Morgunblaðið - 24.06.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.06.2003, Qupperneq 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 35 Mjólkurhátíð SÁÁ og Dala- manna að Staðarfelli í Dölum verður haldin helgina 4.–6. júlí nk. Þetta er fjölskylduhátíð og munu tónlistarmenn og skemmtikraftar eins og KK, Magnús Eiríksson og Halli og Laddi skemmta gestum. Á laugardagskvöldinu leika Eyjólfur Kristjánsson og Íslands eina von fyrir dansi en á föstudagskvöldinu leikur hljómsveitin Bikkebane fyr- ir dansi. Á dagskrá eru einnig íþróttir og leikir fyrir börnin, söngvarakeppni, kennsla í línu- dansi, varðeldur og brekkusöngur. Aðgangseyrir er 3.000 kr. en frítt er fyrir börn innan 14 ára. Viltu gróðursetja tré ofan á gömlu götunni þinni? Skógrækt- arfélag Vestmannaeyja hefur nú með tilstuðlan Pokasjóðs, tækni- deildar bæjarins og fleiri aðila komið fyrir skiltum með nöfnum gatna sem liggja undir hrauni og vikri í landgræðsluskóginum aust- an við bæinn. Gróðursetningar hóf- ust fyrir þremur árum í Hrauns- kógi og er ætlunin að þarna verði kjarri- og jafnvel skógivaxið úti- vistarsvæði þegar fram líða stund- ir. Í tilefni af 30 ára goslokaafmæli sem verður í byrjun júlí, vill Skóg- ræktarfélagið benda áhugasömum, fyrrverandi íbúum við götur sem fóru undir hraun og vikur að til- valið er að gróðursetja tré því sem næst ofan á gömlu götunni. Ein þeirra gatna sem hurfu fyrir 30 ár- um var Grænahlíð. Skilti sem sýnir stefnu götunnar var sett upp í fyrrasumar og riðu Grænhlíðungar þá á vaðið með því að gróðursetja tré í laut eina skammt þar frá. Golfmót Átthagafélags Stranda- manna fer fram á Hlíðavelli í Mos- fellsbæ sunnudaginn 29. júní, stundvíslega kl. 10. Þátttöku skal tilkynna í golfskálanum. Á NÆSTUNNI Mannréttindi og Mið-Austurlönd. Mannréttindaskrifstofa Íslands efn- ir til rabbfundar um mannréttindi og Mið-Austurlönd, á morgun, miðviku- daginn 25. júní, kl. 16.30, á Litlu- Brekku við Bankastræti. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í Mið-Austurlandafræðum, er stadd- ur á landinu og mun spjalla við fund- argesti um ástand mála við botn Miðjarðarhafs í kjölfar stríðsins í Írak og vaxandi átaka í Palestínu. Fundurinn er öllum opinn. Hvað er ósnortin náttúra? Banda- rískur umhverfissagnfræðingur, Harriet Ritvo, mun halda hádeg- isfyrirlestur í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 25. júní, kl. 12. Harriet Ritvo starfar sem prófessor við háskóla Massachusetts Institute for Techno- logy (MIT) og fjallar í núverandi rannsóknum sínum um grundvöll náttúruverndar. Í fyrirlestri sínum mun Ritvo fjalla um hvað sé ósnortin náttúra og hvort mannvirki og at- hafnir mannsins séu raunveruleg náttúruspjöll eða einfaldlega breyt- ing á náttúru sem óháð aðgerðum og mannvirkjum manna tekur sífelld- um breytingum. Landvernd og Hið íslenska nátt- úrufræðifélag standa að fyrirlestr- inum sem er öllum opinn og aðgang- ur ókeypis. Á MORGUN LÝST er eftir vitnum að um- ferðaróhappi á bifreiðastæði við Kárastíg 14–16 í Reykjavík, fimmtudaginn 19. júní á milli kl. 8.45 og 12. Ekið var framan á ljósgráa Toyota Corolla-fólks- bifreið sem lagt var þar í bif- reiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vin- samlega beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum STYRKJUM frá Rekstrarvörum, RV, fyrir árið 2003 hefur verið úthlutað. Fyrr á þessu ári voru styrkirnir auglýstir og bárust tug- ir umsókna frá félögum og sam- tökum. Sérstök dómnefnd fór yfir allar umsóknir og ákvað að eft- irtalin félög skyldu hljóta rekstr- arvörustyrki í ár: Handknattleiks- félag Kópavogs, 250.000 krónur; Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljóts- vatni, 125.000 krónur; Vernd, fangahjálp, 125.000 krónur. Rekstrarvörur eru sérhæft dreifingarfyrirtæki sem sinnir þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir almennar rekstrar- og hrein- lætisvörur, og veitir margvíslega þjónustu og ráðgjöf á því sviði. RV leggur áherslu á heildarlausn hreinlætis- og öryggismála, svo og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og einstaklinga. Árlega veitir fyr- irtækið íþrótta-, líknar-, félaga- og menningarsamtökum, sem sinna þörfum samfélagsverk- efnum, styrki í formi úttektar á rekstrar- og fjáröflunarvörum hjá RV, segir í fréttatilkynningu. Hlutu styrki frá Rekstrarvörum SÍMINN og Landlæknisembættið gerðu í dag samstarfssamning þess efnis að Síminn