Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTA bókin um galdra-stákinn Harry Potter komút í gær, Harry Potter andthe Order of the Phoenix,og ekki hefur áður gengið
eins mikið á vegna útkomu bókar.
Milljónir eintaka höfðu selst fyr-
irfram af bókinni og víða um heim
voru bókaverslanir opnaðar á mið-
nætti aðfaranótt laugardagsins til að
áhugasamir þyrftu ekki að bíða leng-
ur eftir að komast yfir bókina. Hér á
landi voru verslanir Pennans Ey-
mundssonar í Lækjargötu og Máls
og menningar opnaðar á miðnætti.
Nánast um leið og tilkynnt var um
útgáfudag bókarinnar var hún komin
í sölu í netverslanir víða um heim og
ekki tók nema nokkrar klukkustund-
ir þar til hún var komin í efsta sæti
sölulista vefverslunar Barnes &
Noble í Bandaríkjunum og sömuleið-
is í efsta sæti á sölulista Amazon í
Bandaríkjunum og Bretlandi þar
sem hún hefur setið síðan, en til gam-
ans má geta þess að síðustu vikur
hefur bókin einnig verið mest selda
bók í öðrum vefverslunum Amazon; í
Þýskalandi, Frakklandi, Kanada og
Japan. Því er svo við að bæta að bók-
in er í fyrsta og öðru sæti – barna-
útgáfan er í fyrsta sæti en fullorðins-
útgáfan í því öðru (textinn er eins í
bókunum en öðruvísi kápa – safnarar
kaupa því báðar), hljóðbókin á diski
er svo í sjötta sæti vestanhafs, mynd-
skreytt útgáfa í áttunda sæti, hljóð-
bókin á snældu í 12. sæti, fyrstu fjór-
ar bækurnar í kilju saman í kassa í
15. sæti, fyrstu fjórar bækurnar inn-
bundnar saman í kassa í 21. sæti og
svo má telja en alls eru sjö bækur um
Harry Potter eða tengdar honum á
metsölulista Amazon.com til við-
bótar. Að sögn talsmanns fyrirtæk-
isins hefur Amazon þegar selt meira
en milljón eintök af Harry Potter og
Fönixreglunni fyrirfram, þar af
782.705 eintök í Bandaríkjunum.
Ekki er bara að netverslanir séu
búnar að selja bókina fyrirfram í
meira mæli en dæmi eru um því
bókaverslanir um heim allan eru
búnar að taka pantanir í bókina und-
anfarnar vikur og mánuði, til að
mynda hefur Borders-bókakeðjan,
sem rekur verslanir í Bandaríkj-
unum og Bretlandi, tekið á móti
300.000 pöntunum í bókina í Banda-
ríkjunum einum og framkvæmda-
stjóri bresku bókaverslunarkeðj-
unnar WH Smith sagði að pantanir
hefðu borist um 280.000 eintök. Eldri
bækurnar fjórar um Harry Potter
hafa líka tekið sölukipp og þannig
eru þær allar meðal tíu mest seldu
barnabóka í Bretlandi, í 2., 3., 6. og 7.
sæti.
Í ljósi þessa og þess að 96% fyrstu
prentunar af Harry Potter og Eld-
bikarnum seldust á fyrstu tveim út-
gáfudögunum lét bandarískur útgef-
andi bókarinnar prenta af henni
hálfa níundu milljón eintaka til að
vera við öllu búinn.
Margfaldur milljónungur
Gefur augaleið að Joanna K. Rowl-
ing er margfaldur milljónungur; ef
marka má viðskiptatímarit nema
heildartekjur hennar af bókunum og
tengdum umsvifum ríflega fjörutíu
milljörðum króna og ef salan á nýju
bókinni verður eins og allt bendir til
bætast rúmir sex milljarðar við fyrir
bókina eina. Í útgáfuheiminum gera
menn því skóna að ritlaun hennar
séu nokkuð meiri en gengur og gerist
um rithöfunda, líklega um 300 kr.
fyrir hvert selt eintak, en alls hafa
selst af bókunum fjórum, sem þýdd-
ar hafa verið á 55 tungumál, um 200
milljón eintök. Ótalið er svo hvað
Rowling á eftir að fá fyrir sölu á alls
kyns aukahlutum, leikföngum, skóla-
vörum, sælgæti, myndabókum
o.s.frv., kvikmyndina og svo má telja,
en hún fær víst 5% af öllum hagnaði.
