Morgunblaðið - 24.06.2003, Side 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 17
FJÖLDI fólks lagði leið sína á
Akureyrarflugvöll um helgina
þegar Flugsafnið á Akureyri stóð
fyrir flughelgi með fjölbreyttri
dagskrá. Flughelgin tókst með
ágætum enda veðrið afar hag-
stætt til flugs. Flugsafnið var op-
ið báða dagana, þar sem gestum
gafst kostur á að skoða gamlar
flugvélar í eigu safnsins.
Dagskráin hófst á laugardags-
morgun með ávarpi Tómasar
Inga Olrich menntamálaráðherra
og ávarpi Arngríms Jóhanns-
sonar, forseta Flugmálafélags Ís-
lands.
Boðið var upp á lifandi flugsýn-
ingar báða dagana, útsýnisflug á
einkaflugvélum og fallhlífar-
stökkvari sveif til jarðar. Fyrri
hluti íslandsmóts í listflugi fór
fram á laugardeginum og voru
sex keppendur skráðir til leiks.
Stigahæstur varð Ingólfur Jóns-
son með 8.022 stig, í öðru sæti
varð Helgi Kristjánsson með
7.868 stig og í þriðja sæti varð
Friðrik Ingi Friðriksson með
7.746 stig.
Að sögn Braga Snædal, eins af
skipuleggjendum listflugskeppn-
innar, verður seinni hlutinn hald-
inn einhvern tímann í haust.
„Venjan er sú að halda fyrri
hluta Íslandsmótsins hérna og
seinni hlutann fyrir sunnan, en
eftir því sem ég best veit þá er
ekki búið að ákveða hvar og hve-
nær það verður.“
Þetta er í fjórða sinn sem Flug-
safnið stendur fyrir flughelgi.
Svanbjörn Sigurðsson, for-
stöðumaður Flugsafnsins sagði í
samtali við Morgunblaðið að mjög
vel hefði tekist til um helgina og
að um 50 flugvélar hefðu mætt á
svæðið. „Það eru um helmingi
fleiri flugvélar en komu hingað í
fyrra. Það má segja að flóra
einkaflugmanna hafi verið hér
um helgina og notið blíðunnar
ásamt fjölda annarra gesta sem
lagði leið sína á Akureyr-
arflugvöll.“
Fjöldi fólks fylgdist með dagskrá á árlegri flughelgi
Flóra einkaflugmanna
á Akureyri um helgina
Ljósmynd Myndrún ehf./Rúnar Þór
Ómar Ragnarsson í kunnuglegri stellingu, Svanbjörn, forstöðumaður Flugsafnsins á Akureyri, og Húnn Snædal.
Ingólfur Jónsson, sigurvegari í listflugskeppninni, sýnir listir sínar.
FASTEIGNIR Akureyrarbæjar
hafa boðið út fjölmörg verk í
bænum á undanförnum vikum og
mánuðum og undantekningarlítið
hafa tilboðin sem borist hafa í
einstök verk verið nokkuð yfir
kostnaðaráætlunum. Guðmundur
Ómar Guðmundsson formaður
Félags byggingamanna Eyjafirði
sagði erfitt að segja til um hvað
þessu veldur. „Ég hallast þó að
því að kostnaðaráætlanir séu of
lágar og það getur helgast af því
að menn hafi verið að vinna á of
lágum verðum á undanförnum
árum.“
Guðmundur Ómar sagði að í
málningarútboðum hefði t.d. allt-
af verið um töluverðar sveiflur
að ræða, þar sem menn hefðu
verið að fara niður úr öllu valdi
og eins upp úr öllu. „Það er ekki
hægt að segja að það sé einhver
yfirspenna á atvinnumarkaðnum,
heldur er hann í nokkuð góðu
jafnvægi en þó frekar við efri
mörkin.“ Guðmundur Ómar
sagði það sína skoðun að tilboð á
bilinu 85–115% væru innan
skekkjumarka. Það væri ekki
eðlilegt að bjóða undir 85% af
kostnaðaráætlunum.
