Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 40
ÍÞRÓTTIR
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna
Landsbankadeild
KR - ÍBV................................................... 3:0
Edda Garðarsdóttir 28., Hólmfríður
Magnúsdóttir 65., Hrefna Jóhannesdóttir
70.
FH - Þróttur/Haukar............................. 1:0
Gígja Heiðarsdóttir.
Staðan:
KR 7 6 1 0 32:3 19
Valur 7 5 1 1 21:9 16
ÍBV 7 5 0 2 31:10 15
Breiðablik 6 4 0 2 18:14 12
Stjarnan 6 2 0 4 9:13 6
FH 7 2 0 5 4:21 6
Þór/KA/KS 7 1 0 6 5:23 3
Þróttur/Haukar 7 1 0 6 6:33 3
1. deild kvenna A
Fjölnir - HSH .......................................... 8:1
Staðan:
Breiðablik 2 4 4 0 0 31:4 12
HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10
RKV 4 3 1 0 14:8 10
Fjölnir 5 3 0 2 15:13 9
ÍR 5 2 0 3 20:14 6
Þróttur/Haukar 2 4 0 0 4 4:23 0
HSH 5 0 0 5 7:39 0
3. deild karla D
Höttur - Fjarðabyggð ............................. 0:2
Staðan:
Neisti D. 5 3 1 1 7:5 10
Fjarðabyggð 5 3 0 2 13:8 9
Huginn 5 3 0 2 12:8 9
Höttur 5 2 1 2 6:6 7
Einherji 5 2 0 3 7:10 6
Leiknir F. 5 1 0 4 5:13 3
Álfukeppnin
B-RIÐILL:
Brasilía - Tyrkland................................. 2:2
Adriano 23., Alex 90. - Gokdeniz Karade-
niz 52., Okan Yilmaz 80.
Bandaríkin - Kamerún........................... 0:0
Í undanúrslitunum eigast við annars
vegar Kamerún og Kólumbía og hins veg-
ar Frakkland og Tyrkland.
Svíþjóð
Elfsborg - AIK......................................... 2:0
Helsingborg - Landskrona..................... 2:2
Gautaborg - Sundsvall ............................ 1:1
Djurgården - Malmö FF ........................ 0:2
Staðan:
Djurgården 11 7 1 3 26:10 22
Hammarby 10 6 4 0 16:8 22
AIK 11 6 2 3 20:13 20
Örebro 11 6 1 4 19:18 19
Malmö 11 5 3 3 17:12 18
Helsingborg 11 5 3 3 14:14 18
Elfsborg 11 4 4 3 14:17 16
Halmstad 10 4 2 4 15:14 14
Örgryte 11 4 2 5 14:19 14
Gautaborg 11 3 4 4 18:13 13
Sundsvall 11 2 4 5 11:15 10
Landskrona 11 2 4 5 13:18 10
Öster 11 2 2 7 10:20 8
Enköping 11 1 2 8 11:27 5
Noregur
Bryne - Brann.......................................... 1:1
Staðan:
Rosenborg 11 9 2 0 30:7 29
Stabæk 11 5 4 2 19:13 19
Bodö/Glimt 11 5 4 2 16:11 19
Viking 11 4 6 1 19:12 18
Sogndal 11 5 3 3 20:15 18
Odd Grenland 11 5 2 4 17:21 17
Lyn 11 4 3 4 16:19 15
Bryne 11 4 1 6 21:18 13
Vålerenga 11 3 4 4 14:13 13
Lilleström 11 2 6 3 10:16 12
Molde 11 3 2 6 13:19 11
Ålesund 11 1 5 5 15:21 8
Brann 11 1 5 5 11:23 8
Tromsö 11 1 3 7 15:28 6
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
Kópavogsv.: Breiðablik - Stjarnan .......... 20
1. deild karla:
Ásvellir: Haukar - Keflavík ...................... 20
3. deild karla:
Ólafsvík: Víkingur Ó. - Grótta .................. 20
1. deild kvenna:
Valbjarnarv.: Þróttur/Haukar-2 - ÍR ...... 20
Í KVÖLD
Rangt feðraður
Gunnar Þór Gunnarsson, ungur
kylfingur úr GKG, sem stóð sig svo
vel á Íslandsmótinu í holukeppni um
helgina, var rangt feðraður á nokkr-
um stöðum í blaðinu í gær, en þá var
hann sagður Birgisson. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Hjalti kom inn á
Hjalti Jónsson kom inn á sem
varamaður hjá ÍBV í efstu deild
karla gegn FH á sunnudag. Í blaðinu
í gær var nafn Inga Sigurðssonar
tvítekið en Hjalta var skipt inn á fyr-
ir Einar Hlöðver Sigurðsson.