Ekki er bara að bækurnar hafa selst
vel því kvikmyndirnar tvær sem þeg-
ar hafa verið gerðar hafa hlotið met-
aðsókn og tekjur af þeim samanlagt
um 150 milljarðar króna.
Til stóð að gefa fimmtu bókina út á
síðasta ári en Rowling gaf sér meiri
tíma til að vinna verkið til að tryggja
að bókin yrði sem best úr garði gerð
að því hún segir, en þetta hefði eins
getað verið úthugsað markaðsbragð,
því eftirvæntingin var þess meiri
sem útgáfan tafðist. Það mátti og sjá
í desember síðastliðnum þegar haldið
var góðgerðauppboð á miða sem
Rowling hafði skrifað á 93 orða vís-
bendingu um söguþráðinn í bókinni.
Áhugamannahópur á Netinu, sem
rekur vefsetrið www.the-leaky-
cauldron.org, var meðal þeirra sem
buðu í miðann og safnaði á skömm-
um tíma tæpum tveim milljónum
króna, enda hugðist hann birta vís-
bendinguna á vefsetrinu. Allt kom þó
fyrir ekki, ónefndur bandarískur
safnari hreppti miðann fyrir rúmar
fjórar milljónir og hann hefur ekki
birt miðann, eflaust til að tryggja að
hann lækki ekki í verði.
(Uppboðshúsið birti eftirfarandi af
miðanum, menn geta svo getið í eyð-
urnar: „38 kaflar … gæti breyst …
lengsta bindið … Ron … kústur …
rekinn … húsálfur … nýr … kenn-
ari … deyr.“
Ekki síður umdeildar en vinsælar
Ekki er bara að bækurnar séu
gríðarlega vinsælar, þær eru ekki
síður umdeildar og meðal annars
hafa bókstafstrúarmenn vestan hafs
hamast að þeim, sagt þær óguðlegar
og krafist þess að þær verði bann-
aðar á bókasöfnum og skólum; þær
kenni börnum og ungmennum
heiðni. Segir sitt að á einu af fjöl-
mörgum vefsetrum kristinna bók-
stafstrúarmanna, jesusjournal.com,
birtist frétt um útkomu bókarinnar
þar sem Harry Potter er líkt við
Andkrist, enda sé hann með merki
dýrins á enni sér.
Frjálslyndir hafa einnig sumir
horn í síðu bókanna, segja þær mett-
aðar af stöðluðum úreltum lýsingum
á hlutverki kynjanna (Hermione er
ósjálfbjarga og treystir á piltana,
galdrakarlar ráða öllu en konurnar
eru ýmist heimskar og óhæfar í
karlahlutverkum eða húsmæður og
þjónustur og svo má telja).
Aðrir sjá ofsjónum yfir velgengn-
inni, og þannig linntu skáldsagnahöf-
undar vestan hafs og útgefendur
þeirra ekki látum fyrr en New York
Times tók upp sérstakan met-
sölulista fyrir barnabækur til að
bækurnar um Harry Potter einok-
uðu ekki almenna metsölulistann.
Allt umtalið um bækurnar og deil-
urnar um inntak þeirra og söguþráð
tekur oft á sig broslegar myndir.
Gott dæmi um það er æðibunugang-
urinn þegar í ljós kom óvænt flétta
að því Potter-fræðingar töldu; í
fjórðu bókinni þar sem Harry ungi
glímir við Voldemort hinn illa. Há-
punktur bardagans er þegar þeir
sem sá vondi hefur drepið birtast út
úr töfrasprota hans í öfugri röð, þ.e.
þeir síðustu fyrstir, og þá birtist faðir
Harry Potters á undan móður hans.
