Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 37

Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Það er líkt og töfrar umljúki þig. Fólk heillast af hæfi- leikum þínum og persónu- leika. Árangur þinn máttu þakka hæfileikum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kemur auga á nýjar leið- ir við að auka á stöðugleik- ann heimafyrir. Þetta veitir þér aukið svigrúm og frelsi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag gerir þú þér grein fyrir því hvernig hægt er að öðlast eitthvað sem þig langar mikið í. Þú ert reiðubúin(n) til þess að leggja mikið á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvatning frá yfirmönnum fyllir þig sjálfstrausti. Þú þarft að leggja hart að þér til þess að ná ákveðnum markmiðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Varfærnislegar áætlanir tengdar framandi löndum eða frekari menntun fara úr skorðum. Þú áttar þig á nýjum og hagkvæmari leið- um í átt að settu marki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rómantískar hugsanir sækja á þig í dag. Hvað sem því líður hefur þú þol- inmæði til þess að bíða eftir að óskir þínar rætist. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samræður við vini og vandamenn afhjúpa nýjar aðferðir við að gera hlutina. Farðu eftir ráðleggingum vina. Það mun gagnast þér vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Yfirboðarar þínir kunna vel að meta frumlegar hug- myndir þínar í dag. Þú get- ur sýnt þeim hvað í þér býr. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur hagkvæmar lausnir á aðkallandi vanda- málum. Þessi hagsýni þín gefur frama þínum byr und- ir báða vængi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Auður annarra og auknar lántökur koma þér á réttan kjöl eða nýtast þér við mik- ilvæg kaup. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Háleitar hugmyndir þínar um bætt vinnuumhverfi koma samstarfsfólki í opna skjöldu. Þú hlýtur að laun- um aukna viðurkenningu og hrós starfsfélaga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Mikil vinna mun verða til þess að auka ávinning þinn. Þú kýst að borga skuldir þínar auk þess að vinna heimavinnu. Það er það sem þarf til. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag rennur upp fyrir þér hvernig agi og skipulagning geta nýst þér til þess að gera mikilvægar breyt- ingar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24. júní, er sjötugur Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, Dalbraut 17, Akranesi. Eiginkona hans er Elín Þor- valdsdóttir. Sameiginleg af- mælisveisla, með hópi skólasystkina frá Akranesi og mökum þeirra, var hald- in nýlega í Þýskalandi. Bragi og Elín verða ekki heima á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24. júní, er fimmtug Þorgerður Ester Sigurðardóttir, Furu- hjalla 9, Kópavogi. Eig- inmaður hennar er Einar Ólafsson, lyfjafræðingur og forstjóri Medico. Þau taka á móti gestum í húsakynnum Medico, Akralind 3, Kópa- vogi, nk. laugardag, 28. júní, frá kl. 19. ÞEGAR spilað er til baka í útspilslit makkers er reglan þessi: hátt-lágt frá tvílit og þriðja hæsta frá ríkjandi lengd. Dæmi: Makker kemur út með lauf gegn þremur gröndum og þú átt Á9432 í litnum. Þú tekur á ásinn og spilar ÞRISTINUM til baka – þriðja hæsta frá ríkjandi lengd (eða fjórða hæsta frá upprunalegri lengd, eins og sumir orða það). Frakkinn Patrick Sussel er gamall í hettunni og kann þessar reglur afturábak og áfram. Hann var í suðursætinu í þessu spili, sagnhafi í þremur gröndum: Norður ♠ G73 ♥ G62 ♦ ÁG1074 ♣D6 Vestur Austur ♠ K94 ♠ D10652 ♥ D93 ♥ K1085 ♦ 983 ♦ 52 ♣K1075 ♣Á3 Suður ♠ Á8 ♥ Á74 ♦ KD6 ♣G9842 Sagnir gengu stutt og laggott: eitt grand í suður og þrjú grönd í norður, og útspil vesturs var lauf- fimma (fjórða hæsta). Er þetta bara spurning um að „bíða og vona“ eða getur sagnhafi gert eitthvað sér til hjálpar? Spilið er vonlaust ef vörnin skiptir yfir í hálit, en Sussel fór frumlega leið til að lokka vörnina áfram í laufinu. Til að byrja með lét hann lítið úr borði og síðan áttuna undir ásinn. Austur sá hvorki fjarka né tvist og því virtist sem útspilið væri frá a.m.k. fimmlit, kannski sexlit. Hann freistaðist því til að spila laufi áfram. Og þá kom snilldarbragðið – laufgosinn undir drottn- inguna! Vestur var íhugull spilari og hann fór vel yfir stöð- una. Var hugsanlegt að suður hefði byrjað með G8 tvíspil í laufi? Ekkert í sögnum útilokaði það og laufþristur makkers var í samræmi við það að austur hefði byrjað með fimmlit, eða Á9432. Vestur drap því með kóng og tók lauftíuna. Suður fékk hjartaslag (í bókstaflegri merkingu), en Sussel kominn með tvo laufslagi og níu í allt. Tökum eftir því að blekk- ingin með laufgosann hefði geigað hrapallega ef suður hefði fylgt lit í byrjun með tvistinum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Dc2 a6 5. g3 Bg4 6. Bg2 e6 7. 