Morgunblaðið - 22.06.2003, Page 27

Morgunblaðið - 22.06.2003, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 27 Á ÍSLANDI er allt að gerast. Ekki síst í músíkinni þar sem eng- inn bilbugur er á þeirri hefð manna að stíga á pall með söngglaðan vin sér við hlið og syngja, – syngja bet- ur í dag en í gær, snerta sameig- inlegan streng í hjörtum fólks, gleyma amstri og brasi og láta hrí- fast í söngvaflóði. Og ef okkur hættir til að verða værukær, heima í sófunum með síbyljuna og möt- unina dynjandi yfir sem aldrei fyrr, þá höfum við orkubolta og atorku- jöfra í músíkinni eins og öðru sem drífa aðra með sér á vit þess söngs sem býr í hvers manns brjósti. Ein slík músíkbomba er Mý- vetningurinn Margrét Bóasdóttir, metnaðarfullur dugnaðarforkur, sem í fjögur sumur hefur staðið fyrir Menningarhátíð í Mývatns- sveit og nú heilmikilli kórastefnu að færeyskri fyrirmynd. Alls komu níu kórar til kórastefnunnar, eink- um Kirkjukórar frá Norðaustur- landi, og boðið var upp á þrenna tónleika dagana 12.–15. júní í Skjólbrekku. Þeir síðustu voru há- tíðartónleikar þar sem 60 manna hátíðarkór félaga úr kórunum níu söng til skiptis við Kór Glerár- kirkju á Akureyri. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði hátíðarkórn- um og Aladár Rácz lék með á píanó en Hjörtur Steinbergsson stjórn- aði Kór Glerárkirkju með píanó- undirleik Daníels Þorsteinssonar. Hátíðarkórinn byrjaði tón- leikana með „Kór englanna“ úr ór- atoríunni Elía eftir Mendelssohn í nýrri textaþýðingu Kristjáns Vals Ingólfssonar og strax á eftir söng Margrét Bóasdóttir með kórnum helgisöng, Heyr ó Drottinn, einnig eftir Mendelssohn við góðan texta Kristjáns. Bæði lögin eru falleg og voru vel sungin þótt greina mætti á kórnum að hann hefði ekki haft mikinn æfingatíma og fólkið væri ennþá dálítið að grúfa sig ofan í nóturnar. Margrét fór mjög smekklega með einsöngshlutverk- ið og hefur lag á að koma texta í tónlist vel frá sér. Nú var röðin komin að Kór Glerárkirkju sem söng fyrst íslenska músík: Stóðum tvö í túni í úts. Hjálmars Ragn., Tíminn líður í radds. Árna Harð- ars., Dýravísur Jóns Leifs og Eng- inn grætur Íslending eftir Hróð- mar I. Sigurbjörnsson. Kórnum tókst sérlega vel upp, einkum í skemmtilega útsettu verki Árna og þjóðlegu og áheyrilegu lagi Hróð- mars. Fyrir hléið var síðan skipt yfir í madrígalagír og áheyrendur fengu að heyra Maíljóð eftir Thom- as Morley og Sjáumst aftur eftir Orlando di Lasso. Bæði verkin voru afar fallega flutt, einkum verk Lassos, þótt karlaraddirnar hefðu mátt vera eilítið sterkari í Fa-la-la- viðkvæðunum í Maíljóðinu. Eftir hléið hélt kór Glerárkirkju áfram en nú voru afrísk-amerískir sálmar á efnisskránni. Byrjað var á Deep River við geðþekkan undir- leik Daníels Þorsteinssonar. Kór- inn blómstraði þéttur, samtaka og rytmískur og sönggleðin leyndi sér ekki, og ekkert síður í næstu lög- um: Poor man Lazarus, Nobody knows, Swing low, Joshua fit the Battle of Jericho og Certainly Lord. Flutningurnn var oft stór- glæsilegur og hrífandi og skær rödd Hauks Steinbergssonar, sem söng einsöng í tveimur síðasttöldu verkunum, féll vel að hljómi kórs- ins. Frábærlega útfærður meðleik- ur Daníels kórónaði svo allt eyrna- konfektið. Síðasta verkið á efnisskránni voru Sígaunaljóðin eftir Brahms. Þarna gerir þessi mikli meistari sér far um að vera alþýðlegur í til- tölulega einföldum strófískum lög- um með punkteringum á réttum stöðum. