Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „ÞETTA er nú bara svo einfalt. Jökull hefur aldrei viljað fiskinn frá okkur. Ég hef haft samband við þá á hverju vori, þegar ég byrja að róa, og spurt hvort þeir vildu kaupa af mér fiskinn og svar- ið hefur alltaf verið nei. Ég veit ekki um nein tilfelli þess að þeir hafi tekið fisk af heimabátum,“ segir Haraldur Sigurðsson, sem gerir út trillu frá Raufarhöfn. Hann segir að fyrir vikið stoppi enginn fiskur sem landað sé á staðnum. Hann sé allur seldur annað eða fari beint á markað. Það sé eina leiðin til að losna við fisk- inn. Þeir hjá Jökli hafi gefið þá skýringu að ekki sé gott að blanda saman vinnslu á rússafiski. „Það er margt fleira sem maður skilur ekki. ÚA rekur frystihús á Grenivík, sem virðist ganga vel, en það er kannski vegna þess að sveitarfélagið þar leggur til ein- hvern kvóta. ÚA fékk ágætis kvóta með Jökli en hann fór nán- ast strax í sjófrystingu á togara sem ÚA keypti frá Grænlandi en seldi síðan. Það er alveg ljóst að kvóti er engin fyrirstaða fyrir því að reka fiskverkun á Raufarhöfn. Bátar og trillur á staðnum eru vafalítið með meira en 1.000 tonna þorskígildiskvóta. Ég hefði viljað landa mínum fiski á Raufarhöfn og menn gerðu það hér áður fyrr að sætta sig við mjög lágt fiskverð til þess að fiskurinn yrði unninn á staðnum. Maður botnar ekkert í því af hverju ekki er hægt að reka fiskverkun á Raufarhöfn, þegar það virðist ganga annars staðar. Kannski er þetta bara alls ekki hægt og það verður gaman að sjá upplitið á Akureyringum, þegar Brim lokar frystihúsinu á Ak- ureyri og færir alla vinnsluna út á sjó og togararnir landa bara í Reykjavík og Hafnarfirði.“ Segir lögin bandvitlaus „Staðan er ekki bara slæm á Raufarhöfn. Hún er enn verri á Kópaskeri þar sem rækjuvinnslan er stopp og rekstur Fjallalambs virðist vera í hættu. Það er um- hugsunarvert að stjórnvöld skuli gera allt sem þau geta til að bregða fyrir okkur fæti með band- vitlausum reglugerðum og lögum í sjávarútvegi og landbúnaði. Lausnin er sú að það ætti að gefa allar handfæraveiðar frjálsar. Það myndi ekki hafa neikvæð áhrif á fiskistofnana, en mikil fiskigengd hefur verið hér á grunnslóðinni að undanförnu. Það verður að taka með í reikninginn hvað það kostar að koma aflanum í land og það verður vart gert með ódýrari hætti en handfæraveiðum. Það er líklega búið að veiða 700 til 800 tonn af fiski, aðallega þorski, 10 til 15 mínútna siglingu utan við höfn- ina á Kópaskeri að undanförnu. Ekkert af þessum fiski hefur kom- ið til vinnslu á svæðinu. Það er al- veg blóðugt að þessi fiskur skuli ekki vera unninn á Raufarhöfn,“ segir Haraldur Sigurðsson. Jökull hefur aldrei viljað fiskinn frá okkur Eina leiðin er að selja fiskinn ann- að, segir Haraldur Sigurðsson RÁÐGJAFAHÓPUR á vegum Landlæknis- embættisins vinnur nú að því að útbúa við- miðunarreglur um það í hvaða tilfellum ráða eigi konum frá því að fæða börn sín heima. Er það gert þar sem vart hefur orðið auk- ins áhuga á fæðingum í heimahúsum. Vilborg Ingólfsdótt- ir, yfirhjúkrunarfræð- ingur hjá Landlæknis- embættinu, segir í samtali við Morgun- blaðið að hlutfall heimafæðinga í Bret- landi og Danmörku sé um 2% en hlutfallið er enn undir prósenti hérlendis (var um hálft prósent árið 2001). Í Hollandi er hlutfall heimafæðinga hins vegar um 40%. Innt eftir ástæðum þess að tíðni heima- fæðinga er enn svo lág hérlendis segist Vil- borg telja þetta spurningu um ákveðið við- horf. Mögulegt þegar allt er eðlilegt Hún segir greinilegt að áhugi á heimafæð- ingum fari vaxandi því fyrirspurnum um heimafæðingar hafi farið fjölgandi. Því hafi verið ákveðið að setja á laggirnar ráðgjafa- hóp til að útbúa viðmið um það hvenær rétt sé að ráða konum frá því að fæða heima við. Það gæti t.d. verið í tilfellum eins og þegar um blóðflokkamisræmi er að ræða hjá móður og barni, þegar um fjölburameðgöngu er að ræða, þegar móðirin hefur áður gengist und- ir keisaraskurð, þegar fóstur er í sitjanda- stöðu o.s.frv. Þannig segir Vilborg í raun gengið út frá því að konur fæði ekki heima nema meðgangan hafi gengið áfallalaust fyr- ir sig og búist sé við eðlilegri fæðingu. „Hins vegar eru flestar meðgöngur þannig og það má engan veginn líta á þetta sem einhvern verri valkost. Þvert á móti getur þetta verið betri valkostur fyrir þá sem þess óska og vilja t.d. fæða í því umhverfi sem er þeim ekki framandi og með stuðningi frá sínu fólki.