtennis og skotfimi en í dag verður keppt í körfuknatt- leik, frjálsum íþróttum, blaki, borð- tennis, siglingum, skotfimi, tennis og sundi en aðeins íslenska júdólið- ið á frí í dag. Smáþjóðaleikunum lýkur á laugardag, en næstu leikar fara fram í Andorra að tveimur ár- um liðnum. Gígja fánaberi á Ta’Qali Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslenski hópurinn gengur inn á Ta’Qali-þjóðarleikvanginn á Möltu í gær, á eftir Gígju Guðbrandsdóttur, fánabera Íslands. A-lágmarkið í tugþraut er 8.090stig og var Jón Arnar vel yfir þeim stigafjölda í þrautinni í Götzis þar sem hann önglaði saman 8.222 stigum. Þetta verður í fimmta sinn sem Jón Arnar tekur þátt í heimsmeistaramóti utanhúss og jafnar hann þar með met Vésteins Hafsteinssonar, Íslandsmet- hafa í kringlukasti, sem tók þátt í fimm heimsmeistaramótum frá 1983 til og með 1995, en Jón Arnar var með í fyrsta sinn á HM í Gautaborg árið 1995 þegar Vésteinn tók þátt á mótinu í síðasta sinn á löngum ferli en Vésteinn hætti keppni árið eftir að loknum Ólympíuleikunum í Atlanta. Reikna má með að fjórir frjáls- íþróttamenn til viðbótar reyni við lág- mark fyrir HM í París, það eru Magn- ús Aron Hallgrímsson, kringlukastari og lærisveinn Vésteins, Vala Flosa- dóttir, stangarstökkvari, Einar Karl Hjartarson, hástökkvari og Sunna Gestsdóttir, Íslandsmethafi í lang- stökki. Tveir með far- seðil á HM í París JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki og Íslands- methafi, tryggði sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem fram fer í París í lok ágúst með árangri sínum í Götzis um síðustu helgi. Hann er annar íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem tryggir sér rétt til þátttöku á mótinu en áður hafði Þórey Edda Elísdóttir innsiglað þátttökurétt á mótinu með því að stökkva yfir 4,40 metra, en það er svokallað A-lágmark fyrir mótið. AP Jón Arnar náði besta árangri sínum í langstökki í tugþraut þegar hann stökk 7,85 m í Götzis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.