Getur nærri að áhugamenn hafi grip-
ið andann á lofti og talið að rosaleg
flækja væri framundan, enda átti
móðurástin að hafa haldið hlífiskildi
yfir Harry litla. Skýring á þessu var
hins vegar ósköp einföld, fljótfærni
skrifara og hamagangur í útgáfunni
og villan var leiðrétt í næstu útgáfu.
(Þetta er rétt í íslensku útgáfunni.)
Bókaútgáfa í kreppu
Útgefendur og bókavinir víða um
heim hafa kallað J.K. Rowling bjarg-
vætt bókarinnar, því gríðarlegar vin-
sældir bókanna um Harry Potter
hafi verið eins og vítamínsprauta inn
í iðngrein sem var á fallanda fæti,
enda megi gera því skóna að drjúgur
hluti þeirra barna sem lesa bæk-
urnar um piltinn Potter eigi eftir að
lesa meira. Það má til sanns vegar
færa, því mikill og góður vöxtur hef-
ur verið í sölu á bókum fyrir börn og
unglinga, meðal annars vegna þess
að þessi gerð bókmennta er orðin
sýnilegri, en það hefur þó ekki dugað
til að draga úr samdrættinum al-
mennt. (Gamansamir benda á að æð-
ið í kringum Harry Potter sé þvílíkt
að ekki sé vænlegt að gefa út barna-
bækur í sama mánuði og bækur um
hann koma út og helst ekki einn til
tvo mánuði á eftir.)
50.000 bækur eru gefnar út á ári
vestan hafs og ekki komast nema 100
þeirra í stórmarkaðadreifingu, til
viðbótar við bókabúðirnar, og seljast
í risaupplagi. Þó að síðasta vika hafi
verið ævintýraleg í bókaútgáfu, til-
kynnt var á mánudag að æviminn-
ingar Hillary Rodham Clinton hefðu
selst í milljón eintökum og 500.000 í
viðbót í prentun og Harry Potter og
Fönixreglan kom út á laugardag, ná
sífellt færri titlar að seljast fyrir
kostnaði á meðan þær bækur sem ná
metsölu seljast í æ stærra upplagi.
Þetta er ekki ósvipuð þróun og átt
hefur sér stað í tónlistarheiminum og
ólíklegt að henni verði snúið við frek-
ar en hægt verður að bjarga útgáfu-
risunum í músíkinni. Aftur segja
menn að þetta sé á móti sóknarfæri
fyrir smáfyrirtæki sem stöðugt
sækja í sig veðrið þó að þau hafi eng-
an Harry Potter sér til halds og
trausts.
Ævintýrið um
Harry Potter
arnim@mbl.is
Það er ekki á hverjum degi
sem heimurinn nánast
stendur á öndinni yfir
útkomu á bók, að ekki sé
talað um barnabók. Árni
Matthíasson segir frá
ævintýrinu um Harry Potter.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fyrstu í röðinni voru leystir út með gjöfum. Frá vinstri: Unnsteinn Jóhannsson, Rósanna Andrésdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttr og Halla Hallsdóttir með bókina eftirsóttu.
Seldist upp á hálftíma
HALLA Hallsdóttir var fyrst í röðinni
af þeim sem biðu á föstudag fyrir ut-
an Mál og menningu á Laugavegi eftir
því að komast yfir bók. Hún fékk bók-
ina gefins fyrir ómakið, gjafabréf og
fleiri gjafir en vel á annað hundrað
manns var í röðinni fyrir utan þegar
verslunin var opnuð á miðnætti. Þau
eintök sem til voru í búðinni seldust
upp á hálftíma og sama átti sér stað í
Pennanum Eymundsson í Austur-
stræti; þar seldist bókin einnig upp á
hálftíma. Í báðum verslunum urðu
margir frá að hverfa. Að sögn starfs-
manna í verslunum vonast menn til
að fá meira af bókinni eftir miðja viku,
en óljóst hve mikið því hart er barist
um hvert eintak og fá færri en vilja.
Óttarr Proppé, sviðsstjóri erlendra
bóka hjá Máli og menningu, hampar
fyrsta eintakinu.