Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við ættum að geta blómstrað hér félagar, maður þarf ekki að vera neinn súper- krimmi til að slá met. Nýtt nám í heilbrigðisvísindum Ýtir undir þekkingaröflun ÞVERFAGLEGTnám í heilbrigðis-vísindum á meist- arastigi er nú í boði í fyrsta sinn hér á landi og er það Háskólinn á Akureyri sem ríður á vaðið. Morgunblað- ið ræddi um það við Þór- arin J. Sigurðsson deildar- forseta við heilbrigðisdeild HA. – Hvað eru heilbrigðis- vísindi? „Þetta er mjög vítt hug- tak því undir því rúmast allar fræðigreinar sem með einhverjum hætti tengjast heilbrigði einstak- linga eða hópa. Þarna geta verið um að ræða forvarnir jafnt sem lækningar, svo og þættir tengdir umönn- un, sálfræði og faralds- fræði. Mörkin yfir í aðrar fræði- greinar eru því í mörgum tilfellum óljós.“ – Hvað eru þá þverfagleg heil- brigðisvísindi? „Þegar rætt er um heilbrigðis- þjónustu hættir okkur oft til þess að líta á einstaka þætti hennar og taka útúr ákveðna þætti þjónust- unnar sem okkur eru hugleikin hverju sinni. Oft stjórnast umræð- an af því að skóinn kreppir á ákveðnu sviði heilbrigðisþjónust- unnar, oft varðandi manneklu, fjárveitingar, tryggingamál og þess háttar. Aukin þekking og tækni stuðlar einnig að því að ein- stakir hlutar heilbrigðisþjónust- unnar verða æ sérhæfðari. Oft er því erfitt að hafa yfirsýn yfir heild- armarkmið þjónustunnar, sem sé bætt heilsufar einstaklinga og þar með þjóðar. Með því að bjóða upp á framhaldsnám í heilbrigðisvís- indum sem tekur á mörgum þátt- um heilbrigðis samtímis vill heil- brigðisdeild HA mennta fólk með víðsýni á þarfir heilbrigðisþjón- ustunnar og þarfir einstaklinga. Því hefur verið farin sú leið að skipuleggja nám til meistaraprófs þar sem unnt er að velja mismun- andi námskeið og setja saman námslínu sem hentar viðkomandi nemanda miðað við þau markmið og áhugamál sem hann hefur. Meistaranám í heilbrigðisvísind- um við Háskólann á Akureyri hef- ur það markmið að veita nemend- um sínum vandaða menntun. Stefnt er að því að vera í farar- broddi varðandi faglega og fræði- lega umræðu í heilbrigðismálum, stuðla að rannsóknum og hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðis- málum hér á landi. Lögð er áhersla á að skapa samfélag sem ýtir undir þekkingaröflun, víðsýni og samstarf fagstétta, jafnframt því sem gerðar eru kröfur um gæði, áreiðanleika og fjölbreytni. Námið byggir á þverfaglegum grunni og tekur meðal annars mið af flokkunarkerfi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Að auki eru sjónarmið um lýðheilsu, heilsueflingu og líkn höfð að leið- arljósi.“ – Hvernig er námið? „Námið er 60 eininga nám og samanstendur af 6–8 námskeiðum, 5 einingar hvert nám- skeið og 20–30 eininga rannsóknarverkefni. Nemandi skilgreinir námsáætlun sína í sam- ráði við ráðgjafa og með samþykki meistaranámsnefndar heilbrigðis- deildar HA. Allir nemendur þurfa að ljúka svokölluðum kjarnanám- skeiðum í upplýsingatækni rann- sókna og rannsóknaaðferðum. Þar fyrir utan geta nemendur valið mismunandi áherslur og leið- ir í samræmi við markmið sín með náminu með því að raða saman námskeiðum úr ýmsum flokkum. Auk þeirra námskeiða innan heil- brigðisdeildar geta nemendur val- ið námskeið sem eru í boði í öðrum deildum HA eða öðrum háskólum hérlendis eða erlendis. Unnt er að lesa einstök námskeið eða velja saman námskeið til 30 eininga og öðlast skírteini án þess að ljúka rannsóknarverkefni og meistara- prófi.