“ Innt eftir áhættu samfara heimafæðingum segir hún að viðmiðunarmörkin, sem ráð- gjafahópurinn vinnur nú að því að setja, eigi einmitt að draga úr henni eins og kostur sé. Fæðing heima við raunhæfur valkostur 8' #" 9 9 9 9 9 9      G H H I 0J 0 0H ÞÝSKI listamaðurinn Lupus, öðru nafni Hartmut Wolf, reisir minnismerki við Hafnarfjarðarhöfn um fyrstu lúthersku kirkjuna sem var byggð á Íslandi. Þýski forsetinn, Johannes Rau, mun af- hjúpa merkið 1. júlí ásamt forseta Íslands. Að sögn Jónasar Guðlaugssonar, formanns Cuxhaven-vinafélagsins í Hafnarfirði og félaga í Merkisnefnd, reistu kaupmenn frá Hamborg, svokallaðir Íslandsfararbræður, kirkjuna og er talið að hún hafi verið byggð árið 1533. „Þeir notuðu þessa kirkju til 1603, en þá um haustið var öllum útlendingum, sem stunduðu verslun eða fiskveiðar, gert að fara frá Íslandi,“ segir Jónas. Hann segir að bygging minnismerkis hafi fyrst komist í tal þegar haldið var upp á kristnitökuna á Íslandi og var Merkisnefndin stofnuð í kjölfar- ið til að vinna að framgangi málsins. „Merkið er hlaðið úr steinum og á að mynda gotneskan boga,“ lýsir Jónas. Morgunblaðið/Golli Reisir minnismerki í Hafnarfirði SAMÞYKKT hefur verið samhljóða á deildarfundi viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands að óska eftir því að tekin verði upp skólagjöld í meistaranámi við deild- ina. Er þetta í fyrsta sinn sem slík samþykkt er gerð í deildum skólans en að sögn Ágústs Einarssonar deildarforseta fer beiðnin að öllum líkindum á borð menntamálaráð- herra þar sem breyta þarf lögum frá Alþingi ef heimila á gjaldtökuna. Há- skólaráð mun einnig fjalla um málið. Af um 1.400 nemendum í við- skipta- og hagfræðideild hafa yfir 200 verið í rannsóknatengdu meist- aranámi í hagfræði, viðskiptafræði og mannauðsstjórnun. Ekki skólagjöld í grunnnámi „Meginrökin fyrir því að taka upp skólagjöld eru að með þeim getum við veitt betri þjónustu. Meistara- námið hefur vaxið gífurlega seinustu árin og skólagjöld tíðkast nær alls staðar í slíku námi erlendis. Skólarn- ir þar eru okkar helstu samkeppn- isaðilar ásamt öðrum háskólum hér á landi,“ segir Ágúst og segir að ekki sé verið að tala um að taka upp skólagjöld í grunnnámi í deildinni. Hann bendir jafnframt á að nem- endur í meistaranámi í Bifröst í Borgarfirði greiða 300 þúsund krón- ur á ári og 500 þúsund kr. séu inn- heimtar í Háskólanum í Reykjavík fyrir meistaranám. Í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sé skráningargjaldið rúmar 30 þúsund krónur en sú fjárhæð dugi varla fyrir einu Excel-námskeiði. Skólagjöld í meistaranámi geti numið um 150 þúsund krónum á ári. Ágúst bindur vonir við að mennta- málaráðherra fylgi málinu vel eftir og umræða skapist um skólagjöld í háskólum. Hann telur að fleiri deild- ir Háskóla Íslands eigi eftir að fylgja í kjölfarið og vekur einnig athygli á að tillaga um skólagjöld hafi verið samþykkt einróma á deildarfundin- um. Um eitt þúsund manns eru í meistaranámi í Háskóla Íslands. Gjöld verði innheimt í meistara- náminu KVIKMYNDIN Nói albínói vann bæði að- alverðlaun og verðlaun gagnrýnenda á kvik- myndahátíð í Transylvaníu um helgina. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna á þeim hátíðum þar sem hún hefur verið sýnd, til að mynda í Rúðuborg, Rotterdam og Gauta- borg. Þetta eru níundu verðlaunin sem mynd- in hlýtur, auk annarra viðurkenninga á alls sex hátíðum. Kvikmynd Pedros Almodovars, Habla con Ella, vann áhorfendaverðlaunin en Nói lenti þar í þriðja sæti. Alls voru 70 myndir sýndar á hátíðinni, margar eftir nafntogaða kvik- myndagerðarmenn. Formaður dómnefndar var rit- og hand- ritshöfundurinn Barry Gifford, sem er virt nafn í kvikmyndaheiminum og hefur unnið með fleiri þekktum leikstjórum og framleið- endum. Kvikmyndahátíðin í Transylvaníu, TIFF, hefur það helst að markmiði að koma á fram- færi nýjum kvikmyndum sem teljast frum- legar og grípandi og hafa til að bera sjálfstæði í tjáningu og hugmyndaauðgi í framsetningu. Dagur Kári er handritshöfundur og leik- stjóri Nóa albínóa en framleiðandi er Zik Zak kvikmyndir. Nói hlaut verðlaun í Transylvaníu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.