0-0 Be7 8. Rbd2 Bf5 9. Db3 b5 10. cxd5 cxd5 11. Re5 0-0 12. Rdf3 Db6 13. Bf4 Hc8 14. Hac1 Rbd7 15. h3 h6 16. g4 Bh7 17. Hfd1 Db7 18. a4 b4 19. g5 Rh5 20. Bd2 Rxe5 21. dxe5 hxg5 22. Rxg5 Bf5 23. Bf3 Bxg5 24. Bxg5 g6 25. Bxh5 gxh5 26. Kh2 Kh7 27. Df3 Bg6 28. Bf6 Hxc1 29. Hxc1 Hc8 30. Hg1 Dc6 31. Hg5 Kh6 32. Df4 Kh7 33. Dh4 Dc4 Staðan kom upp á Skák- þingi Hafnarfjarðar sem lauk fyrir skömmu. Sig- urvegari mótsins, Sævar Bjarnason (2.300) hafði hvítt gegn Davíð Kjart- anssyni (2.275). 34. Hxh5+! og svartur gafst upp enda að verða mát. Skákþing Hafnarfjarðar var á árum áður alltaf fastur liður í ís- lensku skáklífi en var haldið nú eftir nokkurt hlé. Skákdeild Hauka hélt mótið og fór það fram á Ásvöll- um. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Sævar Bjarnason 6 vinninga af 7 mögulegum. 2. Björn Þor- finnsson 5½ v. 3.–4. Hall- dór B. Halldórsson og Stef- án Bergsson 5 v. 5.–7. Sigurbjörn Björnsson, Jó- hann H. Ragnarsson og Þorvarður F. Ólafsson 4½ v. Sigurbjörn og Þorvarður munu heyja einvígi um skákmeistaratitil Hafn- arfjarðar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Áttræðer í dag, þriðjudag- inn 24. júní, Jóna S. Gísla- dóttir, áður til heimilis á Hraunbrún 34 en nú á Sól- vangsvegi 1, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Sig- urður M. Guðmundsson. Þau eru að heiman. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24. júní, er sjötug Sóley Mar- vinsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hún er stödd erlendis. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Afmælisþakkir Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 95 ára afmælinu mínu þann 14. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Kristín Davíðsdóttir, Höfðagötu 4, Stykkishólmi. Ný sending af velúrgöllum Nýir litir og snið Stærðir XS-XXL Nóatúni 17 • sími 562 4217Gullbrá • Sendum í póstkröfu Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kost- ur á léttum hádegisverði. Samvera for- eldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þriðjudaga og fimmtudaga er keppni í pútti. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spil- að og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Kirkjustarf FRÉTTIR ÞÓRÐUR Guðjónsson knatt- spyrnumaður og eiginkona hans, Anna Lilja Valsdóttir, af- hentu Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna, SKB, 140.000 krónur á dögunum en peningarnir söfnuðust í sam- eiginlegri afmælisveislu þeirra. Hjónin, sem fagna um þessar mundir 30 ára afmælum sínum, afþökkuðu allar gjafir og blóm þegar þau buðu til veislunnar en gestum þeirra var frjálst að láta fé af hendi rakna í bauk sem var á staðnum. Það sem safnaðist gáfu þau síðan SKB. Það var Arnór Freyr Gíslason, 6 ára, sem tók við peninga- upphæðinni úr hendi Þórðar. Landsliðsmaður styður krabbameinssjúk börn Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og eiginkona hans Anna Lilja Valsdóttir. FEMINISTAFÉLAG Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er furðu á dómsorðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristjáns Viðars Júlíussonar er hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps. „Dómurinn virti honum til refsilækkunar að fórnarlamb hans hefði vísvitandi reitt hann til reiði. Hrottalegar líkamsmeiðingar af því tagi sem áttu sér stað í þessu máli gegn fyrrum sambýliskonu geta aldr- ei talist eðlilegar afleiðingar reiði að mati Feministafélags Íslands og eru aldrei réttlætanlegar. Þar ber sá alla ábyrgð sem fremur verknaðinn. Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem taka þarf á með öllum tiltækum ráðum en þar með taldir eru réttlátir dómar. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert samning um að kveða skuli niður ofbeldi gegn konum sem er sér- tækur og afdrifaríkur vandi sem á rætur í þeirri kynbundnu mismunun og óréttlæti sem konur hafa verið beittar um aldir. Þau skilaboð sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda frá sér fela í sér að þau mál geti komið upp sem réttlæta að karlmenn gangi í skrokk á konum. Feminista- félag Íslands mótmælir slíkum hug- myndum. Þær stríða gegn almennum mannréttindum og þeirri kröfu kvenna að fá að lifa við öryggi og án ofbeldis, alltaf og alls staðar,“ segir í ályktuninni. Réttlætir reiði ofbeldi gegn konum? Bláklædd og grænklædd hleypur hún út um teigana, fegnir vilja piltarnir eiga’ hana. Þeir skulu ekki fá hana, þó þeim litist á hana, svo dáfögur sem hún er. Nógar hefur hún þernurnar að þjóna sér. Ókunnur höfundur LJÓÐABROT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.