Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGURINN 3. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Sigurður Árni Þórðarson. Elísabet Waage hörpuleikari leikur tónlist eftir Paul Hindemith o.fl. Trúlega Bergman (I) 20.00 Smultronstället (Sælureiturinn) 22.30 Det sjunde inseglet (Sjöunda innsiglið) Tvær klassískar kvikmyndir eftir Ingmar Bergman. Stuttar innlýsingar fyrir sýningarnar. Kvikmyndirnar eru með enskum texta. Staður: Bæjarbíó í Hafnarfirði. MIÐVIKUDAGURINN 4. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. María Ágústsdóttir. Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Árni Arinbjarnarson organisti leika verk eftir Corelli og Bach. 20.00 Trúlega Bergman (II) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Árni Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman og Allen Halldór Hauksson: Bach og Bergman - um tónlist i kvikmyndum Ingmars Bergmans Pétur Pétursson: Þáttur kristinnar trúar í listsköpun Ingmars Bergmans Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsiglið sem dómsdagsmynd meðal dómsdagsmynda FIMMTUDAGURINN 5. JÚNÍ 20.00 Trúlega Bergman (III) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræðingur heims, flytur fyrirlesturinn In the Beginning was the Word: From the Private Archive of Ingmar Bergman. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní TVÖ HÚS eftir Lorca mið. 4. júní kl. 20, aukasýning fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20, síðasta sýning! AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is Stóra svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 Síðustu sýningar í vor ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ KVIKMYNDIR 40 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GAMANMYNDIRNAR Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House) og Malibu’s Most Wanted (með hvíta rappspjátrungnum Jam- ie Kennedy í aðalhlutverki) sem voru frumsýndar í heimalandi sínu Bandaríkjunum á svipuðum tíma, gera út á samskonar vinsældamið. Þar er menningu hvítra forrétt- indastétta og svartra minnihluta- hópa stefnt saman í gamansömum tilgangi og hin vinsæla rappmenn- ing svartra, sem upphaflega varð til sem andófsrödd þeirra gegn fá- tækt og félagslegum aðstæðum sín- um, þannig færð úr upprunalegu samhengi sínu, sótthreinsuð og gerð aðgengileg sem meinlaust skemmtiefni. Þetta eru reyndar örlög sem eiga fyrir flestum andófsmenningum að liggja, hvort sem um er að ræða pönk, rapp eða framúrstefnulist – fyrr en varir fær nýjungaþyrstur tískuiðnaðurinn augastað á tákn- myndum þessara tjáningarstefna og grípur þær á lofti. Það má síðan velta fyrir sér hvort eitthvað af hugmyndalegri virkni menningar- kimanna nær að skila sér út í mið- streymi menningarneyslunnar sem þeir hafa verið innlimaðir í, t.d. hvort gamanmynd á borð við Allt að verða vitlaust beinir í raun og veru sjónum okkar að félagslegu misrétti í Bandaríkjunum eða hvort þetta er bara allt á yfirborðinu. Í myndinni segir frá lögfræð- ingnum Peter Sanderson (Steve Martin) sem notið hefur velgengni hjá lögfræðifyrirtækinu sem hann starfar fyrir en skyldur starfsins og samkeppni innan fyrirtækisins hefur knúið hann til að vanrækja fjölskyldulíf sitt. Eiginkonan er farin frá Peter og honum gengur illa að standa við fyrirheit um óskiptar pabbahelgar. Þegar blökkukonan og fyrrum tugthús- limurinn Charlene (Queen Latifah) kemur inn í líf Peters fer tilvera hans hálfpartinn úr skorðum. Charlene krefst þess að Peter sýni fram á sakleysi hennar í málinu sem hún sat inni fyrir og hótar því að gera allt vitlaust í huggulega út- hverfinu sem hann býr í verði hann ekki við bón hennar. Þegar nánari kynni takast með Charlene, Peter og börnum hans kemur ýmsilegt óvænt upp á og reynist þónokkuð spunnið í gestinn óboðna. Með þrjá ágæta gamanleikara innanborðs, þ.e. þau Steve Martin, Queen Latifah og Eugene Levy, siglir Allt að verða vitlaust ágæt- lega af stað sem gamanmynd. Dregin er upp skörp mynd í byrjun af ólíkum bakgrunni þeirra Peters og Charlene og óspart gantast með það hvernig hinn stífi Peter bregst við látæði og orðbragði Charlene. En í þessari gaman- semi myndarinnar fara mótsagnir hennar líka fljótlega að koma fram. Á meðan sýnt er fram á þá kynþáttafordóma sem svört kona mætir í vel stæðu og vernduðu hvítu úthverfi, oft á beittan og hnyttinn