Fasteignir Akureyrarbæjar
buðu út viðbyggingu og gatna-
gerð við samkomuhúsið í apríl og
hljóðaði kostnaðaráætlun verks-
ins upp á tæplega 102 milljónir
króna. Fjögur tilboð bárust í
verkið og voru þau öll yfir kostn-
aðaráætlun, eða á bilinu 115,5
milljónir króna og upp í 127,8
milljónir króna. Í sama mánuði
voru viðbygging og íþróttahús
við Síðuskóla boðin út og hljóð-
aði kostnaðaráætlun upp á 328
milljónir króna. Fjögur tilboð
bárust og voru þau öll yfir kostn-
aðaráætlun, eða á bilinu 333
milljónir króna og upp í 366
milljónir króna.
Í síðasta mánuði voru boðnar
út framkvæmdir við Iðnaðar-
safnið og var kostnaðaráætlun
verksins um 11,7 milljónir króna.
Þrjú tilboð bárust og voru þau
öll yfir kostnaðaráætlun og á
bilinu 12,5–15,5 milljónir króna.
Fimm tilboð bárust í utanhúss-
málningu á Hlíð og voru þau öll
yfir kostnaðaráætlun, sem hljóð-
aði upp á rúmar 8,3 milljónir
króna. Tilboðin sem bárust voru
á bilinu 8,8–15,6 milljóna króna.
Sex tilboð bárust í byggingu
vélageymslu í Lystigarðinum og
var eitt þeirra undir kostnaðar-
áætlun. Kostnaðaráætlun hljóð-
aði upp á rúmar 6,5 milljónir
króna en tilboðin voru á bilinu 6–
7,3 milljónir króna. Fjögur tilboð
bárust í nýbyggingu Brekku-
skóla í síðasta mánuði og voru
þau öll undir kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun nam 49,5 millj-
ónum króna en tilboðin voru á
bilinu 39–45,3 milljónir króna.
Í þessum mánuði voru breyt-
ingar í kjallara Glerárskóla
boðnar út. Tvö tilboð bárust,
bæði yfir kostnaðaráætlun sem
hljóðaði upp á 17,6 milljónir
króna. Sex tilboð bárust í utan-
hússmálningu á Íþróttahöllinni
og voru þau öll yfir kostnaðar-
áætlun. Þrjú tilboð bárust í utan-
hússmálningu þriggja húsa í eigu
Fasteigna Akureyrarbæjar og
var eitt þeirra undir kostnaðar-
áætlun, eða 81% af kostnaðar-
áætlun.
Félag byggingamanna í Eyjafirði
Telur kostn-
aðaráætlan-
ir of lágar
25. júní, 40 sýningar á 40 dögum. Að-
alheiður S. Eysteinsdóttir opnar
sýningu í Gránuhúsinu á Siglufirði.
26. júní, heitur fimmtudagur.
Djass í Deiglunni kl. 21.30. „B3-tríó.“
Ásgeir Jón Ásgeirsson, gítar, Agnar
Már Magnússon, orgel, Erik Qvick,
trommur.
27. júní, hádegistónleikar í Ketil-
húsinu kl. 12. Klassískir gítartón-
leikar „Duo Campanas“ með Þórólfi
Stefánssyni og Eric Lammers.
28. júní, Spaðarnir koma, skemmt-
un í Ketilhúsinu kl. 21.30.
Aðalstyrktaraðilar Listasumars
2003 eru Eimskip, KEA og Akureyr-
arbær.
Listasumar 2003
UM síðastliðna helgi urðu 11 um-
ferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar
á Akureyri, öll slysalaus og flest
smávægileg. 15 ökumenn voru
staðnir að of hröðum akstri og einn
var kærður fyrir ölvun við akstur. Þá
kom eitt fíkniefnamál til kasta lög-
reglunnar þar sem grunur var um
neyslu.
Á laugardagskvöld valt bíll út af
veginum skammt norðan Akureyrar
og skemmdist talsvert. Síðdegis á
sunnudag varð allharður árekstur á
þjóðveginum þar skammt frá með
þeim hætti að bifreið nam staðar
vegna umferðar á móti en ökumaður
hennar hugðist beygja til vinstri
heim að bóndabæ. Ökumanni sem á
eftir kom tókst að nema staðar en
þeim sem kom þar á eftir tókst það
ekki. Næturlíf helgarinnar var í góðu
jafnvægi enda mikil djammhelgi ný-
afstaðin og því þurfti lögreglan að
hafa lítil afskipti af samkomugestum
sem almennt höguðu sér vel, segir í
dagbók lögreglunnar.
Ellefu umferðaróhöpp
á Akureyri um helgina