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn finnst mér Brahms hafa farið margt betur úr hendi en að vera sígaunalegur. Hans list rís hærra í öðrum verkum eins og sálumessunni, píanókonsertunum, sinfóníunum og kammerverkun- um. En hvað um það, þarna eru víða bærilegar melódíur og fínar útsetningar og píanóparturinn er skemmtilegur. Lögin í heild eru ellefu en af þeim eru oftast flutt átta saman og hér voru þau sungin í tiltölulega nýrri íslenskri þýðingu Sigurðar Loftssonar. Hátíðarkór- inn söng verkið við þróttmikinn og gefandi undirleik Aladárs og gerði margt vel. Sópraninn var bjartur og mikill en karlaraddirnar voru helst til fáliðaðar til þess að jafn- vægi milli radda væri upp á það allra besta. Hér ber líka að hafa í huga að æfingatíminn var skamm- ur og verið að flytja nokkurra þátta verk sem einungis hafði verið æft í tæpa tvo daga. Lög númer 5 og 6, Skálabumbudans og Rauðar rósir, voru einkum vel heppnuð. Lista- fólkinu var vel fagnað í lok tón- leikanna og samkvæmt sniðugri mývetnskri venju fengu „höfuð- paurar“ tónleikanna í stað blóma reyktan Mývatnssilung, hvera- brauð og andaregg í körfu. Skemmtilegir lokatónleikar TÓNLIST Mývatnssveit Níu kórar á kórastefnu dagana 12.–15. júní í Skjólbrekku. KÓRASTEFNA Í MÝVATNSSVEIT Ívar Aðalsteinsson Margrét Bóasdóttir KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran syngur kirkjuleg lög og óperuaríur við orgel- og píanóundirleik Anton- íu Hevesi í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20 í kvöld. Tónleikarnir eru liður í tónleikasyrpunni syngjandi sumar í Hafnarfjarðarkirkju. Á efnisskrá eru kirkjuleg lög með orgelundirleik eins og Bist du bei mir e. J.S. Bach, Panis angelicus e. C. Franc, Ave María e. Bach-Gounod, og líka lög eftir ís- lenska höfunda, t.d. Friðarins Guð og Máríuvers. Kristín syngur einn- ig aríur með píanóundirleik eins og t.d. Caro mio ben e. Caldara, Ave María úr óperunni Othello eftir G. Verdi o.fl. Kristín R. Sigurðardóttir hefur víða komið fram á tónleikum, bæði heima og erlendis. Hún kennir nú við Nýja söngskólann. Antonía Hevesi hefur fjölbreytta tónlistarmenntun að baki m.a. í pí- anóleik, kórstjórn, hljómfræði og orgelleik og starfar nú sem org- anisti og kórstjóri við Hafnarfjarð- arkirkju. Morgunblaðið/Þorkell Antonía Hevesi píanóleikari og Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona. Kristín og Antonía á ljúfu nótunum MEÐAL þess sem sýnt er á sum- arsýningu í sýningarsal Handverks og hönnunar, Aðalstræti 12, er bæði hefðbundinn listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni, m.a. munir úr tré, roði, silki, ull, hör, leir, selsskinni, hreindýraskinni, pappír, silfri og gleri. 26 listemenn eiga verk á sýningunni sem stendur til 31. ágúst. Opið er frá kl. 13–17 alla daga, nema mánudaga. Sumarsýning Handverks og hönnunar „ÞETTA er frábær sýning. Ég sá hana á Íslandi og fannst hún mjög spennandi, þróttmikil og full af óvæntum uppákomum. Mér fannst augljóst að hér í Englandi, þar sem fólk þekkir verkið mjög vel, yrði þetta mjög óvænt ánægja að sjá það frá svona gjör- ólíku sjónarhorni,“ segir David Lan leikhússtjóri Young Vic í Lundúnum en, sem kunnugt er, verður sýning Vesturports á leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, sett á svið í leikhúsinu í haust. Sýning Vest- urports hefur vakið mikla athygli þar sem loftfim- leikar og akróbatík eru stór og mikill þáttur í upp- færslunni. David Lan sá sýninguna hér á landi í vetur og bauð Vesturporti í kjölfarið að sýna verkið úti. Hann kveðst hafa séð ótal uppfærslur á Rómeó og Júl- íu, en engar þeirra hafi verið neitt svipaðar þessari. „Þessi uppfærsla er óneitanlega ein sú allra frumleg- asta og kemur manni eiginlega alveg í opna skjöldu. Loftfimleikarólurnar skapa snilldarlega myndlíkingu fyrir tilfinningarnar í kjarna verksins og leikararnir óviðjafnanlegir bæði í leiknum og fimleikunum.