Leiðrétting
GRÉTAR Hjartarson, framherji Grindvíkinga,
fékk þann úrskurð hjá læknum í gær að hann
yrði að hvíla sig frá knattspyrnuiðkun næstu sex
mánuðina og þar með leikur hann ekkert með
Grindavíkurliðinu á yfirstandandi leiktíð. Grét-
ar meiddist í leik á móti Keflvíkingum í deilda-
bikarkeppninni í vor og síðan þá hefur hann
ekkert spilað.
„Þetta voru að sjálfsögðu mjög svekkjandi
fréttir sem ég fékk hjá lækninum en ég var svo
sem búinn að búa mig undir það versta,“ sagði
Grétar við Morgunblaðið í gær. Við skoðun á
myndum sem teknar voru af ökkla Grétars kom
í ljós sprunga í svokölluðu völubeini og skila-
boðin sem hann fékk frá lækninum voru þau að
hann yrði að hvílast næsta hálfa árið.
„Það þýðir víst ekkert að grenja yfir þessu og
ég verð bara að líta á sumarið sem langt und-
irbúningstímabil fyrir það næsta. Ég ætla mér
að koma sterkur til leiks á næsta ári,“ sagði
Grétar sem sló í gegn með Grindvíkingum á síð-
ustu leiktíð og varð markakóngur Íslandsmóts-
ins. Hans hefur verið sárt saknað í Suð-
urnesjaliðinu í sumar og forráðamenn
Grindavíkurliðsins hyggjast styrkja liðið erlend-
is frá eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði
við Morgunblaðið í gær að leitin stæði yfir, að-
allega í Færeyjum, en hún hefði enn sem komið
er ekki skilað árangri.
Grétar úr leik hjá Grindavík
Grétar Hjartarson
ÍSAK Einarsson, körfuknatt-
leiksmaður úr Breiðabliki, er að
öllum líkindum á förum frá Kópa-
vogsfélaginu þar sem hann er á leið
til Danmerkur í nám. Þetta kemur
fram á heimasíðu félagsins. Ísak
hefur leikið með Blikum í úrvals-
deildinni undanfarin tvö ár og
skorað að meðaltali 8–9 stig í leik
en hann spilaði áður með Tinda-
stóli og á alls 95 leiki að baki í úr-
valsdeild.
GUNNAR Einarsson og Jón N
Hafsteinsson ætla að leika áfram
með Íslandsmeisturum Keflavíkur
í körfuknattleik. Gunnar og Jón,
sem eru báðir framherjar og leika
með íslenska landsliðinu, sömdu til
tveggja ára við Keflavík.
OLEG Titov, handknattleiks-
maður, er genginn til liðs við
Gróttu/KR og hyggst leika með
liðinu næsta vetur. Titov, sem er
36 ára línumaður og öflugur varn-
armaður, lék með Fram í fimm ár,
1995–2000, en hætti þá vegna þrá-
látra bakmeiðsla sem höfðu haldið
mjög aftur af honum tvö síðustu
árin hjá Safamýrarfélaginu.
LORENZO Amoruso hefur náð
samkomulagi við Blackburn og
standist hann læknisskoðun síðar í
vikunni leikur hann með félaginu á
næstu leiktíð. Amoruso þótti leika
vel með Rangers á nýafstaðinni
leiktíð í Skotlandi.
LEEDS afþakkaði í gær boð frá
Aston Villa í markvörðinn Paul
Robinson. Tilboðið þótti lágt en
forsvarsmaður Leeds sagði ekki
útilokað að litið yrði á hærri tilboð
ef þau bærust.
WILLIAM Gallas, franski varn-
armaðurinn hjá Chelsea, er
óánægður í herbúðum félagsins.