“ – Hvers vegna fyrst núna? „Það er erfitt fyrir mig að svara því, en ég álít þó að áhersla á að þrengja fræðigreinar og mennta sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum hafi leitt til þess að sjónarmið um þverfaglega þekkingu hafi vikið. Þjóðfélagið og vísindin hafa gert kröfur um æ sérhæfðari heilbrigð- isþjónustu sem er góðra gjalda vert, en við höfum í staðinn oft misst sjónar á heildinni. Nú er hins vegar uppi vakning í hinum vestræna heimi þar sem við horf- um á manneskjuna heildrænt. Þetta speglast í áhuga á t.d. lýð- heilsu og forvörnum. Ég held að við séum í raun að bregðast við þeirri þörf með því að leggja áherslu á þverfaglegt framhalds- nám.“ – Í hvaða stöður fer þetta fólk? „Brautskráðir nemendur verða vel færir til þess að sinna rann- sóknum og þróunarverkefnum á heilbrigðissviði. Þeir munu vinna við gæðaverkefni, stefnumótun, kennslu, auk þess sem námsleiðirnar, ef valdar eru þannig, gefa tækifæri til sérhæfing- ar á ákveðnum sviðum, þótt heildaryfirbragð námsins sé þverfaglegt.“ – Er möguleiki á fjarnámii? „Kennslan mun fara fram í stað- bundnum lotum og einnig í vefum- hverfi. Nemendur þurfa að mæta í HA nokkrum sinnum á misseri, 3–4 daga í senn. Sá kostur er því fyrir hendi að nemendur geti verið búsettir utan Akureyrar og jafn- vel verið í náminu jafnframt ann- arri vinnu.“ Þórarinn J. Sigurðsson  Þórarinn J. Sigurðsson er fæddur 12. mars 1948. Hann er prófessor og deildarforseti við heilbrigðisdeild Háskólans á Ak- ureyri. Tannlæknir frá HÍ 1974, sérfræðingur í tannholdslækn- ingum frá Háskólanum í Lundi 1979, sérfræðingur í tannholds- lækningum á Akureyri 1979–91, prófessor við Tannlæknaháskól- ann í Loma Linda Kaliforníu 1991–99, aðstoðarprófessor við Háskólann í Bergen 1999–2000 og deildarforseti við heilbrigð- isdeild HA frá 2000. Kvæntur Hildi Káradóttur tannfræðingi og eiga þau tvo syni. Nú er hins vegar uppi vakning AIR Atlanta flytur höfuðstöðvar sínar að Höfðabakka 9 í Reykjavík í september á þessu ári eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. Um 80 starfsmenn á skrif- stofu félagsins flytja en um 50 starfsmenn viðhaldsdeildar verða áfram í húsakynnum félagsins í Mosfellsbæ. Í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að framboð sé mikið á skrifstofuhúsnæði í borginni um þessar mundir og því sé eðlilegra að leigja húsnæði en byggja. Hætt við að byggja „Air Atlanta hefur tekið hús- næðið að Höfðabakka á leigu og þar með er hætt við eldri áform fé- lagsins um nýbyggingu höfuð- stöðva félagsins í Mosfellsbæ,“ segir m.a. í fréttinni. „Umsvif fé- lagsins hafa aukist til muna að undanförnu og um nokkurt skeið hefur þrengt að starfsfólki félags- ins í núverandi húsnæði þess. Framboð á skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er mikið um þessar mundir og leiguverð hag- kvæmt. Eðlilegt þykir því að taka húsnæði á leigu fremur en að byggja nýtt. Hugur félagsins stóð ávallt til þess að vera áfram í Mos- fellsbæ en hentugt skrifstofuhús- næði fannst þar ekki. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ voru upplýst um breyttar forsendur flugfélagsins í febrúar á þessu ári og vissu þau um stöðu mála á hverjum tíma. Bæjaryfir- völdum var tilkynnt um endanlega ákvörðun stjórnar félagsins um leið og hún lá fyrir, sem var sama dag og starfsmönnum félagsins var tilkynnt hún.“ Starfsmenn rúmlega 1.100 Air Atlanta leigir flugvélar til flugfélaga og ferðaskrifstofa víðs vegar um heiminn. Auk vélanna leigir félagið áhöfn og annast við- hald og tryggingar. Í flota félags- ins eru 27 Boeing-flugvélar. Starfsmenn á vegum félagsins um þessar mundir eru rúmlega 1100. Starfsstöðvar Atlanta eru tíu í átta löndum, Bretlandi, Argentínu, Indónesíu, Malasíu, Sádi-Arabíu, Dóminíska lýðveldinu, Nígeríu og Íslandi. Flugfélagið Atlanta á Höfðabakka í september Aukin umsvif kalla á rúmbetra húsnæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.