“ Verkið verður leikið á ensku og segir David Lan nú unnið að því að vinna nýja útgáfu textans. Frumsýn- ing verður í október og segir David Lan þetta verða eina af stóru uppfærslum Young Vic í vetur. „Við munum sýna Rómeó og Júlíu á hverju kvöldi í nokkr- ar vikur.“ Með hlutverk elskendanna nafntoguðu fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson, sem jafnframt leikstýrði sýningunni ásamt Agnari Jóni Egilssyni. Rómeó og Júlía til föðurhúsanna í Lundúnum „Sýningin kemur manni í opna skjöldu“ Morgunblaðið/Golli Hin ástföngnu í rólunni: Rómeó og Júlía – Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Kóran, hin helga bók múslíma, er komin út í nýrri og endurskoðaðri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Í Kór- aninum eru skráðar opinberanir þær sem Gabríel erkiengill miðlaði Mú- hammeð spámanni, allt frá því hann tók að boða hina nýju trú árið 610 til dauða spámanns- ins árið 632. Sumir hlutar bókarinnar voru ritaðir meðan Múhammeð var enn á lífi, en ekki allir. Samkvæmt ísl- amskri arfleifð skipaði eftirmaður spámannsins svo fyrir eftir dauða hans að opinberununum skyldi safn- að á bók og safnaðarmeðlimir miðla því sem þeir höfðu skráð eða lagt á minnið. Stíll bókarinnar er breytilegur. Á elstu opinberununum, frá þeim tíma er Múhammeð var einsamall að pre- dika yfir heiðingjum, er háleitur og ljóðrænn blær. Textinn frá síðustu ár- unum er skipulegri og ber þess merki að þá hefur myndast trúarsamfélag sem þarf á fræðikenningu og lífs- reglum að halda, enda þótt trúarhit- inn sé samur við sig. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 427 bls., prentuð í Danmörku. Kápa: Anna Leplar. Verð: 4.990. Trúarbrögð SÝNING á verkum félaga í Mynd- listarklúbbi STAFF, Starfsmanna- félags Flugleiða, stendur nú yfir í anddyri aðalskrifstofu Flugleiða. Verkin eru afrakstur vetrarstarfs klúbbsins, en hópurinn kom saman einu sinni í viku síðastliðinn vetur undir leiðsögn Margrétar Zophóní- asdóttur myndlistarkennara. Ákveðið var í byrjun vetrar að vinna með vatnsliti og voru verkefnin af ýmsum toga. Þrír litir voru notaðir til að vinna mismunandi litaafbrigði með mismiklu vatni, uppstillingar með grænmeti, blómum, nýveiddum bleikjum og ýmsu fleira. Eitt kvöldið kom karlmódel í heimsókn og vetr- arstarfið endaði með því að farið var upp í Heiðmörk eina kvöldstund og málað úti í náttúrunni. Þeir Flugleiðastarfsmenn sem taka þátt í samsýningunni eru: Bald- ur Ingólfsson, Björg Bjarnason, Bryndís Guðjónsdóttir, Guðný Jóna Einarsdóttir, Guðrún Valgarðsdótt- ir, Gréta Erlendsdóttir, Gréta Garð- arsdóttir, Inga Lára Gylfadóttir, Lí- ney Friðfinnsdóttir, Herdís Sif Þorvaldsdóttir, Kjartan B. Guð- mundsson, Sigríður Hrönn Helga- dóttir og Sverrir Þórólfsson. Félagar úr Myndlistarklúbbi STAFF við opnun sýningarinnar á verkum sínum í aðalskrifstofum Flugleiða í Reykjavík. Drátthagir Flug- leiðastarfsmenn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.