máta, er ekkert unnið áfram með þá gagn- rýni. Þess í stað fer stór hluti gamanleikjar- ins í að draga upp nokkurs konar skrípa- mynd af hinni fyrirferð- armiklu Charlene. Að- alpúðrið fer síðan í að keyra áfram fremur klaufalega sögufléttu, þar sem Peter kemst m.a. að því að vinir Charlene eiga vafasaman þátt í fangelsisdómi hennar og tekur til sinna ráða. Hér er gripið til sömu glæponastaðalmynda af blökku- mönnum og myndin gefur sig öðr- um þræði út fyrir að vinna gegn og felst úrlausn hennar í raun í því að skilningsríki, hvíti lögfræðingurinn bjargar Charlene undan svikulum vinum hennar í gettóunum. Úrvinnsla kvikmyndarinnar á umfjöllunarefni sínu er því langt frá því að rista djúpt enda er gam- ansemin sem beint er að menning- arlegum mismuni persónanna mestmegnis á kostnað Charlene og vina hennar. Þetta á jafnvel við um atriði þar sem Peter/Steve Martin bregður sér í gervi rappara og dansar sér leið inn á skrifstofu að- alglæponsins. Hér hefur uppruna- legum tilgangi rapparans endan- lega verið snúið á haus, hann hvítþveginn og borinn á borð fyrir vísitölufjölskylduna til skemmtunar og afþreyingar. Menningarlegir kynþáttaárekstrar er megininn- tak grínsins í Allt að verða vitlaust. Rapparinn hvítþveginn ALLT AÐ VERÐA VITLAUST / BRINGING DOWN THE HOUSE Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Keflavík, Kringlunni og Akureyri. Leikstjórn: Adam Shankman. Handrit: Jason Filardi. Aðalhlutverk: Steve Mart- in, Queen Latifah, Eugene Levy, Joan Plowright o.fl. Lengd: 105 mín. Bandarík- in. Touchstone Pictures, 2003. ÞRÁTT fyrir forvitnilegan og á pappírnum frambærilegan leikhóp er Svikahrappar ótrúlega innantóm, ruglingsleg og málglöð mynd sem tekur sig greinilega mun alvarlegar en efni standa til. Hún hefst á atriði er hópur ungra og ófyrirleitinna bragð- arefa undir stjórn Vigs (Edward Burns), lætur gabbast og lendir í klónum á glæpaforingjanum King (Dustin Hoffman). King setur þeim afarkosti; að gabba fjórar milljónir dala út úr auðjöfrinum Morgan Price (Robert Forster), gömlum félaga og keppinauti Kings. Félagarnir setja upp margflókna svikamyllu og fá m.a. til liðs við sig íðilfagran vasaþjóf (Rachel Weisz) og handbendi Kings. Þá koma við sögu tveir mútuþægir lögreglumenn (Lou- is Guzman, Donald Logue), vafasam- ur Alríkislögreglumaður (Andy Garcia), auk herdeildar aðvífandi aukapersóna. Allur þessi mannskapur í bland við stirðlega frásagða framvindu sem byggir á afturhvörfum og sögumanni (Vig) sem malar yfir atburðarásinni, gerir Svikahrappa að mistækri mynd sem er einfaldlega hvorki spennandi né hröð. Sögufléttan er allt of snúin og götótt og hrífur mann ekki með sér. Það er vaðið áfram og reyndar engin umtalsverð ljón í veginum. Sem dæmi má nefna verðandi erfið við- skipti gengisins og tollgæslunnar. Þau eru afgreidd með einni setningu: „Ég sé um þau“, segir einhver og þar með er sá vandi úr sögunni. Flestir aðrir erfiðleikar sem snerta 4 milljón dala sögufléttu er afgreiddur á ámóta einfaldan og fyrirsjáanlegan hátt. Hoffman fær tækifæri til að ofleika og er nokkuð forvitnilegur sem öfug- ugginn King. Weisz er sjarmerandi og fær leikkona sem nýtur sín engan veginn í þokukenndu hlutverki tæf- unnar. Aðrir eru tæpast með. Andy Garcia, sá sterki leikari, fær ekkert tækifæri en burðarásinn, Edward Burns, er sviplítil afsteypa af Ben Aff- leck. Eins og einn sé ekki yfrið nóg. Þeir sem ótaldir eru af leikhópnum er lítill massi sem markar hvergi. Hver blekkir hvern? Hinn gamalreyndi Dustin Hoffman fær og grípur tækifæri til að ofleika „öfugugga“, segir í umsögn um spennumyndina Svikamyllan. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: James Foley. Handrit: Doug Jung. Kvikmyndatökustjóri: Juan Ruiz- Anchia. Tónlist: Christophe Beck. Aðal- leikendur: Edward Burns (Jake Vig), Rachel Weisz (Lily), Andy Garcia (Gunth- er Butan), Dustin Hoffman (King), Paul Giamatti (Gordo), Donal Logue (Whit- worth), Luis Guzman (Manzano), Brian Van Holt (Mile), Franky G (Lupus), Morris Chestnut (Travis „Butch“) og Robert For- ster (Morgan Price). 98 mínútur. Lions Gate Films. Bandaríkin 2003. SVIKAHRAPPAR – CONFIDENCE Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15. júní kl. 21, Hótel Borgarnes fim 19. júní kl. 21, Eskifjörður lau 21. júní kl. 21, Seyðisfjörður Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.