Hefur hann m.a. afþakkað nýjan
samning og hafa önnur lið í deild-
inni nú rennt hýrum augum til
hans.
FORVÍGISMENN spænska liðs-
ins Barcelona hafa viðurkennt að
það geti reynst þeim afar erfitt að
fá hinn brasilíska Ronaldinho til
félagsins eins og vonir hafa staðið
til. Þeir segja að bæði Manchester
United og Real Madrid hafi boðið
Paris SG hærri upphæð fyrir kapp-
ann, eða um 1,7 milljarða króna,
um 14 millj. punda.
RANGERS og Middlesborough
keppast nú við að krækja í Kevin
Phillips sóknarmann Sunderlands
sem er til sölu um þessar mundir
eins og reyndar flestallir leikmenn
liðsins eftir að það féll úr ensku úr-
valsdeildinni. Hvorugt liðanna er
þó reiðubúið að greiða þær fjórar
milljónir punda, um 470 millj.
króna, sem Sunderland vill fá fyrir
Phillips.
FRANK de Boer vonast til þess
að leika í ensku úrvalsdeildinni á
næstu leiktíð, en hann er nú laus
allra mála hjá Barcelona. Þegar
nýr forseti tók við stjórn Barce-
lona á dögunum var de Boer meðal
þeirra sem var sagt að taka hatt
sinn og staf.
FÓLK
Vesturbæingum brá nokkuð í brúnþegar Karen Burke hóf leikinn
með góðum spretti upp hægri kant-
inn og sneri af sér
varnarmenn KR en
Mhairi Gilmour rétt
missti af sendingu
hennar fyrir framan
markið. En þar við sat, KR-ingar
náðu undirtökunum og hófu að sækja
grimmt en þó oftast skipulega að
marki ÍBV en þrátt fyrir ágætis færi
lét fyrsta markið bíða eftir sér.
Hrefna Jóhannesdóttir fékk tækifæri
til að ná því þegar skot hennar fór í
slá og aftur út en Hrefnu brást held-
ur bogalistin þegar hún skallaði bolt-
anum síðan yfir næstum autt markið.
Um miðjan fyrri hálfleik fóru gest-
irnir að feta sig framar á völlinn en
reyndu sem fyrr helst að sparka bolt-
anum yfir vörn KR á markadrottn-
inguna Olgu Færseth en án árang-
urs. KR-stúlkur slógu hins vegar
ekkert af og Edda Garðarsdóttir kom
KR í 1:0 með hörkuskoti utan víta-
teigs á 28. mínútu. Undir lokin fékk
KR tvö færi á að bæta við en Rachel
Brown í marki ÍBV varði gott skot
Sólveigu Þórarinsdóttur og annað frá
Ásthildi Helgadóttur í horn.
Eyjastúlkur fengu síðan tvö ágæt
færi án árangurs áður en KR-ingar
fóru að bíta frá sér. Edda tók auka-
spyrnu frá vinstri og Sólveig skallaði
boltann í slá, hann barst síðan þvert
fyrir markið þar sem fyrirliðinn Guð-
rún Jóna Kristjánsdóttir rétt missti
af honum. KR-ingar voru aftur búnir
að ná undirtökunum og Hólmfríður
Magnúsdóttir bætti við marki á 65.
mínútu þegar hún fylgdi vel á eftir
þegar Hrefna skaut boltann í slána.
Aðeins fimm mínútum síðar var
Hrefna aftur á ferðinni þegar hún af-
greiddi boltann í netið eftir frábæran
undirbúning Ásthildar. Úrslit voru
ráðin en hvort lið fékk þó eitt tæki-
færi til að breyta tölunum, Margrét
Lára Viðarsdóttir á 81. mínútu en
Þóra Helgadóttir í marki KR varði
glæsilega gott skot og hinum megin
greip Rachel Brown boltann við fæt-
ur Hrefnu þegar Ásthildur náði
skyndisókn eftir mistök í vörn ÍBV.
KR-ingar voru vel að sigrinum
komnir, vörnin var sterk með Guð-
rúnu Sóleyju Gunnarsdóttur en á
miðjunni réðu Edda og Ásthildur
ríkjum. Það skilaði einnig mörgum
góðum sendingum og sprettum
handa Hólmfríði og Hrefnu í framlín-
unni. Reyndar féllu leikmenn stund-
um í sömu gryfju og mótherjar þeirra
með ómarkvissum spörkum fram
völlinn en byggðu einnig upp góðar
sóknir.