styrki Þjóðarátak gegn þunglyndi – fækkum sjálfs- vígum. Samkvæmt samningnum styrkir Síminn verkefnið með einnar millj- ónar króna framlagi og er því kom- inn í hóp fleiri fyrirtækja sem gera embættinu kleift að standa undir kostnaðarsömu verkefni. Síminn hefur lagt á það áherslu að styðja við samfélagsleg verkefni. Undirritun samningsins fór fram í húsnæði Símans og var það Heið- rún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sem skrifaði undir f.h. fyr- irtækisins en Sigurður Guðmunds- son f.h. Landlæknisembættisins. Síminn styrkir Þjóðarátak gegn þunglyndi Heiðrún Jónsdóttir og Sigurður Guðmundsson. UM helgina var 31 um- ferðaróhapp með eigna- tjóni tilkynnt til lög- reglu. Níu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 31 tekinn fyrir of hraðan akstur. Um helgina var tilkynnt um 24 innbrot. Eitt slíkt var rétt fyrir há- degi á föstudag í Breiðholtinu. Til- kynnandi kvaðst hafa farið út úr húsinu kl. 10 um morguninn og komið aftur heim um klukkustund síðar. Þá var búið að brjótast inn og stela m.a. skartgripum og róta tals- vert í hirslum. Málið er í rannsókn. Á föstudag var tilkynnt um rauð- an vörubíl á Suðurlandsveginum, með malarfarm, á leið til Reykjavík- ur. Mölinni rigndi yfir bifreiðar sem á eftir voru. Tilkynnandi sagði að tjón væri á bifreið sinni. Vörubif- reiðin fannst hins vegar ekki. Við Hlaðhamra varð bréfberi fyrir því að hundur beit í vinstri hönd hans. Fór hann á slysadeild þar sem gert var að sárum hans og honum gefið stífkrampasprauta og sýklalyf. Um kl. 22.30 óskuðu öryggisverð- ir verslunarmiðstöðvar eftir aðstoð lögreglu. Piltar höfðu látið inn- kaupakerrur detta milli hæða og eyðilögðust þær. Faðir eins piltanna kom og sótti þá. Rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardags var kvartað yfir ónæði frá börnum að leik í Breiðholtinu. Börnin hættu leik er lögregla kom á vettvang. Um kl. 1.30 var tilkynnt um menn vera að brjótast inn í bif- reiðar í Breiðholtinu. Reyndust þetta vera þrír piltar. Einn þeirra var handtekinn og honum ekið til foreldra sinna sem voru í sumarbú- stað. Um þrjúleytið var tilkynnt um þjófnað á skemmtistað. Hafði veski verið stolið sem í voru verðmæti fyrir 30 þúsund krónur. Um svipað leyti var brotist inn í íbúð í Árbæn- um og þaðan stolið leikjatölvu, geislaspilara, tölvuleikjum og DVD- myndum. Um hálffjögurleytið aðfaranótt laugardags var tilkynnt um mann með falsaða 1.000 króna seðla. Mað- urinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Við leit á honum fund- ust fíkniefni en engir peningaseðlar og var hann vistaður í fanga- geymslu. Um svipað leyti varð mað- ur fyrir líkamsárás í miðbænum og var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Köstuðu e-töflum út um bílgluggann Aðfaranótt laugardags reyndi lögregla að stöðva bifreið á Vatns- mýrarvegi. Sást hvar poka með hvítu efni í var hent út um glugga bílstjóramegin. Bifreiðin var síðan stöðvuð og voru ökumaður og þrír farþegar handteknir og fluttir á stöð. Poki þessi fannst skömmu síð- ar og voru í honum e-töflur. Leitað var í bifreiðinni með aðstoð lög- regluhunds sem og heima hjá öku- manni. Ekkert saknæmt kom út úr þeirri leit. Teknar voru skýrslur og voru þau laus eftir það. Um kl. 22.30 var bifreið stöðvuð í Skipholti þar sem menn voru taldir tengjast þjófnaði fyrr um kvöldið. Við nánari athugun passaði lýsing á tveimur farþegum við þjófnaðinn og voru þeir handteknir. Við leit í bif- reiðinni fannst kvenmannsveski með skilríkjum sem stolið hafði ver- iðfyrr um kvöldið. Einnig var tölu- vert af tóbaki, símakortum o.fl. Rétt fyrir kl. 5 á sunnudagsmorg- un var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Flaska hafði brotnað á höfði manns er henni var slegið í höfuð hans. Maðurinn var líka með áverka á höku. Góð lýsing fékkst á árásarmönnum. Maðurinn var flutt- ur með forgangi á slysadeild, með- vitundarlítill. Í Borgartúni var bif- reið stöðvuð. Ökumaður blés yfir mörkum, var hann handtekinn og fluttur á stöð. Þegar reynt var að ræða við ökumanninn sparkaði hann í afturrúðu lögreglubifreiðarinnar. Á lögreglustöðinni sparkaði hann í lögreglumenn. Ökumaður var settur í handjárn á vettvangi og var hann ekki losaður úr þeim fyrr en hann var látinn laus. Úr dagbók lögreglunnar 20. til 23. júní 24 innbrot auk fíkni- efnamála um helgina HÚSNÆÐI ÓSKAST RAÐAUGLÝSINGAR LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.