Gestirnir úr Eyjum voru ekki eins
skipulagðir. Í byrjun var mikið óör-
yggi í vörninni, sem var eftir það
lengi að jafna sig og reyna að spila
boltanum fram völlinn. Um miðbik
vallarins börðust Burke og Íris Sæ-
mundsdóttir um völdin við miðju-
menn KR og það gekk oft upp en ekki
nógu oft. Fyrir vikið fékk framlínan
úr litlu að moða og Olga náði ekki að
leika listir sínar.
Herbragð ÍBV
dugði ekki
HERBRAGÐ Eyjastúlkna, spark og sprettur, dugði þeim skammt í
heimsókn í Vesturbænum í gærkvöldi því vörn KR sá við því og þeg-
ar við bættist skipulagður sóknarleikur KR var 3:0 sigur síst of stór.
Sigurinn tryggir stöðu KR á toppnum með þriggja stiga forskot á
næsta lið þegar deildarkeppnin er hálfnuð en Vestmannaeyingar
áttu tækifæri á að ná efsta sætinu. Þeim gefst þó færi á að hefna
ófaranna á föstudaginn þegar liðin takast aftur á í 8-liða úrslitum
bikarkeppninnar. Í Hafnarfirði tókst FH að færa sig aðeins frá fall-
sæti og upp í það sjötta með 1:0 sigri á Þrótti/Haukum en Gígja
Heiðarsdóttir skoraði markið.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Línurnar eru farnar að skerpast á
toppnum eftir toppslag kvöldsins.
Vanda Sigurðardóttir, þjálfari KR,
segir deildina vera
jafnari í ár en áður
og þær stefna
ótrauðar á titilinn.
„Við lögðum áherslu á það í kvöld
að halda hreinu, Eyjastúlkur eru
með beitta sókn – við þekkjum
Olgu vel – og okkur tókst vel að
halda þeim niðri. Þetta var hörku-
leikur og barátta á kostnað
gæðanna en við mættum vel
stemmdar og mér fannst stelpurn-
ar spila frábærlega í kvöld,“ sagði
Vanda eftir leikinn. Liðin mætast
á ný næstkomandi föstudag í bik-
arnum og má búast við að Eyja-
stúlkur mæti alveg brjálaðar í
leikinn. „Það er ekki við öðru að
búast en við ætlum okkur að sjálf-
sögðu sigur og ef mitt lið spilar
eins og í kvöld þá erum við í góð-
um málum.“
Mikill missir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir,
varnarmaður KR-inga, átti mjög
góðan leik í gær. „Hún þarf að
fara í uppskurð, ökklabrotnaði í
fyrra og brotið greri eitthvað vit-
laust. Hún hefur spilað hvern leik-
inn á fætur öðrum með tárin í aug-
unum. Það er gríðarlega stórt
skarð að fylla því hún er án efa
fljótasti varnarmaður á Íslandi,“
sagði Vanda.
Ekki tilbúnar
Olga Færseth, framherji ÍBV og
fyrrverandi leikmaður KR, fékk
ekki úr miklu að moða í framlín-
unni, hún var tekin föstum tökum
af varnarmönnum KR og var skilj-
anlega ókát að leik loknum.
„Hreint út sagt var þetta hræði-
legt af okkar hálfu, vörnin var
mjög óörugg og við fundum okkur
aldrei í sóknarleiknum. Því varð of
mikið um tilgangslausa langa bolta
og lítið um spil. Þær voru alltaf
skrefinu á undan og það fór allt
úrskeiðis hjá okkur sem gat. Við
vorum einfaldlega ekki tilbúnar í
þennan leik – mættum ekki með
hausinn í lagi. Ég hef enga lausn á
því hvað gera skal eins og er en
við höfum nokkra daga til að fara
yfir okkar leik og gera okkur til-
búnar fyrir átökin á föstudaginn,
við skulum sjá hvað gerist þar,“
sagði Olga að lokum.
„Spiluðu frábærlega“
Eftir
Andra Karl
ÚRSLIT